Dagblaðið Vísir - DV - 11.09.1989, Síða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 11.09.1989, Síða 30
30 MÁNUDAGUR 11. SEPTEMBER 1989. Iþróttir Körftiknattieikur: Karfan lofar góðu í vetur Ægix Már Káxason. DV, Suðuxnesjum; Sex leikir fóru fram á Reykjanesmótinu í körfuknattelik um helgina og af þeim að marka koma köifuknattleiks- menn mjög frískir tO leiks. Leikmenn yfirleitt virðast vera í mjög góðu keppnisformi mið- að við árstíma. Erlendu leik- mennimir sem leika aö nýju hér á eftir nokkra á fjarveru setja skemmtilegan svip á körfuknattleikinn og gera það ennfrekar þegar tímabilið hefst fyrir fullri alvöru í úrvalsdeiid- inni. ÍBK sigraði Reyni frá Sand- gerði, 144-61. Guðjón Skúlason var stigahæstur í liði Keflavík- inga með 33 stig en David Gris- son skoraöi mest fyrir Sangerð- inga eða alls 23 stig. Grindvíkingar sigruðu Tindastólsmenn, sem leika sem gestir á mótinu, 77-76, eftir jaftia og tvísýna viðureign. Guðmimdur Bragson skoraöi 18 stig fyrir Grindvíkinga en Bo Heyden var stigahæstur Tindastólsmanna með 25 stig. - Njarövíkingar unnu Hauka, 98-95. Teitur Örlygsson skoraöi mest fyrir Njarðvíkinga eða 42 stig og fór á kostum og Pálmar Sigurðsson skoraði 38 stigfyrir Hauka og átti sömuleiðis stór- leik. Njarðvíkingar unnu síðan Reyni með yfirburðum, 113-66. David Grison skoraði mest fyr- ir Reyni, 18 stig og Mike Clark fyrir Njarðvíkinga, 25 stig. Haukar sigruðu Tindastól, 81-77. Bo Heyden skoraði 32 stig fyrir Tindastól og Bow fyr- ir Hauka eöa 18 stig alls. Loks sigruðu Grindvíkingar lið Keflvíkinga, 85-83. Guð- mundur Bragson skoraði 28 stig fyrir Grindvíkinga og Guð- jón Skúlason fyrir Keflvíkinga eða 39 stig og átti mjög góðan ieik. Mótið heldur áfram á föstu- dagskvöldið og síöan verður leikið alla helgina. Helgi með Njarðvík í vetur Ægix Máx Káxasan. DV, Suöuxnesjunu Helgi Rafiisson, körfuknattleiksmað- ur úr Njarðvík, hefur ákveðið að leika með bikarmeisturum UMFN í vet- ur. Hann hefur spilað með lið- inu undanfarin ár en var búinn að lýsa því yfir að hann ætlaði að taka sér frí frá körfuknatt- leik í vetur. Helgi byrjar að æfa nú í vikunni. Það er gífurlegur styrkur fyr- ir Njarðvíkinga að fá Helga aft- ur 1 sínar raðir. Hann hefur verið í hópi bestu körfuknatt- leiksmanna landsins undanfar- in ár og endurkoma hans eykur til muna möguleika liðsins á góðum árangri í vetur, ekki síst í Evrópuleikjunum sem fram- undan eru gegn Bayer Leverk- usen. Roger Kingdom og Michael Conley frá Bandaríkjunum gefa Corneliu Oschkenat, Austur-Þýskalandi rembingskoss á verðlaunapallinum í Barcelona I gærkvöldi. Símamynd Reuter Heimsblkarkeppnln í frjálsmn íþróttum: Bandaríkjamenn og A-Þjóðverjar bestir - Sigurður Einarsson lenti 1 6. sæti 1 spjótkastskeppninni Heimsbikarkeppninni í frjálsum íþróttum lauk í Barcel- ona á Spáni í gærkvöldi. Góður árangur náðist í ýmsum greinum þrátt fyrir leiðindaveður flesta mótsdagana. Mikið rigndi við Miðjarðarhafið um helgina og dróst keppnin á langinn af þeim sökum. 1 keppni þessari tóku þátt átta lið, Bandaríkjamenn, Bretar, Austur-Þjóðverjar, Sovétmenn, Evrópubúmenn, Afríkumenn, Asíumenn, Eyjaálfumenn, Amer- íkumerm og lið Spánverja kepptu sem gestir. í karlaflokki sigruðu Bandaríkjamenn og Austur-Þjóðveijar sigruðu í kvennaflokki. Sigurður Einarsson spjótkastari var eini íslendingurinn í úrvalsliði ffá Evrópu. Sigurður náði sér ekki á strik í keppninni og hafnaði í sjötta sæti. Sigurður kastaði 73,54 metra sem er langt undir hans besta ár- angri. Sigurður hefur á mótunum í sumar notað spjót af ungveskri gerö en á mótinu í Barcelona var kepp- endum ekki heimilt að nota þá gerð spjóta. Þetta kom glöggt niður á ár- angri Sigurður, sem hefur að undan- fömu iðulega verið að kasta yfir 80 metra. Steve Barckley frá Bretlandi sigr- aði í spjótkastskeppninni, þeytti spjótinu 85,90 metra. Barckley hefur veriö ósigrandi á mótum í sumar