Dagblaðið Vísir - DV - 08.05.1989, Side 43

Dagblaðið Vísir - DV - 08.05.1989, Side 43
MÁNUDAGUR 8. MAÍ 1989. 43 Fólk í fréttum Anna Sigurðardóttir Anna Sigurðardóttir, forstöðu- maður Kvennasögusafns íslands, hefur nýlega samið bókina Allt hafði annan róm áður í páfadóm sem er saga nunnuklaustranna á íslandi. Anna er fædd 5. desember 1908 á Hvítárbakka í Borgarfirði og ólst þar upp. Hún var í Kvennaskó- lanum í Rvík 1924-1926 og í náms- dvöl í Þýskalandi 1929-1930. Hún var á námskeiðum í ensku og í verslun- arbréfaskriftum á ensku í Rvík. Anna vann á bæjarsímanum í Rvík 1927-1929 og 1930 og var skrifstofu- og vferslunarmaður í Rvík 1931-1939. Hún var skrifstofumaður á Eskifirði 1939-1941 og enskukennari í Náms- flokkum Eskiijarðar 1944-1947 og unghngaskólanum á Eskifirði 1953-1957. Hún var stofnandi og for- maður Kvenréttindafélags Eski- íjarðar 1950-1957, skrifstofumaður hjá Kvenréttindafélagi íslands 1958-1964 og í stjórn þess 1959-1969, stofnandi og forstöðumaður Kvennasögusafns íslands frá 1975. Bókin Konur skrifa til heiðurs Önnu Sigurðardóttur kom út 1980 og með- al rita hennar eru Úr veröld kvenna, Barnsfæðingar til foma, Ljósmæður á íslandi, 1984, og Vinna kvenna á íslandi í 1100 ár, 1985. Hún var m.a. vegna þeirrar bókar og annarra fræðistarfa sæmd heiðursdoktors- nafnbót í sagnfræði af HÍ1986. Anna giftist 29. maí 1938 Skúla Þorsteins- syni, f. 24. desember 1906, d. 25. jan- úar 1973, námsstjóra á Austurlandi. Foreldrar Skúla voru Þorsteinn M. Mýrmann, b. á Óseyri í Stöðvar- firði, og kona hans, Guðríður Gutt- ormsdóttir. Börn Önnu og Skúla eru Þorsteinn, f. 22. nóvember 1940, hér- aðsdómari á Selfossi; Ásdís, f. 30. júní 1943, félagsfræðingur, gift Sig- urði Karlssyni leikara, og Anna, f. 30. október 1948, fóstra, gift Barry Wodrow, framkvæmdastjóra í Rvík. Systkini Önnu eru Þorgrímur Víd- alín, f. 19. nóvember 1905, er látinn, prófastur á Staðastað, kvæntur Ás- laugu Guðmundsdóttur: Hrefna, f. 28. október 1907, d. 21. maí 1908: Guðmundur Axel, f. 28. aprO 1911, d. 20. september 1931, lögfræðinemi: Guðrún, f. 7. júlí 1912, gift Jóni Ei- ríkssyni, lækni í Rvík: Margrét, f. 29. janúar 1914, gift Þórði Guð- mundssyni, verslunarstjóra í Rvík: Aðalheiður, f. 6. desember 1915, gift Skarphéðni Magnússyni, verslun- armanni í Rvík: Sigurmar Ásberg, f. 18. apríl 1917, borgarfógeti í Ryík, kvæntur Sólveigu Jónsdóttur: Ás- laug, f. 27. janúar 1919, fóstra, gift Hauki Hafstað, og Valborg, f. 1. fe- brúar 1922, fyrrv. skólastjóri Fós- truskólans, gift Ármanni Snævarr hæstaréttardómara. Systur Önnu samfeðra voru Kristín Lovísa, f. 23. mars 1898, alþingismaður í Rvík, gift Karh Bjarnasyni varaslökkvi- liðsstjóra, og Margrét, f. 3. apríl 1901, d. samadag. Foreldrar Önnu voru Sigurður Þórólfsson, skólastjóri á Hvítár- bakka í Borgarfirði, og seinni kona hans, Ásdís Margrét Þorgrímsdótt- ir. Sigurður var sonur Þórólfs, b. á Skriðnafelli á Barðaströnd, Einars- sonar, skipstjóra og b. á Hreggstöð,- um á Barðaströnd, Jónssonar, b. á