Dagblaðið Vísir - DV - 12.06.1989, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 12.06.1989, Blaðsíða 15
MÁNUDAGUR 12. JÚNÍ 1989. 15 Borgaraflokkurinn og ríkisstjórnin Lesandi góður. Eitt af stóru mál- unum í íslenskri pólitík síðustu mánuðí hefur verið spumingin um það hvort Borgaraflokkurinn muni ganga til liðs við ríkisstjóm Stein- gríms Hermannssonar eða ekki. Ljóst er að ríkisstjómin kemur til með að standa höllum fæti á haust- dögum þegar þing kemur saman og kjósa skal í nefndir og embætti þingsins. Ríkisstjómin mun því á næstu vikum og mánuðum þurfa að gera einhverjar þær ráðstafanir sem tryggja að ekki þurfi að kjósa í helstu nefndir og embætti þings- ins með álíka reisn og var í fyrra- haust er hlutkesti var látið ráða og ríkisstjómin álpaðist tii að vinna það 9 sinnum í röð. Á grundvelli þess hlutkestis hefur Aiþingi ís- lendinga, sem shtið var fyrir skömmu, starfað. Hugsið ykkur fyrirhyggjuna og glæsileikann í því að homsteinninn að ríkisstjóm Steingríms Hermannssonar, sem lagður var í fyrrahaust, var nífald- ur sigur á hlutkesti. f haust gæti ríkisstjómin aUt eins tapað hlið- stæðu hlutkesti níu sinnum og hvað þá? Hvað ef hún tapar bara hlutkestinu fjórum eða íimm sinn- um, sem mestar líkur em á? Þar með yrði ríkisstjómin óstarfhæf og yrði að fara frá. Ríkisstjórn í dauðateygjunum Ráðhérrar, sem sitja í ríkisstjórn með þeirri hugsjón einni að sitja þar sem lengst og fastast, hljóta að vakna upp við vondan draum. Því er kominn tími til að hefja upp KjaUarinn Brynjólfur Jónsson, hagfræðingur og formaður efnahagsnefndar Borgaraflokksins. daður við pohtiska andstæðinga og gjaman setja upp einhvers konar póUtískan hrossakaupamarkað til að redda málum. Borgaraflokkur- inn er Uklegastur til einhverra slíkra hrossakaupa. En ef slíkt á að vera mögulegt veröur að und- irbúa það mjög vel og fara með aUa umfjöllun eins og mannsmorð. Því umræða um þátttöku í ríkisstjórn nú er eins og umræða um snöru í hengds manns húsi í Borgara- flokknum. Af þeirri einfóldu ástæðu er ekki hægt að útiloka að einhver póUtísk hrossakaup eigi sér nú stað á bak við tjöldin eða fari í gang á næstu vikum eða mán- uðum og þá með mikilU leynd. Slíkt yrði mikið áfall fyrir stuön- ingsmenn Borgaraflokksins. Því forsendur fyrir viðræðum um rík- issfjómarsamstarf hafa breyst í mjög veigamiklum gnmdvaUarat- riðum frá því í vetur. í fyrsta lagi myndi ný ríkisstjóm aldrei sitja lengur en tíl vors 1991, eða í um 20 mánuði í'mesta lagi. Svoleiðis ríkisstjórn yrði aldrei lík- leg til árangurs, hverjir sem hlut ættu að máU. Fyrir nýtt stjóm- málaafl eins og Borgaraflokkinn er þátttaka í slíku samstarfi verulega hættulegri en aðra flokka. I öðm lagi hefur núverandi ríkis- stjórn misst tökin á atburðarás efnahagslífsins og hefur í ofanálag glatað tiltrú almennings og jafnvel hörðustu stuðningsmanna sinna. Það er ógæfulegra með hveijum deginum sem Uður að ganga til samstarfs við stjómina. Ekki bara fyrir Borgaraflokkinn heldur hvern sem er. í þriðja lagi er fjögurra flokka rUtísstjórn ekki skemmtíleg til- hugsun fyrir hvern þann sem þarf að taka þátt í slíku. í íjórða lagi má segja að aðalá- stæðan fyrir stofnun Borgara- flokksins á sínum tíma hafi verið mikU og uppsöfnuð óánægja með það póUtíska mynstur sem gamU íjórflokkurinn var búinn að koma á hér á íslandi. Að fara svo í fang mjög óvinsæUar ríkisstjómar, sem í raun yrði ekkert annað en 75% gamli fjórflokkurinn, og það í mjög skamman tíma, myndi verða að skoðast sem uppgjöf við upphaflegt markmið flokksins og fyrsta skref- ið í að leggja flokkinn niður og skUa fylginu tíl baka inn í gamla fjór- flokkaapparatið. Verkefnin