og sýndi mikið öryggi í Barcelona í gær. Michoguchi frá Japan varð ann- ar, kastaði 82,56 metra. Kingdom setti heimsmet í 110 metra grind Heimsmethafinn í 110 metra grindar- hlaupi, Roger Kingdom frá Banda- ríkjunum, sigraði örugglega í grein- inni og setti heimsmet, hljóp á 12,87 sekúndum. Colin Jackson frá Bret- landi hafnaði í öðru sæti á 12,95 sek- úndum og Emilio Valle frá Ameríku varð þrðji á 13,21 sekúndu. Patrick stökk hæst allra í hástökki Patrick Sjöberg frá Svíþjóð sigraði í hástökki, stökk 2,34 metra. Dalton Grant frá Bretlandi varð annar með 2,31 metra og heimsmethafmn Javier Sotomayor frá Kúbu stökk 2,25 metra. Þetta er langt undir hans besta árangri en heimsmet hans er 2,44 metrar, sett á Kúbu á þessu ári. Chistyakova örugg í langstökkinu Galina Chistyakova frá Sovétríkjun- um sigraði í langstökki kvenna en hún hefúr um langt skeið verið ósigr- andi í greininni. Hún stökk á mótinu í gær 7,10 metra, Marieta Ilcu frá Evrópu var önnur með 6,71 metra og Nicole Boegman frá Asíu þriðja með 6,64 metra. Stigakeppni þjóðanna varð eförfar- andi í karlaflokíd: Bandaríki 133 stig, Evrópa 127, Bretar 119, Austur-Þjóð- veijar 116,5 Afríka 107, Ameríka 97, Asía 68,5, Spánn 64,5, Eyjaálfa 64,5. í kvennaflokki: Austur-Þjóðveijar 124, Svétríkin 106, Ameríka 94, Evrópa 89,. Banda- ríkin 84,5, Asía 67,5, Afríka 58, Spánn 48, Eyjaálfa 40. -JKS - FC Liege frá Belgíu mætir ÍA á Akranesi á morgun: Liege liffir á fornri frægð Kxxstján Bexnbuxg, DV, Belgíu; FC Liege, sem mætir Akumesing- um í Evrópukeppni félagsliða á Akranesvelli kL 17 á morgun, er stoftiað 1892 og er ftórða elsta félag- ið hér í landí. FC Liege hefur veriö í toppbarátt- unni undanfarin ftmm ár og á síð- asta keppnistímabUi haftiaði hðið í þriðja sætí. Með liðinu leika fjórir útlendingar, tveir Júgóslavar, einn ítali og einn Holléndingur. ítalinn og Hollendingurinn eru þó báöir skráðir Belgar þar sem þeir skrif- uðu undir samning fyrir 17 ára ald- ur. íjálfari Liege, Robert Waseige, er búinn að vera meö hðið í sex ár sem er aírek út af fyrir sig og var hann kosinn bestí þjálfari Belgíu 1985. Hann lék áður með félaginu frá 1948 tiJ 1962. Hann hefur meðal annars þjálfað Standard Liege, Winterslag og Lokeren. FC Liege hefur fimm sinnum orð- ið belgískur meistari, 18%, 1898, 1899, 1952 og 1953. Ufir félagiö þvi á fomri frægð. Leikvangur þess tekur um 38 þúsund áborfendur og er hann ekki aðlaðandi fyrir þá. Stór hjólabraut er umhverfis völl- inn og áhorfendur þar af leiðandi langt frá honum. Vömin hefur verið aðalsmerki FC Iiege en hún veiktist mikið þeg- ar Anderlecht keypti Stojic, mark- vörð Uðsins. Eins er eftírsjá í Quar- anta, sterkum vamarmanni, og framilínumanninum Weyt. Aðeins tveir leikmenn vom keyptir til Uös- ins fyrir keppnistímabUið, Hol- lendingurinn Angelo Nijskens kom frá Bayer Uerdingen eftir mislukk- að ár i Vestur-Þýskalandi og mark- vörðurinn Jackie Munaron frá Anderlecht Munaron hræöist hinn óþekkta völi á Akranesi DV spurði Amór Guðjohnsen um möguleika Skagamanna gegn Li- ege. „Það er mjög áriðandi aö Skagamenn nái mjög góðum úrsUt- um í heimaleiknum. Til þess þurfa þeir aö berjast í 90 mínútur,“ sagði Arnór. „Þeir verða aö hafa góðar gætur á sóknarmanninum Varga allan tímann, hann er mjög hættulegur. En ég tel aö Uð Láege sé veikara nú en i fyrra, þaö hefúr byijað frek- ar Ula í haust. Skagamenn verða að búa sig undir erfiöan síðari leik í Liege þvi þar er mjög erfitt áð spUa. Minn gamli félagi, Jackie Munar- on, heimsótti mig i morgun tíl að reyna að fá upplýsingar um ÍA, vöUinn og ferðalagið upp á Akra- nes. Það var auðséð að hann var kvíðinn fyrir því að leika á hinum óþekkta veUi Akumesinga og ég tel að vöUurinn sé eitt sterkasta vopn ÍA. Ég er heldur svartsýnn á að IA nái að sigra Liege en aUt er hægt í knattspymunni,“ sagði Amór í gær.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.