Dagblaðið Vísir - DV - 12.06.1989, Blaðsíða 46

Dagblaðið Vísir - DV - 12.06.1989, Blaðsíða 46
46 HÚSNÆÐI TIL LEIGU Verslunarhúsnæði/skrifstofuhúsnæði á jarðhæð við Suðurlandsbraut. Stærð 220 fermetrar. Þeir sem hefðu áhuga sendi nafn og símanúmer til auglýsingadeildar DV fyrir 16. júní, merkt Verslunarhúsnæði 2525. GULLSPORT VIÐ GULLINBRÚ GULLSPORT S/F býður þér, starfsfélögum eða kunn- ingjahópum frábæra aðstöðu til líkams- og heilsu- ræktar í tveimur íþróttasölum. Við leigjum út tíma fyrir blak, fótbolta, handbolta, körfubolta, badminton o.fl. Setustofa með frábæru útsýni þar sem hægt er að spila og tefla við félagana eða spjalla saman fyrir og eða eftir æfingu. Þá erum við með fullkomið bill- iardborð, borðtennisborð og tækjasal. Þessi aðstaða er mjög góð fyrir trimmara sem vilja æfa í tækjunum og fara í sturtu og gufu eftir að hafa trimmað hér um nágrennið. HRINGDU eða komdu og kynntu þér það sem við bjóðum og sumartilboð okkar er.frábært. ATHUGIÐ að við erum að taka niður tímapantanir fyrir vetrartímabilið sem hefst 1. september nk. \ GULLSPORT S/F, STÓRHÖFÐA 15 SÍMI 672270 EFTIR KL. 15.00 FÉLAGSMÁLASTOFNUN REVKJAVlKURBORGAR ÖLDRUNARÞJÓNUSTUDEILD Lausar eru eftirtaldar stöður samkvæmt nýju skipu- lagi um öldrunarþjónustu í Reykjavík. YFIRMAÐUR ÖLDRUNARÞJÓNUSTUDEILDAR Starfið felst í stjórnun öldrunarþjónustudeildar á veg- um Félagsmálastofnunar Reykjavíkurborgar, bæði hvað varðar uppbyggingu og rekstur stofnana og þjónustuþátta^ svo og einstaklingsbundna aðstoð. Áskilin er háskólamenntun eða önnur samsvarandi sérmenntun. Jafnframt er gerð krafa um reynslu í stjórnunarstörfum og þekkingu á félagslegri þjón- ustu. Laun skv. kjarasamningum Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar. Upplýsingar um starfið veitir félagsmálastjóri, Vonar- stræti 4, sími 25500. Umsóknir skulu sendar Starfsmannahaldi Reykjavík- urborgar, Pósthússtræti 9, fyrir 21. júní nk. STÖÐUR FORSTÖÐUMANNA FÉLAGS- OG ÞJÓNUSTUMIÐSTÖÐVAR FYRIR ALDRAÐA AÐ BÓLSTAÐARHLÍÐ 43 OG VESTURGÖTU 7 Starfið er fólgið í stjórnun félags- og tómstunda- starfs í umræddum hverfismiðstöðvum og yfirumsjón með svæðisbundinni félagslegri heimaþjónustu. Æskileg er menntun á sviði félagsráðgjafar eða hjúkr- unar. Upplýsingar veitir yfirmaður fjármála- og rekstrar- deildar að Vonarstræti 4, sími 25500. Umsóknareyðublöð fást hjá Starfsmannahaldi Reykjavíkurborgar, Pósthússtræti 9, og skulu um- sóknir berast þangað eigi síðar en 21. júní nk. MÁNUDAGUR 12. JÚNÍ 1989. Fréttir Vegaframkvæmdlr á Norðurlandi vestra: Áhersla lögð á bundið slitlag Þórhallur Asraundsson, DV, Norðurl vestra; „Framkvæmdir verða heldur minni í ár en undanfarin ár og áætl- unin gerði ráð fyrir. Við syndguðum upp á náðina í fyrra og erum að taka það út núna,“ sagði Jónas Snæ- bjömsson, umdæmisstjóri Vegagerð- arinnar. Til stofnæða á Norðurlandi vestra fara á þessu ári 110 milljónir og 20 til þjóðbrauta. Jónas sagði að í sumar yrði lögð höfuðáhersla á lagningu bundins slitlags á þá vegarkafla sem undir- byggðir voru á síðasta ári. Þannig munu Hvammstangabúar eftir sum- arið aka á „teppi“ frá afleggjaranum og inn í bæ, 5 km. Á Norðurlands- vegi í Víðidal verður bundinn 6 km spotti við Víðihlíð. Lokið verður við lagningu sbtlags á Vatnsskarð og aðeins þá eftir að leggja á Bólstaðar- hlíðarbrekkuna, sem samkvæmt áætlun á að leggjast af á næstu árum. Til stendur að breyta veginum þannig að í stað þess að hann beygir í dag inn í Þverárdalinn, beygi hann til vesturs niður í Svartárdalshlíðina. Liggi síöan skáhallt niður hlíðina til norðurs og komi inn á núverandi veg beint fyrir ofan Bólstaðarhlíð. Þetta verður væntanlega ekki á dagskrá fyrr en eftir 4-5 ár að sögn Jónasar. 