Dagblaðið Vísir - DV - 11.09.1989, Blaðsíða 14
14
MÁNUDAGUR 11. SEPTEMBER 1989.
W Frjálst.óháÖ dagblaö
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM
Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON
Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON
Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift,
ÞVERHOLTI 11,105 RVlK, SlMI (1 )27022 - FAX: (1 )27079
Setning, umbrot, mynda- og plötugerð:
PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF., ÞVERHOLTI 11
Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1000 kr.
Verð i lausasölu virka daga 95 kr. - Helgarblað 115 kr.
Ný ríkisstjórn
Ný ríkisstjórn hefur tekiö við völdum. í gær baöst
Steingrímur Hermannsson lausnar fyrir ráöuneyti sitt
en myndaði jafnframt þriöju ríkisstjórn sína. Þar með
hefur Borgaraflokkurinn formlega tekiö sæti í ríkis-
stjórn íslands og er það í fyrsta skipti sem fimm flokkar
standa aö ríkisstjórn hér á landi ef flokkur Stefáns Val-
geirssonar er talinn með. Það er sömuleiðis í fyrsta
skipti sem tvær ríkisstjórnir eru myndaðar á sama kjör-
tímabilinu án undangenginna kosninga.
Enda þótt þannig sé margt merkilegt við hina nýju
stjórn er óhklegt að mikil straumhvörf eigi sér stað við
stofnun hennar. Stefnumálin eru að mestu þau sömu.
Steingrímur situr áfram sem forsætisráðherra og A-
flokkarnir ásamt Framsóknarflokki hafa tögl og hagld-
ir. Borgaraflokkurinn er miklu fremur til framlengingar
á fráfarandi ríkisstjórn, Qórða hjóhð undir vagninn.
Borgaraflokkurinn tryggir hins vegar ríkisstjórninni
meirihluta á alþingi í báðum deildum og að því leyti er
ríkisstjórnin fastari í sessi. Eftir að Borgaraflokkurinn
gengur formlega til liðs við ríkisstjórnina má ætla að
kosningum hafi verið afstýrt þar til kjörtímabilinu lýk-
ur vorið 1991.
Ástand efnahags- og atvinnumála er ekki björgulegt
um þessar mundir. Staða ríkisfjármála er ekki síður
ískyggileg. Harðvítugar deilur standa um byggðamál,
fiskveiðistefnu og framtíð landbúnaðarins. Atvinnuleysi
blasir við í vetur. Undir þessum kringumstæðum mundi
upplausn í stjórnmálum með tilheyrandi kosningabar-
áttu, kosningum og stjórnarmyndun auka enn á ringul-
reiðina í landinu. Eftir atvikum verður því að telja það
ihskásta kostinn að framlengja hf þeirrar rikisstjórnar
sem setið hefur undir forystu Steingríms Hermannsson-
ar. Það gerir ekki illt verra og þá sér þjóðin framan í
þá póhtísku stefnumörkun sem sú stjórn fylgir. Ríkis-
stjórnin fær þá sinn tíma, hún fær tækifæri til að sanna
sig. Línumar skerpast og stjórnarandstaðan getur þá
jafnffamt boðið upp á skýran valkost þegar þeim tíma
er lokið.
Margoft hefur verið bent á að fjölflokkastjórnir séu
ekki heppilegar. Eftir því sem flokkunum fjölgar er
meiri hætta á glundroða og lausung í stjórnmálunum
og við stjórn landsmálanna. Sjálfstæðisflokkurinn var-
aði mjög við þessu ástandi fyrir síðustu kosningar. Nú
er það komið á daginn og kemur í ljós hvaða afleiðingar
það hefur í för með sér. Sú reynsla kann að verða dýr
en hún verður lærdómsrík. Ef þessa fóm þarf að færa
til að opna augu kjósenda fyrir göhum fjölflokkakerfis-
ins má ætla að fjögurra eða fimm flokka stjórn verði
vatn á myUu þeirra sem vUja efla einn flokk tU ábyrgð-
ar. Þannig geta atburðir síðustu daga orðið tU þess að
skýra línurnar, annars vegar fyrir Sjálfstæðisflokkinn
á öðrum kanti stjómmálanna og hins vegar í samruna
eða sameiningu annarra flokka á hinum kantinum.
Hver veit?
Borgaraflokkurinn gengur til hðs við fyrrverandi
stjómarflokka til að bjarga hfi sínu. En hann gerir það
væntanlega einnig vegna þess að hann getur í meginefn-
um fylgt þeirri stefnu sem vinstri flokkamir hafa mót-
að. Borgaraflokkurinn hefur þannig tekið sér stöðu í
Utrófi stjómmálanna og nú verður ekki aftur snúið.
