Dagblaðið Vísir - DV - 12.06.1989, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 12.06.1989, Blaðsíða 2
2 MÁNUÐAGUR 12. JÚNÍ 1989: Fréttir íslenskri námsstúlku í Álaborg: Hótað morði fyrir að horfa á karlmann sökudolgamir hafa verið handteknir Elín Þórðardóttir, sem er aö ljúka lokaprófi í hagfræöi í Álaborg, varð nýlega fyrir miklu ónæði vegna morðhótana sem hún fékk tvívegis frá ókunnugu fólki. „Þetta byijaði þannig að ég mætti pari sem býr á sama stúdentagarði og ég,“ sagði Elín í samtah viö DV í gær. „Þau sneru sér að mér og skip- uðu mér að hætta að horfa svona á strákinn - nokkuð sem ég gerði alis ekki. Þau sögðu að ég ætti að loka augunum ef ég mætti þeim. Nokkru seinna gengu þau framhjá gluggan- um á jarðhæðinni þar sem ég bý og kíktu inn. Síðan fékk ég bréf en í því stóð að ef ég hætti ekki að horfa á strákinn myndu menn úr Buiíshit mótorhjóla- klíkunni lemja mig til dauða. Undir þetta skrifuðu fjórir aðilar. Ég fór þá til lögreglunnar. Þeir vildu bíða og sjá hvaö gerðist. En ónæðið hélt áfram. Nú var öskrað og látið öllum illum látum fyrir utan gluggann hjá mér á nóttunni og þau hringdu líka. Seinna hótaði strákurinn mér í vitna viðurvist að hann mundi drepa mig. í framhaldi af því kærði ég til lögregl- unnar sem yfirheyrði vitnin. í síð- ustu viku var svo parið handtekið og ég hef ekki séð það síðan.“ - Ert þú ekki hrædd um að þau komi aftur? „Nei, mér líður ágætlega núna en ónæðið truflaði mig svohtið við lest- urinn. Þessi strákur er nokkuð of- stækisfuhur og hann hefur skorið niður plaköt í nágrenninu. En þetta er ekki drykkjufólk. Ég er ekkert hrædd. Umsjónarmaður stúdenta- garðsins og nágrannarnir standa með mér og fylgjast með. Kærastinn minn er kominn heim en ég ætla að klára námið og kem svo sjálf heim í júlí,“ sagði Ehn. -ÓTT Ársfundur hvalveiöiráösins hefst í dag: Búist við snörp- um átökum Ársfundur Alþjóða hvalveiðiráðs- ins hefst í dag í San Diego í Banda- ríkjunum. Búist er við snörpum átökum á fundinum milh friðunar- sinna og þeirra sem telja tímabært að hefja hvalveiðar að nýju. Fuhtrúar aðildarþjóða ráðsins hitt- ust í gær á óformlegum fundum. Þar kom meðal annars fram að friðunar- sinnar hyggjast leggja fram skýrslur sem renna stoðum undir þá skoðun þeirra að ýmsir hvalastofnar séu nú í alvarlegri útrýmingarhættu. Að sögn Brian Day, hjá World Whdhfe Fund, eru sumir hvalastofn- ar svo iila staddir í dag að óljóst er hvort þeir hfa af þótt veiðar á þeim verði bannaðar. Telja friðunarsinnar fjölda hvala í hinum ýmsu stofnum hafa verið ofá- ætlaðan vegna gahaðra talningarað- ferða. Að auki kunni fleiri dýr að hafa verið drepin meðan veiðar voru heimhar en tahð hefur verið. Fuhtrúar íslendinga, Japana og annarra hvalveiðiþjóða munu hins vegar leggja fram á ársfundinum gögn sem lúta að því að einstakir hvalastofnar séu nú næghega sterkir th aö hefja veiðar á þeim í ágóða- skyni að nýju. HV Góð þátttaka var í trimmi ungra sem aldinna sem haldið var í blíðskapar- veðri á vegum Krabbmeinsfélagsins á laugardaginn. Fólk ýmist gekk eða hljóp og nokkrir renndu úr hlaði í hjólastólum. Á myndinni kemur Jón Sig- urðsson, fyrrverandi bóndi og einn besti langhlaupari íslendinga á árum áður, í mark. DV-mynd JAK Söfnuður séra Ólafs Skúlasonar kvaddi hann viö messu í Bústaðakirkju í gær eftir 25 ára þjónustu. Eins og sjá má á meðfyigjandi mynd var aösókn- in svo mikil að færri fengu sæti en vildu. DV-mynd S Páll Pétursson þingflokksfonnaður: Sölu Útvegsbankans þarf að athuga nánar Páll Pétursson, formaður þing- flokks Framsóknarflokksins, segir að ákveðnar spumingar vakni vegna sölu Jóns Sigurðssonar viðskiptaráð- herra á Útvegsbankanum. Segir Páh að máhð verði tekið upp á þing- flokksfundi Framsóknarflokksins nú í vikunni. „Ég vh fá að vita hvort skynsam- legt verð fékkst fyrir bankann, eins hvað verður um þau byggðarlög þar sem Útvegsbankinn hefur verið eini ríkisbankinn," segir Páh Pétursson. Hann nefnir sem dæmi byggðarlög eins og Siglufjörð og Vestmannaeyj- ar. „Á þessum stöðum hefur Útvegs- bankinn verið eini ríkisbankinn og það hlýtur að vera skylda ríkisins að tryggja atvinnustarfsemi á þess- um stöðum aðgang að rikisbönkum." Páh segir ennfremur að hann sé ekki á móti sameiningu banka enda hafi lengi þurft að minnka kostnað- inn við íslenska bankakerfið. „En ég vh vita hvort skynsamlegt verð hafi fengist fyrir Útvegsbank- ann, hvort hann hafi veriö seldur á of lágu verði.