Dagblaðið Vísir - DV - 10.07.1989, Page 43

Dagblaðið Vísir - DV - 10.07.1989, Page 43
MÁNUDAGUR 10. JÚLÍ 1989. 43 Fréttir Besti tíminn var sleg inn á Egilsstöðum Bryndis Jónsdótlir, DV, Ökuleilaii 89: Það var ekki að sjá að það yæri fcomið fram á mitt sumar þegar Öku- leiknin var haldin á Egilsstöðum að kvöldi dags 25. júní. Þótt ótrúlegt sé gránuðu fjöll niður í miðjar hlíðar og ekki nóg með það heldur snjóaði niður í byggð líka og krap var á bílum þegar keppni lauk. Það hafði þó greinilega jákvæð áhrif heldur en hitt á keppendur, a.m.k. voru sett brautarmet hvaö eftir ann- að og besti brautartíminn, 75 sek., sem 17 ára piitur í Reykjavík náði, var loksins bættur. Það var Jónas Jónasson, sigurvegari í karlariðli, sem fór brautina á 73 sek. Hann fékk samanlagt 163 refsistig. Ýmsir höfðu á orði að það mætti þakka snjókom- unni þessa góðu brautartíma því keppendur vildu ljúka keppni áður en það yrði ófært. Hvað sem öðru líður var þetta sennilega sú keppni sem hefur verið mest spennandi í sumar. Keppninni í kvennariðh lauk með sigri Margrétar Sigbjömsdóttur. Hún stóð sig mjög vel, keyrði af ör- yggi og geröi fáar vihur en brautar- tíminn var jafnframt góður. Heild- arrefsistig vora 198. Keppendur í nýhðariðhnum gerðu það hka gott. Sigurður Steinar Sigbjömsson fór með sigur af hólmi, Waut ahs 217 refsistig. í reiðhjólakeppninni sigruðu systk- inin Ásta Svandís og Jónas Hafþór Jónsböm hvort í sínum riðh. Gefend- ur verðlauna í Ökuleikni vom Kaup- félag Héraðsbúa og Bílasalan Ásinn. Fáhdnn gefur verðlaun í hjólreiða- keppninni á öhum keppnisstöðum. Margrét Sigurbjörnsdóttir sigraði í kvennariðlinum. Árangur hennar var mjög góður, fáar villur og góður brautartími FAMILY FRESH Hulda Ragnheiður Arnadóttir sigraði í nýliðariðlinum á Húsavík. í rigningu og roki á Húsavík Bryndis Jónsdóttir, DV, Ökuleikni 89: Húsavík tók á móti Ökuleikni 89 í þægilegu veðri, þaö var skýjað og logn og leit út fyrir hið ágætasta kvöld. Enda var það svo að Húsvík- inga dreif að úr öhum áttum, annað- hvort til að taka þátt eða horfa á. En Adam var ekki lengi í paradís. Rétt eftir að reiðhjólakeppnin hófst tók að hvessa og áður en varði hehi- rigndi á óviðbúna keppendur sem vom ahs ekki útbúnir til að eyða miklum tíma í rigningu og roki. Þar af leiöandi var verðlaunaafhending- in hjá krökkunum frekar snubbótt því allir vildu komast sem fyrst heim í hlý og þurr föt. En miðað við að- stæður stóðu þau sig eins og hetjur. Fyrsta sætið í yngri riðh hreppti Baldur Kristjánssori en í eldri riðlin- um sigraði Þorvaldur Guðmundsson. Keppendur í ökuleikni stóðu betur að vígi en bömin, a.m.k. þurftu þeir ekki að standa úti í rigningunni og gegnblotna. Þó fór það svo að sigur- vegarinn í karlariðh, Guðmundur Salómonsson, fauk út í veður og vind, þ.e.a.s. skráningarblaðið hans, og fannst eklú fyrr en búið var að tilkynna úrsht og verðlaunaafhend- ing var um það bil að hefjast. Það riðlaði því sætum i karlariöh tals- vert. En Guðmundur fannst sem sagt á endanum og tók við verðlaunum fyrir fyrsta sætið. Konurnar stóðu fyrir sínu og það var María Steha Jónsdóttir sem fór heim með fyrstu verðlaunin. Sá gleðhegi atburður varð einnig á Húsavík, að tvær