Stjómarþátttaka hans stuðlar að því að skerpa línumar
miUi stjómar og stjómarandstöðu, miUi hægri og
vinstri, miUi miðstýringar og valddreifmgar.
EUert B. Schram
Styrmir Gunnarssn ritstjóri - lýðhyggjumaöurinn. Jóhannes Nordal seölabankastjóri - fjölhyggjumaöurinn. -
„ .. .tvo ágætismenn sem ég hef stundum rökrætt við. - Ég átti margt sameiginlegt með þeim, en ég fann að
þeir voru annarrar skoðunar en ég um meginatriði, hvor á sinn hátt,“ segir greinarhöfundur m.a.
Frjálshyggja og
gervHrjálshyggja
Munurinn á silki og gervisilki er,
sem kunnugt er, að síðamefnda
efnið lítur út eins og silki án þess
að vera það. Svipað á stundum við
um stjómmálastefnur. Tvær skoð-
anir ganga víða erlendis og ef til
vill einnig hérlendis undir sama
nafni og öflugasta og áhrifamesta
stjómmálastefna á Vesturlöndum
síðustu tvö hundruð árin. Þær eiga
sitt hvað sameiginlegt með frjáls-
hyggju, líta undir einu sjónarhomi
út eins og hún, en þær eru samt
sem áður ekki frjálshyggja. Önnur
skoöunin gerir lýðræði að aðal-
markmiði í mannlegu samlífi, en
samkvæmt hinni er fjölbreytni
æskilegust allra gæða.
Ég legg því til, að önnur skoöunin
sé nefnd „lýðhyggja", en hin „fjöl-
hyggja". Hér langar mig til að
skýra örfáum orðum, hvað líkt sé
og hvað ólíkt með þessum skoðun-
um og fijálshyggju. Ég tek fram,
að ég skrtfa þessa grein í þágu rök-
réttrar hugsunar, en ekki í ádeilu-
skyni. Gervisilki þarf ekki að vera
lakara en silki og gervifijálshyggja
ekki að vera verri en fijálshyggja,
þótt auglýsingin góða sé reyndar
ekki alltaf aö tilefnislausu: Varist
eftirlíkingar!
Lýðhyggjan
Lýðhyggjumenn eiga það sameig-
inlegt meö fijálshyggjumönnum að
styðja lýðræði. Munurinn er sá, aö
fyrir lýðhyggjumönnum er lýðræði
tilgangur, en í augum frjálshyggju-
manna er það einungis tæki. Lýð-
hyggjumenn segja sem svo: Til eru
tvö ráð til að gera út um deilumál.
Annað er að berjast, uns einn aðili
hefur sigur, hitt er að miðla málum
í frjálsum umræðum og kosning-
um, svo að menn skilji sáttir. Leið
lýðræðisins er leið umræðna, gagn-
kvæmra tilslakana, frjálsra kosn-
inga. Hún er leið skynseminnar,
ekki ofbeldisins. Og lýðhyggju-
menn draga þá ályktun, að borgar-
amir verði að hafa þau réttindi,
sem nauðsynlegt er, til þess að lýð-
ræði fái þrifist, en þar skipta mestu
máh funda- og félagafrelsi og prent-
frelsi.
Fijálshyggjumenn svara: Rétt er
það, að fijálsar kosningar eru
skynsamlegri en blóðug barátta.
En til er þriðja ráðiö, fijáls við-
skipti. Ef þú ásæhst eitthvað, sem
náimgi þinn á, þá þarft þú ekki að
fara með hemaði gegn honum eða
mynda meirihlutabandalag um að
skattleggja hann, heldur getur þú
boðið honum borgun fyrir það. í
augum okkar er frelsið fmmghdið,
ekki lýðræði. Stundum geta þessi
tvö gildi rekist á. Einfaldasta dæm-
ið um það er, þegar meiri hlutinn
knýr minni hlutann til þess að
leggja eitthvað fram til hluta, sem
minni hlutinn er andvígur. Hvers
vegna á maður, sem horfir aðeins
á Stöð 2, að þurfa að greiða áskrift
KjáUaiinn
Dr. Hannes Hólmsteinn
Gissurarson,
lektor í stjórnmálafræði
aö Ríkisútvarpinu?
Meginkosturinn við lýðræði er,
aö við getum skipt friðsamlega um
valdhafa á nokkurra ára fresti. En
fásinna er að færa lýðræði út á
svið þar sem þaö á ekki við. Nem-
endur eiga ekki að stjóma skólum
og starfsmenn ekki fyrirtækjum,
og því síður á meiri hlutinn að segja
vísindamönnum, hstamönnum og
öðrum skapandi einstaklingum
fyrir verkum. Frelsið á einungis að
takmarkast af sj álfu sér - frelsi eins
manns af sama frelsi annars - en
lýðræðið á hins vegar að takmark-
ast af frelsinu.
