Dagblaðið Vísir - DV - 11.09.1989, Side 42

Dagblaðið Vísir - DV - 11.09.1989, Side 42
42 MÁNUDAGUR 11. SEPTEMBER 1989. Fólk í fréttum Benedikt Ámason Benedikt Amason er leikstjóri söngleiksins Olivers en eins og fram kom í Sviðsljósi DV sl. þriðjudag er söngleikurinn fyrsta verkefni Þjóð- leikhússins sem frumsýnt verður í vetur. Benedikt fæddist í Reykjavik 23.12.1931, ólst þar upp í foreldra- húsum og lauk stúdentsprófi frá MR1951. Hann hélt þá til Lundúna og lauk prófi í leiklistarnámi við Central School of Speach Training and Dramatic Art í Royal Aibert Hall 1954. Að námi loknu hóf Benedikt að leika hjá Leikfélagi Reykjavikur og síðan hjá Þjóðleikhúsinu þar sem hann hefur starfað síðan, lengst af sem leikstjóri. Þá starfaði hann í eitt ár við leikstjórn í Danmörku þar sem hann var fyrsti aðstoðarleik- stjóri Eriks Balling, auk þess sem hann setti upp verk í Noregi. Bene- dikt bjó um skeið í Englandi og starfaði þá með svonefnda fijálsa leikhópa. Benedikt hefur um langt skeið verið í hópi virtustu leikstjóra ís- lenskra en hann hefur leikstýrt á sjötta tug leikverka fyrir Þjóðleik- húsið. Má þar m.a. nefna Nashyrn- ingana eftir Ionesco; Húsvörðinn eftir Pinter; Sköllóttu söngkonuna; Hamlet og Þrettándadagskvöld eftir Shakespeare og söngleikina My Fair Lady, Fiðlarann á þakinu og Gæja ogpíur. Kona Benedikts er Agnes Löve píanóleikari, f. 8.2.1942, dóttir Þor- steins Karlssonar Löve múrara- meistara og Hólmfríðar Snæbjargar Halldórsdóttur Löve. Benedikt á tvo syni. Þeir eru Einar Benediktsson, BS í fjölmiðlafræði og söngvari hljómsveitarinnar Syk- urmolanna, f. 29.10.1962, kvæntur Guðrúnu Margréti Jónsdóttur, BS í eðlisfræði, og Arni, búfræðingur og framkvæmdastjóri Sykurmolanna, f. 24.4.1964, í sambýli með Lilju Giss- urardóttur en þau eiga eina dóttur. Móðir Einars og Árna og fyrrv. eiginkona Benedikts er Vala Krist- jánsson, kennari og söngkona, f. 22.4.1938, dóttir Einars Kristjáns- sonar óperusöngvara og konu hans, Mörthu Kristjánsson. Benedikt á eina systur, Þórdísi, húsmóður í Garðabæ, f. 19.9.1933, en maður hennar er Einar Elíasson Siemsen forstjóri og eiga þau eina dóttur. Foreldrar Benedikts eru bæði lát- in en þau voru Árni Benediktsson, skrifstofustjóri ÁTVR og síðar for- stjóri Mjólkursamsölunnar í Reykjavik, f. 1897, og kona hans Jóna Kristjana Jóhannesardóttir húsmóðir, f. 1911. Systir Áma var Þórhalla en bræð- ur hans vom Guðmundur, gull- smiður á Seyðisfirði, og Halldór, b. á Hallgilsstöðum á Langanesi. Þau voru börn Benedikts, b. á Hallgils- stöðum, Árnasonar frá Landamóti í Kinn, Bjarnasonar og konu hans, Arnþrúðar Guðmundóttur, b. á Hallgilsstöðum, Björnssonar. Jóna Kristjana var dóttir Jóhann- esar Baldvins, stúdents og b. á Laxa- mýri, bróður Jóhanns skálds og Snjólaugar, móður þeirra Siguijóns, fymv. lögreglustjóra í Reykjavík, og Ingibjargar, móður Magnúsar Magnússonar, dagskrárgerðar- manns hjá BBC. Jóhannes Baldvin