'í Skagafirði verður bundið í Blönduhlíðinni, frá Miðhúsum og fram að Víðivöllum, 6 km. Einnig verður 5 km vegarkafli um Hegranes lagður bundnu slitlagi, frá vestiu-ósi Héraðsvatna og yfir á Garðssand. Þá verður haldið áfram að undirbyggja veginn í Blönduhlíðinni, frá Víðivöll- um og fram að Uppsölum, en vegur- inn færist á þessum kafla niður að bökkum Héraðsvatna. Á þjóðbraut- um er eina verkefnið sem eitthvað kveður aö á Skagafjarðarvegi 'fram Lýtingsstaðahrepp, en þar verður 4 km vegarkafli frá Varmalæk að Mælifellsá undirbyggður og er stefnt að lagningu slitlags að ári. Starfsmenn á Haligeirsstöðum. Frá vinstri Aðalsteinn Aðalsteinsson, Bene- dikt Hrafnkelsson, Valur Stefánsson og Hannes Auðunarson. DV-mynd Sigrún Iðnaður í sveit: Steinasteypa í refahús Sigrún Björgvinsdóttir, DV, Egitsstödura: Nýlega tók til starfa röra- og steinasteypa á bænum Hallgeirsstöð- um í Jökulsárhlíð. Aðaleigandi og verkstjóri er Benedikt Hrafnkelsson á Hallgeirsstöðum. Rörasteypan starfaði áður á Egilsstöðum en eig- endaskipti urðu í haust og upp úr áramótum var farið að undirbúa starfsemina á Hallgeirsstöðum. Þar er gamalt refahús sem nú nýt- ist til steypunnar. Hluti af efni er til staðar í landi jarðarinnar en sumt verður að sækja um 25 km veg. Áður var allt efni flutt frá sjó við Héraðs- flóa, um 60 km leið. Benedikt á sjálf- ur öfl tæki til efnisöflunar. Hann Þórhallur Ásmundssan, DV, Noröurl vestra; „Hér eru mikil umsvif á öllum sviðum og talsverö umferð. Allir hafa nóg að gera og menn ríkir, hér kvartar enginn. Héma hjá mér er t.d. ungur maður, fiskverkandi, sem ætlar að skreppa í frí til Honolúlú á næstu dögum. Svona hafa þeir það gott héma,“ segjr Birgir Amason, hafnarvörður á Skagaströnd. Birgir sagði umferð um höfnina talsverða. Örvar hefði verið aö koma með fuflfermi af grálúðu eftir fremvu- stutta útiveru og von væri á Amari kvaðst bjartsýnn á viðgang fyrirtæk- isins og þegar hefðu borist miklar pantanir. Starfsmenn verða 4-6, lík- lega alflr úr sveitinni eða næstu sveitum. FYamleiddar verða fimm gerðir af hellum og allar tegundir af niðurfallsröram og brunnum. Nokkuð hefur verið rætt um að nauðsynlegt væri að flytja nýja at- vinnustarfsemi út í hinar dreifðu byggðir til að mæta minnkandi fram- leiðslu í hefðbundnum búgreinum. Steinasteypa er dæmi um hag- kvæman kost í þessu efni. í staðinn fyrir að flytja hráefnið langan veg þangað sem markaöurinn er kemur nú fullunnin vara þaðan sem hrá- efnið er við höndina. með um 200 tonn. Síðan landaði tals- verður slatti af rækjubátum og rækj- unni væri stundum ekið frá Skaga- strönd alla leið til Grindavíkur. „Það stendur fyrir dyrum að útbúa einhverja aöstöðu fyrir smábáta hér í sumar. Efnið er komið en ekki búið að útfæra verkið endanlega. Annars er orðið mjög brýnt að endurbæta plönin héma. Þau era ákaflega óslétt og leiðinleg yfirferðar. Nú stendur mikið til því að það verður afmæli hjá okkur í sumar,“ sagði Birgir Ámason. Selfoss: Nýtt Horn í byggingu Regina Thorarensen, DV, Selfossi: Heiðursbjónin Gunnar Guö- mundsson og Helga Jónsdóttir eru að láta byggja 300 m2 verslun- arhús með hraði. Ætlunin er að flytja í það ekki seinna en í haust. Húsið er teiknaö 600 m2 en helm- ingurinn byggður núna. Hjónin hafa undanfarin ár rek- ið verslunina HomiÖ í tæplega 100 m2 húsnæði við góðan orðst- ír. þau Hafa opið aila daga vik- unnar til kl. 13.30. Homið er á Tryggvagötu 40 og er iagerpláss þar lítiö. Nýja verslunin verður þar skammt frá. Sauðárkrókur: Starfsfóiki Loðskinns sagt upp ÞódvsBur Aarauudssan, DV, Sauðárkx.: Um síöustu mánaðamót var öliu starfsfólki sútunarverk- smiðjunnar Loðskinns á Sauðár- króki, um 50 manns, sagt upp störfum. Að sögn Þorbjörns Ámasonar framkvæmdastjóra er stefnt að ráðningu flestra að nýju en fólki sagt upp til þess að stjóm- endur hafi fijálsari hendur við endurskipulagningu fyrirtækis- ins. Rekstur Loðskinns hefur geng- ið erfiðlega síðustu misserin. Eft- ir riflega 10 milljóna hagnað á árinu 1987 varö tapið um 20 millj- ónir á síðasta ári. Ástæöumar fýrir þessum hallarekstri segir Þorbjöm mikinn fjármagns- kostnaö og verulega sölutregðu á mörkuöunum seinni hluta árs. Hennar gætti einnig fram á þetta. ár og fyrir 2 mánuöum var hætt yfirvinnu starfsmanna. Síðustu vikumar hefur sala giæöst á nýj- an leik. „Þetta er í sjálfú sér ágætt fram- undan og ég er bjartsýnn, svo framárlega sem ekki kemur til stóráfalia. Samt sem áöur er nauðsynlegt fyrir okkur að fara í geguum aiia framleiðsluna og reksturinn hjá okkur. Við trúum þvi að hægt sé að ná fram meiri hagræðlngu og afköstum i vinnsl- unni,“ sagði Þorbjöm. Skagaströnd: Mikil umsvif við höfnina
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.