fyrstu stúlkurnar mættu til keppni í nýhðariðlinum. Strákarnir létu hins vegar ekki sjá sig þar. Stúlkumar stóðu sig mjög vel en Hulda Ragnheiður Árnadóttir hafði aðeins betur og hlaut því 1. sætið. Gefandi verðlauna var Bíla- leiga Húsavíkur. í sól og sumaryl á Bryndis Jónsdóttir, DV, Ökuleikni 89: Ökuleiknin 89 var haldin á Akur- eyri á sjálfan þjóðhátíðardaginn í sól og bhðviðri. Þátttaka var góð í karla- og kvennariðlum en enginn nýhði mætti th leiks. Fuh ástæða er til að hvetja þessa yngstu ökumenn th að vera með og nýta sér tækifærið th að keppa við jafningja sína um þátt- tökurétt í úrshtakeppninni. Systkinin Þóra og Finnur Víkings- böm sigruöu í karla- og kvennariðh og vörðu þar með titla sína frá því í fyrra með glæsibrag. Þóra náði jafn- framt besta árangri í kvennariðli þaö sem af er keppninnar, hún fékk 144 refsistig. Aöeins munaöi fjórum stig- um á henni og Finni en hann fékk 140 refsistig. I öðm sæti í kvenna- riðh eins og í fyrra var Anna K. Hansdóttir og Hahdóra Lísbet í því þriðja. í öðm sæti í karlariðh var Guðmundur Bjarnar Guðmundsson Akureyri sem hefur verið sigursæh í Ökuleikni undanfarin ár og í þriðja sæti var Þórir Jón Guðlaugsson. Haraldur Vilhjálmsson varð hlut- skarpastur í riðli 9-11 ára bama, en 17 ára phtur, BÓðvar Tómasson, fékk fyrstu verðlaun í riðh 12 ára og eldri. Hann sýndi ótrúlega mikla leikni og hpurð þrátt fyrir að vera á stærsta og þá líklega óþjálasta reiðhjóhnu og gerði aðeins eina vihu. FJÖLSKYLDU- LÍNAN SHAMPOO • HÁRNÆRING • FREYÐIBAÐ • STURTUSÁPA • ROLL ON • SVITASPRAY • GEL- SPRAY • HÁRGEL • HÁRFROÐA • VARA Á GÓÐU VERÐI Heildsala: Kaupsel Laugavegi 25 S: 27770 og 27740 Keppt í sól á Reyðarfirði Sigfús Heiðar Ferdinandsson sýndi mikla leikni og sigraði i karlariðlinum. Bryndís Jónsdóttir, DV, Ökuleikni 89: Það fór þó aldrei svo að Ökuleiknin fengi ekki sól á Austurlandi. Reyðar- fjörður skartaði sínu fegursta mánu- dagskvöldið 26. júní og keppnin fór fram í yndislegu veðri, sólskini og logni. Sialdan eða aldrei hafa keppendur raðað sér jafnþétt í úrshtaröð og á Reyðarflrði. Áðeins tvö refsistig skhdu að keppendur í 1. og 2. sæti, og munur á efsta og neðsta manni var aðeins 45 stig. Það er mjög óvenjulegt, a.m.k. þar sem keppend- ur em jaftimargir og var á Reyðar- flrði. Þetta þýddi að sjálfsögðu að sæti riðluðust töluvert eftir hvert skipti og gerði það keppnina mjög spennandi. Enda nöguðu sumir keppendur neglumar af ákefð meðan beðið var efhr úrshtum. Það var tæplega tvítugur Reyðfirð- ingur, Sigfús Heiðar Ferdinandsson, sem stóð uppi sem sigurvegari í lok- in. Hann hlaut ahs 162 refsistig sem er mjög góður árangur. í öðru sæti var Sigurður Aðalsteinsson og Sturla Gunnarsson sem er aöeins 18 ára hlaut þriðja sætið. Páh Rúnarsson hlaut 1. sætið í nýhðariðhnum. Yngstu ökumennimir hafa marg- sannað á þessu sumri að þeir standa sig ekki síður en hinir eldri. Baldur Þórarinsson sigraði auð- veldlega í eldri riðh reiðhjólakeppn- innar en Sigfús Heiðar og Sturla sem vom í fyrsta og þriðja sæti Ökuleikn- innar hlutu 2. og 3. sætið. Þeir fóm því margverðlaunaðir heim. í yngri riðlinum var Ómar Andrésson í fyrsta sæti.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.