Dagblaðið Vísir - DV - 10.07.1989, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 10.07.1989, Blaðsíða 30
30 .liðt Ijií'i -.ot írJóf^U’^v/ MÁNÚDÁGUR Uo. JÚLÍ 1989. Iþróttir Marseilles hefur Enski landsliðsmað- urinn ChrLs Waddle, ♦ I hefur verið seldur frá Tottenham fyrir hvorki minna né meira en 4,25 milljónir punda (400 miiljónir isl. kr.). Það eru frönsku meist- aramir Marseilles sem borga þetta ævintýraiega verð fýrir Waddle, sem hefur veriö einn besti leikraaður Tottenham og enska landsliðsins að undan- fbrnu. Terry Venebles, fram- kvæmdastjóri Tottenham, sagði aö þetta væri ómótstæði- legt tilboð sem ekki væri hægt að hafna. Samningamir verða undirritaðir í næstu viku og fær þá Waddle rúmlega tvær milijónir punda í eígin vasa auk bónusgreiðslna. Þetta er hæsta kaupverð sem greitt hef- ur verið fyrir enskan leikmann og er rúmlega einni milijón hærra en verðið sem Juventus borgaði Liverpool fyrir Ian Rush. Tootenham keypti fyrir stuttu Gary Lineker frá Barcel- ona fyrir háa upphæð þannig að nú ættu forráðamenn Tott- enham að vera búnir að rétta bankareikninginn við. Ma mö bikarmeistari _» Malmö FF varð sænskur bikarmeist- ari fyrir helgina þeg- ar liðið sigraði Djurg- ardaen í úrslitaleik, 3-0. öll mörkin voru gerð í síðari hálf- leik. Meier tll Turklands Vestur-þýski landsliðsmaðurinn Norbert Meier hefur fengið gott tílboð frá tyrkneska liðinu Be- siktas. Meier á að fá 7,2 milljónir ísl. kr. í árslaun hefur hann geng- ur til Mðs viö félagið. Meier leikur með Werder Breraen í Bundeslig- unni ogmjög óvíst er hvort Brem- en sé tilbúið að láta hann fara. Svo virðist sem Tyrkir séu m)ög hriöiir að fá Þjóöveija til Tyrk- lands því eins og kunnugt er hef- ur Sigi Held ákveðið að taka viö Galtasaray frá Istanbúl og ftTir eru margir vestur-þýskir þjálfar- ar hjá tyrknesku liðunura. Demoltil Porto Belgíski landsiiðs- maðminn Stephane Demol hefur veriö seldur frá Bologna tii Porto í Portúgal. Þá hefur Belg- ínn Alexander Czeriatynski ákveöið aö yfirgefa Standard Liege og mun leika með Ant- werpen. Clive Allen fer frá Bordeaux Clive Allen, marka- skorarinn mikli sem lék með Tottenham, hefur ákveðið að halda aftur heim til Englands. AJlen hefúr undanfarið leikið meö franska liðinu Bordeaux en hann hefur veriö keyptur til Manchester City. Kaupverðiö mun vera ein milljón punda. Manchester City mun leika í ensku L deildinni á næsta eflir ára veru í 2. deild og mun Allen án efa styrkja lið City mikiö. Uruguay vann Chlle Suður-Ameríku- 3-0. Sosa, Alzamendi og Fran- cescoli skoruðu mörk Uruguay í leiknum. Þá geröu Ekvador í sömu keppnl Argentína stendur best aö vlgl í keppninni og á lelk inni á hln liðin. Golfstúfar Fyrrum lciknisður þjálfa lið Islands - ekki á döfínni að ráða þjálfara, segir Ellert B. Schram Eftír því sem áreiðanlegar heim- ildir DV herma hefur Júgóslavinn Ivan Golac mikinn áhuga á aö taka að sér þjálfun á landsliði íslands í knattspymu. Er hann ekki sá eini sem hefur hug á því starfí þessa dagana því að íslenska liðið hefur vakið mikia athygli í Evrópu fyrir frábæra framgöngu sína í forkeppni heims- meistaramótsins. Liöiö hefur aö vísu ekki unniö sigur enn sem komiö er í