Hreggsstöðum, Einarssonar. Móðir Jóns var Ástríður Sveinsdóttir, systir Guðlaugs, langafa Páls, lang- afa Ólafs Ólafsspnar landlæknis. Móðursystir Önnu var Guðrún, móðir Tómasar Á. Tómassonar sendiherra. Ásdís var dóttir Þor- gríms, b. á Kárastöðum á Vatns- nesi, bróður Davíðs, afa Brynleifs Steingrímssonar, læknis á Selfossi, og langafa Davíðs Oddssonar. Þor- grímur var hálfbróðir Sigurbjargar, langömmu Guðrúnar Agnarsdóttur alþingiskonu og Ástríðar Thoraren- sen, konu Davíðs Oddssonar. Þor- grímur var sonur Jónatans, b. á Marðarnúpi, Davíðssonar. Móðir Jónatans var Ragnheiður, systir Sigríðar, langömmu Ingibjargar, móður Sigurjóns Péturssonar borg- arfulltrúa. Ragnheiður var dóttir Friðriks, prests á Breiðabólastað í Vesturhópi, Þórarinssonar, sýslu- manns á Grund í Eyjaílrði, Jónsson- ar, ættföður Thorarensenættarinn- ar. Móðir Friðriks var Sigríður Stef- Anna Sigurðardóttir. ánsdóttir, móðir Jóns Espólín sagnaritara og systir Ólafs, stiftamt- manns í Viðey, ættfóður Stephen- senættarinnar. Móðir Ragnheiðar var Hólmfríður Jónsdóttir, varalög- manns í Víðidalstungu, Ólafssonar, lögsagnara á Eyri, Jónssonar, ætt- fóður Eyrarættarinnar, langafa Jóns forseta. Móðir Þorgríms var Guðrún Benjamínsdóttir, b. í Túngaröi, Þórarinssonar. Móðir Benjamíns var Steinunn Björns- dóttir, systir Sigurðar, langafa Stef- áns frá Hvítadal. Móðir Ásdísar var Guðrún Guðmundsdóttir, systir Guðbjargar, móður Jóns Ásbjörns- sonar hæstáréttardómara. Afmæli Magnús Óskar Ingvarsson Magnús Óskar Ingvarsson, kennari við Fjölbrautaskóla Suð- urnesja, til heimihs að Sólheimum á Bergi í Keflavík, varð fertugur á laugardaginn. Magnús fæddist í Reykjavík en ólst upp í Sandgerði. Hann lauk landsprófi við Gagnfræðaskóla Keflavíkur 1965, stúdentsprófi frá MR1969 og stundaði nám við HÍ til 1975. Magnús var kennari vð Gagn- fræðaskóla Keflavíkur 1975-77, við Fjölbrautaskóla Suðurnesja frá stofnun hans, 1976, en þar kenndi hann stærðfræði, líffræði og heil- brigðisfræöi fyrstu árin en hefur eingöngu kennt stærðfræði frá 1982. Kona Magnúsar er Ingibjörg Ágústa Guðnadóttir, húsmóðir og nemi í FS, f. 22.5.1952, dóttir Þór- unnar Kristínar Pálmadóttur, sem lést 1977, og Guðna Guðmundsson- arenhannlést 1974. Börn Magnúsar og Ingibjargar Ágústu eru Agnar Þór Magnússon, f. 8.8.1969, og Þorgerður Magnús- dóttir,f. 18.11.1974. Bræður Magnúsar eru Jónas Kristján Ingvarsson, f. í nóvember 1950, d. í mars 1953; Einar Valdimar Ingvarsson, f. 21.11.1952, málmiðn- aðarmaður og starfsmaður hjá ís- lenskum aðalvertökum á Keflavík- urflugvelh, búsettur í Sandgerði, en sonur hans og Kolbrúnar Ás- mundsdóttur er Ævar Örn, f. 24.4. 