Dagblaðið Vísir - DV - 11.09.1989, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 11.09.1989, Blaðsíða 3
MÁNUDAGUR 11. SEPTEMBER 1989. 3 Fréttir Við Aðalstræti í Bolungarvík er að rísa mikil bygging. í framtíðinni verða þar fjórtán kaupleiguíbúðir, viðbygging sjúkrahúss, afdrep fyrir sóknarnefnd Bolungarvíkur, auk ýmiss konar þjónustustarfsemi. DV-mynd BB, ísafirði Bolungarvík: Jón Friðgeir reisir fjórtán kaupleiguíbúðir Siguijón J. Siguijónason, DV, ísafiröi; Við Aðalstræti í Bolungarvík er nú að rísa mikil bygging. Þar er um að ræða fyrsta hluta byggingar sem fyrirhugað er að reisa þar. í þeirri byggingu, sem nú er verið að slá upp fyrir, verða fjórtán kaupleiguíbúðir, auk sameiginlegs rýmis fyrir starfs- fólk og setustofa. Sú bygging veröur 1960 fermetrar eða 5.650 rúmmetrar. Síðan verður byggð tengibygging við gamla sjúkrahúsið og sjúkrahúsið stækkað. í kjailara þess húsnæðis, sem nú er að rísa, verður þjónustustarfsemi, fondur, iðjuþjálfun o.fl. Þá verður á efstu hæðinni safnaðarheimili. Bygging þessa húss hófst um mán- aðamótin ágúst/september í fyrra. Verkið er í höndum Byggingaþjón- ustu Jóns Fr. Einarssonar sem á að skila þessum hluta verksins næsta vor. Kostnaður við fyrsta hluta bygg- ingarinnar er samkvæmt samningi kr. 23.883.000. Samtök fá- mennra skóla stofnuð „í okkar skólastarfi eru aðrar áherslur en í fjölmennum skólum þar sem nemendum er skipt niöur í bekki eftir aldri. í fámennu skólun- um eru hins vegar oft á tíðum í ein- um bekk þrír árgangar nemenda. Þessar aðstæður kaUa á aðra upp- setningu á námsefni og aöra kennsluhætti. Það er því nauðsyn- legt fyrir okkur að eiga gott sam- starf,“ segir Kolbrún Hjörleifsdóttir, skólasfjóri og einn af stofnendum Samtaka fámennra skóla, en þau voru stofnuð formlega fyrir helgina. Skilgreining samtakanna á því hvað sé fámennur skóh er: almennur grunnskóli með 100 nemendur eða færri þar sem jafnframt fer fram veruleg samkennsla árganga. Félagar í samtökunum geta verið kennarar og skólastjórar í fámenn- um skólum ásamt fuhtrúum frá fræðsluskrifstofum, menntamála- ráðuneyti og kennarastofnunum. Á landsbyggðinni eru starfandi 174 grunnskólar, í 97 þeirra eru innan við 100 nemendur. Fámennustu skól- amir eru á Vestfjörðum, þar eru starfræktir 22 skólar, þar af eru 19 með færri en 100 nemendur. Fjölmennustu skólarnir á lands- byggðinni eru hins vegar á Reykja- nesi, þar eru einungis 2 af 27 skólum með nemendafjölda innan við 100. „TUgangur samtakanna verður að efla samstarf og samskipti fámennra skóla, stuðla að bættu og íjölbreytt- ara skólastarfi og standa vörð um hagsmum skólanna. Það er margt jákvætt sem samtökin geta látið af sér leiða. TU dæmis get- um við skipst á námsgögnum, við vonumst til að skólamir geti í fram- tíðinni tengst saman í tölvuneti svo að auðvelt verði að skiptast á náms- efni og námsgögnum. Tölvan mun í framtíðinni koma til með að rjúfa að verulegu leyti þá einangrun sem Utlu skólamir búa við,“ segir Kolbrún. -J.Mar EskiQöröur: Örugg atvinna Regína Thorarensen, DV, Eskifirði: Tólf íbúðir hafa verið í byggingu á þessu sumri á Eskiílrði og verður flutt í þær á vori komanda - nokkrar í apríl en aðrar seinna. Yfirleitt eru íbúðir hér byggðar með hraði. Á Eskifirði er alltaf næg vinna aU- an ársins hring og vantar sérstaklega fóUt þegar sUdarsöltun byrjar. En hér vantar húsnæði því margir vUja flytja hingað þar sem atvinna er ör- ugg. Hér em framsýnir athafnamenn sem standa vel á eigin fótum og byggja sín fyrirtæki á fóstum gmnni. Sem dæmi má nefna Friðþjóf hf. þar sem eigendur byijuðu með tvær hendur tómar. Þar vora dugmiklar fjölskyldur að verki og áttu þar ráð- defldarkonur mikinn hlut að máli. Kynnum í dag og nœstu daga 1990 árgerðina af PEUGEOT 205 Komið og kynnist af eigin raun þessum skemmtilega bíl sem kosinn hefur verið„BESTl BÍLL í HE1M1“ ár eftir ár': I Verð 3 dyra kr. 565.700.- wmKS | 91 Verð 5 dyrakr. 589.500.- 'AutoMotorundSport TJ ffl C n m S IU 0 Ul TJ m c C\ m 3 IU 0 U1 ■n m c n m s IU 0 Ul

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.