Fjölhyggjan
Fjölhyggjumenn em gjarnan
rómantískir einstaklingshyggju-
menn. Þeir telja, að mannlegt sam-
líf sé því betra sem mannlífið sé
fjölbreyttara og fleiri kostir reynd-
ir. Þeir em víðsýnir og umburðar-
lyndir, ákafir stuðningsmenn frels-
is th aö stimda ahs konar tilrauna-
starfsemi, jafnt í einkalífi sem opin-
bem lífi, þótt þeir kunni sjálfir að
vera flekklausir í lifemi sínu. Þeir
em hlynntir funda- og félagafrelsi
og prentfrelsi, af því aö það stuðlar
að fjölbreytni, og láta sér (ólíkt lýð-
hyggjumönnum) mjög annt um þá,
sem binda ekki bagga sína sömu
hnútum og samferðafólkið. Oft
segja þeir jafnvel eins og Ibsen í
Þjóðníðingnum, að meiri hlutinn
hafi jafnan rangt fyrir sér.
Hver er þá munurinn á þeim og
frjálshyggjumönnum? Hann er sá,
að í hugum fijálshyggjumanna er
fjölbreytni æskheg, en ekki nauð-
synleg, afleiðing af frelsinu, en fyr-
ir fjölhyggjumönnum er fjölbreytni
hins vegar sjálfstætt markmiö, sem
frelsið verður að þoka fyrir, rekist
þessi tvö ghdi á. Besta dæmið um
slíkan árekstur er opinberir styrkir
th menningarstarfsemi. Segjum
sem svo, að íslenska óperan fái
ekki staðist með fijálsum framlög-
um og sölu á þjónustu sinni. Þá
yppa fijálshyggjumenn öxlum og
segja: Einstakhngamir hafa vahð,
og við verðum að sætta okkur við,
að ekki hafa næghega margir vahð
íslensku óperuna. Fjölhyggjumenn
hrista hins vegar höfuðið reiðir og
segja: Mannhfið verður lítilfjör-
legra, thkomuminna, verra, fái ís-
lenska óperan ekki að starfa. Frels-
ið má ekki verða frelsi th fá-
breytni. Þess vegna eru opinberir
styrkir nauösynlegir.
Að dómi fijálshyggjumanna er
aðalatriðiö, hvort fjár th menning-
arfyrirtækja eins og íslensku óper-
unnar er aflað með frjálsum fram-
lögum eða valdboðum. Átt þú, sem
ekki sækir óperur, að greiða niður
heimsóknir mínar í óperuna? Fjöl-
hyggjumenn segja hins vegar, aö
mestu máh skipti, að slík fyrirtæki
fái að starfa í þágu fjölbreytni og
þroska einstaklinganna. En þá er
hættan vitanlega sú, að of mikið
vald verði lagt í hendur sjálfskip-
aös úrvalshóps, að fagrar hugsjónir
verði notaðar th að réttlæta blygð-
unarlausa sóun almannafjár.
Frjálshyggjan
Þessi tvö hugtök urðu th í huga
mér, þegar ég var að reyna að skýra
fyrir sjálfum mér ágreining við tvo
ágætis menn, sem ég hef stundum
rökrætt við. Ég átti margt sameig-
inlegt með þeim, en ég fann, að
þeir voru annarrar skoðunar en ég
um meginatriði, hvor á sinn hátt.
Lýðhyggjumaðurinn er Styrmir
Gunnarsson ritstjóri, en fjöl-
hyggjumaðurinn Jóhannes Nordal
seðlabankastjóri.
Ég vona, aö ég sé ekki að gera
þeim rangt th, þegar ég segi, að
þeir séu sannfærðir um, að leggja
beri inn á braut frelsisins, en víkja
þó af henni, er nauðsyn krefji. En
ég tel, að þau gæði, sem þeim og
mörgum öðrum eru ofarlega í
huga, hlotnist okkur þá og því að-
eins, að viö göngum brautina hik-
laust á enda. Eina ráðið við frelsinu
er meira frelsi. Ef við fómum frels-
inu fyrir lýðræði eða íjölbreytni,
munum við að lokum öðlast hvor-
ugt. Ef við slökum hins vegar
hvergi á frelsiskröfunni, mun okk-
ur hlotnast hvort tvegga.
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
„Eina ráðið við frelsinu er meira
frelsi.“