Dagblaðið Vísir - DV - 10.07.1989, Blaðsíða 24
24
MÁNUDAGUR 10. JÚLÍ 1989. —j-
Iþróttir
Æösö drauraur margra hesta-
manna er að vera valinn 1 lands-
Ilð hestaíþróttamanna. Hesta-
íþróttanienn fara í vlking annað
hvert ár, á Evrópumót elgenda
íslenskra hesta, og herja á er-
lenda knapa.
Næsta Evrópumót verður hald-
ið í Viihelrasborg í Danmörku,
dagana 1S. til 20. ágóst. íslenska
landshðið var valið á sérstakri
Evrópuúrtöku, á velli hesta-
mannafélagsins Harðar í Mos-
fellsbæ föstudaginn 7. júlí og
laugardaginn 8. júli síðastiiöinn.
Mikill áhugi er fyrir Evrópu-
mótunum, jafnt meðal knapa sem
áhorfenda. Að þessu sinni mættu
til keppni 24 knapar með 27 hesta.
Fiest allir þekktustu knapar
landsins tóku þátt í úrtökunni og
voru með hesta sem hafa verið í
verðlaunasætum á hestamótum í
vor og sumar.
Fyrri keppnisdag var keppt í
ijórgangi, tölti og fimmgangi, auk
fyrri umferða í 250 metra skeiði.
Einnig átti að keppa í víðavangs-
hlaupi, en þegar til kom var eng-
inn áhugi fyrir því.
Siðari dagirm var keppt í gæð-
ingaskeiði, hlýðnikeppni og síð-
ari umferðum í 250 metra skeiöi.
Fjórir knapar náðu landsliðssæti
fýrri daginn, en þrir knapar síð-
ari daginn.
Spennan á Evrópuúrtökum er
geysileg Knapar og hestar eru
það góðir að hvergi má slaka á.
Refsað er fyrir hin minnstu mis-
tök.
Nú var í fyrsta skipti dæmt eft-
ir Evrópumótsreglum sem voru
settar í vetur. Vægi hæga töltsins
er ekki lengur tvöfalt í töltkeppn-
inni á Evrópumótum, heldur ein-
fait, eins og vægi hraðabreytinga
og greiða töitsins. Knapar ráða
nú röð gangtegundanna eins og í
gæðingakeppni.
Eínkuraiagiöf var einnig breytt.
Nú fá knapar einkunnir frá 0-10
ístað 0-15.
Áhorfendur áttu erfitt með að
venjast þessarí einkunnagjöf.
-EJ
OPNUNARTÍMAR MAÍ-SEPT.
ALLA VIRKA DAGA KL. 13-19
ALLAR HELGAR OG
FRÍDAGA KL. 12-20
Landsliðssveit íslendinga i hestaíþróttum tilbúin til keppni á Evrópumótinu í Danmörku í ágúst næstkomandi. Kynslóðaskipti urðu í úrtökunni. DV-mynd EJ
Hestaíþróttir - úrtaka á Evrópumótið:
Kynslóðaskiptm
- fimm nýliðar í landsliði hestaíþróttamanna
SKynslóðaskipti urðu í
estaíþróttum er fimm
ngir knapar náðu lands-
nðssæti á kostnað reyndari
knapa, í úrtöku fyrir Evrópumótið í
Danmörku. Landsliðsknaparnir eru
þó ekki alveg reynslulausir, því þeir
Sigurbjöm Bárðarson og Aðalsteinn
Aðalsteinsson tryggðu sér einnig
sæti, en þeir hafa hvor um sig keppt
á fimm Evrópumótum til þessa.
Þrátt fyrir sviptingamar og um-
skiptin er landsliðssveitin talin vera
mjög sterk því hinir ungu knapar
hafa verið að kveða sér hljóðs í hesta-
mennskunni undanfarin ár og em
allir margverðlaunaðir. Nýliðamir
em: Atii Guðmundsson, Baldvin Ari
Guðlaugsson, Einar Öder Magnús-
son, Hinrik Bragsson og Jón Pétur
Ólafsson, en auk þeirra fara, sem
fyrr er sagt þeir: Aðalsteinn Aðal-
steinsson og Sigurbjöm Bárðarson.
Aðalsteinn Aðalsteinsson er 37 ára
atvinnuhestamaður. Hann keppir á
Snjaili frá Gerðum, 11 vetra bleikál-
óttum fjórgangshesti. Aðalsteinn tók
þátt í Evrópumótum árin: 1975 í
Austurríki, 1977 í Danmörku, 1979 í
Hollandi, 1983 í Þýskalandi og 1985 í
Svíþjóð. í Þýskalandi árið 1983 varð
hann Evrópumeistari í fimmgangi og
gæðingaskeiði á Baldri frá Sand-
hólum. í Danmörku, árið 1977, varð
hann í 2. sæti í tölti og í 5. sæti í fimm-
gangi á Hrafni frá Kröggólfsstöðum.
