Dagblaðið Vísir - DV - 12.06.1989, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 12.06.1989, Blaðsíða 20
20 MÁNUDAGUR 12. JÚNÍ 1989. Viðskipti Það voru margar hendur á lofti á fiskmarkaðnum í Bremerhaven og fékkst gott verð fyrir fiskinn þrátt fyrir slæm söluskilyröi. DV-myndir HJS DV á ferskfisksölumarkaði 1 Bremerhaven: íslenski fiskurinn rokseldist - þrátt fyrir slæm markaðsskilyrði Þaö var mikill handagangur í öskj- unni á ferskfisksölumarkaönum í Bremerhaven þegar DV-menn voru viðstaddir uppboö á íslenskum íiski þar. Það var afli úr togaranum Vigra RE sem verið var aö selja aö þessu sinni. Togarinn haföi lagt aö kvöldið áöur með um 300 tonn af blönduðum afla. Uppistaöan var karfi og grálúða en einnig nokkuð af þorski, ufsa og ýsu. Var þegar hafist handa um aö landa um kvöldið og þá var fiskeftir- litsmaður mættur á staðinn. Hann kvaðst ánægður meö fiskinn en það kom þó ekki í veg fyrir að hluti hans lenti í B-flokki. Hið undarlega var þó að sá hluti aflans fór ekki á lægra verði en hinn sem hafnað hafði í A- flokki þegar upp var staðið. Stundvíslega klukkan sjö morgun- inn eftir hófst svo uppboðið. þá var aðeins boðinn upp helmingur aflans, afganginn átti að bjóða upp daginn eftir. Þetta var gert til að reyna að fá sem best verð og reyndist unnt þar sem Vigri var eina skipið sem seldi afla sinn þessa vikuna. Fiskkaupmenn voru mættir tíman- lega í höll 10 til að skoða vöruna áður en uppboðið hæfist. Þeir létu sér ekki nægja að kíkja í kassana sem raðað haföi verið upp heldur tóku þeir fisk- inn upp og handléku eftir kúnstar- innar reglum. Var ekki annað að heyra og sjá en menn væru ánægðir með vöruna. Þó var ekki búist við háu verði þar sem mjög hlýtt er í veðri í Þýskalandi þessa dagana og hefur það dregiö verulega úr sölu að undanfórnu. Karfmn hefur þó nokk- urn veginn staðið fyrir sínu þótt eitt- hvað hafi hann lækkað í verði enda mjög eftirsóttur. En svo var að heyra sem menn væru fremur svartsýnir á góða sölu á grálúðunni, þorskinum og ufsanum, sérstaklega þó þorskin- um, því eins og einhver sagði: „Það þýðir ekki einu sinni að sýna Þjóð- verjanum þorsk nema mann langi sérstaklega að spilla fyrir sölumögu- leikum.“ Fjörug sala Þegar uppboðshaldararnir tveir höfðu komið sér fyrir í vögnum sín- um byrjaði balfið. Þegar voru margar hendur á lofti og fengu greinilega færri en vildu enda oft á tíðum óvanalega hátt boðið. Lauk uppboð- inu eftir ótrúlega skamman tíma, eða rétt fyrir kl. átta. Um níuleytið hafði hver einasti fiskkassi verið fluttur úr höllinni og var engin leið að sjá að um 150 tonn af fiski hefðu verið boðin upp þar fyrr um morguninn. Það fór svo sem spáð hafði verið að gott verð fékkst fyrir karfann eða 1,60-1,70 mörk fyrir pundið. Aðrir spádómar stóðust hins vegar ekki því pundið af grálúðunni seldist á 1,07- 1,30, sem þykir mjög gott. Þorskur- inn, ýsan og ufsinn seldust einnig á hærra verði en ætlað hafði verið. Samkvæmt útreikningum mátti ætla að aflinn úr Vigra seldist fyrir allt að 23 milljónir íslenskra króna ef allt færi á sömu leið daginn eftir. Það vakti athygli á uppboðinu hversu mikið fiskvinnslurisinn Nordsee keypti. Voru þrír innkaupa- stjórar á þönum með farsímana á