Dagblaðið Vísir - DV - 11.09.1989, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 11.09.1989, Blaðsíða 11
MÁNUDAGUR 11. SEPTEMBER 1989. 11 Utlönd Mikhail Gorbatsjov Sovétforseti hvatti forystu kommúnistaflokksins til að leggja sig alla fram til að bjarga Sovétríkjunum frá þeirri efnahagslegu og pólitisku óreiðu sem nú gengur þar yfir. Simamynd Reuter Gagnrýnir and- stæðinga um- bótastefnunnar Mikhail Gorbatsjov Sovétforseti hvatti flokksforystu sovéska komm- únistaflokksins til að starfa með end- umýjuðum krafti að uppbyggingu sovésks samfélags og gagnrýndi harkalega póhtíska andstæðinga sína í sjónvarpsávarpi um helgina. í ávarpinu ásakaði Gorbatsjov bæði róttæka umbótasinna sem og harð- línumenn um að reyna að ófrægja umbótastefhu hans. Forsetinn, sem verið hefur í mán- aðarlöngu sumarleyfi, sagðist viss um að kommúnistaflokknum tækist að ljúka umbótastefnunni þrátt fyrir varnaðarorð andstæðinga um póh- tískt öngþveiti, valdabaráttu og yfir- töku. Sjónvarpsávarp forsetans kemur á tíma er mikil þjóðemisólga ríkir í Sovétríkjunum. Sovésk yfirvöld hafa hafið herferð gegn þjóðemisbaráttu í Eystrasaltsríkjunum en sú mikla ólga sem þar ríkir hefur komið af staðótta um hreinsanir í flokknum. Mikh efnahagsleg óreiða rikir í Sovétríkjunum og virðast htlar líkur á að efnahagurinn rétti úr kútnum á næstunni. Sovétmenn em orðnir langeygir eftir efnahagslegum úrbót- um. Gorbatsjov sagði að nú sem aldrei fyrr væri tími fyrir öll stjórnmálaöfl að sameinast á bak við stefnu komm- únistaflokksins. Flokkurinn hefur tapað stuðningi víðs vegar um landið síðustu mánuði, sérstaklega í Eystra- saltsríkjunum þar sem íjöldasamtök hafa náð miklum vinsældum. Reuter Tveimur ráðherraefnum Mazowieckis hafnað Pólsk þingnefnd hafnaði um helg- ina tilnefhingu tveggja ráðherraefna í ríkisstjóm hins nýja forsætisráð- herra landsins, Tadeusz Mazowiecki. Ákvörðun nefndarinnar er ekki bindandi fyrir ráðherrann en heim- ildarmenn segja að í kjölfar hennar geti reynst erfitt fyrir Mazowiecki að fá samþykki þingins fyrir útnefn- ingu ráðherranna tveggja á morgun þegar hann leggur ráðherrahsta sinn fyrir þingmenn til samþykkis. Ahs erututtugu og þrír ráðherrar í ríkis- stjóm Mazowieskis. Þingnefnd landbúnaðarins hafnaði tilnefningu Czeslaw Janicki frá Bændaflokknum í embætti varafor- sætisráðherra og landbúnaðarráð- herra. Þá var tilnefning Samstöðu- mannsins Artur Balazs til ráðherra án ráðuneytis í landbúnaðarráðu- neytið einnig hafnað. Segja heimhd- armenn að nefndarmenn hafi ekki séð ástæðu til að setja á laggimar nýtt embætti ráðherra án ráðuneytis í landbúnaðarráðuneyti fyrir Balazs. Þá sagði í fréttum PAP, hinnar opin- bem fréttastofu, að einn nefndar- manna hafi tahð svör Janickis við spumingum of almenns eðhs. Samkvæmt fréttum PAP hafa öll önnur ráðherraefni Mazowieckis þegar hlotið samþykki viðkomandi þingnefnda. Stjómmálaskýrendur telja að erfitt geti reynst fyrir Mazowiecki að gera öhum aðhum að ríkisstjóm sinni th hæfis. Segja þeir að með því að velja Janicki í embætti landbúnaðarráð- herra í stað fyrrum ráðherra, Kaz- imierz Olesiak, hafi forsæstisráð- herrann reitt marga í Bændaflokkn- um til reiði. En Mazowiecki á einnig á hættu að missa stuðning margra Samstöðumanna í sveitum landsins ef hann lætur undan þrýstingi og th- nefndir Olesiak. Margir Samstöðu- menn saka Olesiak um að hafa að engu þarfir bænda. Reuter yiÐ j'A FLYTJUM v« DHUS OG BAÐ breytir um svip riö höfum opnað nýjan og glæsilegan sýningarsal að Funahöfða 19 Þar er lögð áhersla á gæða innréttingar til heimilisins, góða hönnun, nýstárlegt útlit og persónulega þjónustu. Það er spennandi að heimsækja okkur. Sjáumst! Funahöfða 19, sími 685680 iBeint flug í sólina ko.Tidu^ðtíl] E1 [] DOl R] M [ 13. september HÖFOW FENGID VtÐBÓTARGISTINGU._ Tískufatnaöur haustsins er þá kominn í verslanir. í þessari feró verður hjúkrunar- fræöingur til aöstoöar yngri sem eldri, eftir þörfum hvers og eins. Góö fararstjórn — Góö þjónusta — Hagstætt verö. Pantaóu strax því nú seljum vió síöustu sætin. [lilfl • Miðað við 2 fullorðna ^ og2böm(2-ll ára). — 3 vikur í septembersól Hitastigió í september er eins og best veröur á kosió og gististaóirnir fyrsta flokks, eins og ávallt hjá okkur. Sumaraukinn — 4. október Verð frá kr. 41.700 (4 fullorðnir í íbúð) Verð frá kr. 43.900 (2 fullorðnir í íbúð) Ef óskað er, er möguleiki á stoppi í London á heimleið. FERÐASKRIFSTOFA REVKIAVIKUR Aöalstræti 16 • 101 Reykjavík • sími 91-621490

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.