Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 08.05.1989, Qupperneq 48

Dagblaðið Vísir - DV - 08.05.1989, Qupperneq 48
Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 5.000 þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birt- krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við ist eða er notað í DV, greiðast 2.000 krónur. fréttaskotum allan sólarhringinn. Ritstjórn - Auglýsingar - Áskrift - Dreifing: Sími 27022 Frjálst,óháð dagblað MÁNUDAGUR 8. MAÍ 1989. Evrópusöngvakeppnin: íslendingar fengu ekkert stig í Sviss íslensku þátttakendurnir hrepptu neðsta sætið í Evrópusöngvakeppn- inni, Eurovision, sem fram fór í Lausanne í Sviss á laugardagskvöld. íslenska lagið, Það sem enginn sér eftir Valgeir Guðjónsson, fékk ekkert stig. Mun það vera í eitt af örfáum skiptum í sögu þessarar keppni sem lag fær ekkert stig. Fyrir nokkrum árum lentu Norð- menn í sömu stöðu en réttu úr kútn- um nokkru seinna með því að vinna keppnina. Þannig að ekki er öll von úti enn. • Sigurvegari varð júgóslavneska hijómsveitin Riva með lagiö Rock me. í öðru sæti urðu Englendingar og þar á eftir Danir og Svíar. Að ári verður sönglagakeppnin haldin í Júgóslavíu. Hvort íslending- ar endurheimta 16. sætið þá er óvist en víst er að leiðin liggur ekki lengur niður á viö. -hlh Skólaskákmótið: JHelgi og Héðinn unnu glæsilega Úrslitakeppni skólaskákmótsins fór fram að Laugum í Dalasýslu um helgina. Héðinn Steingrímsson bar sigur úr býtum í eldri flokki, hlaut 9 vinninga sem er fullt hús stiga. í yngri flokki sigraði Helgi Áss, sem hlaut 8,5 vinninga af 9 mögulegum. Þetta eru óvenju glæsilegir sigrar hjá þessum ungu og stórefnilegu skákmönnum því í skólaskákmótinu taka þátt allir bestu skákmenn yngstu kynslóðarinnar í landinu. S.dór Eskiflörður: Þriggja ára drengur slapp ótrúlega vel Þriggja ára drengur á Eskifirði slapp án meiðsla er bifreið, sem hann var í, rann niður um 100 metra brekku. Fallhæðin er um 40 metrar. Drengurinn fór inn í bifreið foreldra sinna og skömmu síðar rann hún niður brekkuna. Vitað er að bifreiðin var í gír - en ekki er víst hvort hand- bremsan var á. /#Ðrengurinn fékk marblett en slapp að öðru leyti. Bifreiðin, sem er lítið skemmd, stöðvaðist á sterkri girð- ingu og trjám. -sme Kj arasamnlngar háskólamanna: Engir samningar höfðu náðst í nótt Á fjórða tímanum í nótt var samningafundi háskólamanna og ríkisins frestað að ósk háskóla- manna. Þá hafði fundurinn staðið vel á annan sólarhring. Þegar fund- inum var frestað í nótt hafði í raun ekki náðst samkomulag um nein atriði sem verið er að ræða ura. Þaö er því allt undir enn og fundurinn sem boðaður var í morgun er því alger úrslitafundur. Þeir sem DV ræddi við sögðu að brugðið gæti til beggja vona á þessum fundi. Guðlaugur Þorvaldsson ríkis- sáttasemiari sagði í morgun að hann þyrði engu að spá um niður- stöðuna. Málið allt'væri á afar við- kvæmu stigi. Samkvæmt heimildum DV er óvissan í þessu máli alger. Venju- lega er gengið frá einu atriði á fæt- ur öðru í kjarasamningum þar til launaliðurinn einn er eftir. Um hann er alltaf samið síðast. Ekkert siíkt hefur gerst í þessum samning- um, öil atriði samninganna eru enn undir, Ýmsu nýju hefur verið velt upp í umræðum um helgina en ekkert af því hefúr orðið að sam- komulagsatriði, enn sem komið er að minnsta kosti. Ástæðan fyrir því að samninga- menn háskólamanna óskuðu eftir hléi í nótt er sú að þeir vildu halda með sér fund og ræða það sem gerst hefur, enda var fundað í mörgum hópum á ýmsum stöðum um helg- ina. Hvort samningar takast í dag eða næstu daga ræðst því af þeirri ákvörðun sem tekin verður á þess- um fundi samningamanna há- skólamanna. Guðlaugur Þorvaldsson ríkis- sáttasemjari hefur lýst því yfir að ef nú slitnar upp úr samningum muni hann ekki kaUa til nýs samn- ingafúndar, nema annar hvor deiluaðila óski eftir því, fyrr en eft- ir tvær vikur. Samkvæmt lögum ber honum að gera það. Á laugardaginn var haldinn sér- stakur ríkisstjórnarfundur vegna kjaradeilunnar. Steingrímtm Her- mannsson forsætisráðherra og Svavar Gestsson menntamálaráð- herra hafa eftir þann fund lýst yfir bjartsýni um að deilan sé að leys- ast. S.dór Hjónin Halldór og Bibba fluttu búferlum af Brávallagötunni á Arnarnesið um helgina. Bibba hefur löngum haidið því fram við Halldór að meiri líkur væru á að fá þekkta gesti í heimsókn þegar maður býr í fínni hverfum. Reyndin var sú að fyrsta kvöldið kíkti menntamálaráðherra, Svavar Gestsson, við hjá þeim heiðurshjónum. Fór vei á með þeim Bibbu og Svavari enda eru þau bæði áhugafólk um islenska tungu, hvort á sinn hátt. F.v.: Edda Björgvins- dóttir, Svavar Gestsson og Bessi Bjarnason á sviði íslensku óperunnar. DV-mynd Brynjar Gauti Strokufanginn: Á bak við lás og slá Konan, sem strauk úr Kvennafang- elsinu síðastliðinn fóstudag, er aftur komin á bak við lás og slá. Lögreglan í Reykjavík handtók konuna á laug- ardagskvöld. Hún var ílutt í Síðu- múlafangelsið þar sem hún var af- hent fangelsisyfirvöldum. -sme Reykjavik um helgina: 19 innbrot og 27 árekstrar Nítján innbrot voru framin í Reykjavík um helgina. Sex aðrir þjófnaðir voru kærðir til lögreglu. Tuttugu og sjö árekstrar urðu í Reykjavík. Slys varð í þremur þeirra. Tveir drukknir ökumenn lentu í árekstrum. Tíu ökumenn voru tekn- ir grunaðir um ölvun við akstur. Ell- efu skemmdarverk voru unnin á bíl- um. Þeir voru ýmist rispaðir, máln- ingu sprautað á þá eða speglar brotn- ir. Þá voru ellefu rúður brotnar. -sme LOKI Sá er munurinn á nýja og gamla O-flokknum að sá gamli fékk fullt af atkvæðum! Veðrið: Er og verður á norðan Nú hefur norðanáttin tekið völd- in. í dag og á morgun gefur hún sig hvergi. Vindar verða hægir og bjart verður víða. Voðurspér DV eru ákki bygaðar t> upplýsioaum frí Voðurstof u fslands. Þser aru fengnar erlondls I gognum veðurkorta- BÍIALEIGA v/Flugvallarveg 91-61-44-00

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.