Dagblaðið Vísir - DV - 11.09.1989, Qupperneq 12
12
MÁNUDAGUR 11. SEPTEMBER 1989.
Utlönd
Búgarðar gerðir upp
Lögregian í Kólumbíu lagði um
helgina hald á tuttugu og einn bú-
garð í eigu eiturlygabaróna en
skyndiárás var gerð á fjörutíu og
tvo búgarða. Alls hafa nú yfir tvö
hundruö manns veriö handteknir
frá því að herferð yfirvalda gegn
eiturlytjabarónum hófst.
Búist er við aö dómsmálaráð-
herra landsins, Monica de Greiff,
snúi heim fljótlega en hún hefur
nú verið tvær vikur í Bandaríkjun-
um þar sem hún fór fram á aðstoð
yfirvalda þar. Bað hún meðal ann-
ars um skotheld vesti handa dóm-
urum Kólumbíu en undanfamar
vikur hafa hundruð þeirra hótaö
að segja af sér vegna raorðhótana
eiturlyfiasala.
Kólumbiskur hermaöur ieitar
vopna á vegfaranda.
Simamynd Reuter
Koskotas ásakar Papandreou
Gríski fjármálamaðurinn Koskotas sagði við yfirheyrslur um helgina
að Andreas Papandreou, fyrrum forsætisráðherra Grikklands, bæri
ábyrgð á fjármálahneykslinu sem stuðlaði að ósigri flokks hans í kosning-
unum í júní síöastliönum.
Koskotas er í gæsluvarðhaldi í Bandaríkjunum en Grikkir hafa beðið
um aö hann veröi framseldur vegna meints fjárdráttar í starfi sínum sem
bankastjóri Krítarbanka. Koskotas segir sfjóm Papandreous hafa sam-
þykkt áætlun um fjárdrátt frá ríkisfyrirtækjum.
Palestinumenn myrtir
Um tvö hundruö arabiskir skæruliöar hvila í þessum kirkjugarði. Þeir
hafa veriö drepnir af ísraelskum hermönnum í átökum við landamærin
við Libanon. Graf irnar eru aðeins númeraöar, þar er engin nöfn að sjá.
Símamynd Reuter
ísraelskir hermenn skutu til bana aö minnsta kosti fimm Palestínu-
menn og særöu Oörutíu á herteknu svæðunum um helgina. Meðal þeirra
sem særðust var sextán mánaöa gömul telpa sem fékk kúlu í gegnum
augaö.
Læknar segjast þurfa að fjarlægja augaö til að komast að kúiunni. Ekki
er vitað hvort barnið lifir af. Aö sögn móður litlu telpunnar var hún
skotin við heimili sitt er hermenn leituðu aö mótmælendum.
Yfirraaður ísraelska hersins segir að af svölum sem bamið hafi verið
á hafi verið kastaö gijóti aö hermönnum.
Kúlnaregn í Beirút
Sex manns létu lífiö og tuttugu
og fimm særðust í bardögum stríð-
andi fylkinga í og við Beirút í gær,
þremur dögum áður en nefnd
Arababandaiagsins hefur friðar-
umieitanir sínar á ný. Bardagamir
í gær vora þeir umfangsmestu í tíu
daga og lentu tuttugu þorp í skotl-
ínunni
Svo virðist sem hvorugur aöilinn
sé fús til aö leggja frá sér vopnin.
Aoun, leiðtogi kristinna, hetur
krafist þess að ákveðið verði hve-
nær sýrlenski herinn eigi að vera
farinn. Yfirvöld í Damaskus segja
að herinn verði um kyrrt þar til
komið verði á stjómmálakerfi þar
sem múhameðstrúarmenn hafi
meira að segja.
Faöir ( Beirút ieitar skjóls meö
ungt barn sitt.
Símamynd Reuter
Menem í vamarstöðu
Þúsundur mótmæltu í Buenos Aires á laugardaginn gegn fyrirhugaöri
sakaruppgjöf hertoringja sem sakaðir eru um mannréttíndabrot.
Símamynd Reuter
Carlos Menem, forseti Argentínu, hefur snúist til vamar gegn röddum
mótmælenda og segist hann hafa rétt samkvæmt stjómarskránni til að
veita herforingjum, sem ákærðir eru fyrir mannréttindabrot, sakarupp-
gjöf.
Menem tiikynnti á föstudaginn að hann myndi í næsta mánuði felia
ir síöan 1987. Hann sagði einnig að ef tii vill myndi hann fella niður ákær-
ur gegn herformgjunum sem sakaðir era um glæpi á árunum 1976 til
1983 þegar níú þúsund manns hurfu. Reuter
Kosnlngamar í Noregi:
Borgaralegum
meirihluta spáð
Björg Eva Erlendsdóttir, DV, Osló:
í dag er kosið í Noregi og kosninga-
skrifstofur opnuðu víðast hvar í gær.
Miðað við fjölda atkvæða, sem greidd
voru í Osló í gær, lítur út fyrir að
kosningaþátttakan verði lægri en
hún hefur verið síðan snemma á átt-
unda áratugnum.
