Dagblaðið Vísir - DV - 10.07.1989, Page 6

Dagblaðið Vísir - DV - 10.07.1989, Page 6
6 MÁNUDAGUR 10. JÚLÍ 1989. Viðskipti Komin sprunga í glermarkaðinn: Um 7 prósent samdráttur hjá glerverksmiðjunum - kippur 1 maí og júní Hafsteinn Þórðarson, framleiðslu- stjóri Glerborgar í Hafnarfirði, segir að hjá Glerborg, sem er með yfir þriðjung glerframieiðslu á íslenska glermarkaðnum, nemi samdráttur- inn um 7 prósentum fyrstu sex mán- uði þessa árs miðað við sama tíma í fyrra. Hann segir jafnframt að hann heyri ekki betur en að aðrar gler- verksmiðjur í landinu búi við svipað- an samdrátt ef ekki meiri. „Framleiðslan var talsvert minni fyrstu fjóra mánuði ársins miðað við sama tíma í fyrra en i maí og júni hefur hún verið mun meiri en sömu mánuöi í fyrra. Skýringin er að mínu mati sú aö fyrri part vetrar viðraði mjög illa fyrir glerísetningu þannig að í vor hafa menn verið að vinna upp tapið og glerjað meira en gengur og gerist.“ Haísteinn segir jafnframt að ís- lenski glermarkaðurinn sé fram- leiðsla upp á um 90 til 100 þúsund fermetra af gleri í venjulegu ári. Ljóst sé að þetta ár nái ekki venjulegu ári sé miðað við samdráttinn fyrsta hálfa árið. Verð á gleri er nokkuð misjafnt. Fólk getur fengið. fermetrann á um 3.800 krónur sé um heppilegar stærö- ir að ræða. Verðið kemst svo hæst í um 5.000 krónur fyrir fermetrann, að sögn Hafsteins. „Verð á gleri hefur fyrst og fremst hækkað vegna hærra verðs á að- föngum sem stafar af gengisfelling- um svo og vörugjaldi ríkisins. Sam- keppnin er svo hörð á þessum mark- aði að hún sér um að steindrepa alla sem ætla að hækka sig eitthvað meira." Helstu glerverksmiðjur landsins eru, auk Glerborgar í Hafnarfirði, íspan í Kópavogi, Samverk á Hellu, íspan á Akureyri, Esja í Mosfells- sveit, Glerskáhnn í Kópavogi og Brúnás á Egilsstöðum. Vinnusluaðferðir glerverksmiðj- anna eru mismunandi. Flestar eru með einfalda límingu, Glerborg er með tvöfalda límingu og Esja í Mos- fellssveit er með svonefnt thermo- phane-gler sem byggist á samsuðu glersins. -JGH Peningamarkaður INNLÁNSVEXTIR (%) hæst Innlán óverðtryggð Sparisjóðsbækurób. 14-18 Úb Sparireikningar 3jamán. uppsögn 15-20 Vb.Úb 6mán. uppsögn 16-22 Vb 12mán. uppsögn 18-20 Úb 18mán. uppsögn 32 Ib Tékkareiknmgar, alm. 3-9 Ab.Sp Sértékkareikningar 4-17 Vb.Ab Innlán verðtryggö Sparireikningar 3ja mán. uppsögn 1-2 Vb 6mán. uppsögn 2,5-3 Allir Innlán meðsérkjörum 27-35 nema Sp Ab Innlán gengistryggð Bandaríkjadalir 8-8,75 Ab Sterlingspund 11,75-13 Lb.Bb,- Vestur-þýsk mörk 5,25-5 Ib.Vb,- Sb Sb.Ab Danskarkrónur 7,75-8,25 Lb.lb,- ÚTLÁNSVEXTIR (%) Vb.Sp lægst Útlán óverðtryggð Almennir vixlar(forv.) 30,5-34.5 Sb Viöskiptavíxlar(forv) (1) kaupgengi Almennskuldabréf 33-37.25 Sb Vidskiptaskuldabréf (1) kaupgengi Allir . Hlaupareikningar(yfirdr.) 