Dagblaðið Vísir - DV - 10.07.1989, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 10.07.1989, Blaðsíða 28
28 MÁNUÐAGUR 10. JÚLl 1989. íþróttir „PolIamót“ 30 ára og eldri í knattspymu á Akureyri: • Lið Skagamanna sem sigraði í mótinu eftir harða keppni við KR. Á myndinni má sjá marga fræga leikmenn eins og Þröst Stefánsson, Kristinn Björnsson, Jón Gunnlaugsson, Guðjón Þórðarson, Einar Guðleifsson, Davíð Kristjánsson og Jóhannes Guðjónsson. Allt eru þetta leikmenn sem gerðu garðinn frægan á árum áður með liði Skagamanna. Hörkutilþrif þrátt fyrir fleiri kíló og færri hár Knattspyrnu- menn frá 14 fé- lögum víös vegar af landinu komu saman á Akureyri á dögunum og kepptu í „Pollamóti“ Þórs og Sjallans. Þama vom þó ekki á ferðinni neinir pollar í þeirri merkingu sem venjulega er lögð í það orð heldur knatt- spymumenn sem náð hafa 30 ára aldri. Margir gamlir andstæðingar hittust í mótinu eftir að hafa ekki sést í nokkur árog var slegið á létta strengi og óspart gert grín að auknum flölda kílóa, sem sumir bám framan á sér, eða færri hárum á höföi manna en áður vora þar. Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyii; Þrátt fyrir aö keppni fylgi ávallt slíkum mótum var léttleikinn í fyr- irrúmi enda var þaö ekki síst til- gangurinn með mótinu að menn hittust, rifjuðu upp gamla góða daga og tækju lífið hæfilega alvar- lega. Það voru Skagamenn sem hömp- uðu glæsilegum bikar í lokahófi mótsins fyrir fyrsta sætið. í liði • Mývetningamir í liði BW vöktu veröskuldaða athygli og var liðið kjörið „persónuleiki mótsins". Fyrir þá sem ekki vita stendur BW fyrir „Bjartar vonir vakna“ og er það með frumlegustu nöfnum á félagsliðum sem sést hafa. verðlaun til mótsins. Eflaust hafa margir þeirra sem voru í hófinu ekki komið í Sjallann í mörg ár, a.m.k. Ijómuðu flestir af ánægju þar. Heimatilbúin skemmtiatriði voru í hófinu, ræður fluttar og sungið og dansað af krafti þótt margir fætur væru bólgnir af þreytu eftir leiki mótsins. Ákveðið er að mót þetta verði árlegur viðburður og búast Þórsar- ar við mikilli og aukinni aðsókn strax næsta ár enda var það sam- dóma álit manna að vel hefði til tekist að þessu sinni. • Bjarnl Hafþór Helgason var markahæsti maður mótsins. Hann var einnig kjörinn besti sóknarmaðurinn og fór svo á kostum í lokahófinu þar sem hann flutti m.a. lög eftir sjálfan sig. þeirra voru margir þekktir kappar, eins og t.d. Jón Gunnlaugsson, Jó- hanhes Guðjónsson, Guðjón Þórð- arson, Þröstur Stefánsson og Davíð Kristjánsson. KR-ingar, sem urðu í 2. sæti, voru með sjálfan formann KSÍ í fararbroddi og var hann um leið elsti maður mótsins, Ellert B. Schram. Ekki var nein eúimörk að sjá á honum þrátt fyrir að hann verði 50 ára á mótinu næsta ár og var hann kjörinn besti vamarmað- ur mótsins. Þau verðlaun voru eins og öll önnur afhent í heljarmiklu loka- hófi í Sjallanum en Sjallinn gaf öll

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.