Kosningasérfræðingar báru saman
bækur sínar á laugardaginn og sam-
kvæmt nýjustu útreikningum þeirra
verður borgaralegur meirihluti á
stórþinginu en þó mun minni en
búist haföi verið við. Sósíalíski
vinstri flokkurinn getur oröið einn
af sigurvegurunum í kosningunum
og þar með orðið til þess að tryggja
áframhaldandi stjóm Verkamanna-
flokksins og Gro Harlem Brandt-
lands.
Samkvæmt skoðanakönnun, sem
birt var á laugardaginn, hlýtur Sós-
íalíski vinstri fiokkurinn 9,5 prósent,
Verkamannaflokkurinn 33,7 prósent,
Vinstri 3,1 prósent, Kristilegi þjóðar-
flokkurinn 7,7 prósent, Miðjuflokk-
urinn 5,8 prósent, Hægri 20 prósent
og Framfaraflokkurinn 16,1 prósent.
Hægri og ’Framfaraflokkurinn geta
tapað atkvæðum miöað við þessa síð-
ustu skoðanakönnun, segja kosning-
asérfræðingar.
Óvenjumiklar sveiílur hafa að
þessu sinni átt sér stað í kosninga-
baráttunni. Ekkert er tryggt og
margir, sérstaklega meðal yngra
fólks, ákveða sig ekki fyrr en þeir
standa með atkvæðaseðilinn í hönd-
unum.
Þátttakan í kosningunum er líka
mjög óviss. Það hefur stundum veriö
spáð mun meiri þátttöku en venju-
lega en nú bendir til að hún verði
minni.
Gro Harlem Brundtland, forsætisráöherra Noregs, tjáir fréttamönnum að
samkomulag hafi oröiö milli leiðtoga norsku stjórnmálaflokkanna um að
hætta kosningabaráttunni í tilefni flugslyssins undan strönd Jótlands á föstu-
daginn. Simamynd Reuter
Farþegasl Rúmenskt farþegaskip, með 179 manns um borð, sökk í Dóná í Rúmeníu í gær eftir árekstur viö s búlgarskan dráttarbát. Samkvæmt ] fréttum Agerpress, hinnar opin- I bem rúmönsku fréttastofu, var átj- án manns bjargað í gær. Björguna- raðgerðir standa enn yfir en óttast er að margir hinna 169 farþega og kip sekkur á Dóná íu manna áhafiiar hafi látist. ljóst hverrar þjóðar farþegamir Slysið átti sér stað í Dóná, era. kammtfráborginniGaIati,umtvö Samkvæmt fréttum var slæmt íundruð kílómetra norðaustur af skyggni þegar slysiö varð. iúkarest, höfuðborg Rúmeníu, Forseti Rúmeníu, Nicolas Ceau- nemma í gærmorgun. Farþega- sescu, hefur skipaö nefnd til að ikipiðMogoshoajasneristáhliðina rannsaka slysið í samvinnu við >g sökk skömmu eftir árekstur viö búlgörsk yfirvöld. júlgarskan dráttarbát. Ekki er Reuter
Áttu í erfiðleikum með gangsetningu
Björg Eva Erlendsdóttir, DV, Osló:
Partnair ílugvélin, sem fórst með
fimmtíu og fimm manns fyrir norðan
strendur Jótlands á föstudaginn, var
ekki í fullkomnu ástandi. Sagt hefur
verið aö sama dag og vélin fórst hafi
flugmennimir átt í erfiðleikum með
aö koma mótomum í gang. Áður en
það gerðist hafði flugfélagið átt í
margs konar vandræðum með þessa
vél.
Forstjóri fiugfélagsins viðurkennir
að á laugardegi fyrir viku hafi verið
erfiðleikar með gangsetning vélar-
innar.
Ýmsar getgátur em uppi um ástæð-
ur flugslyssins sem er hið versta í
sögu Noregs. Flestir hallast nú að
þeirri kenningu að einn hreyfill vél-
arinnar hafi dottið af og skorist inn
í vélarskrokkinn.
Endaniegt svar við þessu kemur
trúlega í Ijós þegar svarti kassinn
með segulbandsupptökum af sam-
tölum flugstjóranna finnst. Leit að
þeim látnu er nú hætt vegna þess að
engir hafa fundist síðan á laugar-
dagsmorgun.
Björgunarmenn með lik eins farþeganna sem fórust með norskri flugvél
undan strönd Jótlands á föstudaginn. Sfmamynd Reuter
Norska flugfélagið Partnair átti við
mikla íj árhagsöröugleika að stríða
en forstjóri þess segir útilokað að það
geti hafa haft áhrif á öryggi. Forstjór-
inn var einn margra í flugfélaginu
sem haföi sagt upp störfum. Hann
tekur nú viö forstjórastöðunni aftur
um stundarsakir vegna slyssins.
Á föstudaginn átti að kyrrsetja
flugvélina sem fórst vegna þess að
flugfélagið skuldaði yfir 400 þúsundir
norskra króna í flugvallargjöld. En
eftir að Partnair gat lagt fram nýja
bankatryggingu var vélinni leyft að
fljúga.
Mikið er fundið af flugvélarbrak-
inu og norskt björgunarskip hefiu-
nú hafið leit aö þeim hluta flugvélar-
innar sem liggur á hafsbotni. Skipa-
félagið Wilhelmsen, sem í flugslysinu
missti fimmtíu af þeim hundrað sem
vinna á skrifstofu félagsins, heldur
uppi starfsemi í dag eins og ekkert
hafi í skorist.