yfirstand- andi forkeppni en gert jafntefli viö tvær rótgrónar knattspymuþjóðir og viö Tyrki að auki á útivelli. Gotac er kunnur þjálfari Ivan Golac hefur að sögn heimild- armanns blaðsins þjálfarapróf frá Englandi en þar lék hann knatt- spymu í nokkur ár. Var hann ein skærasta stjaman i sterku liði Southampton fyrir fá- einum misserum en hann spilaöi einnig meö Bournemouth og Uði Portsmouth. Golac hóf feril sinn hjá Partizan frá Belgrad í Júgóslavíu. Þar hefur hann starfað siöasta kastiö. Samkvæmt upplýsingum sem DV aflaði sér hjá heimildarmanni þjálfáði Golac hiö þekkta Partizan- liö á nýliðnu tímabili og gerði þaö aö bikarmeisturum í Júgóslavíu. „Það er ekki á dagskrá aö ráða einn eða neimi í starf landsliðs- þjálfara,“ sagöi Ellert B. Schram, formaður KSÍ, viö DV 1 gær. f „Það verður bara athugað í tímans rás hver verður ráðinn og þaö verða án efa margir sem koma til greina þegar kemur til þess að maöur veröi ráöinn. íslenska liðið hefnr vakið á sér það mikla at- hygli," sagði Eilert. : „Þaö er hins vegar jákvætt að þessi maður skuli sýna áhuga á starfmu," sagði EUert. -JÖG/JKS Landarnir og nágrannarnir Steffi Graf og Boris Becker unnu sæta sigra á Wimlbedon-mótinu um helgina. Símamynd Reuter Steffi Graf og Boris Becker unnu á Wimbledon: Grannasigur á Wimbledon - tvöfaldur v-þýskur sigur í mesta tennismóti heims Það var tvöfaldur sigur Vestur-Þjóðverja á mesta tennismóti heimsins, Wimbledon. StefEi Graf, tennisdrottningin ósigrandi, varð hlutskörpust í kvennaflokki eftir rimmu við Martínu Navratilovu frá Banda- ríkjunum. Fóru leikar 6-2, 6-7 og 6-1. Boris Becker bar hins vegar sigurorð af meistara síðasta árs í karla- flokki, Svíanum Stefan Edberg í úrshtum. Urðu lyktir 6-0, 7-6 og 6-4. Báðir þessir leikir fóru fram í gærdag í Lundúnum. Þetta er í fyrsta sinn í 55 ár sem sama þjóðin vinnur samtímis sigurlaun í karla- og kvennaflokki. Það telst ekki síður sérstætt við þennan sigur Þjóð- veijanna að Graf og Becker eru ná- grannar í heimalandi sínu. „Það er mjög sérstakt að hún skyldi hafa betur í dag og að ég skyldi síðan vinna sigur líka,“ sagði Boris Bec- ker, brosmildur eftir slaginn við Ed- berg. „Þetta var ekki minn dagur,“ sagði Edberg hins vegar við blaöamenn, og bætti við, „ég byijaði illa og það gaf honum mikið sjálfstraust.“ Þetta var þriðji sigur Becker í Wimbledon mótinu og jafnframt sæt hefnd því hann beið lægri hlut fyrir Edberg í úrshtunum í fyrra. „Þaö er tryggt að tap mitt í fyrra hjálpaöi mér mikið nú,“ sagði Becker við blaöamenn eftir sigurinn. Eiga framtíðina fyrir sér Bæði Becker og Graf eiga framtíð- ina fyrir sér í tennisíþróttinni en þau eru enn mjög ung og hafa þó unnið mikla sigra. Becker hefur einn umfram tvítugt og varð yngstur manna til að vinna Wimbledon-bikarinn árið 1985. Graf er tvítug og vann nú Wimble- don-skjöldinn annaö árið í röð. „Ég var sigruð, en geröi þó allt sem í mínu valdi stóð,“ sagði Navratilova eftir skelhnn gegn vestur-þýsku stúlkunni. Þær tvær hafa oft mæst á tennis- vellinum síðustu árin enda tvær fremstu konur heims í íþróttinni. Graf er efst á heimsafrekalistanum en Navratilova kemur á hæla henni. -JÖG Aldrei meiri þátttaka hjá GR