34,5-39 Lb Utlán verðtryggð , Skuldabréf 7,25-8,75 Lb Utlántilframleiðslu Isl. krónur 27,5-37 Úb SDR 10-10,5 Lb Bandaríkjadalir 11-11,25 Allir Sterlingspund 15,75-16 nema Úb Allir Vestur-þýsk mörk 8,25-8,5 nema Úb Úb Húsnæðislán 3,5 Lífeyrissjóðslán 5-9 Dráttarvextir 42,8 MEÐALVEXTIR Överötr. júlí 89 34,2 Verötr. júlí 89 7.9 VÍSITÖLUR Lánskjaravísitala júli 2540 stig Byggingavísitalájúlí 461,5 stig Byggingavisitala júlí 144,3stig Húsaleiguvísitala 5% hækkun 1. júlí VERÐBRÉFASJÓÐIR Gengi bréfa verðbréfasjóóa Einingabréf 1 4,015 Einingabréf 2 2,227 Einingabréf 3 2,621 Skammtímabréf 1,383 Lífeyrisbréf 2,019 Gengisbréf 1,791 Kjarabréf 3,988 Markbréf 2,116 Tekjubréf 1,724 Skyndibréf 1,211 Fjölþjóðabréf 1,268 Sjóðsbréf 1 1,928 Sjóðsbréf 2 1,544 Sjóðsbréf 3 1,362 Sjóðsbréf 4 1,135 Vaxtasjóðsbréf 1,3555 HLUTABRÉF Söluverð að lokinni jöfnun m.v. 100 nafnv.: Sjóvá-Almennar hf. 300 kr. Eimskip 360 kr. Flugleiðir 175 kr. Hampiðjan' 164 kr. Hlutabréfasjóður 128 kr. Iðnaöarbankinn 157 kr. Skagstrendingur hf. 212 kr. Útvegsbankinn hf. 135 kr. Verslunarbankinn 145 kr. Tollvörugeymslan hf. 108 kr. (1) Við kaup á viðskiptavíxlum og viðskiptaskuldabréfum, útgefnum af þriðja aðila, er miöaö við sérstakt kaup- gengi, kge. Skammstafanir: Ab = Alþýðubankinn, Bb= Búnaðarbankinn, lb=lðnaðar- bankinn, Lb = Landsbankinn, Sb = Samvinnubankinn, Úb = Útvegsbankinn, Vb = Verslunarbankinn, Sp = Sparisjóð- irnir. Nánarl upplýslngar um peningamarkað- inn birtast i DV á fimmtudögum. Helmingur af verði bíls til ríkisins - þjóðarsáttin frá 1986 er ekki glötuð Þrátt fyrir að ríkiö hækkaði nokk- uö skatta á nýja bíla um síðustu ára- mót eru öll gjöld, sem voru lækkuð í tengslum viö kjarasamninga í lok febrúar 1986, ekki horfm. Hlutur ríkisins í verði nýrra bíla hérlendis er á bilinu 40 til 60 prósent samkvæmt upplýsingum Jónasar Bjarnasonar, framkvæmdastjóra Fé- lags íslenskra bifreiðaeigenda. Skatt- amir eru mismunandi eftir þyngd og vélarstærð bíla. Því þyngri og afl- meiri sem þeir eru þeim mun meira fer til ríkisins. Skattar ríkisins á nýja fólksbíla eru 10 prósent tollur, 25 prósent sölu- skattur og sérstakt bifreiðagjald sem er frá 16 til 66 prósent eftir þyngd og afli vélar. í þjóðarsáttinni í lok febrúar 1986, og sem tengdist kjarasamningum það ár, var tollur lækkaður úr 70 prósentum í 10 prósent. Jafnframt var tekin ákvörðun um sérstakt bif- reiöagjald frá 0 til 32 prósent. Ríkisstjórnin hækkaði skatta mest á litlum og sparneytnum bilum um síðustu áramót. Skattar á bensín- hákum hækkuðu minna. Þrátt fyrir þessa skattahækkun eru öll gjöldin sem voru afnumin 1986 ekki komin aftur. Að sögn Jónasar Bjarnasonar var farin sú leið í þjóðarsáttinni 1986 að lækka gjöld hlutfallslega mest á htl- um, spameytnum og hagkvæmúm fjölskyldubílum. Hann segir enn fremur að það sem hafi gerst um síðustu áramót sé hækkun á bifreiðagjöldum úr 5 til 55 prósentum í 16 til 66 prósent. Annað standi óbreytt eins og 10 prósent toh- ur og 25 prósent söluskattur. „Við höfum mótmælt því kröftug- lega að svonefnd bifreiðagjöld af htl- um og sparneytnum bifreiðum skyldu vera hækkuð mest, eða úr 5 prósentum í 16 prósent. Þetta gerir 200 prósent hækkun á þessu gjaldi á meðan bifreiðagjald stórra og kraft- meiri bha var hækkað