Dagblaðið Vísir - DV - 12.06.1989, Page 29

Dagblaðið Vísir - DV - 12.06.1989, Page 29
28 MÁNUDAGUR 12. JÚ'NÍ 1989. Iþróttir England: Lineker í einu spænsku dag- blaöanna er því hald- iö fram að marka- hrókurinn Gary Uneker hafi gengið að tilboði Tottenham Hotspur og muni því leika með liöinu á komandi vetri. Kaupverðiö er sagt tvær milljónir Bandaríkjadala. Sé þessi fregn rétt mun Line- kér leika að nýju undirleiösögn Terry Venables en Lineker blómstraði einmitt undir stjóm hans hjá Barcelona. Að sögn dagblaðsins mun Englendingurinn hafa gert þriggja ára samning viö Lund- únaveldiö en Barcelona gæti hins vegar enn staöið í vegi fyrir félagaskiptum og tekið boöi annarra félaga en margir bítast um þennan skæða fram- heija. „Eg hef mátt þola mikið á þessu ttmabili og ég fer til að bjarga knattspyrnuferli mín- um,“ er haft eftir Lineker í spánska blaðinu. Lineker hefur átt undir högg að sækja hjá Börsungum síðan Hollendingurinn Johan Cruyflf tók við stjómvelinum hjá lið- inu. Ofan í erfiðleikana, sem fyrir vom, veiktist landsliðs- maðurinn og missti því mikið úr. Hann var hins vegar orðinn fastamaður í liðinu nndir vorið en mátti sætta sig við aö spila á vængnum. Þar lagði hann einmitt upp annað marka Börs- unga gegn Sampdoria í úrslit- um Evrópubikarkeppninnar í ár. Spánska blaðið segir að svo kunni að fara að gengið veröi frá samningum í dag en þá kemur Terry Venables, stjóri Spurs.úrorlofi. -JÖG Frakkland: Tvöfalt hjá Marseille JR Marseille vann tvö- falt í Frakklandi en liðiö sigraði Monaco, 4-3, í úrslitum franska bikarsins um helgina. Mörk Marseilie geröu Jean- Pierre Papin, þrennu, og Klaus Allofs. Mörk Monaco gerðu Marcel Dib, tvö, og Manuel Amoros úr víti. -JÖG V-Þýskaland: Bayern fékk skell M Niirnberg vann Bay- em Múnchen, 2-1, í vestur-þýsku knatt- spymunni um helg- ina. Kom sá sigur mjög á óvart en Bayem er efst liöa í V- Þýskalandl Ntimberg bjargar sér líklega frá falli með þessum frækna sigri. Köln vaxm St. Pauli, 4-2, en Bremen varö undir gegn Karlsruhe, 1-0. Hamborg náöi jöfnu gegn Leverkusen, 1-1, en Stuttgart, lið Ásgeirs Sigur- vinssonar, vann góðan sigur á Gladbach, 2-1. Ásgeir lágöi upp mark Jurgens Kiinsmann en Karl Allgöwer skoraði seinna mark- ið. Stuttgart tryggöi sér nánast rétt til að leika í UEFA-keppn- inni á næsta tímabili meö sigr- inum. Liö Gladbach var regin- keppinautur Stórgarðsmanna um sætið á Evrópumótinu. -JÖG Sigurður Grétarsson, leikmaður Luzern og íslenska landsliösins, í baráttu við einn varnarmanna Servette í leik á laugardag en þá réðust úrslitin i svissneska meistaramótinu í knattspyrnu. Luzern varð meistari í fyrsta sinn í sögu félagsins. Simamynd Reuter Luzern meistari - Siguröur Grétarsson og félagar meistarar í Sviss Sigurður Grétarsson og félagar hans hjá Luzem í Sviss urðu landsmeistarar í knattspyrnu í fyrsta sinn í sögu félags- ins á laugardag. Liðið bar þá sigurorð af Genfarliðinu Servette á heimavelli sínum, 1-0. Sigurður átti góðan leik, hann var ógn- andi en óheppinn að skora ekki mark. Átti hann gott skot í markstöng Servette. Sigurgleðin var að vonum gríðarleg í borginni er úrslit voru ráðin. Forysta Luzem í kjölfar þessa sigurs er þijú stig og er sá munur óvinnandi fyrir Grasshoppers þar sem aðeins einni umferð er ólokið. Grasshoppers hefur verið á hælum Luzem-liðsins alla úr- slitakeppnina en skorti styrk tii að skáka þessum reginkeppinauti sínum. Grasshoppers hefur engu að síður fimasterkt lið en félagið vann bikar- keppnina á þessu ári. Mark Luzem gegn Servette gerði Júrgen Mohr en hann mun leika með Sion á næsta tímabili. Má því segja að hann hafi kvatt félag sitt með mikilli prýði en hann færði því titilinn á 89. aldursári þess með marki sínu. -JÖG Frjálsar