Dagblaðið Vísir - DV - 10.07.1989, Blaðsíða 26
26
íþróttir
MÁNUDAGURJÍO. JÚLÍ 1989.
DV
íslenskir keppendur náöu mjög góöum
I árangri á Norðurlandameistaramóti öld-
I unga í fijálsum íþróttum sem haldið var
11 * * í Larvik í Noregi á dögunum. 700 kepp-
endur tóku þátt í mótinu og þar af voru 12 frá ís-
landi. Alls féllu 12 íslandsmet á mótinu og íslensku
keppendurnir unnu til 7 gullverðlauna, 4 silfur-
verðlauna og 8 bronsverðlauna. Hér fer á eftir
umsögn um árangur íslensku keppendanna.
0 Sigurborg Guðmundsdóttir úr
Armanni sigraði í þremur greinum
á mótinu og setti eitt íslandsmet.
Hún vann 100 m grindahlaup á 16,9
sekúndum sem er íslandsmet í
30-35 ára flokki. Hún sigraði einnig
í 100 m hlaupi á 13,14 sekúndum
og 200 m hlaupi á 26,74 sekúndum.
• Hrönn Edwinsdóttir úr Víði í
Garði vann sigur í spjótkasti í
flokki 35-40 ára og kastaði 33,68 m
sem er íslandsmet. Hún vann einn-
ig í langstökki, stökk 4,08 m. Hrönn
varð í 2. sæti í kúluvarpi og varp-
aði kúlunni 8,41 m, þriðja í 100 m
hlaupi á 14,69 sekúndum og fjórða
í kringlukasti með 25,58 m.
• Friðrik Þór Óskarsson, ÍR,
varð Norðurlandameistari í þrí-
stökki, stökk 13,97 m. Hann varð
síðan þriöji í langstökki, stökk 6,54
m. Friðrik Þór keppti í flokki 35-40
ára.
• Elías Sveinsson keppti einnig
í flokki 3540 ára og varð annar í
sleggjukasti með 35,30 m. Elías
varð þriðji í kúluvarpi með 11,61
m, fimmti í kringlukasti með 38,98
m og sjötti í spjótkasti þar sem
hann kastaði 45,89 m.
• Anna Magnúsdóttir, HSS,
keppti í flokki 40-45 ára. Hún varð
þriðja í kúluvarpi, kastaði 9,58 m,
þriðja í kringlukasti með 23,42 m
og fjórða í langstökki, stökk 3,75 m.
• Trausti Sveinbjörnsson, FH,
varð annar í 400 m grindahlaupi,
fékk tímann 62,42 sek. Hann varð
síðan þriðji í 400 m hlaupi á 54,88
sek. sem er íslandsmet. Trausti
varð fjórði í 110 m grindahlaupi á
17,5 sek. Trausti keppti í flokki
40-45 ára.
• Sigurþór Hjörleifsson, HSH,
keppti í flokki 45-50 ára. Hann
vantaði aðeins 5 cm upp á brons-
verðlaunin í kúluvarpi en hann
varpaði 12,53 m. Sigurþór keppti
einnig í kringlukasti og varð þar í
sjötta sæti með 34,36 m.
0 Guðmundur Hallgrimsson,
UÍA, keppti í þremur hlaupagrein-
um í 50455 ára flokki. Hann varð í
fimmta sæti í 200 m hlaupi á 26,52
sek., níundi í 400 m hlaupi á 59,10
sek. Guðmundur fékk tímann 13,23
sek. í undankeppni 100 m hlaupsins
en missti af úrslitahlaupinu.
• Ólafur Unnsteinsson, HSK,
keppti í kúluvarpi og kringlukasti
í flokki 50-55 ára. Hann varð sjö-
undi í kúluvarpi með 12,16 m og
níundi í kringlunni en þar kepptu
mjög sterkir kastarar.
• Jón H. Magnússon, ÍR, keppti
í sleggjukasti í flokki 50-55 ára
flokki og náði þar þriðja sæti og
bronsverðlaunum með 45,58 m
kasti.
• Ólafur Þórðarson, Akranesi,
keppti í kúluvarpi og kringlukasti
í flokki 55-60 ára. Hann varð fimmti
í kúluvarpi, varpaði 11,64 m, og
sjötti í kringlukasti.
• Jóhann Jónsson, Víöi í Garði,
keppti í sjö greinum á Norður-
landamótinu. Jóhann, sem er að
verða 71 árs, stóð sig frábærlega
vel á mótinu og setti flmm íslands-
met. Hann vann þrístökk með 9,54
m stökki, varð annar í langstökki
og stökk 4,32 m, þriðji í 80 m grinda-
hlaupi á 18,43 sek., fjóröi í 100 m
hlaupi á 16,00 sek., fimmti í
Norðurlandamót öldunga í frjálsum íþróttum 1 Larvik í Noregi:
Sjö Norðurlandameistaratitlar
og tólf glæsileg íslandsmet
• Trausti Sveinbjörnsson, FH, höfundur greinarinnar sem hér birtist, meö sigurvegaranum i 400 m hlaupi
i 40-44 ára flokki, öhr Stein frá Noregi. Trausti varð annar i hlaupinu, hljóp á nýju íslandsmeti, 54,88 sek.
• Sigurborg Guðmundsdóttir á
verölaunapalli í Larvik. Sigurborg
náöi frábærum árangri á Norður-
landamótinu.
• Hrönn Edwinsdóttir, Viði í
Garði, setti íslandsmet í spjótkasti
i 35-40 ára fiokki.
• Islensku keppendurnir á Norðurlandamótinu, talið frá vinstri í aftari röð: Elias Sveinsson, Ólafur Unnsteins-
son, HSK, Friðrik Þór Óskarsson, ÍR, Jón H. Magnússon, ÍR, Trausti Sveinbjörnsson, FH, Sigurþór Hjörleifs-
son, HSH, Anna Magnúsdóttir, HSH, Ólafur Þórðarson, Akranesi, og Guðmundur Hallgrímsson, UÍA. Fremri
röð frá vinstri: Sigurborg Guðmundsdóttir, Ármanni, Hrönn Edwinsdóttir, Viði, Garði, og Jóhann Jónsson, Víöi
í Garði.
kringluklasti með 35,60 m. Hann
setti íslandsmet í öllum þessum
greinum. Að auki varð Jóhann
fimmti í spjótkasti með 35,30 m og
niundi í kúluvarpi með 9,96 m.
• Þess má að lokum geta að mik-
ill áhugi er fyrir því að Norður-
landamótiö 1993 fari fram á ís-
landi. Trúlega þyrfti að taka á móti
um 400 manns vegna mótsins en
því miður leyfa aðstæður hér ekki
að íslendingar taki að sér slíkt
mót. Aö mínu mati er lausnin á
þessu vandamáli sú að setja gervi-
efni á aðalleikvanginn í Laugardal.
Þá yröu allar aðstæður í góöu lagi.
Trausti Sveinbjörnsson
• Sigurborg Guðmundsdóttir, Ár-
manni, vann þrenn gullverðlaun á
Norðurlandamótinu í Larvik og
setti eitt íslandsmet.
• Friðrik Þór Óskarsson, ÍR, vann
gullverðlaun í þrístökki og sést hér
á verðlaunapalli.