Dagblaðið Vísir - DV - 10.07.1989, Blaðsíða 44

Dagblaðið Vísir - DV - 10.07.1989, Blaðsíða 44
44 MÁNUDAGUR 10. JÚLÍ 1989. Jarðaifarir Bjöm Sigurðsson, Ingólfsstræti 7b, áður í Vestur-Landeyjum, er látinn. Bálfór hefur farið fram að ósk hins látna. Jóhanna Sesselja Friðriksdóttir, Hörpulundi 5, Garðabæ, fyrrum hús- freyja Hvallátrum, Breiðafirði, verð- ur jarðsungin frá Garðakirkju þriðjudaginn 11. júlí kl. 15. Björn Stefánsson, Mánagötu 9, Reyð- aríirði, verður jarðsunginn frá Reyð- arflarðarkirkju í dag, 10. júii, kl. 14. Jóhanna Lára Sigmundsdóttir, fyrr- um húsfreyja á Ytri-Skál, sem lést 3. júlí, verður jarðsungin frá Þór- oddsstaðakirkju þriðjudaginn 11. júlí kl. 14. e.h. Elín Helga Þorkelsson, Lundar- brekku 2, Kópavogi, verður jarð- simgin frá Fossvogskirkju þriðju- daginn 11. júh kl. 13.30. Fanney Eyjólfsdóttir frá Brúsastöð- um, Hafnaríirði, verður jarðsungin frá Víðistaðakirkju þriðjudaginn 11. júlí kl. 13.30. Benedikt Bogason verkfræðingur og alþingismaður, Melbæ 7, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Dómkirkj- unni í Reykjavík þriðjudaginn 11. júlí kl. 10.30. Útför Sighvats Andréssonar, Skriðu- stekk 19, fer fram frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 11. júlí kl. 15. Tilkyimingar Tónleikar Tónleikar í Norræna húsinu Gunnar Guðbjömsson tenórsöngvari og Jónas Ingimundarson píanóleikari halda tónleika í Norræna húsinu miðvikudag- inn 12. júlí kl. 20.30. Gunnar Guðbjöms- son hefur á síðustu árum sungið einsöng víða með kórum og Tiljómsveitum hér heima sem erlendis. Árið 1987 lauk hann burtfararprófi i söng og sl. vetur stund- aði hann framhaldsnám í Berlín hjá söng- konunni Hanne-Lore Kuhse. Jónas Ingi- mundarson þarf vart að kynna enda hef- ur hann verið einn okkar besti píanóleik- ari í mörg ár hvort sem um hefur verið að ræða einleik eða samleik. Hann hefur leikið með öllum bestu söngvurunum en einnig með fjölda erlendra gesta. Gunnar og Jónas hafa áöur unnið saman, m.a. í janúar sl. í tónleikaröð Gerðubergs og nú síðast á tónleikum á Húsavík og í veislu forseta íslands til heiðurs Juan Carlos spánarkonungi. Þeir munu flytja þýsk Ijóð eftir Beethoven, Schubert og Strauss en einnig íslensk, ítölsk og spænsk lög. T ombola tombólu til styrktar Blindrafélaginu. Alls Nýlega héldu þær Jóhanna Amaldsdóttir söfnuðu þær 1.395 krónum. og Edda Rán Jóhannsdóttir úr Garðabæ Tombóla Nýlega héldu þau Björg Tómasdóttir og Guðmar Þ. Pétursson tombólu til styrkt- ar lömuðum og fotíuðum. Þau söfnuðu alls 556 krónum. Aðalfundur félags sjónvarpsþýðenda Félag sjónvarpsþýðenda (hjá Ríkisút- varpinu) hélt á dögunum aðalfund sinn. Á fúndinum var kjörinn fyrsti heiðurs- félagi félagsins, Brian Holt, fyrrverandi ræðismaður Breta á íslandi. Sjónvarps- þýöendur kusu hann heiðursfélaga vegna þeirrar miklu og óeigingjömu aöstoðar sem hann hefur veitt þýðendum alveg frá því að Sjónvarpið tók til starfa fyrir rúm- um tveimur áratugum. Brian Holt hefur alltaf verið boðinn og búinn að hjálpa þeim sem til hans hafa leitað og hefúr ófár skjátextinn veriö rétt þýddur fyrir hans tilstuðlan. Kjör hans var þvi