Dagblaðið Vísir - DV - 11.09.1989, Page 27

Dagblaðið Vísir - DV - 11.09.1989, Page 27
MÁNUÖAGUR ií. SEPTEMBER 1989. 27 Iþróttir • John Weargason, ásamt Einar Einarssyni, leikmanni með IBK. Þess má geta að Einar meiddist á æfingu á dögunum og leikur ekki með ÍBK á næstunni. DV-mynd Ægir Már Alltaf gaman að prófa eitthvað nýtt - segir John Weargason, þjálfari og leikmaður með ÍBK Ægir Már Kárason, DV, Suðumesjum; „Vinir mínir í Banda- ríkjunum voru mjög hissa þegar ég ákvað að fara til íslands. Sumir vissu ekkert hvar landið er. En ég ákvað að slá til þegar haft var sam- band við mig og sé ekki eftir því. Það er alltaf gaman að prófa eitt- hvað nýtt,“ sagði John Weargason, 23 ára gamall körfuknattleiksmað- ur frá Bandaríkjunum, sem leikur með íslandsmeisturum ÍBK í úr- valsdeildinni í vetur, í samtali við DV. „Það hefur komið mér á óvart hve góður körfubolti er spilaður hér á íslandi og í Keflavíkurliðinu eru margir snjallir leikmenn sem eiga örugglega eftir að standa sig vel í vetur,“ sagði Weargason. Keflvíkingar eru mjög ánægðir með Weargason þar sem hann er mjög góður þjálfari og snjall leik- maður. Hann verður væntanlega stærsti leikmaður úrvalsdeOdar- innar í vetur, 2,12 metrar á hæð. Weargason er frá Los Angeles en þar lék hann með háskólaliði. • Mike Clark ásamt leikreyndasta leikmanni UMFN, ísak Tómassyni. Það mun án efa mæða mikið á þeim félögum í vetur. DV-mynd Ægir Már Hef lesið margar bækur um landið - segir Mike Clark, þjálfari og leikmaður UMFN Ægir Már Kárason, DV, Suðumesjum; „Ég hef alltaf haft mjög gaman af því að ferðast og þegar ég fékk tilboö frá Njarðvík ákvað ég að slá til. Ég varð strax mjög spenntur fyrir því að fara til íslands og hef lesið margar bækur um landiö," sagði Mike Clark, bandaríski körfuknattleiksmaður- inn sem leikur með bikarmeisturum UMFN í vetur, í samtali við DV. Clark lék ekkert á síðasta keppnis- tímabili, tók sér þá frí frá körfuknatt- leik, en hann var áður í tvö ár í æf- ingabúðum hjá Los Angeles Lakers, og einnig eitt ár hjá Chicago Bulls. Þá lék hann á sínum tima sem at- vinnumaður í ísrael, Sviss og á ítal- íu. Hann er þrítugur að aldri og 2,07 metrar á hæð. Njarðvíkingar verða í vetur án tveggja máttarstólpa, Helga Rafns- sonar og Hreiðars Hreiðarssonar, en þeir hafa verið mjög mikilvægir hlekkir í liðinu síðustu árin. Þeir verða því ekki með sérlega hávaxið liö í vetur og því mun væntanlega mæða mikið á Mike Clark. ÍÞRÓTTAKENNARAR [þróttakennara vantar að Skógaskóla. Góð íþróttaað- staða, mikil vinna, góð kjör. Uppl. veittar í simum 98-78880 og 98-78850 alla daga. Skólastjóri IH SUN íNERtST j ’:'j: :. í 'Ajkxoi ' HARGREIÐSLUSTOFAN KLAPPARSTIG SIMI 13010 Lýsingarefnið sem ekki skaðar hárið. Strípulitanir. RAKARAST O FAN KLAPPARSTlG I SIMI 12725 FRONSKUNAMSKEIÐ ALLIANCE FRANCAISE 13 vikna haustnámskeið hefst mánudaginn 18. sept- ember. Kennt verður á öllum stigum ásamt samtalshópi og í einkatímum. Innritun fer fram á bókasafni Alliance Francaise, VESTURGÖTU 2 (gengið inn bakdyra megin), alla virka daga frá 15 til 19 og hefst miðviku- daginn 6. september. Henni lýkur föstud. 15. sept. kl. 19. Allar nánari upplýsingar fást í síma 23870 á sama tíma. Greiðslukortaþjónusta KARATE!!! SHOTOKAN STÍLL Byrjendanámskeið í karate eru að hefj- ast hjá Karatefélag- inu Þórshamri. Skipt verður í flokka eftir aldri. Sensei Masoe Kawasoe, 6. dan, yfirþjálfari shotokan á Islandi. Aðalkennarar eru Karl Gauti Hjaltason, Karl Sigurjónsson og Gísli Klemenzson, allir 1. dan, handhafar svarts beltis. Karate er sjálfsvamaríþrótt fyrir stráka og stelpur á öllum aldri og byggir upp and- ann sem og líkamann. Karate veitir þér meira sjálfstraust og öryggi. KARATEFÉLAGIÐ ÞÓRSHAMAR Skipholti 3,2. hæð (200 m frá Hlemmi). Upplýsingar í síma 14003 milli kl. 17.30 og 22.00 mánud.-föstud. og 12.00-15.00 laugard.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.