var sonur Siguijóns, dbrm og óð- alsb. á Laxamýri, Jóhannessonar, b. á Laxamýri, ættfoður Laxamýrar- ættarinnar, bróður Jóns í Sýmesi, langafa Jónasar frá Hriflu. Jóhann- es var sonur Kristjáns, b. á Hall- dórsstöðum í Aðaldal, Jósepssonar, b. á Kasthvammi í Aðaldal, Tómas- sonar, bróður Jónasar í Hvassafelli, afa Jónasar HaUgrímssonar skálds. Móðir Kristjáns var Ingibjörg HaRgrímsdóttir, systir Ólafar, ömmu Hólmfríðar Indriðadóttur skáldkonu, sem var amma Guð- mundar, skálds á Sandi, og Sigur- jóns, skálds á Laugum, Friðjóns- sona. Ingibjörg var einnig systir Gunnars prests á Laufási, afa Tryggva Gunnarssonar, banka- stjóra og langafa Hannesar Haf- steinsráðherra. Móöir Jóhannesar var Sesselja Bergsdóttir, prests á Nesi í Aðaldal, Magnússonar, og konu hans, Sigríð- ar, systur Ingibjargar, ömmu Brynj- ólfs, Fjölnismanns, Péturs biskups og Jóns dómstjóra Péturssona. Móðir Sigurjóns var Sigurlaug Kristjánsdóttir. Móðir Jóhannesar Baldvins var Snjólaug Guðrún, langamma Stefáns Gunnlaugsson- ar, fyrrv. bæjarstjóra í Hafnarfirði, fóður Guðmundar Árna, bæjar- stjóra í Hafnarfirði, Finns Torfa lög- fræðings og Gunnlaugs, prest í Heydölum. Snjólaug Guörún var systir Kristínar Hólmfríðar, langömmu Þorsteins Sæmundsson- Benedikt Árnason. ar stjömufræðings, og systir Bald- vins, hreppstjóra á Böggvisstöðum, langafa Þorvaldar Jóhannssonar, bæjarstjóra á Seyðisfirði. Annar bróðir Snjólaugar Guðrúnar var Þorsteinn, afi Þorsteins Hannesson- ar óperusöngvara, fóður Páls, út- varpsstjóra Bylgjunnar. Þorsteinn var einnig afi Jóhanns skólameist- ara, fóður Wincie, formanns Hins íslenska kennarafélags. Snjólaug Guðrún var dóttir Þorvaldar, b. á Krossum á Árskógsströnd, Gunn- laugssonar, b. á Hellu, Þorvaldsson- ar. Móðir Snjólaugar Guðrúnar var Snjólaug, systir Hólmfríðar, langömmu Björns Th. Björnssonar listfræðings. Afmæli Björk Mýrdal Björk Mýrdal hjúkrunarfræðing- ur, Kirkjuvegi 26, Vestmannaeyjum, varð fertug á laugardaginn. Björk fæddist í Reykjavík og ólst upp í Kópavoginum. Hún hóf nám í hjúkrun 1969 og útskrifaðist sem hjúkrunarfræðingur 1972. Þá hóf hún strax störf við geðdeild Borgar- spítalans í Arnarholti og síðan á geðdeild A-2 á Borgarspítalanum þar sem hún starfaði í tvö og hálft ár. Björk dró úr vinnu utan heimil- isins þegar börn hennar komu í heiminn og fluttu þau hjónin til Akureyrar þar sem hún starfaði við afleysingar á sumrin, einkum á Kristneshæli. Eftir tvö ár á Akur- eyri fluttu þau á Selfoss þar sem þau bjuggu í sex ár en em nú búsett í Vestmannaeyjum frá því í vor. Björk giftist 1969 Guðmundi Ólafs- syni bókbindara og síðar rafvirkja á Skagaströnd, syni Ólafs heitins Amlaugssonar, fyrrv. slökkviliðs- sjóra í Hafnarfirði, og konu hans, Ruthar Guðmundsdóttur húsmóð- ur, en Björk og Guðmundur slitu samvistum eftir fáein ár. Dóttir Bjarkar og Guðmundar er Ruth, f. 31.10.1967, starfsmaður Búnaðarbanka íslands á Akureyri, unnusti hennar er Sæmundur Frið- riksson sölumaöur, f. 22.3.1962. Björk giftist seinni manni sínum 6.9.1975, en sá er Árni M. Friðgeirs- son, vélstjóri og sjómaður, f. 23.3. 