Aðalsteinn hefur tekið þátt í fjölda
hestamóta á íslandi og setið margan
verðlaunahestinn. Aðalsteinn hóf
feril sinn sem knapi á stökkhestum,
en færði sig yfir á skeiðhesta.
Hann er einna þekktastur fyrir
hæfileika til að fá hesta til að grípa
í skeið og var til dæmis lengi með
skeiðhestinn Fannar, sem var svo til
ósigrandi á skeiðbrautinni í áratug.
Atli Guðmundsson er 24 ára blikk-
smiður og atvinnuhestamaður. Hann
keppir á Fjalari frá FossvöUum, 8
vetra jörpum fimmgangshesti. Atli
státar af mörgum sigrum á heima-
slóðunum í Hafnarfirði, en einnig
hefur hann lagt land undir fót og
herjað á ókunnum slóðum. Atli hefur
verið ósigrandi á Fjalari í sumar,
kom honum í efsta sæti í A flokki
hjá Fáki í vor og sigraði í fimmgangi
hjá Sörla. Á síðasta Norðurlanda-
móti í hestaíþróttum keppti Atli á
Þyt frá Hraunbæ og komst í úrslit í
fjórgangi og tölti. Atli er vaxandi
knapi.
Baldvin Ari Guðlaugsson er 23 ára
nemandi á haffræðibraut í Verk-
menntaskólanum á Akureyri. Hann
keppir á Trygg frá Vallanesi sem er
bleikur níu vetra fjórgangshestur.
Þrátt fyrir að Baldvin sé ungur að
árum hefur hann tekið þátt í fjölda
móta á íslandi og unnið til verðlauna
víða. Hann varð í 3. sæti í fjórgangi
á íslandsmótinu í hestaíþróttum árið
1985 á Senjor en þeim hesti reið hann
til margra verðlauna áður en hann
seldi hann til Noregs. í sumar var
hann með Trygg í efsta sæti í B flokki,
í gæðingakeppni á Akureyri og einn-
ig sigraði hann í þessari sterku úr-
töku í gjórgangi og tölti og skaut þar
.aftur fyrir sig reyndum knöpum og
sterkum gæðingum. Baldin hefur
einnig tekið þátt í sýningum ís-
lenskra knapa á Madison Square
Garden í New York og víðar í Banda-
ríkjunum og Kanada. Balvin hefur
einu sinni áður reynt að komast á
Evrópumót, árið 1985, en þá var hann
með Senjor. Ekki komst Senjor á
Evrópumót það árið, en þess má geta
til gamans að norski knapinn Mette
Haugslien hefur keypt Senjor og mun
keppa á honum á EM í Danmörku,
þannig að leiðir Baldvins og Senjors
liggja saman á ný.
Einar Öder Magnússon er 27 ára
nemandi, tamningamaður og reið-
kennari. Hann keppir á stóðhestin-
um Fjalari frá Hafsteinsstöðum, sem
er sex vetra gamall steingrár alhliða-
hestur. Einar Öder hefur ekki áður
keppt á Evrópumóti, en á langan fer-
il að baki sem knapi á flestum helstu
hestamótum á íslandi. Hann kom
alhliðahestinum Júní í efsta sætið í
A flokki á landsmótinu á Hellu 1986,
varð íslandsmeistari í tölti á hryss-
unni Tinnu árið 1984. Einnig er hann
Norðurlandameistari í fimmgangi og
samanlögðum fimmgangsgreinun-
um á stóðhestinum Darra frá Kamp-
holti, hálfbróður Fjalars frá Haf-
steinsstöðum. Einar hefur sýnt mörg
glæsileg kynbótahross svo sem Glað,
Otur og Kjarval frá Sauðárkróki,
Flosa frá Brunnum og Drottningu frá
Stykkishólmi. Einar hefur tekið þátt
í tveimur sýningum í Madison Squ-
are Garden og hefur sýnt íslenska
hesta víða í Evrópu.
Hinrik Bragason er yngstin- lands-
liðamannanna, 20 ára. Hann er at-
vinnuhestamaður og keppir á Vafa
frá Hvassafelli í sem er 10 vetra gam-
all, leirljós fimmgangshestur. Þrátt
fyrir að Hinrik sé yngstur lands-
liðsknapanna hefur hann þegar getið
sér gott orð sem skeiðknapi og sigrað
í mörgum 150 metra og 250 metra
skeiðsprettunum. Hann hóf feril sinn
ungur og var jafnan sigursæll. Á ís-
landsmótinu í hestaíþróttum árið
1988 vann hann skeiðtvíkeppnina og
varð í þriðja sæti í töltkeppninni. A
Suðurlandsmótinu sama ár varð
hann sigurvegari í Ðmmgangi. Þann-
ig mætti lengi telja upp afrek hans.