íþróttir: Stórgóð köst í Laugardalnum - góð afrek á kastmóti Armanns Á innanfélagsmóti Armanns náðist frábær árangur í köstum. Pétur Guð- mundsson, HSK, náði þriðja besta ár- angri íslendings frá upphafi en hann kastaði kúlunni 20,10 metra í Laugar- dalnum. Er þaö árangur á Evrópumæli- kvarða. Pétur kastaöi einnig 19,74 metra og 19,71 metra. Ógiit kast mældist 20,70 metrar. íslandsmet Hreins Halldórssonar er 21,09 metrar en Óskar Jakobsson, sem kom honum næstur, kastaði lengst 20,61 metra. Ámi Jensson, ÍR, kastaði 15,85 metra í keppninni og er það 15. besta kast ís- lenctings. Gott kast hjá Vésteini íslandsmethafinn í kringlukasti, Vé- steinn Hafsteinsson frá Selfossi, kastaði 63,24 metra. Nýsett met hans er 67,64 metrar. Vésteinn keppir á næstunni á íjölmörgum mótum erlendis. Eggert Bogason varð annar í kringlukastinu með 56,98 metra. Er það 6. besti árangur íslendings frá upphafi. Helgi Þór Helga- son, USAH, kastaði 55,82 metra og varð þriðji. Pétur Guðmundsson kastaöi 52,54 metra og varð hann fjórði. í sleggiukasti setti Jón Sigurjónsson unglingamet, kastaði 57,74 metra. Er það 4. besti ár- angur íslendings í greininni. íslandsmet Erlends Valdemarssonar frá árinu 1974 er 64,74 metrar. Eggert Boga^on úr ÍR kastaði 56,98 metra. -ÓIU Sigur Luzern í Sviss: ■Ofl m m _ ■ CWwl ■ sagði Sigurður Grétarsson Ægjr Már Karaaon, DV, Suðumeaium: „Það var frábær tilfinning að verða meistari enda var mikiö gert úr þess- um sigri í borginni. Þetta er í fýrsta sinn í sögunni sem Luzern verður meistari og því var gleöinn enn meiri,“ sagöi Sigurður Grétarsson, landsliös- maður úr Luzem, er hann kom til landsins í gærkvöldi. Liö hans, Luzem, varð landsmeistari í Sviss á laugar- dagskvöld eins og fram kemur annars staöar á síöunni en liðið vann Ser- vette, 1-0, heima. Sigurður kom til landsins vegna leiksins við Austurrflasmenn á mið- vikudag en þann sama dag leikur Luz- em sinn síöasta leik á svissneska landsmótinu. Sigurður spilar hins veg- ar ekki þann leik enda verður hann þá í eldlínunni á Laugardalsvellinum. „Bæjaryfirvöld og ailir sem vettlingi gátu valdið tóku þátt í þessu. Stemn- ingin var ótrúleg. Það var uppselt á þenna leik gegn Servette viku áður en hann fór fram og þaö voru mikfi læti í kringum hannhélt Siguröur áfram. „Viö áttum þtjá til fjóra sénsa á að skora en viö nýttum bara einn þeirra - það reyndist nóg. Viö skoruöum hins vegar seint og á vellinum þjá okkur er skjár sem sýnir stööuna í öðrum leikjum. Staðan var um hríð björt hjá aðalkeppinautum okkar, Grasshop- pers, en þeir voru yfir gegn sínum mótheijum. Er við sáum að þeir voru komnir yfir fengum við aukinn kraft, það tókst,“ sagði Sigurður. „Grass- hoppers getur nú ekki náð okkur.“ Sigurður átti góðan leik með Luzern gegn Servette og átti meðal annars þrumskot í stöng. Sigurður á nú eitt ár ettir af samningi sínum _við Luzern en honum lýkur næsta vor. í samtalinu við DV kvaöst hann ætla aö skoða málin vel á næsta vori áður en fram- haidiö veröur ráðiö. Um landsleikinn gegn Austurríkis- mönnum sagði Siguröur þetta: „Ef við komum í leikinn með sama hugarfari og á móti Sovétraönnura þá reiknaég með góðum leik og alit getur gerst Áhorfendur verða að hvetja okk- ur í leiknum og ef þeir láta sig ekki vanta getum við alveg eins lagt Aust- urrikismenn að velli á okkar heima- velii.“ MÁNUDAGUR 12. JÚNÍ 1989. í FYRSTA SINN Á ÍSLANDI i ii ' 11 MpPP'útvarp H V rnsslöðvar . i■tmirps-tUm- I ckk. WPIÖ yfir ,,^2^ éSHH SigurðurGröndal Hörður Arnarso Anna Þorláks Richard Scobie Kristján Jónsson Snorri Már Skúiason Steingrímur Óiafssson Steinunn Haiidórsdóttir Þorsteinn Högni Gunnarsson Sigurður Ragnarsson Auglýsingastmi

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.