Dagblaðið Vísir - DV - 10.07.1989, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 10.07.1989, Blaðsíða 40
40 MÁNUDAGUR 10. JÚLÍ 1989. LífsstíU Ljósritun: Fjórfaltverð hjá fógeta Hjá embætti borgarfógeta í Reykja- vík kostar 50 krómir að fá eitt ljósrit af stærðinni A-4. Hæsta verð á ljósrit- unarstofum er 12 krónur fyrir blaðið þannig að þarna er um rúmlega fjór- falt verð að ræða. „Það hefur aö mestu verið hætt að ljósrita síöan við fórum að taka gjald fyrir þessa þjónustu. Það sýnir að mest hefur þetta verið óþarfl og út í. loftið," sagði Jónas Gústavsson borg- arfógeti í samtah við DV. Jónas sagði aö ákvörðun um þessa verðlagningu kæmi að ofan. „Þetta er skattheimta hjá hinu op- inbera og því ekki í verkahring Verð- lagsstofnunar að skipta sér af því,“ sagði Ólafur Gunnarsson, starfsmaö- ur Verðlagsstofnunar, í samtali við DV. Að öðru leyti er verðlagning á ljósritun frjáls og ekki háð vérðlags- eftirhti. -Pá Verðlagning á Ijósritun er frjáls og ekki háð verðalgseftirliti. Innan skamms verða allar fram- hnsen h/f. Markmiðið er að bjóöa leiðsluvörur Sláturfélags Suður- upp á í einum pakka heildarlausn lapds merktar með strikamerkjum. fyrir íslenskar matvöruverslanir Undirbúningur að því að strika- og er fyrirmyndin sótt til Noregs. merid verði tekin upp í verslun Að sögn Ujalta hefur verið vand- félagsins í Austurveri er í fullum að míög til alls undirbúnings og gangi og verða þau tekin í gagnið samráð haft við matvörukaup- í haust. menn og fleiri aðila. Markmiðið er Sláturfélagið verður fyrst fram- aö geta boðið verslunum, sem leiðenda í þessari grein til þess að áhuga hafa á að taka upp strika- strikamerkja sína framleiðslu en merkingar, upp á lausn sem er að- slíkt er lykilforsenda þess aö hægt hæfö íslenskum aðstæðum. verði að innieiða strikamerid í Hver kostnaður verslunar við matvöruverslanir. innleiðslu strikamerkja verður er Að sögn Hjalta Hjaltasonar, fjár- ekki nákvæmlega áætlað en Hjalti málastjóra Sláturfélagsins, hefur sagði að miðað væri við aö flárfest- verið unnið að undirbúningi þessa ingafþessutagistæðivelundirsér frá því á síðasta ári í samvinnu við og borgaði sig upp á tveimur til Skrifstofuvélar h/f og Gísla Jo- þremurárum. -Pá Hraðakstur er orsök margra slysa. Miðum hraða alltaf við aðstæður, m.a. við ástand vega, færð og veður. Tökum aldrei áhættu! mÉumferðar Uráð Ef 95 oktan bensín væri í boði gætu mun fleiri bifreiðir notað blýlaust bensín en væru eigendur þeirra tilbúnir að borga meira? Blýlaustbensín með hærri oktantölu ekki flutt inn Hægt er að fá blýlaust bensín með hærri oktantölu en 92, eins og nú er í boði, og myndi það gera mun fleiri bíleigendum kleift að nota blýlaust bensín en nú er. Hér erotm að ræða 95 oktana Euronorm blýlaust bensín. Að sögn Magnúsar Ásgeirssonar hjá Esso eru ekki uppi neinar áætlanir um að flytja inn slíkt bensín því að það yrði óhjákvæmilega mun dýrara en það sem nú fæst. Nýjar bifreiðir sem seldar eru hér á landi í dag eru nánast allar gerðar fyrir 91-95 oktan blýlaust bensín. Ofuhnægjandi upplýsingar bifreiða- umboða eru enn þess valdandi að jafnvel bifreiðir sem geta notað 92 oktan blýlaust nota enn kraftbensín. Markaðshlutdeild blýlauss bensíns er um 40% en gæti að mati Félags íslenskra bifreiðaeigenda verið aht að 60%. Mengunarvamir Hohustuvemdar ríkisins hafa gengið frá tihögum að nýrri reglugerð þar sem gert er ráð fyrir að bifreiðir verði í framtíðinni búnar sérstökum hreinsibúnaði. Félag íslenskra bifreiðaeigenda leggur til, aö sögn Jónasar Bjama- sonar formanns, að blýlaust 95 oktan bensín verði flutt inn í stað þess sem nú er í boði. Félagið bendir á að með því að feha niður 50% verðtoh mætti gera bensín þetta fyllilega sam- keppnisfært í verði. -Pá Rætt um breytt kjötmat - hugmyndir um meiri fitu í gædaflokka Sú hugmynd hefur komið frá sauð- fjárbændum að breytt verði núgild- andi reglum um skiptingu í flokka við mat á kindakjöti. Breytingin felst í því að leyft verður að meta kjöt í hæstu gæðaflokka með 1 mm þykk- ara fitulagi en ghdandi reglur gera ráð fyrir. „Þetta hefur verið rætt,“ sagði Andrés Jóhannesson, formaður kjöt- mats ríkisins, í samtali viéTDV. Andr- és sagði að fleiri hugmyndir væm í gangi, meðal annars þær aö þyngstu skrokkamir yrðu verðlagðir lægra. „Það er hins vegar mín skoðun að haga verði framleiðslu og flokkun kindakjöts eftir markaðsaðstæðum. Markaðurinn hefur ekki viljað feitt kjöt og menn veröa að laga sig að því,“ sagði Andrés. Andrés taldi mjög brýnt verkefni að sjá til þess að sú gæða- og stærðar- flokkun, sem framkvæmd er í slátur- húsum, skhaði sér til neytenda eins og lög gera ráð fyrir. Á þessu hefur verið mikih misbrestur því stærðar- flokkum er blandað saman hjá sölu- aðhum og mismunandi gæðaflokkar seldir hver innan um annan. Verði gerðar breytingar á mats- reglum koma þær th framkvæmda í næstu sláturtíð. Það er landbúnaðar- ráðherra sem setur reglumar í sam- ráði viö kjötmatsformann, yfirdýra- lækni og framleiðsluráð landbúnað- arins og fleiri aðha. -Pá Bændur vilja fð þykkara fitulag metið í gæðaflokka en fleiri hugmyndir um breytingar koma einnig til greina. DV-mynd E.J.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.