öriltill þakklætisvottur fyrir hans mikla og merka framlag. Á myndinni afhendir for- maðm1 FSÞ, Gauti Kristmannsson, Brian Holt heiðursskjal í tilefni kjörsins. Fréttir : i- kri Börn af leikskóla á gangi á göngugötunni I Vestmannaeyjum. Að sögn fóstranna eru elstu börnin fremst og þau þurfa ekki að halda I band - eins og þau yngri eru látin gera. Þegar veður er gott er oft farið í slíkar gönguferðir og skemmta börnin sér mjög vel. Fóstrurnar segja þau vera prúð og góð. Erfiðlega gekk að fá þau til að brosa til Ijósmyndarans. Það var ekki fyrr en hann hætti að taka myndir að bros færðist yfir litlu andlitin. DV-mynd BG Breiðdalsvlk: Sjómenn safna fyrir þyrlu - hafa nú þegar um 100 þúsund krónur í sjóði Áhafnir á bátunum Hafnarey SU 110 og Andey SU 210 frá Breiðadals- vík hafa sett á stofn sjóð til að afla fjár til þyrlukaupa. Að sögn Guðmundar ísleifs Gísla- sonar, skipstjóra á Andey, var farsæl aðgerð þyrluflugmanna Landhelgis- gæslunnar nú nýverið kveikjan að sjóðnum. Þeir sóttu þá veikan sjó- mann um borð í Andeyna sem er nýlegur bátur, smíðaður í Póflandi. „Við dáðumst að verklagi flug- manna og fimi þeirra við að koma sjúklingnum um borð í þyrluna. Að- stæður voru aflar hinar erfiðustu enda veður vont og þungur sjór,“ sagði Guðmundur í samtali við DV. „í kjölfar þessa ræddi ég við félaga mína á Hafnareynni, sem einnig er frá Breiðdalsvík, og urðum við ásátt- ir um að setja þennan sjóð á laggirn- ar. Ég hef heyrt því fleygt að fimm þúsund sjómenn séu starfandi í ís- lenska flotanum og því ætti þessum hópi ekki að reynast erfitt að safna saman dágóðri fúlgu. Ég tala ekki um ef fólk úr landi hleypur einnig undir bagga með okkur. Það er að mínum dómi undravert hvað þeir geta þessir drengir í þyrlunum og því er skömm að þeir hafi ekki tæki í höndunum þegar líf liggur við. Það er ekki hægt að draga það að kaupa aðra þyrlu og því grípum við til þess ráðs að safna peningum - enda er ríkiskassinn víst tómur," sagði Guð- mundur. „Það er engin kvöð af okkar hálfu að þyrlan verði staðsett hér fyrir austan," hélt hann áfram, „aðalatrið- ið er að keypt verði annað tæki til að tryggja öryggi fólksins í landinu." í samtalinu við blaðið kvað Guð- mundur engin viðbrögð hafa orðið enn við söfnun þessari í öðrum byggðarlögum en á Breiðdalsvík. Kvað hann sjómennina á Andeynni og Hafnareynni, sem þaðan róa, hafa safnað um hundrað þúsund krónum frá því aö sjóðurinn var stofhaður. -JÖG Ferðamálaráð íslands er 25 ára núna og margt gert til þess að minn- ast afmælisins. Meðal annars komu saman þeir sem sátu fyrsta fund Ferðamálaráðs en þeir eru frá hægri: Lúðvík Hjálmtýsson, Stefán H. Einarsson, Ágúst Hafberg og Birgir Þorgilsson. Einnig kom núverandi stjórn Ferða- málaráðs saman en hún er heldur fjölmennari eins sjá má. Frá vinstri eru: Ágúst Hafberg, Bjarni J. Árna- son, Stefán H. Einarsson, Kjartan Lárusson, Lúðvík Hjálmtýsson, Sveinn Sæmundsson, Magnús Oddsson og Birgir Þorgilsson. Eins og sjá má eiga þrir stjórnarmenn enn sæti í stjórninni en það eru þeir Lúðvík, Birgir og Ágúst.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.