Meistaramótum golfklúbbanna lauk í gærdag. Gífurleg þátttaka var á móti Golfklúbbs Reykjavíkur í Graf- arholti. Er þetta fjölmennasta meist- aramót sem haldið hefur verið hér á landi. Siguijón Arnarson varð sigurveg- ari í karlaflokki í Grafarholtinu en hann lék á 310 höggum. Hannes Ey- vindsson lék á 312 höggum og varð í öðru sæti en Hannes hafði reyndar forystuna eftir annadag og stefndi lengi vel í sigur. í 3. sæti varð Ragn- ar Olafsson á 317 höggum. í kvennaflokki varð íslandsmeist- arinn, Steinunn Sæmundsdóttir hlutskörpust og lék á 350 höggum. í 2. sæti varð Ragnhildur Sigurðar- dóttir á 367 höggum og í 3. sætinu hafnaði Jóhanna Ingólfsdóttir á 387 höggum. Úlfar bestur í Firðinum Úlfar Jónsson og Þórdís Geirsdóttir uru sigurvegarar á meistaramóti Keilis í Hafnarfirði. Úlfar lék á 284 höggum og það dugöi honum tii sig- urs. Tryggvi Traustason varð í öðru sæti en hann var lengi vel með for- ystuna þar til Úlfar keyrði fram úr honum undir lokin. Tryggvi lék á 292 höggum og Hörður Amarson hafnaði í 3. sæti á 298 höggum. Þórdís vann síðan í kvennaflokki á 318 höggum, í 2. sæti varð Alda Sig- urðardóttir á 323 höggum og Kristín Þorvaldsdóttir lék á 334 höggum og varð númer þrjú. íslandsmeistarinn vann Ægir Máx Kárason, DV, Suðumesjum: islandsmeistarinn Sigurður Sig- urðsson vann auðveldan sigur á meistaramóti Golíklúbbs Suður- nesja. Sigurður lék á 314 höggum og varð 11 höggum á undan næsta manni, Hiimari Björgvinssyni. í 3. sæti varð Páll Ketilsson á 326 högg- um. í kvennaflokki varð lítil keppni um efsta sætið. Þar sigraði Karen Sæv- arsdóttir með miklum yfirburðum en hún lék á 339 höggum. í 2. sæti varð Eygló Geirdal á 393 höggum og Geröa Halldórsdóttir lék á 397 högg- um og varð þriðja. Björn og Jónína meistarar Gylfi Kristjánsscm, DV, Akureyri: Jónína Pálsdóttir og Björn Axels- son urðu Akureyrarmeistarar í golfi er Akureyrarmótinu lauk um helg- ina. Björn vann öruggan sigur í karla- flokki, lék 72 holur á 309 höggum. 14 ára piltur, Örn Amarson, veitti hon- um harða keppni lengst af, en gaf eftir í lokin og endaði á 317. Síðan komu Viðar Þorsteinsson á 319, Kristján Gylfason á 322, Kristján Hjálmarsson á 323 og Björgvin Þor- steinsson á 324. Eftir margra ára baráttu tókst Jón- ínu Pálsdóttur loksins að sigra í meistaraflokki, hún lék á 369 högg- um, en Inga Magnúsdóttir, sem verið hefur meistari mörg undanfarm ár, var á 371 höggi. Þá kom Ámý Áma- dóttir á 385 og Andrea Ásgrímsdóttir á 409 höggum. Pat með vallarmet Enski golfkennarinn hjá Golfklúbbi Akureyrar, Pat Smillei, keppti sem gestur í Akureyrarmótinu og setti tvö vallarmet. Hún lék 18 holur fyrsta dag mótsins á 71 höggi eða á pari og bætti eldra vallarmet um 7 högg. Árangur henn- ar á 72 holum, 306 högg, er einnig nýtt vallarmet. Hörð barátta á Nesinu Hjá Nesklúbbnum var hart barist um efstu sæti. í karlaflokki sigaði Jón H. Guðlaugsson á 300 höggum, Jó- hann Gunnarsson varö annar á 302 höggum og Jón Ólafsson hafnaði í 3. sæti á 310 höggum. Anna Einars- dóttir sigraði í kvennaflokki á 299 höggum, Jóhanna Jóhannesdóttir á 304 höggum og Þórdís Jóhannesdótt- ir á 309 höggum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.