Dagblaðið Vísir - DV - 12.06.1989, Blaðsíða 56

Dagblaðið Vísir - DV - 12.06.1989, Blaðsíða 56
w LOKI Þetta kallast uppreiknaður vandi atvinnuveganna. Veörið á morgun: Veður fer hlýnandi Á morgun verður norðaustanátt ríkjandi á Vestfjörðum en í öðrum landshlutum verður hann af suð- austan. Rigning verður á Austur- landi en skúrir á Suður- og Suð-. vesturlandi. Á Vestur- og Norð- vesturlandi verður þurrt og sums staöar léttskýjað. Hiti verður 8-16 stig. NÝJA SENDIBÍLASTÖÐIN 68-5000 GÓÐIR BÍLAR ÁGÆTIR BÍLSTJÓRAR Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birt- ist eða er notað í DV, greiðast 2.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 5.000 krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. RitstjÓF n - Auglýsingar - Áskrift - Dreiting: Sími 27022 MANUDAGUR 12. JUNl 1989. Hjartaþeginn: Smáaftur- kippur í nótt „Það kom smáafturkippur hjá Helga í nótt vegna erfiðleika með starfsemi lungnanna. Það á ekki að hafa verið neitt alvarlegt og er hann óðum að ná sér aftur. Það var sett á hann aukaöndunarvél. Hann átti að flyjast yfir á eftirmeðferðardeild Ha- refield-sjúkrahússins í dag en þaö verður ekkert af því fyrr en í fyrsta lagi á miðvikudag," sagði Jón A. Baldvinsson, sendiráðsprestur í Lon- don, í samtali við DV í morgun. Líðan Helga hefur annars verið góð eftir hjartaaðgerðina fyrir viku. í gær var hann farinn að anda sjálfur í gegnum öndunarvél og settist þá einnig í fyrsta skipti fram á rúm- stokkinn. Þrátt fyrir afturkipp næt- urinnar mun úthtið vera gott og eiga menn von á að Helgi nái sér fljótt. -hlh Banaslys við Hellu: Véihjóla- maður lést samstundis Ungur maður lést er hann féll af vélhjóh skammt vestan við Hehu á Rangárvöhum. Slysið varð um klukkan 20.40 á laugardagskvöld. Maöurinn hét Runólfur Sveinn Sverrisson, til heimihs að Melabraut 6 á Seltjarnamesi. Runólfur Sveinn fæddist 25. desember 1966. Tahð er að vindhviða hafi orðið th þess að Runólfur Sveinn missti jafn- vægið og féh af hjóhnu. Hann var að koma af brúnni yfir Ytri-Rangá er slysið varð. Hann kastaðist af hjóhnu og stöðvaðist á steyptu plani við verslunina Hellinn. Tahð er að Run- ólfur Sveinn hafi látist samstundis. Banaslys í Mývatnssveit: Varð undir dráttarvél Sjötíu og fimm ára gamall bóndi, Pétur Gauti Pétursson, beið bana er hann varð undir dráttarvél á landi sínu síðdegis á laugardag. Pétur Gauti var aö opna hhð á girðingu er slysið varð. Maður, sem kom að slysstaðnum, sá Pétur Gaut hggja undir öðru fram- hjóh dráttarvélarinnar. Hann var látinn þegar að var komið. Ekki er að fuhu fjóst með hvaða hætti slysið bar að. Pétur Gauti var bóndi að Gaut- löndum tvö í Mývatnssveit. -sme Samkvæmt samantekt noltkurra endurskoöenda á ársreikningum 45 fyrirtækja í fiskvinnsiu og út- gerð voru þessar greinar reknar meö um 8 prósent tapi f fyrra. Raunveruleg afkoma fyrirtækj- anna var hins vegar nálægt núliinu eða um 0,2 próscnt halli, Megnið af bókfærðu tapi fyrir- tækjanna má rekja tii gengistaps sera er tilkoraið vegna rangrar gengisskráningar árin tvö á