1986. Foreldrar Magnúsar Óskars: Ing- var Gísli Jónasson verkamaður, f. 8.12.1895, d. 1.10.1976, ogÞorgerður Magnúsdóttir húsmóðir, f. 6.6.1925. Ingvar Gísh og Þorgerður bjuggu að Tjörn í Sandgerði og síðar að Vallargötu 19 í Sandgerði þar sem Þorgerðurbýrenn. Ingvar Gísh var sonur Jónasar Tjörvasonar, b. á Sperðli, Jónsson- ar, Jónssonar, Vilhjálmssonar, Jónssonar á Esjubergi, Þorleifsson- ar. Móðir Ingvars Gísla var Pálína Einarsdóttir, b. í Gröf í Hruna- mannahreppi, Gíslasonar. Móðir Pálínu var Kristgerður Jónsdóttir, b. á Tumastöðum i Fljótshhð, Páls- sonar á Uxahrygg, ættfoður Uxa- hryggjarættarinnar, Grímssonar. Móðir Kristgerðar var Þuríður Árnadóttir, b. á Lambafelh undir Eyjafjöllum. Þorgerður var dóttir Magnúsar, sjómanns í Bolungarvík, bróður Til hamingju með afmælið 80 ára 60 ára Sigríður Kristjánsdóttir, Vogabraut 3, Hafharhreppi, A-Skafta- fellssýslu. Ragnheiður Jónsdóttir, Vogatungu 25, Kópavogi. Jakobína Kristjánsdóttir, Hnitbjörgum, Hlíöarhreppi, N-Múla- sýslu. 50 ára Erla Ingibjörg Sigurðardóttir, Hörgatúni 7, Garöabæ. 75 ára Sigurður Guðmundsson, Hvassaleiti 12, Reykjavík. 40 ára Ólafia Magnúsdóttir, Deildartúni 5, Akranesi. Margrét Andrésdóttir, Hellukoti, Stokkseyri. Guðrún Hansdóttir, fyrrverandi luisfreyja á Garðsstöðum i Ógurhreppi í Norður-ísafjaröarsýslu, nú á Elliheimílinu á ísafirði. Guðný Jóukimsdóttir, Skúlagötu 78, Reykjavík. Ingibjörg Auðunsdóttir, Eikarlundi 4, Akureyri. Guðroundur Pétursson, Heiðarvegi 24, Reyðarfiarðarhreppi, S- Múlasýslu. Pétur Ágústsson, Klapparbergi 4, Reykjavík. Jón Kjartan Baldursson, Tjamargötu 1, Miöneshreppi, GuB- bringusýslu. Kristín Vilhelmsdóttir, Víöihlíö 7, Reykjavík. Brynja Friðfinnsdóttir, Núpasíðu 7, Akureyri. 70 ára Guðrún Jóhanna Einarsdóttir, Laugarnesvegi 84, Reykiavík. Guðný Björnsdóttir, Laugarvegi 30, Siglufirði. Þörunn Ásgeirsdóttir, Bárugötu 17, Akranesi. Eyjólfur Sigurðsson, Skipasundi 75, Reykjavík. Peter Kvaran, Sólheimum 23, Reykiavík. Anna Ringsted, Þórustöðum 4, Öngulsstaöahreppi, Eyjafiarðarsýslu. Aðalsteinn Sigurgeirsson, Móasíðu 8D, Akureyri. María Hauksdóttir, Grænaási 2A, Njarðvík. Elínar, móður Hannibals Valdi- marssonar. Magnús var sonur Hannibals, b. á Neðri-Bakka í Langadal, bróður Hafliða, afa Sól- veigar, móður Jóns Baldvins Hannibalssonar. Hannibal var son- ur Jóhannesar b. á Kleifum í Skötu- firði, bróður Hafliða, afa Jóns Bald- vinssonar, fyrsta formanns Al- þýðuflokksins, og langafa Ingigerð- ar, móður Þorsteins Pálssonar. Jó- hannes var sonur Guðmundar sterka á Kleifum, Sigurðssonar, forföður Ólafs Þ. Þórðarsonar og Sverris Hermannssonar. Móðir Elínar var Sigríður Arnórsdóttir, prests í Vatnsflrði, Jónssonar, bróður Auðuns, langafa Jóns, föð- ur Auðar Auðuns. Móðir Sigríöar var Guðrún Magnúsdóttir, b. á Neðri-Bakka, Jónssonar. Magnús Oskar Ingvarsson. Andlát Katrín Viðar Katrín Viðar, hljóðfærakaup- maður og píanókennari, lést í Landakotsspítala 27.4. sl. Katrín fæddist í Reykjavík 1.9. 