1954, sonur Friðgeirs Björgvinsson- ar sjómanns og Sigríðar Árnadótt- ur, húsmóður og starfsstúlku í eld- húsi Landspítalans. Björk og Árni eiga tvö börn, Sig- ríði Unu, f. 26.3.1976, og Njál Mýrd- al, f. 12.5.1980. Björk á tvo bræður sem jafnframt eru tvíburar. Þeir eru Þór Mýrdal, verslunarmaður í Kópavogi, f. 6.1. 1956, kvæntur Jóhönnu Gunnars- dóttur verslunarmanni, f. 29.10. 1958, og eiga þau eina dóttur, og Sig- ursteinn Mýrdal, starfsmaður á Ljósritunarstofunni Nón, og á hann einnson, Óla Hauk.f. 10.1.1977. Foreldrar Bjarkar em Njáll Mýrd- al, deildarstjóri hjá Ríkismati sjáv- arafurða, f. 4.7.1921, og Theódóra J. Aradóttir Mýrdal húsmóðir, f. 24.4.1922. Njáll er sonur Sigurjóns Mýrdal, skipstjóra í Hafnarfirði og síðar í Reykjavík, Jónssonar, Mýrdal, lausamanns í Krýsuvík, Jónssonar, b. á Fossi á Síöu, Einarssonar, hreppstjóra í Þórisholti, Jóhanns- sonar. Móðir Siguijóns var Þóra, húsfrú í Winnipeg og síðar á Vopna- firði, Siguröardóttir, b. í Götu í Sel- Björk Mýrdal. vogi; Gíslasonar, b. og hreppstjóra í Nesi í Selvogi, Þorlákssohar. Móðir Þóru var Una Þorkelsdóttir, b. í Selparti í Flóa, Valdasonar, b. í Hellum í Flóa, Markússonar, b. í Garðhúsum, Valdasonar, b. í Fljóts- hólum, Eiríkssonar, b. á Vatnsenda í Flóa, Jónssonar. Móðir Unu var Þórunn Álfsdóttir, b. í Tungu í Flóa, Arasonar ríka, b. í Götu á Stokkseyri og síöar hrepp- stjóra að Eystri-Loftsstöðum, Bergs- sonar, hreppstjóra í Brattsholti, Sturlaugssonar, ættfóður Bergsætt- arinnar. Móðir Þórunnar var Gunnvör Ormsdóttir, b. að Hamri í Flóa, Arn- þórssonar, b. að Hamarshjáleigu, Björnssonar. Gerður Sigurðardóttir Gerður Sigurðardóttir kennari, Mýrarvegi 116, Akureyri, er sextug ídag. Gerður fæddist í Árgerði í Ólafs- firði og ólst upp að Kleifum í Ólafs- firði. Hún lauk gagnfræðaprófi frá GagnfræðaskólaAkureyrarl947, ' prófi frá Húsmæðraskólanum að Löngumýri í Skagafirði 1950, handa- vinnukennaraprófi frá KÍ1953, stúdentsprófi frá Öldungadeild MA 1984 og stundaði síöan framhalds- nám við Danmarks Lærerhojskole í Kaupmannahöfn 1987 en Gerður hefur verið kennari viö Lundar- skóla á Akureyri sl. fimmtán ár. Gerður giftist 22.9.1953 Svavari Guöna Gunnarssyni framhalds- skólakennara, f. 10.7.1931, syni Þór- hildar Siguröardóttur Kjerúlf, hús- móður í Reykjavík, og Gunnars Ei- ríkssonar bílasmiðs. Böm Gerðar og Svavars Guðna em Sigurður, f. 26.3.1954, vélfræð- ingur í Reykjavik, í sambýli með Dagmar Jónsdóttur hjúkmnarfræö- ingi en dóttir þeirra er Ylfa Rún; Gunnar Þór, f. 22.7.1956, bakara- meistari í Reykjavík, kvæntur Sig- urlínu Gísladóttur kennara; Krist- leif Þórhildur, f. 23.1.1960, leiðbein- andi á Akureyri, gift Þresti Emils- syni rafeindavirkjameistara og em dætur þeirra Gerður og Katrín Björg, og Ari, f. 22.4.1964, auglýs- ingateiknari á Akureyri, kvæntur Fjólu Hersteinsdóttur sjúkraliða. Systir Gerðar er Brynja, f. 25.11. 