Dagblaðið Vísir - DV - 10.07.1989, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 10.07.1989, Blaðsíða 18
18 MÁNUDAGUR 10. JÚLÍ 1989. Fréttir Kom ekki annað til greina en að byggja upp aftur - segir Eövarð Ingvarsson á Skagaströnd Stálgrindarhúsið í byggingu. DV-mynd Þórhallur Þórhallur Ásmundssom, DV, NorðurL vestra; Þeir Eövarð Ingvarsson og Ljubo- drag Markovic á Skagaströnd eru ekki gefnir fyrir að leggja árar í bát. Eins og menn muna var stórbruni hjá Marki hf. í vor, það hreinlega brann allt til kaldra kola, en þeir fé- lagar eru byrjaðir að byggja upp aft- ur pg trúlega verður húsnæðið, tæp- lega 500 fermetra stálgrindarhús frá Garðahéöni, fokhelt í þessari viku. Byggingaframkvæmdir hófust fyrir tveim vikum. Þetta er í annað skiptið sem þeir félagar byggja upp. Það gerðu þeir einnig eftir mikinn bruna á árinu 1986. Nýja húsið stendur á grunni þess sem brann, við Vallarbraut 2. Þegar blaðamaður var á ferð á Skagaströnd í síðustu viku var sex manna flokkur að ganga frá þakinu og var járn- klæðning þess langt komin. í skúr- byggingu þar við hliðina var Eðvarð Ingvarsson aö vinnu. Þegar okkur bar að garði var hann að vinna gólf- ristar úr plasti; þannig smíða þeir hjá Marki ýmislegt fleira en báta úr plastinu. „Það var annaðhvort að byggja upp aftur eða hætta þessu,“ sagði Eðvarð í fyrstu og hélt svo áfram: „Ljubo- drag var erlendis þegar þetta gerðist. Þegar hann kom heim tókum við okkur smátíma til að meta stöðuna. Eftir að hafa velt þessu vandlega fyr- ir okkur kom eiginlega ekki annað til greina en byggja upp aftur. Ég hef engar áhyggjur af verkefna- skorti. Við eigum enn rétt á bátnum sem við vorum langt komnir með að smíða og brann inni. Þá virðist brun- inn hafa farið framhjá sumum því fólk hefur verið aö hringja og biðja um hitt og þetta.“ - Hafið þið haldið ykkar mannskap þrátt fyrir áföllin? „Já, við erum með flmm manns í vinnu fyrir utan okkur Ljubo. Þeir hafa aö mestu verið að hreinsa og laga til á grunninum eftir brunann. Fjórir af þeim eru Júgóslavar sem hafa verið hjá okkur um tíma, þar af einn í rúmt ár. Okkur líkar mjög vel við þessa menn og viljum halda þeim. Það er m.a. ein ástæðan fyrir því að það var ekki eftir neinu aö bíða með uppbygginguna," sagði Eð- varð Ingvarsson. Húsavlk: Sauðárkrókur: Helmingur mætti í björgunarskólann Jóharmes Siguijónsson, DV, Húsavík: Um 20 sjómenn á Húsavík stund- uðu nám í Björgunarskóla sjómanna um borð í Sæbjörgu sem lá við bryggju á Húsavík í viku. Þátttaka var óvenjuléleg og hefur hvergi veriö jafndræm á landinu og töluöu þátt- takendur um að þetta væri húsvísk- um útgerðar- og sjómönnum til skammar. 39 manns höfðu skráð sig á nám- skeiðið en aðeins um helmingur mætti og ef einn af stærri bátunum hefði ekki þurft að fara óvænt í slipp hefði námskeiðinu líkast til verið af- lýst. En þeir sjómenn, sem stunduðu námskeiðiö, gerðu þaö með sóma og fóru í gegnum ítarlegt og stundum erfitt slysavama- og björgunarpró- gramm, m.a. reykköfun um borð, björgun úr sjó með þyrlu o.fl. o.fl. Þyrla Landhelgisgæslunnar sveimar yfir Sæbjörgu í Húsavíkurhöfn. Afrakstur sumar- W| WMtMWj ll ■■ vinnu ungnnga ryr ÞórhaBur Asmundsaon, D V, Sauöárkróki; „Þetta er versta ástand í atvinnu- málum unglinga sem ég man eftir Unglingar undir 16 ára aldri hafa aðeins fengiö vinnu þar hálfan dag- inn og þó vinna aukist í frystihús- unum nú um miöjan mánuöinn er ner. rimm nemar naia ekki fengio ijubL au íuitiA.ötu.L sumcuvmnu vinnu, þar af tveir framhaldsskóla- nemar,“ sagði Matthías Viktorsson þjá atvinnumiölun Sauðárkróks. Minni vinna í frystihúsunum en undanfarin ár vegur þar þyngst. unglinga verður rýr. Fjárveiting að upphæö 750 þús- und krónur fékkst hjá félagsmála- ráöuneytinu vegna atvinnu ungl- inga 16 ára og eldri og verður hún notuð við frágang á lóð heimavistar fjölbrautaskólans. Þær fram- kvæmdir eru að heQast og fá þeir skólanemar þar vinnu sem at- vinnulausir voru fyrir. Á Hvammstanga hafa allir skóla- nemar vinnu, allt niður í 14 ára krakka, og á Skagaströnd og Blönduósi er einnig næg vinna fyr- ir unglinga. Húsavlk: Undirskriftum safnað vegna áfengisútsölu Jóhannes Siguijónsson, DV, Húsavik; Á dögunum var felld tillaga í bæj- arstjóm Húsavíkur þess efnis að kos- iö yrði um áfengisútsölu á Húsavík. í kjölfar þess hafa áhugamenn í bæn- um farið af stað með undirskrifta- lista þar sem skorað er á bæjarstjóm aö láta kjósa um áfengisútsölu eigi síðar en 31. desember 1989. Ef þriðjungur bæjarbúa skrifar undir þessa áskorun er bæjaryfir- völdum skylt að láta fara fram kosn- ingu á kjörtímabilinu. Aö sögn að- standenda undirskriftasöfnunarinn- ar hafa undirtektir verið góðar og fjölmargir skrifað undir, þó ekki sé búið að taka þann fjölda saman, enda söfnunin enn í gangi. Selfoss: Fólk heillað á listasýningu Regína Thorarenaen, dv, ir seldust. Grétar vinnur hjá Þjóð- listamenn í sínum verkum. --------------—|----- leikhúsinu og var fólk heillað af Þökk sé Grétari fyrir komuna og Grétar Þ. Hjaltason sýndi 23 vatns- verkum hins unga listamanns sem sýninguna sem fólki hér þótti vænt litamyndir í Sjálfstæðishúsinu hér á er fæddur og uppalinn á Selfossi. um og skildi myndir hans vel. Engin Selfossi nýlega. A annað hundrað Mér finnst einkenna innfædda Sel- klessuverksemfólkþarfað verameð manns sóttu sýmnguna og níu mynd- fyssinga listræn tilþrif. Fjölhæfir einhveriar draumaráðningar um.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.