Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 08.05.1989, Qupperneq 42

Dagblaðið Vísir - DV - 08.05.1989, Qupperneq 42
42 MÁNUDAGUR 8. MAÍ 1989. LífsstíU Þrjú tonn af mygluðu og slepj- uðu kjöti í vinnsl- ur og verslanir „Þaö má teljast glópalán aö ekki skyldi hljótast stórslys af,“ sagði Jónas Þór Jónasson, starfsmaður kjötvinnslunnar Skyndis á Grensás- vegi, í samtali við DV. Um miðjan apríl sendi Afurðasala Sambandsins um 3 tonn af skemmdu nautakjöti í verslanir og kjötvinnsl- ur. Kjötiö kom frá sláturhúsinu á Vopnafirði og var sent til Reykjavík- ur með skipi í gámi sem trúlega hef- ur bilað kæling í eða hreinlæti verið ábótavant. Þegar kjötið kom til Reykjavíkur var það orðið talsvert myglað og slepjað. „Þeir hjá Áfurðasölunni höfðu samband við okkur og þeir sögðust ætla að þrífa kjötið áður þaö yrði sent til okkar,“ sagði Jónas. „Þegar þessir tveir skrokkar, sem ég pantaði, komu hér inn á gólf sá ég strax að meðhöndlun þeirra var alls ekki fulinægjandi. Kjötið var mjög myglað og víða á því slepju- blettir þar sem gerlagróður var greinilega farinn að þrífast mjög vel. Ég hringdi strax í Sambandiö og heimtaði að kjötið yrði þegar í stað tekið til baka. Mér var svarað þvi til að ég skyldi bara athuga minn gang. Dýralæknir væri í verkfalli og það væru margir sem vildu fá þetta kjöt. Jónas Þór Jónasson telur mildi að ekki skyldi fjöldi manns veikjast í kjölfar sölu skemmds nautakjöts frá Sambandinu. Fyrsta flokks vara á fullu verði Ég hef nótu því til staðfestingar að hingað var þetta sent sem fyrsta flokks vara á fullu verði og ég er ekki sáttur við að menn séu að redda sér frá þessu máli með lygum. Þetta kjöt var ekki fellt í mati, hvað sem dýralæknir Sambandsins segir. í framhaldi af þessu fékk ég hingað okkar eigin matvælafræðing sem annast okkar innra eftirht og hann kom hér og tók sýni. Andrés Jóhannsson yfirkjötmats- maður kom hingað líka og skoðaði kjötið en fékkst ekki til þess að dæma þetta ósöluhæft. Kjötið var síðan endursent en mér finnst þetta sýna að hið svokallaða innra eftirlit Sam- bandsins er aðeins nafnið eitt og starfar ekki sem skyldi. Þetta var slys og menn verða að horfast í augu við það án þess að skjóta sér undan ábyrgð,“ sagði Jónas að lokum. Milljónfalt gerlamagn „Ég tók tvö sýni af umræddu kjöti Svona leit skemmda kjötið út. Örin sýnir hvíta þykka mygluskán. og gerlamagn á yfirborði þess var milljónfalt umfram það sem eðlilegt má teljast," sagði Hákon Jóhannes- son, matvælafræðingur hjá Mat- vælatækni, en það fyrirtæki annast innra eftirlit hjá kjötvinnslunni Skyndi h/f. „Það er enginn vafi á að hér var um gjörsamlega óneysluhæfa vöru að ræða og ég lýsi undrun minni á vinnubrögðum allra aðiia sem þetta mál varðar,“ sagði Hákon. Ekki náðist samband við Andrés Jóhannesson yfirkjötmatsmann sem veitti Sambandinu heimild til sölu á umræddu kjöti. -Pá Sambandið: Fengum grænt ljós „Nautakjöt batnar við geymslu, það vita allir. Þetta kjöt hafði aðeins of hátt gerlainnihald á yfirborði en við fengum grænt ljós á að selja það frá réttum yfir- völdum og það hafa engar kvart- anir borist,“ sagði Árni Jóhanns- son, deildarstjóri Afurðasölu Sambandsins, í samtali við DV. Ámi sagði að um 25% af kjötinu hefði verið skilað til Afurðasöl- unnar eða um 600 kíióum af þremur tonnum og því heföi ýmist verið hent eða það sett í vinnslu. í einu tilfelli, sem hann vissi um, var heilbrigöisfulltrúi kvaddur til og felldi hann kjötið um einn flokk en í gámnum sem skemmdist var kjöt í ýmsum gæðaflokkum. Sú flokkun var lát- in halda sér frá Afuröasölunni. Fyrsta flokks kjöt var selt á fyrsta flokks verði þrátt fyrir mjög skert geymsluþol og hátt gerlainnihald. Engin yfirborðssýni voru tekin af kjötinu hjá Afurðasölunni, hvorki af myglu né til gerlataln- ingar. Kjötkaupmenn sem DV hefur haft samband við segja aö hér hafi innra eftirlit Sambands- ins algjörlega brugðist og þurfi að vinna traust viðskiptavinanna á ný. Ámi sagði að stöðugt væri unn- ið að endurbótum á