1939, húsmóðir á Ólafsfirði, gift Gunnari Þór Magnússyni fram- kvæmdastjóra en synir þeirra era Sigurður Gunnlaugur, Magnús og Sigurpáll Þór. Foreldrar Gerðar: Sigurður Gunn- laugur Baldvinsson útgerðarmaöur, f. 15.3.1896, d. 19.8.1975, Og Kristlaug Kristjánsdóttir húsmóöir, f. 28.8. 1904, en þau bjuggu lengst af í Ár- Geröur Sigurðardóttir. gerði í Ólafsfirði. Gerður verður að heiman á af- mælisdaginn. 90 ára 60 ára Erlendur Þorbergsaon, Grentoel 7, Reykjavík. Bragi Þ. Sigurðsson, Fomósi 1, Sauðárkróki. 85 ára kennaraibúð á Bifröst, Norðurárdals- hreppi. Bjöm GunnJaugsfion, Kolugili, Þorkelshólshreppi. Hulidór S. Vigfússon, Hvassaleiti 35, Reykjavík. Magnús Jónsson, 80 ára Baldur Pálsson, Ásgarösvegi 9, Húsavík. 75 ára 50 ára Jónína Garðarsdóttir, Amþórsgerði, Ljósavatnshreppi. öm Hjörleifsson, Anna S. Lárusdóttir, Austurbrún 6, Reykjavík. Sigurveig Þorsteinsdóttir, Suðurgötu 8, SeyðisfirðL Guðrún Kristinsdóttir, Báröarási 9, Neshreppi. 40 ára Skipholti 32, Reykjavík. Svanhildur Sigurðardóttir, 70 ára Kaplaskjólsvegi 33, Reykjavík. Stefán Vilhjálmsson, Þóninnarstræti 103, Akurevri. Árni Guðmundsson, Skeiðarvogi 103, Reykjavík. Þórhiidur Árnadóttir, Reykási 43, Reykjavik. Hjörtur Kristjánsson, Hraunbæ 116, Reykjavík. Ásgeir G. Danielsson, Álftamýri 6, Reykjavík. Guðrún Símonardóttir Guðrún Símonardóttir, verslun- armaður og húsmóðir, Hagamel 25, Reykjavík, varð sjötíu og fimm ára ígær. Guðrún er ekkja eftir Unndór Jónsson, fulltrúa hjá Ríkisendur- skoðun, f. 6.6.1910, son Jóns Stefáns- sonar Melstað, b. að Hallgilsstöðum í Hörgárdal í Eyjafirði, og Albínu Pétursdóttur húsfreyju. Börn Guðrúnar og Unndórs era Gerður, f. 1.5.1941, húsmóðir á Eg- ilsstöðum, gift Vilhjálmi Einarssyni rektor og eiga þau sex syni; Albína, f. 21.9.1947, húsmóðir og nemi í Grindavík, gift Sigurði Magnúsi Ágústssyni lögregluvarðstjóra og eiga þau þrjú börn; Þórdís, f. 2.3. 1949, bókari í Björgun hf. í Reykja- vík, gift Jóni Snævari Guðnasyni, framkvæmdastjóra DHL á íslandi, og eiga þau þrjú börn; Jón Egill, f. 3.3.1951, verkfræðingur og fram- kvæmdastjóri Atvinnuþróunar- stofnunar Suöurnesja, kvæntur Ól- öfu Elvu Sigvaldadóttur, húsmóður og nema, og eiga þau fimm böm, og Símon Reynir, f. 11.8.1956, tækni- fræðingur í Danmörku, kvæntur Lám Hallgrímsdóttur, cand. mag. í Guórún Símonardóttir. ensku og starfsmanni hjá IBM í Danmörku, og eiga þau eina dóttur. Guðrún á þrjú systkini sem öll eru á lífi. Þau eru ðlafur Jón, lögreglu- þjónn í Reykjavík, Ólöf Ingibjörg, húsmóðir á Selfossi og Gísli, lög- fræöingur hjá borgarfógeta í Reykjavík. Foreldrar Guðrúnar em bæði lát- in en þau voru Símon Jónsson, sjó- maður og verkamaður á Stokkseyri, og Kristgerður Eyrún Gísladóttir, húsfreyja frá Fossi í Vilhngaholts- hreppi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.