Jón Pétur Ólafsson er 32 ára
múrarameistari. Þess má geta að
múrari hefur ekki tekið þátt í Evr-
ópukeppni fyrir íslands hönd síðan
árið 1985 er Lárus Sigmundsson
keppti í Svíþjóð. Jón Pétur keppir á
Glaumi frá Sauðárkróki, ellefu vetra
gömlum rauðblesóttum skeiðhesti.
Jón Pétur vann lengi vel við tamn-
ingar á Flugumýri í Skagafirði og
víðar á Norðurlandi. Hann hefur oft
tekið þátt í skeiðkeppni og á bestan
tíma 22,6 sekúndur á Glaumi í 250
metra skeiðinu. Eins hefur Jón Pétur
sýnt mörg kynbótahross og komið
mörgum hryssum í 1. verðlaun. Jón
Pétur mun sennilega eingöngu keppa
í 250 metra skeiði, en mögulega gæð-
ingaskeiði.
Sigurbjöm Bárðarson er 37 ára at-
vinnuhestamaður. Hann keppir á
Skelmi sem er átta vetra rauðblesótt-
ur fjórgangshestur. Sigurbjöm er
einn reyndasti knapi landsins. Hann
hefur tekið þátt í flestmn hestamót-
um íslenskra knapa undanfarin tutt-
ugu ár. Verðlaunapeningar og bikar-
ar sem hann hefur unnið skipta þús-
undum. Hæst bar stjörnu Sigur-
bjöms er hann varð heimsmeistari í
tölti árið 1987 í Austurríki á Brjáni
frá Hólum. Sigurbjöm hefur einnig
unnið til flestra þeirra verðlauna
sem hægt er að fá á íslandi. Sem
dæmi hefur hann orðið íslandsmeist-
ari í tölti tvisvar sinnum, árið 1979 á
Bijáni frá Sleitustöðum og árið 1987
á Brjáni frá Hólum. Hann hreinsaði
borðið á íslandsmótunum: árið 1979
á Þingvöllum er hann vann gullverð-
laun í sex greinum og árið 1987 í
Svarfaðardal er hann vann allar
greinamar nema gæðingaskeið, en
þar varð hann í öðm sæti. Sigurbjöm
á einnig íslandsmet í 250 metra
skeiði, 22,4 sekúndur, en það met
setti hann á Leisti frá Keldudal.
-EJ
MÁNUDAGUR 10. JÚLl 1989.
Iþróttir
i ■■
Baldvin Ari var stjama mótsins
Fyrstur til aö tryggja
sér sæti á Evrópumót-
inu á dögunum var
Baldvin Ari Guölaugs-
son á Trygg frá Vallanesi fyrir
samanlagöan árangur í fjór-
gangi, Baldvin var stjama móts-
ins því hann sigraði einnig í tölt-
keppninni á Ti-ygg og komst fyir
100 stiga imirinn i töltkeppninni.
Koppendur í íjórgangi voru l2.
Annar inn var Einar Öder
Magnússon á stóðhestinum Fjal-
ari frá Hafsteinsstöðum fyrir
samanlagðan árangur í fimm-
gangi. Keppendur í fimmgangi
voru 15. Aðalsteinn Aðalsteins-
son á Snjaili frá Gerðum og Sig-
urbjöm Bárðarson á Skelmi frá
Krossanesi tryggðu sig sameig-
inlega á Evrópumótið. Þeir fengu
nákværalega sömu einkumi í'yrir
tvær umferðir i töltkeppninni og
fóra inn fyrir tölt og hlutfallslega
bestan árangur í tölti. Keppend-
ur í tölti voru 24.
Hafi spemian verið mikil fyrri
daginn má segja að loft hafi verið
lævi blandið síðari daginn. Knöp-
um hafði fækkað mjög. Þeir sem
höföu tryggt sér sæti í landsliöinu
þurftu ekki aö keppa meir og aðrir
drógu sig úr keppni er Jjóst var aö
möguieikar þeirra voru orðnir litl-
ir. Það jók á ringlulreiðina aö
áhugamenn um hestaíþróttir voru
ekki allir með reglur um úrtökuna
á hreinu og því vorú knapar reikn-
aðir inn og út ur landsliðinu á víxl.
Þaö tók nokkurn tíma að fá úr því
skoriö hverjir næðu þeim þremur
sætum sem voru laus og reyndar
þurfti að kiára allar greinamar:
gæðingaskeið, hlýðnikeppni og 250
metra skeið áöur en úr þvi var
skoriö hvaða knapar næðu lands-
liössæti.
