Dagblaðið Vísir - DV - 08.07.1989, Page 7

Dagblaðið Vísir - DV - 08.07.1989, Page 7
IjAUGARDAGUR 8. JÚLÍ 1989. 7 Fréttir Oskar Sigurösson, vitavörður á Stórhöfða: Getur verið þreytandi - að vakna á þriggja tíma fresti „Það getur verið þreytandi að vakna á þriggja tíma fresti allan sól- arhringinn allt árið. Ég er búinn að vera í þessu starfl í 24 ár. Ég er ekki alltaf einn og þarf því ekki að vakna á öllum tímum. Ég hef tekið mér þessi veiýulegu frí á sumrin. Annars má segja að ég sé hér öllum stimd- um,“ sagði Óskar Sigurðsson, vita- vörðmr og veðurathugunarmaður á Stórhöfea á Heimaey. Allir landsmenn hafa heyrt Stór- höfða nefndan í veðurlýsingum í út- varpi. Veðurathugunarstöð var fyrst komið upp í Vestmannaeyjum árið 1877. 1921 var stöðin flutt að Stór- höfða og þar hefur hún verið síðan. Stórhöfði er um 120 metra yfir sjó. i veðurfréttum virðist sjaldan vera logn á Stórhöfða. „Það er logn fáa daga á ári. Það munar tveimur vindstigum hvað er hvassara hér en á sjónum. Vindstigin sem eru gefin upp á Stórhöfða segja því ekki alltaf rétt til um vindinn hjá sjómönnunum. Eins er mim lygnara í kaupstaðnum þar sem þar er gott skjól vegna fjallanna." Fyrsti vitinn var byggður á Stór- höfða 1906. Hann var með olíuljósum. Síðan voru ljósavélar notaðar og nú er notast við rafmagn. Óskar sagði að það hefði verið hrein bylting að fá rafmagnið. Bilanir heyra nú nán- ast sögunni til og öryggi sjófarenda því mun meira en áður var. „Það er aldrei að vita hvenær menn eru að nota ljósin frá vitanum og því er nauðsynlegt að hægt sé að treysta homnn,“ sagði Óskar Sigurðsson. -sme DV-mynd BG X ,fljá ÓS fást sterkar og fallegar hellur tíl að gera hvers kyns stéttir og bflastæði. Ég mæli með hellunum frá ÓS og byggi þau meðmæli á reynslunni. Þær eru framleiddar úr öldu hráefni og góðir kantar gera það verkum að allar línur verða reglulegar. Hellunum er pakkað í plast og þeim ekið heim í hlað. í fáum orðum sagt: Gæðavara og góð þjónusta.“ Markús Guðjónsson, skrúðgarðyrkjumeistari, eigandi Garðavals. Suðurhrauni 2, 210 Garðabæ Símar 65 14 40 og 65 14 44 TÖKUM UPP DÓSIR - að sjálfsögðu!

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.