úr 55 í 66 pró- sent sem er hlutfallslega um 20 pró- sent hækkun á gjaldinu. Það var al- röng stefna að hækka verð á litlum og spameytnum bílum,“ segir Jónas. -JGH Viðskiptaráöuneytiö um sölu Útvegsbankans: Verðið ekki óeðlilegt Viðskiptaráðuneytið sendi frá sér greinargerð um sölu Útvegsbankans fyrir helgi vegna greina í fjölmiðlum að undanfómu um að hlutabréf rík- isins í bankanum heföu verið seld á óeðlilega lágu verði. í greinargerð- inni er salan rekin 1 meginatriðum. Fram kemur að sérfræðingar ráðu- neytisins uppreiknuðu eigið fé bank- ans úr 1.396 mhljónum króna, eins og það var við lok síðasta árs, í um 1.765 mihjónir króna og þar með hafi eignarhluti ríkissjóðs, 76,8 prósent, veriö um 1.355 milljónir þegar samn- ingaviðræður hófust. Thraunir sér- fræðinga th að meta eignarhluta rík- issjóðs eftir öðmm leiðum gáfu nið- urstöður sem ekki vom injög frá- bmgðnar þessu mati. Hlutabréf ríkisins voru síðan seld á 1.465 mhljónir að frádregnum nokkrum liöum. Metur ráðuneytið þessa hði svo að þeir geti lækkað verðiö um 350 th 450 milljónir þannig aö endanlegt söluverð verði um 1 til 1,1 mhljarður. Um mismuninn á 1.355 mihjóna króna viðmiðunarverði sérfræðing- anna og endanlegu söluverði, 1 til 1,1 mhljarði, sem em 200 til 300 mhljón- ir króna, segir orðrétt: „Þennan mun á auðvitað að meta með hhðsjón af þeim mikla og ótvíræða ávinningi sem sameining bankanna fjögurra felur í sér fyrir ríkissjóð og almenn- ing.“ Síöar segir um þennan ávinning: „Ríkissjóður hefur hingað th haft lít- inn hag af að eiga Útvegbankann og hefur reyndar á liðnum árum þurft að leggja mikið fé til að tryggja rekst- ur hans. Með sölu hlutabréfanna endurheimtir ríkissjóður verulegan hluta þess f]ár sem hann hefur lagt til bankans. Enn meiru skiptir þó fyrir almenning í landinu að tekist hefur samkomulag um sameiningu fjögurra banka á grundvelli Útvegs- banka íslands hf. Nýr og öflugur banki mun veita öðmm lánastofnun- um samkeppni og aðhald. Sú hag- ræðing sem hlýst af bankasamein- ingunni mun skila sér í lægri th- kostnaði við bankaþjónustu th allra viðskiptavina banka hér á landi. Jafnframt styrkir bankasameiningin samkeppnisstöðu íslenska banka- kerfisins á sama tíma og horfur em á vaxandi samkeppni frá erlendum fjármálastofnunum með breyttum viðskiptaháttum með fjármagn og fjármálaþjónustu i okkar heims- hluta. Samninginn um sölu hluta- bréfa ríkissjóös í Útvegsbanka' ís- lands hf. veröur að meta í heild. Það mat gefur ótvírætt hagstæða niður- stöðu fyrir alla aðila, ríkissjóð og kaupendur hlutabréfanna og ekki síst almenning." Ennfremur er bent á að gengi hlutabréfa í Útvegsbankanum á hlutabréfamarkaði hafi verið á bil- inu 1,3 til 1,4 bæði fyrir og eftir sam- komulagið um sölu hlutabréfa ríkis- sjóðs í bankanum. Bókfært eigið fé bankans um síð- ustu áramót var 1.396 mhljónir. Það sem sérfræðingamir bættu við og fengu út 1.765 milljónir fólst í óbók- færðri skattaívhnun og eignarhluta bankans í öðrum fyrirtækjum, sam- tals um 369 mihjónir króna. Þar af var