Dagblaðið Vísir - DV - 11.09.1989, Síða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 11.09.1989, Síða 23
MÁNUDAGUR 11. SEPTEMBER 1989. 23 Iþróttir „Leikurinn gegn FH upp á Ivf og dauða“ „Við fengum svo sannarlega tækifæri til að klára þetta dæmi. í>að er ljóst að við verðum að vinna leikinn gegn FH á laugardaginn og um leið mega Keflvíkingar og Þórsarar ekki vinna sína leiki. Framan af leiknum ríkti mikil taugveiklun hjá strákunum en eftir því sem á leið hvarf hún smám saman. Leikurinn á laugardag er upp á líf og dauða,“ sagði Marteinn Geirsson, þjálfari Fylkis, eftir leiki Fylkismanna og Keflvíkinga á Fylki- svelli í gær. Hvorugu liðinu tókst að skora mark og eru því félögin ennþá í alvarlegri fallbaráttu. Þegar á heildina er litiö geta Kefl- víkingar verið ánaegöir meö aö hreppa annað stigiö í leiknum. Fylk- ismenn áttu mun meira í leiknum og oft skall hurð nærri hælum upp viö mark Keflvikinga, þá sérstaklega í síðari hálfleik en af rmdarlegum orsökum komu leikmenn Fylkis ekki knettinum í mark aöstæöingana. Fylkir lék oft vel úti á vellinum en þegar upp að markinu kom rann fle- stallt út í sandinn. Margt gott býr í Fylkisliðinu en reynsluleysi hefur háð því í 1. deildar keppninni. Keflvíkingar börðust vel í leiknum og voru greinilega komnir til að hirða að minnsta kosti annað stigið. Fylkismenn áttu tvö hættuleg tæk- ifæri í fyrri hálfleik. Hið fyrra átti Öm Valdimarsson á 32. minútu en hitti ekki knöttinn á markteig. Þór- haflur Jóhannsson komst í ákjósan- legt tækifæri undir lok fyrri háifleiks en skot hans fór yfir af stuttu færi. í síðari hálfleik þyngdist sókn Ár- bæjarliðsins til muna en aflt kom fyrir ekki. Fylkismönnum var alveg fyrirmunað að koma knettinum í markið. Baldur Bjarnarson var í tví- gang nálægt því að skora, í annað skiptið smafl boltinn í slá Keflavíkur- marksins. Undir lok leiksins komst Baldur eiirn inn fyrir yöm Keflvík- inga og í staðinn fyrir að gefa á sam- herja í teignum, sem var einn og óvaldaður, skaut Baldur í þröngu færi í hliöametið. Fylki bíður erfiður leikur á móti FH á laugardag, þar veröur liðið að leggja allt í sölumar ef ekki á illa að fara. Öm Valdimarsson og Anton Jakobsson vom frískastir í liði þeirra í leiknum. Gestur Gylfason var best- ur í flði Suðumesjamanna en þeir eiga sömuleiðis erfiðan leik fyrir höndum gegn KA í síðustu umferð- inni á heimavelli. • Gylfi Orrason dæmdi leikinn og fórst það vel úr hendi eins og fyrri daginn. Gylfi fær tvær stjömur fyrir frammistöðuna af þremur möguleg- um. • Maður leiksins: Öm Valdimars- son. -JKS • Þorsteinn Bjarnason, markvörður Keflvíkinga, bægir hættunni frá marki sínu í leiknum gegn Fylki í gær. Þor- steinn varði oft vel í leiknum og hélt markinu hreinu. DV-mynd Brynjar Gauti HREINSIÐ UÓSKERIN REGLULEGA. ákvæði umferðarlaga? „Sá sem ábyrgð ber á skráningarskyldu vélknúnu ökutæki skal bæta það tjón sem hlýst af notkun þess enda þótt tjónið verði ekki rakið til bilunar eða galla á tækinu eða ógætni ökumanns." HEFURÐU HUGLEITT HVAÐ ÞETTA ÞÝÐIR? Rýmingarsala á hljóðfærum Æfingamagnarar á kynningarverði kr. 1.990 PT-87 Skemmtari sem kennir, með Ijósum og undirspili. Verð áður kr. 6.480 Verð nú kr. 5.300 HT-700 Hljóðgervill með undirspili. Verð áður kr. 31.755 Verð nú kr. 21.840 CRS-101 Hljómborð með ásláttarnæmi. Verð áður kr. 33.688 Verð nú kr. 19.990 DH-100 Midi horn, jafnt fyrir leikmenr sem laerða, með 6 innbyggða hljóma og tengjanlegt við hljóðgervla. Verð áður kr. 15.460 Verö nú kr. 9.320 Kahler tremolo. Verð áður kr. 19.755 Verð nú kr. 13.990 DG 20 Midi gftarskemmtari með 32 innbyggðum töktum og hljómum. Verð áður kr. 27.841 Verö nú kr. 16.690 iMl*'* mmM-.n-ik-.i. Kassagltartöskur á tombóluprís. Verð 3.200 MG 500 Frábær midi/venjulegur gítar með innbyggðum gítarstilli. Tengjanlegur við hljóðgervla þannig að hægt er að framkalla hvaða hljóm sem er. Verð áður kr. 53.284 Verð nú kr. 31.200 Laugavegi 26, s. 21615. SB 301 Léttur og fínn bassi. Verð áður kr. 21.450 - Verð nú kr. 16.370

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.