Dagblaðið Vísir - DV - 08.07.1989, Side 9
8
9
LAUGARDAGUR 8. JÚLÍ 1989.
Geir segir að mjög fáir starfsmenn
knnni formúlu kók. „Coca Cola er
85% af viðskiptum fyrirtækisins aUt
annað er 15%. Aftur á móti eru
starfsmenn annarra deilda 85% en
örfáir í kókdeildinni. Kókinu verður
ekki breytt - það er alltaf eins.“
Þegar Geir er spurður hvort hann-
finni fyrir samkeppninni á gos-
drykkjamarkaðnum segir hann það
ekki vera beint. „Samkeppnin er
mjög upp og niður en Coca Cola selur
alltaf aðeins meira en Pepsí og þann-
ig hefur þetta verið langa lengi.“
Heimsækir Kók á
íslandi
Geir segist hafa kynnst lítiUega
rekstri Coca Cola á íslandi í gegnum
Pétur Bjömsson en þeir þekkjast síð-
an þeir voru samskipa frá íslandi til
Bandaríkjanna er Geir fór fyrst í
nám 1953. „Pétur var þá í einhverri
Coca Cola viðskiptaferð en ekki datt
mér í hug þá að ég ætti eftir að starfa
við það fyrirtæki. Við Pétur sáumst
ekki árum saman en kynntumst aft-
ur fyrir fimmtán árum. Þegar ég kem
við á íslandi í Evrópuferðum mínum
heimsæki ég aUtaf Pétur í VífilfelU
og skoða hjá honum. En það er ekk-
ert viðskiptalegt heldur bara kunn-
ingsskapur."
Geir segir að honum hafi flogið í
hug að flytjast heim tU íslands aftur
en það sé ekki raunverulegt. „Það
er ekki hægt að sleppa því sem ég
hef hérsegir hann. „Ég hef góðar
tekjur, öryggi í starfi og svo er veðr-
ið hér í Atlanta svo gott. Veðrið
heima á íslandi er ekki að mínu
skapi," segir hann.
Samband
við ísland
Geir kynntist Ásbjörgu árið 1955
en þá skrapp hann til Islands í frí.
„Hún kom nokkrum mánuðum síðar
til mín út, við giftum okkur í Troy í
New York og síðan höfum við verið
saman,“ segir Geir. Hann segir að
böm þeirra tvö taU ekki íslensku.
„Þau halda stundum að þau skUji
íslensku þegar við hjónin erum að
ræða saman en það er bara vegna
þess að við tölum íslensku með mikl-
um enskuslettum."
Geir segir að þau hjónin reyni að
halda sambandi við ísland. Ásbjörg
var í Verslunarskólanum áður en
hún hélt utan og heldur góðu sam-
bandi við skólafélaga sína. „Hún hef-
ur oft farið tíl íslands á þessum árum.
Ég hef haldið sambandi við skólafé-
laga mína úr menntaskólanum en
ættingjar okkar eru ekki margir. Ég
á reyndar marga ættingja í Vest-
mannaeyjum en þekki þá ekki. Við
reynum að fylgjast með því sem ger-
ist heima og ég er áskrifandi að News
from Iceland."
Geir viU ekki viðurkenna að hann
sé meiri Ameríkani en íslendingur.
„Þar sem ég er fæddur á íslandi og
ólst þar upp mótaðist ég af því. Mað-
ur verður aUtaf íslendingur. Hins
vegar hef ég aUtaf kunnað vel við
mig í Bandaríkjunum og ekki fundið
fyrir því að vera útlendingur.",
Vinnan
númer eitt
Geir á einn bróður á íslandi, Sigurð
Fannar, en Geir var nítján ára og á
leið út í heim þegar bróðir hans
fæddist. Móðir hans, Þorbjörg Sig-
urðardóttir, er á lífi, 84 ára, en faðir
hans, Guðni Guðnason, lést árið 1966.
Geir ólst upp á Rauðarárstíg 13 en
flutti síðar í Hlíðamar. „Reykjavík
var UtiU bær þegar ég flutti burt,“
segir hann.
„Stundum velti ég því fyrir mér að
þegar ég hætti að vinna eftir sjö, átta
ár og fer á eftirlaun, sem em betri
en þau laun sem ég hef núna, að
skreppa heim í einhvem tíma. En ég
gæti ekki hugsað mér að búa á ís-
landi yfir vetrartíma.“ Geir segjr að
þau hjónin hafi aUa tíð verið sam-
mála um að setjast að í Bandaríkjun-
um. Ásbjörg hefur verið heima og séð
um heimihð og Geir segir að hún
hafi aUtaf nóg að gera. Geir segist
ekki hafa nein sérstök áhugamál þeg-
ar hann kemur úr vinnu. „Vinnan
er mitt áhugamál en þegar ég kem
heim finnst mér gott að slappa af
fyrir framan sjónvarpið. Við spUum
stundum bridge," segir hann.