lofti, til að bera saman verð það sem boðið var þarna og á öðrum mörkuð- um sem haldnir voru þennan morg- un, m.a. í Cuxhaven. Keyptu þeir grimmt og var ekki annað að sjá en hótanimar, sem hafðar voru í frammi fyrr í vetur, væru með öllu gleymdar. Þá hafði talsmaður Nordsee tilkynnt að fyrirtækið myndi ekki kaupa einn einasta ís- lenskan sporð í Bremerhaven fyrr en íslendingar hættu hvalveiðum. Fyrirtækið stóö svo sannarlega við þetta um hríð, en keypti bara íslensk- an fisk á markaðinum í Cuxhaven á meðan á þessum „aðgeröum" í Bre- merhavenstóð. -JSS Gæði aflans stóraukist - seglr Ludvig Janssen umboðsmaður „Þrátt fyrir hið hlýja veður að undanfomu var verðið á karfanum í morgun mjög gott,“ sagöi Ludvig Janssen. þegar blaðamaður DV hitti hann að máli á kaffihúsinu að upp- boðinu loknu. Hann hafði fylgst vel Umboðsmaður Vigra í Þýskalandi, hr. Berger, hafði í mörgu aö snúast meðan á uppboðinu stóð. Hann kunni greinilega vel til verka, er enda búinn að starfa sem umboðs- maður islenskra skipa síðan 1937. með markaðnum til þess að geta hringt strax til íslands og sagt sínum mönnum nýjustu tíðindin. Hann hef- ur verið umboðsmaður íslenskra fiskiskipa síðan 1965. Hann var spurður að því hvort áróður grænfriðunga í Þýskalandi síðastliðinn vetur hefði haft einhver áhrif á fiskmarkaðinn þama nyrðra. „Nei,“ sagði hann, „nákvæmlega engin. Það er markaðurinn og eftir- spumin sem ræður þvi hvort ís- lensku skipin geta selt fiskinn sinn, annað ekki.“ Hann sagði að ýmsar aðstæður á markaðnum réðu eftirspuminni eins og veðrið, fiskkaupmenn héldu að sér höndum í mjög heitu veðri vit- andi það að fiskurinn eyðilegðist á skömmum tíma. í þessu sambandi nefndi hann einnig „ormaæðiö" á síðasta ári, eins og hann nefndi þaö, sem hefði haft feiknarlega mikil áhrif. Fólk hefði einfaldlega hætt að borða fisk af ótta við að hann væri fullur af ormum. „Fjölmiðlar náðu að blása þetta upp og gerðu úlfalda úr mýflugu. Mark- aðurinn er nú að styrkjast aftur eins og hann hefur reyndar verið að gera undanfarin ár. Þjóöveijar boröa meiri fisk með hverju árinu sem líð- ur þótt þróunin sé að vísu hæg.“ Blaðamaður hafði orð á því við Janssen að greinilegt væri að at- hafnasvæðið við höfnina í Bremer- haven hefði mátt muna sinn fífil fegri, stór hluti þess væri ekki lengur í notkun. „það er ekkert skrítið,“ sagði hann, „áður fyrr vom tugir togara gerðir héðan út - núna em þeir aðeins tveir. Ástæöan er ekki bara sú að útgerð hér hafi lagt upp laupana. - Þannig er að straumamir em nú aðrir. Nú kemur mestallur fiskurinn hingað landleiðina - frá Frakklandi, Noregi, Danmörku, Póllandi og Englandi. Þetta er tímanna tákn.“ Að lokum var hann spurður að því hvort hann væri ánægður með gæði fisksins sem bærist með íslensku tog- uranum. Hann fullyrti að 95% aflans væm yfirleitt í mjög góðu standi - það þætti jafhvel mikið ef 5% fæm í bræðslu. „Um leið og fiskurinn hefur minnkað, eins og karfinn til dæmis, - hefur öll meðferð aflans stórbatn- að,“ sagði Ludvig Janssen. -JSS Um leið og Vigri hafði lagst að bryggju í Bremerhaven var hafist handa um að landa þeim hluta aflans sem selja átti morguninn eftir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.