1895 en ólst upp á Akureyri til árs- ins 1908 er faðir hennar lést ogfjöl- skyldan flutti aftur til Reykjavíkur. Hún lauk prófi frá VÍ og stundaði síðan nám í píanóleik í Berlín í tvö ár. Katrín var píanókennari í fjölda ára en rak jafnframt hljóðfæra- verslun í Reykjavík um árabil. Hún var formaður Skautafélags Reykja- víkur um skeið. Fyrri maður Katrínar var Einar Viðar, f. 15.8.1887, d. 28.5.1923, bankaritari og söngvari í Reykja- vík. Foreldrar Einars voru Indriði Einarsson, rithöfundur, alþingis- maður og skrifstofustjóri fjármála- deildar Stjórnarráðsins, og kona hans, Martha María Guðjohnsen húsfreyja. Einar og Katrín eignuðust tvær dætur: Jórunni Viðar, f. 7.12.1918, tónskáld og píanóleikara í Reykja- vík, ekkja eftir Lárus Fjeldsted for- 'stjóra og eignuðust þau þrjú börn, Lárus Fjeldsted. framkvæ'mda- stjóra í Reykjavík, Katrínu Fjeldsted, lækni ogborgarráðs- manns í Reykjavík, og Lovísu Fjeldsted, sellóleikara í Reykjavík; Drífa Viðar, f. 5.3.1920, d. 19.5.1971, cand. phil., barnakennari og rithöf- undur í Reykjavík en maður henn- ar, sem einnig er látinn, var Skúh Thoroddsen læknir og eignuðust þau fjögur börn, Einar Thorodds- en, lækni í Reykjavík, Theodóru Thoroddsen, meinatækni í Reykja- vík; Guðmund Thoroddsen mynd- hstarmann og Jón Thoroddsen, rit- Katrín Viðar. höfund og þýðanda. Seinni maður Katrínar var Jón Sigurðsson, f. 15.5.1895, d. 16.1. 1979, skólastjóri Laugarnesskólans í Reykjavík. Foreldrar Jóns voru Sigurður Magnússon, b. á Hjartar- stöðum í Eiðaþinghá, og síðari kona hans, Ragnhildur Einarsdótt- ir frá Hafursá í Skógum. Foreldrar Katrínar voru Jón Steindór Jónsson Norðmann, kaupmaður á Akureyri, f. 28.1. 1858, d. 1.6.1908, og kona hans, Jó- runn Einarsdóttir frá Hraunum, f. 16.5.1871, d. 11.9.1961. Jón var sonur Jóns Norðmanns, prests á Barði, Jónssonar, b. á Krakavöhum, Guðmundssonar, bróður Vatnsenda-Rósu, og Sigríð- ar, langömmu Sigurðar Nordals og Valtýs Stefánssonar. Móðir Jóns var Guðrún Guðmundsdóttir, b. í Lönguhlíð, ívarssonar, bróður Björns, afa Bjargar, ættmóður Kjarnaættarinnar, langömmu Friðriks Friðrikssonar æskulýðs- leiðtoga. Bjöm var einnig langafi Stefáns, afa Davíðs Stefánssonar frá Fagraskógi. Móðir Jóns Norð- manns var Margrét sem talin var laundóttir Jóns Þorlákssonar, prests og skálds á Bægisá. Móðir Jóns Steindórs var Katrín, systir Margrétar, móður Jóns Þor- lákssonar forsætisráðherra. Önnur systir Katrínar var Guðrún, amma Sigurðar Nordals. Katrín var dóttir Jóns, prests á Undirfelli, Eiríksson- ar og konu hans, Bjargar, systur Ragnheiðar, ömmu Einars Bene- diktssonar skálds. Björg var dóttir Benedikts Vídalíns, stúdents á Víðimýri. Móðir Bjargar var Katr- ín Jónsdóttir, biskups á Hólum, Teitssonar og konu hans, Margrét- ar Finnsdóttur, biskups í Skálholti, Jónssonar, ættfóður Finsenættar- innar. Jórunn var dóttir Einars Bald- vins, alþingismanns á Hraunum í Fljótum, Guðmundssonar, b. á Hraunum, Einarssonar, bróður Baldvins þjóðfrelsismanns. Móðir Einars var Helga Gunnlaugsdóttir, b. í Neðra-Ási, Björnssonar, og konu hans, Margrétar Gísladóttur, konrektors á Hólum, Jónssonar, bróður Katrínar á Víðimýri. Móðir Jórunnar var Kristín, systir Gísla, afa Einars Olgeirssonar. Kristín var dóttir Páls, prests og skálds á Völlum í Svarfaðardal, Jónssonar, og konu hans, Kristínar Þorsteins- dóttur, systur Kristínar, ömmu Bjarna Jónssonar vígslubiskups.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.