Himik Bragason var íljótlega tal-
inn öruggur meö sæti. Hann keppti
á Vafa frá Hvassafelli, eftir ágætan
árangur í gæðingaskeiöi. Hann fer
fyi-ir bestan árangur samanlagt í
fimmgangi og gæðingaskeiöi.
Jón Pétur Ólafsson tryggði sér
sæti fyrir glæsilegan 250 metra
skeiðsprett er Glaumur frá Sauðár-
króki rann skeiðið raeð hann á 23,5
sekúndum.
Atli Guðraundsson er sjöundi
landsliðsknapinn á Fjalari frá
Fossvöllura.
Fimm nýliðar era í landsliðinu
að þessu sinni en aö auki tveir
gamlir refir: Aðalsteinn Aðal-
steinsson og Sigurbjörn Bárðarson,
sem hafa keppt á mörpm Evrópu-
raótura. Sveitin er talin rajög sterk
og rikir mikil ánægja með hópimi.
Ef einhver hestur forfallast, eins
og í síðustu tveimur Ewópumót-
um, era þrír knapar í vxðbragðs-
stöðu' Þeir eru: Haíliði Halldórsson
á Flosa frá Hjaltastöðum, sera tek-
ur sæti knapa sem keppa i fjór-
gangsgreinunura, Guðni Jónsson á
Atlasi frá Geröum, sera tekur sæti
knapa í fimmgangsgreinum og
Þórðm* Þorgeirsson á Berki frá
Vallanesi, en hann er reiðubúinn
ef Atli Guðmundsson verður að
hætta við að fara á Evrópumótið
með Fjaiar.
Evrópunefnd Landssambands
hestamannafélaga sá um fram-
kvæmd mótsins í Mosfellsbæ.
Nefndarinnar bíður töluvert verk
viö skipulagningu undirbúnings og
þjálfunar fyrir Evrópumótið. Uðs-
stjóri verður Sigurður Sæmunds-
son en honum til aðstoðar Guð-
mundur Jónsson og Hafliði Stefán
Gíslason. Fyrir ísland dæma þeir
Pétur Jökull Hákonarson og Pjetur
N. Pjetursson. , -EJ
VILTU FA AÐ VITA HVERNIG
J.R. í DALLAS LÍÐUR í RÚMINU?
/Vmerísku „Sealy” rúmin eru alveg ómótstæðileg. Þau eru hönnuð í sam-
ráði við færustu beinasérfræðinga Bandaríkjanna. Tvær þykkar dýnur, undir-
og yfirdýna, sem fjaðra saman og ná þannig að gefa þér góðan nætursvefn
án bakverkja að morgni. Alveg „týpísk" amerisk rúm í yfirstærðum.
Twin size
Full size
Queeri size
96,5 x 203 cm
137,2x203 cm
152,4 x 203 cm
193,0 x 203 cm
49.500,-
63.000,-
68.625,-
92.250,-
Marco hf., Langholtsvegi 111, sími 680690.
HÚSBYGGJENDUR * VERKTAKAR * HONNUDIR
NÝJUNG Á ÍSLENSKUM BYGGINGAMARKAÐI
SEMKÍS S100 VATNSFÆLIN STEYPUHÚÐ
SEMKÍS P100 ALKALÍÞOLIN PLASTÞEYTA
SEMKIS S100
SEMKÍS S100
SEMKÍS S100
Er ætlaö til húöunar á steypufleti til verndunar, holufyllingar og jöfnunar
á áferð.
Er ákjósanleg á undirstöður húsa (sökkla), einkum þar sem hætta er á
aö steypan sé nokkuð vatnsdræg. Efniö er auövelt aö hræra út og með
réttu magni af vökva gefur þaö velling, sem er þjáll að bera á. Efnið fest-
ist vel við hreinan steypuflöt og gefur sterkt og þétt yfirborð.
Er árangur langs þróunarstarfs
Er prófað af opinberum rannsóknastofnunum
Er framleitt undir ströngu gæðaeftirliti
Er merk íslensk nýjung, þróuð og framleidd fyrir íslenskar aðstæður
GERIÐ VERÐ- OG GÆÐASAMANBURÐ
HEILDSÖLUDREYFING:
Sementsverksmiðja ríkisins
Afgreiðsla Sævarhöfða ® 91-83400
Afgreiðsla Akranesi S 93-11555
Fæst í öllum helstu
byggingavöruverslunum
ISLENSKA JARNBLENDIFELAGIÐ HF. I
SEMENTSVERKSMIÐJA RIKISINS
KALMANSVELLIR 3 AKRANESI
S 93-13355