skattaívilnunin metin á 160 mhlj- ónir króna. Þær 350 til 450 milljónir króna sem lækka endanlegt söluverð úr 1.465 mhljónum í 1.000 th 1.100 mhljónir eru hðir eins og afkoma bankans fyrstu sjö mánuði ársins, viöbótaraf- skriftir á útlánum bankans, mismun- ur bókfærðs mats á fasteignum og fasteignamati og afföllum af fjárfest- ingu á þessu ári í varanlegum rekstr- arfjármunum og yfirtaka ríkissjóös á lífeyrisskuldbindingum fyrrver- andibankastjórabankans. -JGH Sandkom dv Hestar Hundaeig- endur, mai-gir hverjir, eru mjögósáttirviö aðþurfeað borgaþúsundir krónafyrii að iialdahund. I'eirnifna, nalisinutil tuðnings,ann- aðdýrahald. Þeirvilja meinaaðþcim sem eiga rollur sé greitt stórfé fyrir ogfleiridæmi eigaþeirtiltæk. Hundaskatturinn á meðal annars að standa straum af kostnaði viö að hirða upp hundaskít. Þetta þykir hundamönnum heldur betur skítt. Þeir segja öðru máli gegna með hesta- menn. Hrossaeigendur, sem eru all- margir, mega víst iáta skepnur sínar skíta hvar sem er og hvenær sem er án þess að greiða krónu með gati fyr- ir. Þetta segja hundamenn vera órétt- I Ennaf óánægju ! hundamanna. ; Þeirerulílía ósatt ir uð ao kettir.semeru allmargirí borginni.taiað inígaogskíta einsogþálang- artilogþaðán jiossaðeigend- mþein-avcrði aðgreiðanokk- uðfyrir. Hundaeigendurbenda áað Reykjavíkurborg þurfi að leggjafram stórfé th aö þrífa kattahland og skít. Mikið mun vera af þeim óþverra í sandkössum á leik vöhum borgarinn- ar og til að forða því að yngstu borg- ararnir leiki sér í kattahlandinu og jafnvel leggi sér það th munns verður oft að skipta um sand. Þetta segja hundamenn að kosti rnikíð. Dómari á Þjóðviljanum ífréttíÞjóð- vhjanum,þar sem fjallað var ummálefhi hinsfrægafan- gaprests, braut biaðamaður cina helstu regluíslensks réttarfars. Blaðamaður- inn varað fiæðalesendur sína um að presturinn hefði skotið úrskurði undirréttar th Hæstaréttar. Blaðamanninum dugði ekki að láta vita aö Hæstiréttur ætti eftir að kveöa upp sinn urskurð heldur bætti blaða- maöurinn við að allt benti til þess aö presturinnmyndi tapa málinu. Það er að Hæstiréttur segði hann sekan. En eins og allir vita er sérhver sak- laus þar th sekt hans sannast og þaðmeðdómi. en lokað Sandknnb- ritarivará ferðalagiinn- anlandsísíð- ustuviku.Eitt kvöldiðvar ætluninað horðapitsu.í þeim kaupstaö þarscmdvalið varereinn matsölustaður semselurflat- bökur. I>egar klukkuna vantaði kort- ér í níu að kvöldi var beðið um raat- seðil. Það reyndist ekkert vera sjálf- sagðara. Eftir að hafa skoöað matseð- ilinn skamma stund var pitsa númer 14pöntuð. Þá fór í verra-svaraf- greiösludömunnar var á þá leið að staðnum væri lokað klukkan níu og þar sem stutt væri í lokun væri því miður ekki hægt aö afgreiða pöntun- ina. Staöurinn var sem sagt opinn en sarat lokaður. Viðskiptavininum var boðiö að skoða matseðilinn og velja það sem hann helst vildi boröa - en hann mátti hins vegar ails ekld kaupa það sem hann hafði valiö. Umsjón: Sigurjón Egilsaon

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.