framundan í flmmta lagi verður forysta Borgaraflokksins að fara að sinna innri uppbyggingu flokksins, sem er aUt of skammt á veg komin, framboði til sveitarstjóma, upp- byggingu ungUðahreyfmgarinnar, uppbyggingu félagsstarfs útí á landi og ótalmörgum öðmm óum- flýjanlegum verkefnum sem hafa verið látín reka á reiðanum meira og minna allt frá upphafi. Við þetta starf, sem er óumflýjanlegt, veitir ekkert af allri orku flokksins á næstu mánuðum. Það eru nefni- lega sveitarstjómarkosningar að ári og alþingiskosningar innan tveggja ára. í sjötta lagi em engar Ukur á að neinn umtalsverður árangur náist í baráttumálum flokksins. Fram- koma ríkisstjórnarflokkanna í við- ræðunum í ársbyijun verður líka að skoðast sem hrein móðgun við flokkinn og stuðningsmenn hans. Lygar, fals og látbragðsleikur sá sem settur var á svið til þess eins að rústa flokkinn og kljúfa var mjög klókur leikur gamla fjór- flokksins og tókst það vel að fylgið virðist vera horfið frá Borgara- flokknum. Þetta eitt og sér hefði nú átt að kenna okkur borgara- flokksmönnum að forðast ríkis- stjórnina, að minnsta kosti þeim sem er annt um framgang og fylgi flokksins. Margar fleiri giidar og góðar ástæður er hægt að tína til en ég læt þetta nægja. Ég vil að lokum minna á kjörorð flokksins. Borg- araflokkurinn, flokkur með fram- tíð. Viðræður við núverandi ríkis- stjórn eru verulega skaðlegar fyrir framtíð Borgaraflokksins. Verði hins vegar þrátt fyrir allt farið út á þá braut er vonast efitír breiðum stuðningi fyrrverandi og núver- andi stuðningsmanna flokksins til þess að koma vitinu fyrir þau öfl sem að slíku kynnu að standa. Kosningar eru ekki áhtlegur val- kostur fyrir Borgaraflokkinn í dag, það skal fúslega viðurkennt. Ástæðan er sú að uppbyggingin innan frá er allt of skammt á veg komin og flokkinn vantar farveg til að koma skoðunum sínum og baráttumálum á framfæri. En loka- uppgjöf um ófyrirsjáaniega framtíð á baráttumálum flokksins verður ekki tekið þegjandi. Brynjólfur Jónsson Ný ríkisstjórn myndi aldrei sitja lengur en til vors 1991, eða 1 um 20 mánuði í mesta lagi. Hlutafé og annað fé Nú hefur reglugerðin um Hluta- fjársjóð Byggðastofnunar loksins litið dagsins ljós. En hlutverk sjóðsins er, eins og kom fram í tilkynningu frá honum í Mbl. 22.3 sl„ „að taka þátt í fjár- hagslegri endurskipulagningu út- flutningsgreina með kaupum á hlutabréfum í starfandi fyrirtækj- um og þátttöku í stofnun nýrra fyr- irtækja, er taki við starfsemi eldri útflutningsfyrirtækja“. Til þess að tryggja það að viðskiptaleg sjónar- mið verði látin ráða en ekki pólitísk var skipað póhtískt í stjórn sjóðs- ins. í tilkynningunni frá sjóðnum seg- ir meðal annars að Hlutafjársjóði Byggðastofnunar sé heimilt að kaupa hlutabréf ef „sýnt þyki að fyrirtækið búi við jákvæða rekstar- afkomu og viðunandi greiðslustöðu að lokinni fjáhagslegri endurskipu- lagningu" og „að samhhða hafi tek- ist með frjálsum samningum nauð- arsamningum eða öðrum aðgerð- um að gera eiginfjárstöðu viðkom- andi fyrirtækis jákvæða miðað við matsverð fasteigna, véla, tækja og áætlað endusöluverð skipa“. Rekstrarafkoma og matsverð Það fer eftír túlkun stjómar sjóðsins á því hvað telst .jákvæð rekstrarafkoma" og við hvað eigi að miða „matsverð" fasteigna, véla og tækja hvort stofnun sjóðsins telst spor í framfaraátt eða enn ein KjaUazinn Friðrik Eysteinsson rekstrarhagfræðingur aðferðin til þess aö koma í veg fyr- ir að fjármagninu sé beint þangað sem það ber mestan arð hveiju sinni að teknu tilliti til áhættu. Ef jákvæð rekstraafkoma verður skilgreind þannig að fyrirtækin geti, eftir fjárhagslega endurskipu- lagningu, staðið undir öhum kostn- aði