undan. Fyrirtækin þurftu ekki að greiða þetta gengistap í fyrra. Það er fyrst og fremst leiðrétting á vanmati á erlendum skulum í efnahagsreikn- ingnrnn frá árinu 1987. Þessi leið- rétting er síöan gjaldfærð á rekstr- arreikning ársins í fyrra. Ástæöan fjnir þessari misvísun er sú aö vegna þeirrar reikings- skilavenju sem hér er notuð gaf ársreikningur þessara fyrirtækja árið 1987 í raun ranga mynd af af- komunni. Þá hækkaði innlent verðlag langt umfram erlenda gjaldmiðla. Lækkun erlendra skuida gagnvartíslensku krónunni var síðan fært til tekna i rekstrar- reikning. Erlendar skuldir í efna- hagsreikningi fyrirtækjanna var þvi vanmetinn og tekjumar vegna þeirra í rekstranæikningi stóðust ekki, Samkvæmt ársreikningi fyr- irtækjanna voru þau reión með um 0,7 prósent hagnaði. „Flestum reikníngshaldsmönn- um er ijóst bæði hér á landi og annars staöar að eins og dagur fylg- ir nóttu þá fylgir gengisbreyting fyrr eöa síðar verðbólgu sem mæ- list í tugum prósenta,*’ sagöi Ólafur Nilsson endurskoöandi 1 erindi . sínu um þetta atriði á aðalfundi vinnuveitendasambandsins. Gengisbreyutingin kom síðan í fyrra. Þá hækkuðu eriendar íýuld- ir umfram innlent verðlag og mis- munurinn var færður sem gjöld í rekstrarreikning. Með þeim hætti varð ura 8 prósent tap á þessum fyrirtækjum. Ef erlendar skuldir þessara fyrir- tækja væru liins vegar uppfærðar í ljósi þess að gengi gjaldraiðla leit- ast viö að endurspegla mismun á innlendri og erleudri verðbólgu kemur aíkoma þessara ára aht öðru visi út, Á árinum 1987 voru fyrirtækin rekin með rúralega 5 prósent liaha en hallinn í fyrra var ekki nema um 0,2 prósent. Þetta gengur þvert á það sera alraennt er áhtið þar sem i umræðunni um stöðu fyrirtækja hefur gengistap og -hagnaður verið álitin vera álíka ramrveruleg og þættir í rekstii fyr- irtækjanna. -gse Þörungavinnslan: Á ekki eignir fyrir skuldum Þörungavinnslan á Reykhólum var rekin með rúmlega 7 mihjón króna haha í fyrra. Eigið fé fyrirtækisins er orðið neikvætt um 400 þúsund krónur; fyrirtækið á með öðrum orð- um ekki fyrir skuldum sem eru 56 mihjónir. Tekjur fyrirtækisins voru um 77,5 mhljónir í fyrra. Á aðalfundi um helgina var stjórn félagsins endurkjörin. Stefnt er að að auka hlutafé fyrirtækisins um þær 16 mhljónir sem á vantar th að samþykkt félagsins um 22 mihjón króna hlutafjáraukningu náist. Benedikt Gunnarsson, fram- kvæmdastjóri fyrirtækisins, mun láta af störfum í haust. Brotist í lyfjakassa báta: Sprautuðu sig á staðnum Það er ekki á hverjum degi sem maður fær tækifæri til að strjúka angórakanínu. Ekki er heldur annað að sjá en litlu strákarnir tveir kunni vel að meta það. Kanínan var sýnd á dýrasýningu sem fram fór í Reiðhöllinni um helgina. DV-mynd S Brotist var inn í tvo báta í Sand- gerðishöfn. Tilgangurinn virðist hafa verið sá að komast yfir lyf úr lyfja- kössum bátanna. Þeir sem brutust inn í bátana virðast hafa sprautað sig með deyhyijum um borð í bátun- um. Verksummerki bentu eindregið til þess. -sme
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.