Dagblaðið Vísir - DV - 10.07.1989, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 10.07.1989, Blaðsíða 14
14 MÁNUDAGUR 10. JÚLÍ 1989. Frjálst.óháÖ dagblaö Útgáfufélag: FRJALS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvaemdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFANSSON og INGÖLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11,105 RVlK, SlMI <1 )27022 - FAX: (1)27079 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 900 kr. Verð í lausasölu virka daga 85 kr. - Helgarblað 100 kr. Kadar og Gromyko Janos Kadar, fyrrum leiötogi ungverska kommún- istaflokksins, er látinn. í síöustu viku lést Gromyko, fyrrverandi utanríkisráöherra og forseti Sovétríkjanna. Báðir voru þeir fulltrúar harðlínunnar í kommúnista- ríkjunum í austri. Báöir voru þeir af kynslóð kalda stríðsins. Kadar tók við völdum í Ungverjalandi eftir að uppreisnin 1956 var bæld niður af rússneskum skrið- drekum. Hann hélt völdum í þrjátíu ár, dæmigerður leppur Kremlverja, en reyndist þó hafa vit og lag á því að losa nokkuð um fjötrana. Hann var þó fyrst og fremst barn síns tíma og fáir menn hafa verið hataðir og foragt- aðir sem Kadar þegar hann gerðist handbendi Rússanna í andstöðu við sina eigin þjóð. Á síðasta ári var hann neyddur til að segja af sér og eftir að hann lét af völdum hafa orðið skjótar og ótrúlegar breytingar í Ungverja- landi. Jafnvel Nagy, sem Kadar lét taka af lífi sem land- ráðamann, hefur fengið uppreisn æru. Gromyko var þekktastur sem aðalfulltrúi Sovétríkj- anna hjá Sameinuðu þjóðunum og síðar sem utanríkis- ráðherra. Hann var talsmaður harðlínunnar og beitti neitunarvaldinu oftar en nokkur annar maður í öryggis- ráði Sameinuðu þjóðanna. Hann starfaði undir stjórn allra leiðtoga Sovétríkjanna frá Stahnstimanum og mótaði utanríkisstefnuna öðrum mönnum fremur. Gro- myko þótti snjall og harðskeyttur en hann var líka barn síns tíma og passaði ekki inn í rulluna eftir glasnost og Gorbatsjov. Það var lítil viðhöfn höfð í frammi við útför hans. Hann tilheyrði fortíðinni eins og Kadar. Lát þessara tvegja manna minnir á þá staðreynd að ný kynslóð hefur tekið við í Austur-Evrópu. Ný kynslóð 'valdamanna og ný kynslóð fólks sem vill hvorki kalt eða heitt stríð. Gromyko og Kadar og allir hinir sam- ferðamenn þeirra í kommúnismanum þekktu það eitt að segja nei og byrgja sig inni í eigin þröngsýni og ein- angrun. Völd þeirra studdust við spjótsodda. Fólkið var peð á taflborði valdabaráttunnar og þeir ólu á hatri og tortryggni og hræðslu við ímyndaða óvini. Kynslóðin, sem nú er að tína tölunni, hélt Evrópu og veröldinni í heljargreipum, bægði frelsi og mannrétt- indum frá sínum eigin þegnum og stöðvaði tímann í bókstaflegum skilningi. Þau umbrot, sem nú eiga sér stað í kommúnistaríkjum hvarvetna í heiminum, eru síðbúin tilraun milljóna manna til að lifa sams konar lífi og annars staðar þekkist. Fólkið í austri og fólkið í Kína hefur sömu frelsisþrá og lífslöngun og við á Vest- urlöndum. Það eru menn eins og Kadar og Gromyko sem hafa haldið henni niðri. Það eru menn eins og Kad- ar og Gromyko sem hafa boðað og stjómað ægilegustu