gæðamálum Sambandsins. Hins vegar væru ekki það skýrar línur í skynmati á kjöti að skiptar skoðanir væru ekki óalgengar. Dýralæknir sem starfar hjá Sambandinu er ekki þjálfaður sem kjötmatsmaður. „Þetta var leiðindaóhapp og þetta kemur ekki fyrir aftur,“ sagði Ámi. -Pá Markmiðið er að keppa við stórmarkaðina Ágúst Guömundsson, kaupmaöur I Vörðufelli. DV-mynd BG „Við höfum lækkaö verð á bókstaf- lega öllum vörum,“ sagði Ágúst Guö- mundsson, kaupmaður í Vörðufelli í Kópavogi, í samtali við DV. „Mark- mið okkar er að keppa við stórmark- aðina. Við viljum að fólk þurfi ekki að gera sér ferð í stórmarkað til þess að fá vörur á lægra verði." Ágúst hafði forgöngu um aö þijár verslanir hafa nú tekið höndum sam- an og komið á fót því sem kallað er Plúsmarkaður. Hinar verslanirnar eru Straumnes í Breiðholti og Mat- vörubúðin Grímsbæ í Fossvogi. „Við höfum þegar lækkað flestar algengar vörur frá íslenskum heild- sölum og erum aðeins að byija með sameiginlegan innflutning sem gerir okkur kleift að lækka verðið enn frekar. Þær vörur koma aðallega frá Danmörku og Bretlandi," sagði Ágúst. Hann lét vel af undirtektum viðskiptavina og taldi viðskiptin hafa aukist að miklum mun strax fyrstu dagana sem þessi sértilboð voru í gangi. Má segja að við stígum hálft skref „Við verðum að fá hraðari sölu til þess að vega upp tekjutap sem hlýst af verðlækkuninni," sagði Ágúst. „Auk þess höfum við samfara þess- ari breytingu hætt að lána fólki í mánaðarreikningi. Það hefur mælst frekar vel fyrir. Best væri auðvitað ef við gætum hætt að taka viö kredit- kortum því að þessi gífurlega binding fjármagns, sem á sér stað í verslun- inni, er henni afar erfið. Það má því segja að við stígum hálft skref með lokun mánaðarreikninganna." - Hvað með þátttöku fleiri versl- ana í þessum Plúsmarkaði? „Það eru að sjálfsögöu allir velkomn- ir inn í þetta með okkur, að athuguðu máli, ef þeir uppfylla þær kröfur sem við setjum. Við erum samnefnari út á við og setjum okkur strangar regl- ur í verðlagningu sem þeir verða þá að fara eftir. Markmiðið er að okkar viðskipta- vinir geti treyst því að þeir fái vörur á sama verði eða lægra en í stór- mörkuðunum," sagði Ágúst að lok- um. Plúsmarkaðirnir eru opnir á venjulegum afgreiðslutíma frá 9 til 19 og til 20 á fostudögum. Á laugar- dögum er opið í Vörðufelli til 18 en til 16 í Grímsbæ og Straumnesi. -Pá Plúsmarkaðir: Ódýrari en stórmarkaðir Tegund Plúsmarkaður Algengtverði stórmörkuðum Munur í% CocoaPuffs,340g 141,90 157 10% Colgate, 75 ml 72 74 3% Sykur, 1 kg 49,75 49 ORAfiskib. 1/1 dós 219 210 4% Homeblestkex 69,50 77 11% Riverhrísgrjón,454g 61 58 5% ORA maís,1/2dós 99 104 5% iVA þvottaefni 102 110 7% Libby'stómatsósa 96 99 3% Samtals: 910,15 938 3% Lausleg verðkönnun í Vörðufelli í Kópavogi, einum Plúsmarkaðanna, leiddi í ljós að verðlag er þar almennt 3% lægra en algengt stórmarkaða- verð. Mesti munur fannst á Homeblest súkkulaðikexi en það kostar 69,50 krónur í Vörðufelli en 77 krónur er algengt verð í stórmörkuðum. Kjöt- fars i Vörðufelli kostar 249 krónur kílóið meðan algengt verð er 320-350 krónur annars staðar. Mjólkurlítr- inn í Vörðufelli kostar 58,50 sem er ögn lægra en almennt gerist. Kíló af dönsku salti sem Plúsmark- aðirnir flytja inn kostar 23 krónur sem er nær helmingi ódýrara en ís- lenskt salt. í Vörðufelli fást innflutt- ar maísbaunir í dós sem kosta 77 krónur meðan Ora maís kostar 99 krónur. Munurinn er þarna 28,5% Staðhæfingar aðstandenda Plús- markaðanna um að þeir ætli að vera samkeppnisfærir við stórmarkaði í verði virðist samkvæmt þessu eiga við nokkur rök að styðjast. „Við erum að færa stórmarkaðs- verðin inn í íbúðahverfin og við- tökurnar hafa verið ótrúlega góðar það sem af er,“ sagði Einar Viðar, verslunarstjóri í Straumnesi í Breið- holti, sem er einn af Plúsmörkuðun- um. Hann sagði að lækkunin hefði veriö samræmd þannig að sama verð ætti að vera á flestum eða öllum vör- um í þessum þremur verslunum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.