við öflun tekna sinna, þar með tahð arði af hlutafénu, sem ekki sé minni en sú arðsemi sem hægt væri að fá af svipað áhættusamri fjárfestingu annars staðar, þá getur Hlutafjársjóðurinn hðkað fyrir því endurmati eigna sem þarf að eiga sér stað í þjóðfélaginu í kjölfar umskiptanna á undanfórnum árum úr stórlega neikvæðum raun- vöxtum í tiltölulega háa jákvæða raunvexti. Að sama skapi á eigna- mat að miðast við núvirði þess tekjustraums (eða hreins sjóðs- streymis) sem eignirnar koma th með að skápa í framtíðinni en eignamat þannig fundið hefur stór- lækkað með hærri raunvöxtum. Það er ekki nóg að eiginfjárstaða viðkomandi fyrirtækja verði já- kvæð miðað við brunabótamat eða framreiknaðan byggingarkostnað eða kaupverð heldur þarf það að verða jákvætt þannig að arðsemi eignanna standi undir fjármagns- kostnaði fyrirtækisins (þar með tahð arði af hlutafé). Ef svo er ekki er einungis verið að hðka th fyrir næsta gjaldþroti. Fyrirtækjum mismunað Ef jákvæð rekstrarafkoma verð- ur aftur á móti skilgreind þannig að fyrirtækin þurfi að standa undir öhum kostnaði við öflun tekna sinna nema arði af hlutafé þá er sjóðurinn ekkert annað en eitt Pót- emkintjaldið í viðbót. Ekkert tilht væri þá tekið th þess að veriö væri að fórna þeim arði sem fjármagnið gætí borið úr býtum annars staðar. Miðað við þessa forsendu væri verðmæti hlutabréfanna líka núh vegna þess að eignamat þeirra á að byggjast á núvirði arðgreiðsl- anna í framtíðinni (sem í þessu th- felli væru engar). Að sama skapi væri verið að niðurgreiða fjár- magnskostnað þeirra fyrirtækja sem Hlutaíj ársj óðurinn kaupir hlutabréf af og mismuna þannig fyrirtækjum og eigendum þeirra gróflega, svo ekki sé talað um lang- tímaáhrifin á almenn lífskjör í landinu. Umræðan um málefni Arnar- flugs 1985-1988 er kannski dæmi um það hvernig hægt væri að nlis- nota Hlutafjársjóðinn en slá ryki í augu almennings í leiöinni. Th þess að lækka fjármagnskostnað Amar- flugs hafði þáverandi ríkisstjóm milhgöngu (látum liggja á mhh hluta af hverju) um það að hluta- höfum voru veitt vaxtalaus lán sem síöan fóm í að lækka skuldir fé- lagsins. Arnarflug skhaði síðan hagnaði fyrst á eftir og forstjóra þess var hampað sem kraftaverka- manni, ekki síst fyrir það að við mat á rekstramiðurstöðum var ekki tekið tilht th þess íjármagns- kostnaðar (vaxtalausu lánin) sem að endingu lendir á skattgreiðend- um. Arðlaust hlutafé Það má vera aumt fyrirtæki sem ekki getur sýnt jákvæða rekstrar- afkomu ef nógu miklu af skuldum þess er breytt í arðlaust hlutafé! Eftir sem áður stendur þó sú stað- reynd að við það að beina ekki íjár- magninu þangað sem þaö ber mest- an atð er verið að kasta á glæ möguleikunum á betri lífskjöram sem t.d. gætu komið þeim tekju- lægstu mest th góða. Við veitum ekki skákmanninum, sem er í neðsta sætí á skákmótí, fyrstu verðlaun af því hann er besti skákmaðurinn í einhverju ákveðnu bygggðarlagi eöa af því hann er frændi mótsstjórans. Slíkt hefði áreiðanlega mjög skaðleg áhrif á skákáhuga og skákgetu á íslandi þegar fram hðu stundir. Að sama skapi eigum við ekki að líða það lengur að póhtísk sjónarmið séu sett ofar viðskiptalegum sjón- armiðum við lánveitingar. Og mið- að við það hve ráðamenn sverja ákaft af sér að póhtísk sjónarmið verði látin ráða við kaup Hlutafjár- sjóðsins á hlutabréfum er sérstök ástæða th þess að láta ekki hugtök eins og ,jákvæð rekstarafkoma" og „matsverð" viha sér sýn. Friðrik Eysteinsson „Við veitum ekki skákmanninum, sem er í neðsta sæti á skákmóti, fyrstu verð- laun af því hann er besti skákmaðurinn 1 einhverju ákveðnu byggðarlagi.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.