„Bjöm Sigurbjörnsson sagði við
mig fyrir löngu að ef maður væri of
lengi í útlöndum myndi maður
hvergi eiga heima í raun og veru. Það
hefur komið í ljós að þetta er rétt.
Maður er eins og hálfur útlendingur
á íslandi og hálfur útlendingur hér í
Bandaríkjunum. En það skiptir ekki
máU dags daglega. Ef ég hefði ekki
snúið út aftur eftir námið hefði ég
aUa tíð séð eftir því og væri þá lík-
lega kvartandi og kveinandi uppi á
íslandi núna,“ segir Geir Valberg
Guðnason. -ELA
Aðalstöðvar Coca Cola í Atlanta þar sem Geir Guðnason starfar. Eins og sjá má er það engin smábygging enda
fyrirtækið stórveldi.
sykurhreinsum í mörgum löndum.
„í Suður-Ameríku er ekki nógu
hreinn sykur til að nota í Coca Cola.
Það þarf að hreinsa sykurinn áður
en hann er notaður í þennan vinsæla
drykk. Frá 1977 til 1983 starfaði ég
mikið við sykurhreinsun og fór í
þrettán ferðir fil S-Ameríku. Yfirleitt
vom þetta tvær tU þrjár vikur í
einu,“ segir Geir.
Það var árið 1983 sem Geir loks fór
að vinna við gosið, aðaUega Fanta.
„í gegnum það hef ég farið í allnokkr-
ar ferðir til Evrópu og tU Buenos
Aires, Santiago í ChUe, Equador,
Perú og fleiri staða. Yfirleitt er ég
með vegabréfið niöri í skúffu hjá
mér,“ segir Geir.
Þó að Geir hafi snúið sér að gosinu
er hann ennþá ráðgjafi í sykrinum
og teinu og oft er leitað ráða hjá hon-
um. Hann hefur yfirumsjón með
Minute Maid orange, sem er gos-
drykkur, Mello YeUow, Fresca og
Fanta. Geir segir að það sé mjög erf-
itt að lýsa starfi hans. Hver dagur
er eins og nýr og hann segist aldrei
vita hvað bíður hans. „Ég er með
fimm manns í vinnu hjá mér og við
emm alltaf að formúlera einhverja
hluti.“
Átján formúlur
af Fanta
„Ég get nefnt sem dæmi að í Evr-
ópu em til átján mismunandi Fanta-
formúlur. í sumum löndum er mikið
selt en í öðmm minna. Það getur því
verið mjög dýrt að framleiða svo
margar tegundir af sama drykknum.
Nú eram við að reyna að fmna eina
formúlu sem getur verið notuð í allri
Evrópu eins og kók sem enginn getur
breytt. Þetta er verið að prófa á ítal-
íu, Frakklandi, Spáni, Þýskalandi,
Belgíu, Hollandi, Englandi, írlandi,
Noregi og Svíþjóð. Til að fylgjast með
hvemig gangi er ég oft í símanum
fyrstu tvo tímana á morgnana og
ræði við fyrirtæki í Evrópu. Einnig
kemur fyrir að breyta þurfi um Ut á
gosdrykk í einhveriu landi vegna
lagabreytinga. Þá þarf að setja nýtt
í formúluna eða taka úr henni því
það em aUtaf einhverjir í heiminum
að finna upp eitthvað sem má ekki
gera. Þá vinnum við að því að gera
hlutina öðruvísi og þannig heldur
þetta áfram ár eftir ár.
Ég er oft spurður hvað ég sé að
gera frá degi til dags én starfið er svo
víðtækt að ég á erfitt með að svara
því. Það gerir starf mitt einmitt bæði
spennandi og skemmtUegt. Einnig er
það ástæða þess að ég mæti í vinnu
fyrir klukkan átta á morgnana og fer
ekki heim fyrr en sjö að kvöldi. Það
er gaman að gera gagn. í þessu fyrir-
tæki starfa þrjú þúsund og fimm
hundmð manns og aUtaf mikið um
að vera.“
Fáir
vinna við kók
Geir segir að það séu margar rann-
sóknardeUdir í Coca Cola fyrirtæk-
inu og hann sér um eina þeirra. Ein
deUd sér um kók og diet kók, önnur
sér um Sprite og svo framvegis. „í
minni deild erum við að endurbæta
eða breyta einhverium formúlum
sem þegar em á markaðnum, gera
þær t.d. ódýrari eða betri. Auk þess
sé ég um Fanta um allan heim,“ seg-
ir Geir og viðurkennir að hann kunni
leyndarmáhð fullkomlega á bak við
Fanta.
JP
Innihurðir
Fyrir þá sem sætta sig
ekki við neitt nema það
besta. Vandaðar hurðir
úr eik, beyki, mahóní og
hvítlakkaðar.
inniéttingar
Skeifan 7 - Reykjavik - Símar 83913 31113