Dagblaðið Vísir - DV - 10.07.1989, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 10.07.1989, Blaðsíða 5
MÁNUDAGUR 10. JÚLÍ 1989. 5 Fréttir Húsavík: Minkar skotnir í miðbænum Jóhannes Sigmjónsscn, DV, Húaavík: Dýrallf í bæjum landsins er ekki verulega Qölbreytt, kettir og hundar hér og hvar, hestar og húsamýs. Og sjálfsagt er enginn bær á landinu sem getur atátað af villidýrum í mið- bænum nema Húsavík. Við Búðará, sem er í hjarta bæjar- ins, hafa alltaf annað veifið verið- villiminkar sem gert hafa sér greni í árbakkanum gegnt skrúðgarðinum og þá grafið sig inn undir viðkom- andi lóðir. Á dögunum vann Ámi Logi Sigur- bjömsson, meindýraeyðir á Húsavík, minkahjón sem höfðust við í garðin- um við húsið Berg. Læðuna skaut hann þar sem hún var á sundi yfir í hólma á stíflunni en karldýrið tók hann ofar í ánni. Minkar hafa verið unnir á þessum slóðum með nokkurra ára millibih undanfarin ár. Það er friðsælt við Búðarána og ekki furða þó minkar vilji búa þarna enda nóg af andarungum. Bifreiöaskoðun íslands: Enn engin ameríska bíla Eigendur amerískra bfia geta enn ekki fengið rétt númer á bfia sína hjá Bifreiðaskoðun íslands. Númer, sem sérstaklega em gerð fyrir ameríska bfia, koma ekki fyrr en í fyrsta lagi í næsta mánuði. Þegar eigendur amerískra bfia koma til skráningar er þeim annað- hvort bent á að bíða eða að þeir fá númer sem ætluð em fyrir vélhjól að aftan og venjuleg númer að fram- an. Margir bfieigendur hafa óskað eftir vélhjólanúmerum að framan þar sem ekki er hægt að koma venjulegu númerunum fyrir nema að beygja þau. Því hefur verið hafnað. Ástæðan er sú að ætlunin er að innkalla öll númer sem gefin hafa verið út á ameríska bíla þegar sérstök amerísk númer koma. Starfsmenn bifreiða- skoðunarinnar telja að þeir sem hafi fengið htil bifhjólanúmer að framan munisíðurskilaþeiminn. -gse Fiskeldi og hafbeit: Afurðalán of dýr - ósk um nýtt kerfi Almennur félagsfundur Lands- sambands fiskeldis- og hafbeitar- stöðva, sem haldinn var 30. júní, samþykkti að beina þeim tfimælum til landbúnaðarráðherra að komið verði á nýju afurðalánakerfi í líkingu við það sem gerist í samkeppnis- löndunum. í fréttatilkynningu frá sambandinu kemur fram að sumir framleiðendur fái engin afurðalán og sumir fái ekki lán nema með við- bótarveðum. Þau lán verði of dýr með ábyrgðum og tryggingum, kostnaður verði yfir 30% ofan á doh- ar. Einnig fer sambandið fram á að endurgreiðslu söluskatts af rekstri fyrir 1988 verði hraðað og lántöku- skattur verði endurgreiddur nú þeg- ar. -JJ Kindum mikið beitt á tún Regína Thorarensen, DV, Selfossi: Friðmey Guðmundsdóttir, Bílds- felh í Grafningshreppi í Ámessýslu, sagði mér að sláttur hefði byrjað þar 29. júní og er það heldur með seinna móti á þeim bæ. Kindum var mikið beitt á túnin í vor en sláttur hófst þar sem þeim var ekki beitt. Á góðum sumrum er heyskap lokiö þar um 20. júh að sögn hinnar glæsilegu konu í Bfidsfelh. Opin leið á Bandaríkjamarkað Hefur þú hug á að koma vörum þínum á Bandaríkjamarkað? Ótal spurningar vakna í því sambandi sem þörf er á að fá svör við. Veistu hver staða vöru á borð við þína er á AMERICAN EXPRESS B A N K Bandaríkjamarkaði? Ertu vel að þér um lög og reglugerðir sem varða innflutning til Bandaríkjanna? Sérðu í hendi þér hve mikið kynningarstarf þyrfti að fara fram áður en þú getur boðið þíná vöru á Bandaríkjamarkaði? Og hvað með dreifingu? Að afla grunnupplýsinga á borð við þessar er ekki aðeins tímafrekt heldur óhemju kostnaðarsamt. International Trade Consulting Group (ITC) er deild innan American Express Bank í New York sem hefur sér- hæfí sig á sviði upplýsinga öflunar og ráðgjafar fýrir meðal- stór og smærri fyrirtæki sem ekki hafa bolmagn til að leggja út í dýrar markaðs- rannsóknir eða afla annarra nauðsynlegra upplýsinga. í gegnum Landsbankann er hægt að gerast áskrif- andi að fjölbreyttu safni nýjustu upplýsinga sem varða innflutning til Bandaríkjanna, sérhæfðra fyrir þitt fyrirtæki, jafnt sem almennra. Auk upplýsinga sem berast reglulega skipu- leggur ITC stutt námskeið og hefur milligöngu um viðskipta- fundi með hugsanlegum innflutningsfyrirtækjum í Bandaríkjun- um, svo dæmi sé nefnt. Allar nánari upplýsingar um þjónustu ITC fást á Markaðssviði Landsbankans og bæklinga er auk þess hægt að fá á öllum af- greiðslustöðum bankans. L Landsbanki íslands Banki allra landsmanna

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.