Dagblaðið Vísir - DV - 10.07.1989, Blaðsíða 4
4
MÁNUDAGUR 10. JÚLÍ 1989.
Fréttir
Greiða- og leigubíl
stjórar í illdeilum
Um klukkan fimm á sunnudags-
morgun laust saman leigubOstjór-
um, lögreglunni og greiðabQstjóra
við Umferðarmiðstöðina í Reykjavík.
„Það fréttist af greiðabflstjóra sem
var með fimm farþega í bfl sínum og
mælinn í gangi. Ekki nóg með að
hann væri aö aka farþegum gegn
gjaldi heldur var hann með tveimur
farþegum fleira í bflnum en hann
hafði leyfi tfl,“ sagði leigubflstjóri í
samtali við DV.
Tveir leigubílar frá Hreyfli króuðu
greiðabflinn af við Umferðarmið-
stöðina svo hann komst hvorki aftur
á bak né áfram. Síðan kölluðu leigu-
bílstjóramir á lögregluna en hún
kvaðst ekki hafa tíma til að sinna
málum sem þessum og kallaði á
dráttarbfl tfl að færa leigubifreiðam-
ar af staðnum. Meðan á þessu mála-
vafstri stóð dreif að fleiri leigubif-
reiðar.
Ekki líkaði leigubflstjóram þessi
málalok og króuðu þeir af dráttarbíl-
inn svo hann sat fastur líkt og greiða-
bíllinn.
Þá var kallað á lögregluvarðstjóra
og hann lét færa farþega greiðabif-
reiðarinnar og bílstjóra hennar á lög-
reglustöðina við Hverfisgötu þar sem
skýrslur vora teknar.
„Samkvæmt reglugerð, sem tók
gfldi þann 1. júlí síðastiiðinn, er
kveðið svo á að greiða- eða sendibílar
megi ekki aka farþegum gegn gjaldi
nema viðkomandi sé að fylgja hlut á
milli staða. Leigubifreiðar era hins
vegar eingöngu ætiaðar tfl farþega-
flutninga en mega aka skjölum eða
bréfum á mflli staða,“ sagöi sami
leigubflstjóri í samtali við DV.
-J.Mar
Trúnaöarmaöur starfsmanna:
Fékk ekki að siQa
aðalfund ísal
- boðið var afturkallað
„Dr. Roth bauð mér að sitja aðal-
fund ísal þann 30. júní síðastliðinn.
En það var áður en kannað hafði
verið hvort stjómarmeðlimir hjá ísal
væra því samþykkir - reyndar er
forstjórinn ekki stjómarmeðlimur
og því greindi forstjórinn frá. Síðan
var boðiö afturkallað og við höfum
heimfldir fyrir því að íslenskir full-
trúar í stjóminni hafi verið mótfalln-
ir setu fulltrúa starfsmanna á fund-
inum. Erlendis era reglur um að nái
fyrirtæki ákeðinni stærð fái fulltrúar
frá starfsmönnum að sitja aðalfundi.
Þess vegna held ég að dr. Roth hafl
fundist boðiö mjög eðlilegt," sagði
Gylfi Ingvarsson, aðaltrúnaðarmað-
ur hjá ísal, í samtali við DV í gær.
„Ég veit að Ragnar Halldórsson,
fyrrverandi forstjóri, var hlynntur
boðinu. En við leyfum okkur hins
vegar að draga þá ádyktun að íslensk-
ir fulltrúar hafi verið mótfallnir setu
minni á fundinum. Við höfðurn ekki
lagt fram neina beiðni um að sitja
fundinn og munum ekki gera það.
Mér og varatrúnaðarmanni var síð-
an greint frá því sem fram fór á fund-
inum. Samt er fróðlegt að vita af-
stöðu ýmissa stjómarmanna tfl
starfsmanna. -ÓTT
Þetta glæsilega skip var þjóðargjöf Dana til krúnunnar á sínum tíma.
DV-mynd S
Konungleg heimsókn
Dannebrog í Reykjavíkurhöf n
Dannebrog, skip dönsku krúnunn-
ar lagði upp að Faxagarði í Reykja-
víkurhöfn í gærmorgun. Skipiö er
að koma frá Grænlandi þar sem
Margrét Danadrotting hefur verið í
heimsókn síðastliðnar þijár vikur í
tflefni 10 ára afmælis heimastjómar
Grænlendinga. Drottningin bjó í
skipinu á meðan á dvölinni stóð og
sigldi hún á milli hinna ýmsu staða
á Grænlandi.
Skipið er um 60 ára gamalt en það
var þjóðargjöf Dana tfl krúnunnar í
tíð Kristjáns tíunda. Sextíu manna
áhöfn er um borð. Skipið stoppaði
hér við land tfl að taka vistir og elds-
neyti. Það heldur héðan á miðviku-
dag. -gh
Minnisvarðinn í Selnesi.
DV-mynd Sigursteinn
Breiðdalsvík:
Minnis-
varði um
Selnes-
hjónin
Sigursteirin Melsted, DV, Breiðdal svflc
Minnisvarði var reistur á Selsnesi
á Breiðdalsvík í síðustu viku um þá
sem fyrstir tóku sér fasta búsetu á
Breiðdalsvík. Það var 1903 að hjónin
Sigríður Ámadóttir og Erlingur Eyj-
ólfsson, Helga Sigurðardóttir og
Guðni Árnason ásamt systkinum
Guðna, þeim Jóni, Áma og Þóra,
reistu.sér bú að Selsnesi.
Guðni var síðar fyrsti símstöðvar-
stjóri staðarins. Við því starfi tók
seinna Gísli, sonur Guðna og Helgu,
og kona hans, Ingibjörg. Þau tóku
við búi á Selsnesi ásamt Oddnýju,
dóttur Erlings, og Þorgrími, manni
hennar.