“ -JGH Kortahönnuöur Sjónvarpsins: Veðurfræðingamir vilja „Tölvan, sem stjómar nýju veð- urkortunum, hefur ekki bilaö nema í örfá skipti, meðal annars vegna rafmagnsleysis. Það gefur ekki rétta mynd af málinu að kenna tölvunni um. Veðurfræðingamir vhja einfaldlega ekki nota kortin. Að minnsta kosti hefur veðurfræð- ingur sá sem situr í'útvarpsráði ekki nýju kortin lagst gegn notkun þeirra,“ sagði Robert Watkins, kortahönnuður og sérfræðingur í tölvugrafík, í viðtah viðDV. Robert, sem er frá Bandaríkjun- um, hefur unnið á ríkissjónvarpinu í vetur og hefur haft uppi hug- myndir um veðurkort og veðurspá. Þannig vhdi hann segja sjón- varpsáhorfendum frá svoköhuðu „windsheh", sem má útleggjast sem raunverulegt hitastig sem fæst með aö leggja saman vindstig og hitastig. Eins vom hugmyndir um að sýna þróun á hitastigi í Evrópu fyrir sumarleyfisfólk og loks átti hringur á skjánum að fylgja orðum veðurfræðingsins og sýna hvar á kortinu hann væri staddur. „Veðurfræðingamir vhdu ekki að maður utan úr bæ væri að segja þeim hvemig ætti að segja frá veðr- inu. Það vom nokkur atriði sem mátti lagfæra en að kenna tölvunni um aht er ekki sannleikanum sam- kvæmt.“ -hlh _______________x>v Tómatar og gúrkur hækka Tómatar og gúrkur hækka í verði í dag um tæp 20-25%. Khó af íslenskum tómötum kostar nú í heildsölu um 180 krónur en var áður 148 krónur. Kíló af tómötum út úr búð kostar því frá og með deginum í dag um 275-285 krónur khóið. Khóið af gúrkum hækkaði úr 125 krónum í hehdsölu í 145 krón- ur. Verð á khói út úr búð er því 225-235 krónur khóið. -Pá Þorsteinn Pálsson sagður vera forsætis- ráðherra í fréttaskeyti frá sænsku frétta- stofunni FNB í dag um árlegan sumarfund norrænu forsætisráð- herranna fær Þorsteinn Pálsson þann heiður að vera titlaður for- sætisráðherra íslands. Er þetta ekki í fyrsta skipti sem norræn- um frændum okkar verður á í messunni þegar íslenski forsætis- ráðherrann er nefndur á nafii. Álykti nú hver rnn áhuga frænd- anna á eyþjóöinni norður í Dumbshafi. -hlh Landhelgisgæslan: Sðtti sjúkan sjómann Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-SIF, sótti í gærkvöldi sjúkan sjómann um borð í bátinn Andey SU 210 frá Breiðdalsvík. Báturinn var staddur út af Hornafirði. Maöurinn var mikið kvahnn og þótti ekki þorandi annað en að fá þyrlu tíl að sækja hann og koma honum á sjúkrahús. Þyrlan fór frá Reykjavík um klukkan ellefu í gærkvöldl Lent var aftur í Reykjavík um klukkan Qögur í nótt. Maöurinn var lagö- ur inn á Landakotsspítala. -sme Ríkisstjórnin: Seðlabankinn bindi vexti bankanna Ríkisstjórnin hefur faliö Seðla- bankanum að beita sér þegar fyr- irvaxtalækkun íbankakerfinu til samræmis viö vaxtalækkun á spariskírteinum ríkissjóðs svo og lægri raunvexti á fjármagns- markaði utan bankakerfis. Hefur ríkisstiórnin veitt samþykki sitt til þess að Seölabankinn noti heimild 1 lögum um bankann til að binda vaxtaákvarðanir inn- lánsstofnana ef þörf krefur. Jalhframt hefur það verið lagt fyrir Seðlabankann að hann beiti sér fyrir því að skiptikjör á inn- lánsreikningum í bönkum og sparisjóðum veröi fehd niður firá næstu áramótum og hætt verði að stoftaa nýja skiptikjarareikn- inga um mitt þetta ár og að lág- markslánstími í verðtryggðum lánssamningum veröi lengdur. Rhtisstjórain væntir niður- stöðu í þessu máli og ákveðinna tillagna frá Seðlabankanum fyrir ríkisstjómarfund næstkomandi fimmtudag. -JGH
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.