Dagblaðið Vísir - DV - 11.09.1989, Side 19

Dagblaðið Vísir - DV - 11.09.1989, Side 19
• Þaö var kátt á hjalla f búningskiefa FH-inga eftir sigurinn á Víkingi i gær. Hafnfiröingarnir strengdu þar þess heit að leggja Fylki aö velli f Kaplakrika á laugardaginn kemur og færa þar meö íslandsbikarinn í knattspyrnu til Hafnarfjaröar í fyrsta skipti. DV-mynd Brynjar Gauti islandsbikarinit ótroðnar slóðir? allar líkur á aö hann fari í Hafnarfjörð eða til Akureyrar í fyrsta skipti £ Eftir leikina í 17. um- ferð 1. deildar íslands- mótsins í knattspyrnu um helgina er allt útíit fyrir aö íslandsbikarinn fari á nýjar slóðir, í Hafnarfjörð eða til Akureyrar. Þaö eru FH og KA sem berjast um meistaratitilinn en KR og Fram eygja þó veika von ef báðum toppliðunum fatast flugið í síðustu umferðinni næsta laugardag. Baráttan á botninum er ekki síðri en Víkingur, Keflavík, Þór og Fylkir eru öU í mikilli hættu og tvö þeirra falia í 2. deild. AlUr fimm leikir síðustu umferðar- innar hafa úrslitaáhrif, og bar- áttan í 1. deildinni nú er því tví- sýnni en elstu menn muna! Fjallað er um leiki 17. umferðar í máli og myndum á bls. 23, 24 og 25. Guðmundur Torfason „tæklaður“ úr skónum „sigurinn á Celtic alveg meiriháttar“ „Sigurinn gegn Glasgow Celtic var alveg meiri- háttar. Við sýndum sér- lega góðan leik í fyrri hálfleik, ef til okkar besta leik á yfirstandandi keppnistímabili. Sigurinn er enn glæsilegri þegar haft er í huga að við lékum einum færri mestaUan síðari hálfleik," sagði Guðmundur Torfason, leik- maður skoska félagsins St. Mirren, í samtali við DV í gærkvöldi. Guðmundur meiddist á ökkla þegar tuttugu mínútur voru tU leiksloka. í samtalinu sagðist Guð- mundur vona að meishn væru ekki alvarleg. Guðmundur var tæklaður aftan frá, átökin voru svo mikU að annar skórinn fór í sundur. „Annar framlínumanna okkar var rekinn af leikvelli í upphafi seinni hálfleiks og ég var því einn í fremstu víglínu. Celtic sótti tals- vert í síðari hálfleik en við héldum fengnum hlut,“ sagði Guðmundur. í gær kom fram í skoskum fjöl- miðlum að Guðmundur hefði átt ágætan leik fyrir hð sitt. Áhorf- endur voru 26 þúsund og troðfyUtu völlinn. Nánar er fjallað um skosku knattspyrnuna á bls. 20. -JKS Belgiska knattspyman: Arnór kom And- erlecht á bragðið - skoraöi gegn Lokeren í 1-3 sigri Kristján Bemburg, DV, Belgíu: Amór Guðjohnsen skoraði fyrsta mark Anderlecht þegar liðið lagði hans gamla félag, Lokeren, að velli, 1-3, í belgísku 1. deildinni á laugar- daginn. Þjálfari Anderlecht kom öUum á óvart er hann lét Arnór leika sem bakvörð. Amór sýndi að hann er fjöl- hæfur leikmaöur og kom vel út í stöðunni. De Gryse gaf inn fyrir vöm Loker- en þar sem Arnór kom á fullri ferð, lék á tvo varnarmenn og renndi knettinum laglega framhjá mark- verði Lokeren. Þegar Arnór skoraði þá stökk þjálf- _ari Anderlecht af varamannabekkn- um og hljóp að hliðarlínunni og steig tryUtan stríðsdans. Síðustu tíu mín- útur leiksins vom æsispennandi. Van Tiggelen náði að bmna upp og skora annað mark Anderlecht en Lokeren svaraði með marki San- soms. AUir leikmenn Lokeren fóm í sóknina en Anderlecht náði þá skyndiupphlaupi og skoraði Nilis þriðja markið. Eftir leikinn var erfitt að ná taU að Amóri. Belgíska sjónvarpsstöðin hafði klófest kappann og tók stöðin langt viðtal við Ámór. „Það var gott að leika heilan leik en ég er algjör- lega uppgefinn. Það k'om á óvart að ég lék í bakvarðarstöðu en er í ljós koma að Grtin léki ekki með vegna meiðsla, ákvað þjálfarinn að setja mig í þessa nýju stöðu. Upphaflega átti ég að leika á miðjunni. Mér finnst svoUtið vanta upp á að vera kominn í fuUt form, og ég var ekki nógu ákveðinn í byijun leiksins. Eins er mjög erfitt að skipta um stöðu og breyta um leikstíl," sagði Arnór Guðjohnsen. Anderlecht er nú komið á topp 1. deildar með 7 stig eftir 4 umferðir. KV Mechelen er með sama stiga- fjölda og Cerle Brtigge er í þriðja sæti með 6 stig. Sigurður varð sjötti - sjá bls. 30 Egill með KR-inga - sjá bls. 25 Millwall á toppinn - sjá bls. 20 Stjarnan 11. deild - sjá bls. 22 Teitur tvö ár enn hjá Brann - meö nýjan samning viö félagiö Hermimdur Sigmundsson, DV, Noregi: Samkvæmt fregnum í norskum fjölmiðlum hefur Teitur Þórðarson gengið frá nýjum samningi við félag sitt, Brann, tti tveggja ára, og verður því við stjórnvötinn þar keppnis- tímabtiin 1990 og 1991. Teitur er að ljúka sínu öðru keppn- istímabtii hjá Brann. Liðið er nú í fjórða sæti 1. detidar og hefur ekki náð betri árangri í norsku knatt- spyrnunni um langt árabti. Þaö á í baráttu viö Rosenborg og Tromsö um annað sæti deildarinnar, og þar með sæti í Evrópukeppni, en beið þó tals- verðan hnekki í þeim slag í gær er það tapaði 0-1 á heimavetii fyrir Kongsvinger. Lilleström er með 43 stig þegar þrjár umferöir eru eftir, Rosenborg 35, Tromsö 33, Brann og Molde 30 stig. • Teitur Þórðarson hefur samið við Brann til tveggja ára.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.