Dagblaðið Vísir - DV - 10.07.1989, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 10.07.1989, Blaðsíða 7
.t'ílOJ llut (ij qif;)/ ([ jtl kW MÁNUDAGUR 10. JÚLÍ 1989. 7 Fréttir Amaldur Bjamason, bæjarstjóri 1 Vestmannaeyjum: Hljótum að vera vinsælir hjá málurum og múrurum - umhverfismálin æ stærri liður 1 verkefnum bæjarins Arnaldur Bjarnason, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum. DV-mynd BG „Við hljótum að vera vinsælir hjá málufum, múrurum og öðrum iðn- aðarmönmnn. Þetta er þriðja árið í röð sem hér er sérstakt átak í um- hverfismálum. 1987 var hér átak vegna komu Svíakonungs. í fyrra var átak í gangi í samvinnu við blaðið Fréttir og í ár vegna sjötíu ára af- mælis bæjarins. íbúarnir hafa tekið mikinn þátt í þessu með okkur og mér virðist sem ekkert lát æth að verða þar á,“ sagði Amaldur Bjama- son, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum. - Mörg sveitarfélög hafa átt í fjár- hagserfiðleikum. Hvemig er staða bæjarsjóðs Vestmannaeyja? „Það væri æskilegt að skulda minna og geta framkvæmt meira. Heildarskuldir bæjarins em 975 milljónir. Þar af em skuldir vegna Fjarhitunar 502 milljónir og skuldir bæjarsjóðs em 346 miiljónir. Fjár- mögnimarkostnaðm- og gengismun- ur skekkja dæmið hjá okkur - sem og öðrum. Fjarhitunin hefur þurft á opinberri hjálp að halda. Hún hefur reynst okkur nokkuð dýr. Sveitarfélögin í landinu skulda of mikið. Rekstur þeirra hefur aukist, bæði með lagaboðum og öðm. Um- hverfismálin, sem em alltaf að verða stærri og stærri hður, útheimta mik- ið fé. Eins eru vaxandi kröfur gerðar í skólamálum. Við emm í kapphlaupi við höfuðborgarsvæðið. Við verðum að halda í íbúana og gera aht til að veita sambærilega þjónustu og þar er gert. Það er ósanngjamt að stíha saman 5 þúsund manna byggðarlagi og 95 þúsund manna byggðarlagi - sem auk þess nýtur nálægðar við önnur fjölmenn sveitarfélög. Þar er hægt að samnýta þjónustu sem ekki er hægt að gera hér.“ Vantar 500 íbúa eftir gosiö íbúar Vestmannaeyja em nú 4.737 og hefur þeim fjölgað síðustu ár. Enn vantar 500 manns til að íbúarnir verði jafnmargir og fyrir gos. í jan- úar 1973 bjuggu rúmlega 5.200 manns í Eyjum. „Með aukinni tækni hafa verðmæt- in aukist. Það þarf ekki jafnmargt fólk nú og áður th að skapa sömu verðmæti og áður var.“ - Ferðamenn setja mikinn svip á Vestmannaeyjar. Er ferðaþjónusta að verða öflug atvinnugrein í Vest- mannaeyjum? „Flestir ferðamenn, sem hingað koma, dvelja aðeins dagstund og skhja því htíð eftir. Við erum mjög vel búnir th að taka á móti ferða- mönnum. A hótelum og gistihúsum er pláss fyrir á fjórða hundrað gesta og hér er úrval góðra veitingastaða. Þá höfum við golfvöh og góða íþrótta- aðstöðu. Þá er boðið upp á báts- og rútuferðir. Og ekki má gleyma nátt- úrunni en náttúrufegurð í Vest- mannaeyjum er mjög mikh. Sam- göngur viö Vestmannaeyjar hafa batnað mikið. Nýr Heijóífur kom 1976 og flug hingað hefur aukist eftir að önnur flugbraut var tékin í notk- un. Hingað er hægt að fljúga oftar en áður. Eins tel ég að aukinn ferða- mannastraumur hingað haldist í hendur við fjölgun ferðamanna th landsins.“ - Jókst ferðamannastraumur ekki eftir gosið? „Þaö má vel vera. Vestmannaeyjar hafa ákveðna ímynd. Eyjamar þykja sérstakur og fahegur staður. Þetta tel ég að vegi þungt.“ Verklegar framkvæmdir „Hér er mikið um verklegar fram- kvæmdir á vegum bæjarfélagsins. Það em byggingaframkvæmdir við báða grunnskólana og við erum að hefja framkvæmdir við framhalds- skólann. Innan tíðar hefiast fram- kvæmdir við tólf kaupleiguíbúðir. Þá stendur th að hefia framkvæmdir við þjónustukjama við ehiheimhið og byggingu 12 íbúða fyrir aldraða. Gatnagerð er svipuð frá ári th árs. Það hggur fyrir að skipta þarf um jarðveg í mörgum eldri götum og með aukinni umferð þarf meira viðhald,“ sagðiAmaldurBjamason. -sme „ Myndarlegt ” samband segir meira cn búsund orð Það er hœgt að spara mörg orðin, allt að þúsund samkvœmt máltœkinu, með því að notaPóstfax myndsendiþjónustu Pósts og síma. Sjón er jú sögu ríkari. Með myndsendiþjónustunni er hœgt að senda allt sem á annað horð tollir á blaði: Myndir, samninga, bréf skjöl og skýrslur, teikningar, vottorð o.fl., o.fl. Áflestum póst- og símstöðvum geturðu fengið Póstfax myndsendiþjónustu. Þú kemur með frumritið og einni mínútu síðar birtist skýr og nákvœm eftirmynd af því á áfangastað innanlands eða erlendis. Fyrir þá sem vilja eignast sín eigin myndsenditceki selur Póstur og sími ódýr og vönduð tceki. Notaðu myndsendiþjónustu Pósts og síma. Með henni sparast ótrúlegur tími og hlutirnir ganga betur fyrir sig. PÓSTUR OG SÍMI Við spörum þér sporin O o

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.