Dagblaðið Vísir - DV - 10.07.1989, Blaðsíða 31
MÁNUDAGUR 10. JÚLÍ 1989.
31
Fréttir
Gífuriegur áhugi
á skógrækt
Jóhannes Siguijónsson, DV, Húsavílc
Gífurlegur ræktunaráhugi hefur
gripiö um sig á Húsavík í kjölfar
stofnunar Húsgulls, áhugasamtaka
um ræktun og uppgræðslu í Húsa-
víkurlandi.
í vor festu Húsvíkingar kaup á
19.000 trjáplöntum og eru þær nær
allar komnar í mold og hafa þar ver-
iö aö verki klúbbar, félög og einstakl-
ingar í bænum.
Húsgull fékk á dögunum styrk frá
Landvemd að upphæð kr. 400.000,
ennfremur fékk félagið lúpínufræ
sem dreift hefur verið úr litilli 'flug-
vél í eigu heimamanna um mela. Þá
hafa verið settar niður 2.500 lúpínu-
raetur.
í Höfðanum norðan Húsavíkur var
á dögunum sett niður í skjólbelti sem
eiga að skýla íbúum í framtíðinni
fyrir veðri og vindum og spara
snjómokstur. Alls voru þama settar
niður 5000 tijáplöntur.
Selfoss:
Nýir eigendur í
versluninni Ösp
Regína Thorarensen, DV, Selfossi;
Ekki alls fyrir löngu urðu eigenda-
skipti á versluninni að Eyravegi 1
hér á Selfossi. Þar eru seld sjónvörp,
hljómflutningstæki og plötur, geisla-
diskar og mynd- og hljómbönd. Einn-
ig leikfóng, koparvörur og fleira.
Heiðurshjónin Guðrún Kjartans-
dóttir og Ársæll Ársælsson keyptu
verslunina af fyrirtækinu Magnús
Magnússon hf. Verslunin hét áður
MM-búðin hf. en þau breyttu nafni
hennar í Ösp. Leifur Ársælsson, 17
ára sonur þeirra, er efnilegur af-
greiðslumaður enda Vestmannaey-
ingur. Foreldrar hans fluttu hingað
eftir gos.
Gróðursett
í Breiðdal
Sigursteinn Melsted, DV, Breiödalsvik;
Skógræktarfélag Breiðdæla hefur
að undanfomu staðið fyrir gróður-
setningu á um þrjú þúsund trjá-
plöntum - greni, furu, ösp og víði.
Þessi gróðursetning fór fram á úti-
vistarsvæðinu á Breiðdalsvík, við
samkomuhúsið að Staðarborg og við
íþróttavölhnn.
Börn hér á Breiðdalsvík voru ein-
staklega dugleg við gróðursetning-
una og einn sjö ára sumargestur úr
Mosfellsbæ ætlar að ganga í skóg-
ræktarfélagið.
Skógræktarfélag Breiðdæla var
endurvakið 1987 en haíði þá legið í
dvala í mörg ár. Formaður er Jó-
hanna Sigurðardóttir.
Fólk við gróðursetningu í Breiðdal. DV-mynd Sigursteinn
Veitingarekstur
í stað búskapar
- rætt viö hjónin á Bakkaflöt í Tungusveit
Hjónin á Bakkaflöt. DV-mynd Þórhallur
Þórhallur Ásmundsson, DV, Sauðárkróki;
„Maður renndi algjörlega blint í
sjóinn. Úthtið í hefðbundnu búgrein-
unum var ljótt og mig langaöi að
prófa einhverja aðra starfsemi í
sveitinni,“ segir Sigurður Friöriks-
son, veitingabóndi á Bakkaflöt í
Tungusveit í Skagafiröi.
Sigurður og kona hans, Klara Jóns-
dóttir, hættu búskap í Laugardal fyr-
ir þremur árum og ákváðu að reyna
fyrir sér í veitingarekstri í sveitinni.
Sigurður fékk land úr fóðurleifðinni
Laugarhvammi og byggði 400 fer-
metra hús sem bæði er heimili og
veitingahús. Þá em uppi á loftinu 5
rúmgóð fjölskylduherbergi sem tek-
in vom í notkun síðasta suinar.
„Við byrjuðum með veitingasöluna
fyrir tveimur áram og sáum þá strax
að þörf var fyrir gistiaöstöðu. Það
má segja að þetta hafi gengið mjög
vel þennan aðalferðamannatíma.
Þaö var t.d. upppantað í gistinguna
flestar helgar hjá okkur í fyrra.“
Bakkaflöt stendur rétt sunnan við
Steinsstaðahverfið þar sém Steins-
staðalaug er. Þá er stutt í hestaleig-
una á Varmalæk. Einnig eru göngu-
leiðir góðar þama í nágrenninu. En
þau á Bakkaflöt reyna einnig að gera
ýmislegt th dægrastyttingar fyrir
gestina.
Laxveiðiá við túnfótinn
„Við höfum t.d. verið með fjór-
hjólaleigu og síðasta sumar útbjó ég
laxatjöm héma niður við Svartána
- stíflaði lænu úr ánni og setti þar
slatta af eldislaxi. Þetta varð mjög
vinsælt og í ár ætla ég að færa út
kvíamar. Ég er búinn að fá öh tílskh-
in leyfl fyrir því að loka Svartá á
khómetra kafla meö ristum og ætla
að setja eldislax í ána. Þetta er hægt
vegna þess að engin veiði er í ánni,
einungis urriði. Eftir viðbrögðunum,
sem þetta fékk í fyrra, á ég von á því
að þetta verði geysivinsælt.“
- Hvemig hefur traflíkin verið?
„Þetta hefur veriö þokkalegt og á
eftir að aukast þegar Sprengisands-
leiðin opnast og ættarmótin byrja
fyrir alvöm í Steinsstaðaskóla héma
við hliðina. Á vorin er ahtaf töluvert
um að fólk, sem kemur í sumarblóm-
in í Laugarhvammi, stansi hér.“
- En það er náttúrlega htið um að
vera hér yfir veturinn?
„Ekki neitt sem heitið getur ennþá,
en við erum að gera okkur vonir um
að hægt sé að ná fólki hingað yfir
veturinn. Seint á síðasta haustí komu
hingað Þjóðveijar í gæsaveiði og síö-
an Bandaríkjamenn í ijúpnaveiði.
Maður hefur trú á þvi að þetta eigi
eftir að vinda upp á sig með tíman-
um,“ sagði bjartsýnismaðurinn Sig-
urður Friðriksson á Bakkaflöt.
Unnið við iþrótta- og félagsheimilið. DV-myndir Reynir
Flateyri:
Framkvæmdir á ný
við íþróttahúsið
Reynir Traustason, DV, Flateyri:
Framkvæmdir standa nú yfir við
byggingu nýs íþróttahúss og félags-
heimhis hér á Flateyri. Bygging
hússins hófst árið 1986 en hefur legið
niðri í tvö ár.
Áætlað er að steypa húsið upp í
sumar og hefur Sporhamar hf. tekið
aö sér verkið samkvæmt útboði.
Að sögn Kristjáns Jóhannessonar
er áætlað að húsið verði fuhbúið eft-
ir fjögur ár í fyrsta lagi.
Húsið er sambyggt sundlaugarhúsinu.