villukenningu sögunnar. Vonandi taka þeir hana með sér í gröfma. í Kína em þeir enn við völd. Menn eins og Deng og Li Peng og allir hinir sjötugu og áttræðu steingerving- amir. Þeir skjóta sitt eigið fólk, þeir kremja æskuna undir skriðdrekum sinna eigin fordóma. En þeirra tími er senn hðinn og þeir munu ekki, frekar en Kadar og Gromyko, geta stýrt skriðdrekunum úr gröf sinni. Frels- isaldan verður ekki stöðvuð úr þessu. Það kann að taka einhvem tíma að vinda ofan af harðlínunni. Þeir em margir hnútamir sem gamla kommúnistakynslóðin hefur reyrt og þær em margar syndimar sem hggja óbættar hjá garði. En nú em þeir famir og em að fara, höfuðpauramir og syndaselimir, og farið hefur fé betra. Nýtt tímabil er hafið. EUert B. Schram Morgunblaðshöllin. Sjálfstæðisflokkurinn og fjölmiðlarnir Sjálfstæðisflokkurinn er kominn í sömu aðstöðu og Kvennalistinn og Borgaraflokkurinn. Hann getur ekki treyst á stuðning neins öflugs fjölmiðils. Hinir flokkarnir þrír ráða hins vegar yfir talsverðum blaðakosti. Framsóknarflokkurinn heldur úti Tímanum og Degi. Al- þýðubandalagið rekur Þjóðviljann. Alþýðuflokkurinn gefur út Al- þýðublaðið. Og þaö sem meira er: Ríkisútvarpið er beinlínis fjand- samlegt Sjálfstæðisflokknum eins og meðferð þess á sextugsafmæb flokksins, Tangen-hneyksbð og mörg önnur mál sýna. Eg hygg að sjálfstæðismenn hafi ekki áttaö sig á hinum snöggu umskiptum frá þeirri tíð er flokkur þeirra hafði langöflugastan blaðakost og Ríkis- útvarpið þorði í hvorugan fótinn að stíga í fréttaflutningi. KjaUarinn Dr. Hannes Hólmsteinn Gissurarson, lektor Sjálfstæðisflokkinn. Það er fagnað- arefni að þau eru ekki á neinum flokksklafa. í stað þess að nöldra ættu sjálfstæðismenn að notfæra sér að þessi blöð eru þeim opin eins og öðrum. Öðru máb gengnir um flokks- blöðin fjögur. Það nær vitaskuld ekki nokkurri átt að þau skub vera á opinberu framfæri. Ef vinstri flokkar vilja halda úti blöðum þá verða þeir að gera það á eigin kostnað, ekki sjálfstæðismanna og annarra skattgreiöenda. Sjálfstæð- isflokkurinn hlýtm- að gera það að skbyrði fyrir stjómarsamstarfi aö blaðastyrkir ríkisins verði febdir niður. Hvað um Rikisútvarpið? Sjálfur hallast ég að því að eðlbegast sé að kljúfa það niður í þrjár einingar, rásir eitt og tvö og sjónvarp, selja Tvö sjálfstæð blöð-fjögur flokksblöð Lítum snöggvast á blöðin. Ann- ars vegar má sjá fjögur lítil flokks- blöð. Þótt þau hafi ekki marga kaupendur og geti varla bfað án opinberra styrkja eru þau harð- snúin áróðursblöð, „gefa bnu“, hafa áhrif. Það munar um minna en þá 10-20 menn sem samtals em þar á launum við að skrifa óhróður um Sjálfstæðisflokkinn og leiðtoga hans. Hins vegar horfum við á DV og Morgunblaðið, sem em bæði óháð Sjálfstæðisflokknum, þótt þau kunni að vera háð eigendum sínum og auglýsendum. Vissulega aðhyb- ast bæði blöðin „borgaralega frjáls- lyndisstefnu" í einhveijum skbn- ingi. En því fer fjarri að Sjálfstæðis- flokkurinn geti reitt sig á stuðning þeirra. Morgunblaðið var tb dæmis hlutlaust í tveimur hörðustu debu- málum síðasta árs þegar andstæð- ingar Sjálfstæðisflokksins gerðu haröa hríð