Dagblaðið Vísir - DV - 10.07.1989, Síða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 10.07.1989, Síða 22
22 MÁNUDAGUR 10. JÚLÍ 1989. íþróttir Skaginn og Valur Valsstúlkur báru sigurorð af KR á Hlíðarenda með 2 mörkum gegn engu og Skagastúlkur unnu Breiöabliksstútkur, 2-0, í bikam- um í gærkvöldi. Valsstúlkur voru mun ákveðn- ari fyrstu mínútumar og spduðu undan strekkingsvindi. Á 15. mínútu kom fyrra mark Vals, Magnea Magnúsdóttir vann bolt- ann af Örnu Steinsen út við hlið- arlínu, lék áfram og gaf siöan á Bryndísi Valsdóttur sem skoraði frambjá Sigríði, markveröi KR. Ragnheiður Víkingsdóttir átti síðan mjög gott skot sem fór í stöng. Valsstúlkur gerðu strax í upphafi síðari bálfleiks harða hríð að marki KR. Um miðjan sföari hálfleik var brotið á Krist- ínu Arnþórsdóttur rétt utan vita- teigs KR, ekki var aö sökum að spyrja, aukaspymusérfræðing- urinn Guðrún Sæmundsdóttir lagði boltann efst í markhomiö og átti Sigríður, markmaður KR, ekki möguleika á að verja þetta skot Guðrúnar. KR-ingar sökn- uöu greinilega Helenar Ólafs- dóttur í þessum leik. Ásta Benediktsdóttir sá um að afgreiöa Blikastúlkur út úr bik- arnum með þvi að skora bæði mörk Skagamanna. Bæði lið fengu ágætis marktækifæri og var leikurinn ágætlega spilaður afbáöumiiðum. -MHM Atli Einarsson reynir að komast framhjá Birgi Skúlasyni í leik FH og Vikings í gærkvöldi. DV-mynd GS Nýr Briggs & Stratton mótor kostar minna en þú heldur Komdu viö hjá okkur áöur en þú hendir verðmætum tækjum. Viö eigum Briggs & Stratton mótora í flestar gerðir smærri vinnuvéla. Góö viögeröaþjónusta. Athugið aö fyrirtækiö er flutt úr Kópavogi í Nútíöina, Faxafeni 14, Skeifunni. Iláiluwéla markaðurinn G.Á. Pétursson hf. Nútíöinni Faxafeni 14, sími 68 55 80 íslandsmótið - hörpudeildin: Víkingar voru ólánsamir í Hafnarfirði - gerðu 2-2 jafntefli gegn FH Víkingar voru óheppnir að fara ekki með öll stigin úr Hafnar- firði í gærkvöldi er þeir mættu FH-ingum á Kaplakrika- vefli. Leiknum lauk með 2-2 jafn- tefli en Víkingar fengu gullið tæk- ifæri til að sigra í leiknum þegar þeim var dæmd vítaspyrna 5 mín- útum fyrir leikslok. Hallsteinn Amarson skaut hins vegar fram- hjá og þar með var jafntefli stað- reynd. Með sigri höfðu FH-ingar mögu- leika á að skjótast upp í annað sæti 1. deildar og fyrir Víkinga var að duga eöa drepast enda liðið í neðri hlutanum. < tn XI 6 Gríðarleg barátta Baráttan var mikil í fyrri hálfleik og var barist um miðjuna. Fátt gerðist þar til á 23. mínútu að FH-ingum tókst að ná forystunni. Kristján Gíslason lék laglega upp að vítateig Víkinga og skoraði með fallegu skoti. Víkingar fengu tvö þokkaleg færi en það voru FH-ingar sem gengu til búningsklefa með eins marks for- sytu. í síðari hálfleik var boðið upp á íjör og leikurinn opnari og skemmtilegri. Atli Einarsson fékk tvö hættuleg tækifæri en í bæði skiptin skallaði hann hársbreidd framhjá. Jöfnunar- markið lá í loftinu og það kom um miðjan síðari hálfleik. Eftir sendingu Ámunda Sigmundssonar náði Atli Einarsson aö nikka knettinum með höfðinu framhjá Halldóri Halldórs- syni og í netið. FH-ingar náðu foryst- unni á nýjan leik þegar Guðmundur Valur Sigurðsson skoraði með skalla og þá var stundarfjórðungur til leiks- loka. Víkingar svöruðu þó aðeins tveimur mínútum síðar. Goran Micic fékk góða sendingu fyrir markið og skallaði glæsflega neðst í markhorn- iö hjá Halldóri. Víkingar voru spræk- ari á lokakaflanum og Andri Mar- teinsson fiskaði síðan vítaspymuna sem eins og áður segir fór forgörðum. „Við sluppum í lokin“ „Við sluppum vel í lokin en það var slæmt að ná ekki aö halda út eftir að ná tvisvar forystunni. Þetta var mikflvægur leikur fyrir bæði Uðin en í heildina var gott að ná í eitt stig,“ sagði Ólafur Jóhannesson, þjálfari og leikmaður FH, eftir leik- inn. Júgóslavinn Micic var eins og svo oft áður besti maðurinn í liði Vík- inga. Andri Marteinsson og Atli Ein- arsson stóðu honum þó ekki langt að baki og eins HaUsteinn sem var þó ólánsamur í lokin. Hjá FH-ingum voru Kristján Gísla- son og Birgir Skúlason bestir. Nokkrar breytingar voru á liði FH eftir skeUinn í bikarnum og spUaði Henning Henningsson sinn fyrsta leik á tímabilinu og stóð sig með ágætum. Dómari: Ólafur Lámsson z z Maöur leiksins: Goran Micic, Víkingi. -RR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.