Tfl gamans má geta þess aö núver-
andi símstöðvarstjóri er Kristin E.
Hauksdóttir, sonardóttir Gísla.
í dag mælir Dagfari
Beðið eftir kóngi
Þá er Jóhann Karl Spánarkon-
ungur kominn og farinn. Hann var
aufúsugestur og hefur vonandi haft
ánægju af ferð sinni tfl íslands.
Hann sótti margar veislur, hitti
ógrynni af fólki, skoðaði þorskana
í Vestmannaeyjum og þorskana í
landi og virtist huggulegur og aöl-
aðandi maður. Ekki var heldur að
sjá nein þreytumerki á Jóhanni
Karli þegar haim kvaddi og þó hefði
maður haldið að það væri þreyt-
andi að hitta allt þetta fólk og skoða
alla þessa þorska og vera á sífelld-
um þeytingi milli veislna. Jóhann
Karl er sennflega vanur maður og
í góðri þjálfun.
En meðan enginn bflbugur var á
Jóhanni Karh var annað upp á ten-
ingnum hjá gestgjöfunum. Þaö er
að segja ráðherrunum okkar, sem
að vísu vora ekki formlegir gest-
gjafar, heldur fastagestir í veislun-
um og móttökunum eins og vera
ber. Ráöherrar era ekki sælir af
þessu hlutverki fyrir utan öll önn-
ur skyldustörf sem þeir þurfa að
sinna. Fimdur hér og loðdýr þar.
Steingrímur þarf að stjóma
landinu og Jón Baldvin þarf að
stjóma heiminum. Ólafur Ragnar
þarf að stýra lögregluaðgerðum og
Steingrímur Sigfusson þarf að
bjarga loðdýrunum og þrotabúun-
um út um allt land. Jón Sigurðsson
þarf að útskýra það að hann hafi
ekki gefið Útvegsbankann og sjálf-
sagt era hinir ráðherramir líka
afar uppteknir við að bjarga því
sem bjargað verður áður en allt fer
á hausinn.
Halldór Ásgrímsson þurfti tfl
dæmis að fara upp á Vatnajökul tfl
að gefa þýska sjávarútvegsráð-
herranum að borða og menn verða
auðvitað afar þreyttir af öllum
þessum reddingum og matarveisl-
um hér og hvar um öræfin. Þá
skilja menn líka vel þótt svefnhöfgi
komi yflr Steingrím og Jón Baldvin
þegar þeir loks staðnæmast í biðröð
úti á flugvelli og bíða eftir konung-
inum. Þeir era ekki vanir að standa
kyrrir í tíu mínútur og Steingrímur
hefur sjálfsagt verið aö koma beint
úr laxveiðinni og Jón Baldvin beint
frá EFTA og svo lætur kóngurinn
bíða eftir sér. Það er von að men-
imir geispi og geispi í takt. Segið
svo að ekki sé samstaða í ríkis-
stjóminni um neitt!
Myndin sem birtist á forsíðu DV
á fimmtudaginn og birt er aftur
með þessum pistii er öflugásta
vopn stjómarinnar og ráðherranna
gegn þeim áróðri að ekkert sé aö
gerast í ríkissljóminni og engin
samstaða sé um aögerðir. Hvar í
veröldinni era menn svo samstiga
að þeir geispi í kór? í vísunni segir:
Hlær nú og flissar hver heimsk-
ingja sál/ ef ein kýrin pissar er
annarri mál.
Nú er að vísu ekki upplýst hvor
þeirra geispaöi á undan, Steingrím-
ur eða Jón, þannig að það er ekki
vitaö hvorum hafi orðið mál við aö
sjá hinn geispa. En ef myndin er
skoðuö vel, sést að Steingrímur er
kominn lengra með sitt geisp og þar
að auki geispar hann betur ef mið-
að er við munnvídd. Enda sér mað-
ur það á forsætisráðherrafrúnni að
hún lítur með nokkurri vanþóknun
á Jón Baldvin, að svo miklu leyti
sem hún heldur sér vakandi.
Sennilega verið í laxveiði með
manni sínum.
Þama vora fleiri ráðherrar sam-
ankomnir enda dugar ekki minna
en heil ríkisstjóm þegar beðið er
eftir kóngi. Hins vegar hefur Ijós-
myndarinn því miður ekki náð aö
festa þaö á fflmu hvort hinir ráð-
herramir hafi náð því að geispa í
takt við þá sem sjást á myndinni,
en það gerir ekki svo mikið tfl, því
Steingrímur og Jón Baldvin era
aðalmennimir og ef þeir era sam-
einaðir og samstiga í vöku og svefni
er ríkisstjóminni borgið á meðan.
Lesendur mega ekki gleyma því
aö þessi mynd er tekin við upphaf
konungsheimsóknarinnar. Hvem-
ig skyldi ráðherrunum hafa liðið
eftir að henni lauk? Skyldu þeir
hafa náð því að leggja sig? Eða er
þetta kannski alls ekkert þreytu-
merki, heldur bara ný aðferð tfl að
afla sér vinsælda? Hver veit nema
að ráðherrarnir séu búnir að ráða
sér auglýsinga- og áróöursmeistara
tfl að hressa upp á ímynd ríkis-
stjórnarinnar og með því að geispa
í takt, vilji ráðherramir koma þeim
skilaboðum tfl þjóðarinnar aö þeir
séu mannlegir og geispi eins og
annaö fólk. Það er ekki eintómur
dans á rósum að bíða eftir konung-
um eða stjórna heiminum og þurfa
að vakna á morgnana og standa úti
í rigningunni.
Þetta verða þeir að skflja sem
ekki era ráðherrar.
Dagfari