að tveimur vinsælum forystumönnum flokksins - ráð- hússmáhnu og lektorsmábnu og Ólafur R. Grímsson lét þá ósk í ljós í viðhafnarviðtab í blaðinu nú í vor að Styrmir Gunnarsson, einn rit- sjóri blaðsins, kæmist til meiri áhrifa í flokknum! Ríkisútvarpið fjandsamlegt - einkastöðvar hlutlausar Víkjum því næst aö ljósvakanum. Ríkisútvarpið er beinbnis fjand- samlegt Sjábstæðisflokknum, eins og ég hef þegar bent á, og er frétta- stofa hljóðvarpsins oftast sýnu hlutdrægari en sjónvarpsins. Nú væri vitaskuld ekkert við því að segja væri Ríkisútvarpið sjálf- stæðjur fjölmiðill er aflaði tekna með því að selja þjónustu sína á frjálsum markaði. En svo er ekki. „Ef vinstri flokkar vilja halda úti blöð- um þá verða þeir að gera það á eigin kostnað, ekki sjálfstæðismanna og annarra skattgreiðenda.“ Albr, sjálfstæðismenn sem aðrir, þurfa að greiða tb Ríkisútvarpsins, hvort sem þeim líkar betur eða verr. Sjálfstæðismenn eiga því heimtingu á því aö þessari opin- beru stofnun sé ekki beitt gegn þeim. Einkastöðvamar eru hins vegar hlutlausar að kaba (nema Rót, sem er fyrirtæki yfirlýsts félagshyggju- fólks). Stöð,tvö skiptir þar lang- mestu máb. Ég held að hún meti fréttir aðabega eftir því hversu æsbegum búningi má búa þær og þá standa karlamir á sápukassan- um, Steingrímur, Jón Baldvin og Ólafur R., ef til vbl betur að vígi en hinir orðvöm, sléttgreiddu lög- fræðingar Sjálfstæðisflokksins. En við engan sérstakan er að sakast um það. Hvaðertil ráða? Kjarni málsins er þessi: Flokks- blööin fjögur nýtast andstæðingum Sjálfstæöisflokksins en einkablöð- in tvö nýtast hins vegar ekki flokknum. Ríkisútvarpið nýtist andstæðingum Sjálfstæðisflokks- ins en einkastöðvamar nýtast hins vegar ekki flokknum. Þaö er því ekki að furða að á flokkinn hafi habað í fjölmiðlum! En hvað er tb ráða? Fásinna væri að ætlast tb þess af DV og Morgunblaðinu að þau yrðu dygg flokksblöð. Skyldur þeirra em við kaupendur, ekki þær starfsmönnum og öðrum og láta þá síðan um reksturinn á eigin ábyrgð með sölu áskrifta og auglýs- inga (eins og einkastöðvar gera). Tryggja má menningarlega reisn og þjónustu við landsbyggðina með öðru en því að ríkið relti tæplega tveggja mibjarða bákn. Ég geri þó ekki ráð fyrir að þessar hugmyndir hafi, enn sem komió er, hljóm- gmnn. Þess vegna verður að nægja að herða mjög reglur um frétta- flutning Ríkisútvarpsins frá því sem nú er. Leikreglur og leikendur Óskynsamlegt væri að mínum dómi af Sjálfstæðisflokknum að hefja útgáfu sérstaks dagblaðs. Það tælti abt of mikið fé og tíma frá öðmm brýnni verkefnum. í stað þess ætti flokkurinn að mínum dómi að stórefla Stefni og gera hann að mánaðarriti með mann eða menn í fullu starfi en hætta um leið útgáfu fréttabréfa sinna. Einn- ig gæti hann kynnt málstað sinn með þvi að kaupa auglýsingar í einkastöðvum og einkablöðum eft- ir efnum og ástæðum. Þótt leikregl- ur fjölmiðlanna séu mikilvægar má ekki gleyma sjálfum leikendun- um - talsmenn flokksins rétta ekki habann af nema þeir falb almenn- ingi í geð og komi fram af festu. Hannes Hólmsteinn Gissurarson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.