Dagblaðið Vísir - DV - 08.07.1989, Page 10
LAUGARDAGUR 8. JT&IJ 1-989.
IOí1
Svipmyndir frá
konunglegri
heimsókn
Jóhann Karl Spánarkonungur og valla. Heimsóknin hefur verið anna- ur dögum og hér á síðunum má sjá
Soffia drottning hafa nú kvatt ísland söm en um leið hafa konungshjónin afrakstur þess.
eftir þriggja daga opinbera heim- kynnst merkilegum stöðum á stutt- -ELA
sókn. Leið þeirra hefur m.a. legiö til um tíma. Ljósmyndarar DV hafa DV-myndir GVA/BG/JAK
Vestmannaeyja, Nesjavalla og Þing- haft í nógu að snúast á þessum þrem-
Sigurður Sigmundsson, bóndi í Hvítárholti í Hruna-
mannahreppi, var aufúsugestur í kóngaveislunni en
Sigurður færði konungshjónunum spænsk-íslenska
orðabók að gjöf sem hann hefur sjálfur búið til. Sigurð-
ur eyddi þrjátíu árum í sjálfsnám í spænsku.
Islendingar hafa selt Spánverjum saltfisk í áratugi, auk
þess sem ferðamenn hafa stundum laumað með sér
flökum í sólarlandaferðir. íslenski saltfiskurinn er alltaf
kærkominn á Spáni enda sýndi konungurinn vinnslunni
mikinn áhuga.
Konungshjónin spænsku héldu gestgjöfum sínum veislu að Hótel Loftleiðum á fimmtudagskvöld þar sem borðin
svignuðu undan kræsingum. Hér biöa konungshjónin gesta sinna ásamt forseta íslands Vigdisi Finnbogadóttur
og Ástríði Magnúsdóttur.
Vestmannaeyjaferð konungshjónanna var í alla staði vel heppnuð. Konung-
urinn kom oft á óvart og Vestmannaeyingar voru hissa á hversu alþýðleg-
ur og vingjarnlegur hann er. Hér er útsýni yfir eyjarnar skoðað og ekki er
annað að sjá en menn séu glaðir í bragði.
Stórveisla var haldin á Hótel Sögu fyrsta kvöld konungsheimsóknarinnar.
Það var forseti íslands og litla „prinsessan" Ástríður sem voru gestgjafar.
Gestir skörtuðu sinum fegurstu klæðum og orðurnar héngu á jökkum hátt-
settra embættismanna. Hér tekur forseti á móti Brynhildi Jóhannsdóttur
og Aibert Guðmundssyni sendiherra.
Davið Oddsson borgarstjóri bauð í hádegisverð að Kjarvalsstöðum þar sem
konungshjónin skoðuðu listaverk eftir Jóhannes Kjarval.
Árnastofnun er alltaf skoðuð þegar erlendir þjóðhöfðingjar koma til lands-
ins. Jónas Kristjánsson sýnir hér hin merku handrit og segir sögu þeirra.