Dagblaðið Vísir - DV - 11.09.1989, Blaðsíða 18
18
MÁNUDAGUR 11. SEPTEMBER 1989.
Fréttir________________________________________
Hofsósingar í klemmu:
Vantar 30 milljónir til
að halda kvótanum
ÞórhaDur Ásmundsson, DV, Sauðárkxóki:
„Við fengum góðar undirtektir og
erum ákaflega glaðir hvað allir voru
tilbúnir að leggjast á sveif með okkur
að leysa vandann. En það virðist
vera eins og hver vísi á annan og við
gengum þá göngu á enda. Við vitum
því ekki hvar mál okkar er statt en
trúum því að verið sé að vinna í
málum okkar þannig að við fáum þau
svör sem duga,“ sagði Gísli Krist-
jánsson framkvæmdastjóri að lok-
inni fundarSetu Hofsósinga syðra í
síðustu viku.
Gísli var ásamt fulltrúum hrað-
frystihússins á Hofsósi að útvega
fjármagn sem frystihúsið á að leggja
fram í hlutafjáraukningu útgerðarfé-
lagsins. Hofsósingamir áttu fundi
með þingmönnum og fulltrúum
Hlutafjársjóðs og Byggðasjóðs.
HFH skortir 30 milljónir og málið
stendur og fellur með því að fyrir-
greiðsla fáist í þessum sjóðum. Hofs-
ósingar óttast að ná ekki aö halda
2500 tonna kvóta sínum í skiptingu á
afla togaranna og að missa stóran
hluta hans yfir til Sauðárkróks. Það
mundi þýða algjört rothögg á at-
vinnulíf staðarins sem stendur og
fellur með tilvist frystihússins.
Rekstur þess hefur staðið mjög tæpt
og ef á að vera nokkur von til þess
að hann gangi þarf að tryggja því
hráefni sem nemur fullum kvóta eins
togara.
„Byggðasjóður hefur ekki gerst
hluthafi í útgerðarfyrirtæki, þannig
að þetta er alveg nýtt mál. Við höfum
ekki yfir endalausum fjármunum að
ráða og getum ekki tekið við þeim
vanda sem sveitarfélög um land allt
standa frammi fyrir, þar á meðal að
halda kvótanum á viðkomandi stöð-
um. Hofsóshreppur verður þama að
leggja fram hlutafé til að halda at-
vinnulífmu á staðnum gangandi og
það er vandamálið sem fjárhalds-
stjóm hreppsins stendur frammi fyr-
ir,“ sagði Guðmundur Malmquist hjá
Byggðastofnun.
Ekki náðist til Gunnars Hilmars-
sonar hjá Atvinnutryggingarsjóði,
þar sem hann var staddur úti á landi.
Gísli Kristjánsson á Hofsósi sagðist
ekkert hafa um málið aö segja þegar
hann var spurður um það eftir helg-
ina.
Nýir möguleikar fyrir ferðamenn:
Beint flug til megin-
landsins frá Austfjörðum
Hestaferðir um Austurland
Á Héraði og í Borgarfirði eystra eru
nokkrir sveitabæir með þjónustu við
ferðamenn, þar af fjórir með hesta-
leigu. Á nýafstöðnum fundi ferða-
þjónstu bænda var ákveöið að skipu-
leggja nokkurra daga hestaferðir fyr-
ir næsta sumar. Var þar m.a. rætt
um' sex daga ferð af Héraði til Loð-
mundarfjarðar og Borgarfjarðar og
sjö daga ferð inn að Snæfelli.
Sigrún Björgvinsdóttir, DV, Egilsstöðum:
Með tilkomu nýja flugvallarins á
Egilsstöðum opnast möguleikar á
beinu flugi á milli Evrópu og Austur-
lands. Evrópskar ferðaskrifstofur
hafa þegar sýnt áhuga á að beina
ferðum sínum beint til Egilsstaða þar
sem flug þangaö er styttra en til
Keflavikur - og því ódýrara fyrir þá
hópa sem fara hringveginn, í raun
er sama hvar á hringnum ferðin
hefst.
Flugfarþegar eru álitlegri biti fyrir
ferðaþjónustu en farþegar með Nor-
rænu. Þeir þurfa alla þjónustu, s.s.
bíla, gistingu og mat. Ferðamenn
með skipinu koma hins vegar á eigin
bílum og eru með tjald og jafnvel
mat meðferðis.
Það er því mikill hugur í Héraðs-
búum vegna undirbúnings við að
taka á móti stórauknum fjölda ferða-
manna.
Blaðamaður og Ijósmyndari bæjarblaðsins í Esbo voru með i hópnum. Blað þeirra er prentað í 80 þúsund eintökum.
DV-mynd Þórhallur
Þriðja heimsóknin frá Esbo í sumar
Þórhalíur Ásmundsson, DV, Sauðárkróki:
Föstudaginn 1. september kom til
Sauðárkróks 25 manna hópur frá
vinabænum Esbo í Finnlandi sem er
165.000 manna borg nálægt Helsinki.
Hér voru á ferð bæjarstarfsmenn frá
Esbo og er þetta þriöji hópurinn sem
kemur í heimsókn f sumar frá þess-
um finnska vinabæ Sauðárkróks.
Finnarnir dvöldu hér í tvo daga og
eyddu þeim tíma í að litast um á
Króknum og í nágrenni hans. Þeir
skoðuöu Fiskiðjuna, Loðskinn,
Vöku, öldrunardeild sjúkrahússins,
mjólkursamlagið og hitaveituna.
Dáðust þau mjög að þvi hve sjíkt
orkuver er fyrirferðarlítið og í
snyrtilegu umhverfi, samanborið við
þann umhverfisvanda sem fylgir
kjamorkuverum þeirra.
Hópurinn skoðaði einnig golfvöll-
inn. Ljósmyndari og blaðamaður
bæjarblaðsins í Esbo voru með í ferð-
inni og tók ljósmyndarinn að hluta
til þátt í borgarmótinu sem þá stóð
yfir. Höfuðstöðvar Feykis voru heim-
sóttar og þótti Feykir ekki stór viö
hliðina á blaðinu þeirra sem prentað
er í yfir 80.000 eintökum.
En hópurinn hélt sig ekki eingöngu
innan bæjarmarkanna og skoðuöu
gestirnir einnig Víðimýrarkirkju,
Glaumbæ, Hólakirkju og Hólalax.
Finnarnir voru yfir sig ánægðir
með heimsóknina, sérstaklega ein 84
ára kona. Draumur hennar hafði
verið að lifa þaö að koma til íslands.
Fólkið kvaddi svo Skagafjörðinn á
sunnudag að lokinni ánægjulegri
dvöl.
Tvær af fimm
leiguíbúðum
afhentar
ÞóxhaHur Ásraundsson, DV, Sauöárkr.:
í siðustu viku voru afhentar á
Skagaströnd tvær af fimm leigu-
íbúðum sem hreppurinn er að
byggja við Skagaveg.
í báðum tilfellum fengu ung
hjón íbúöimar, þau Guðrún
Björg Bemdsen og Lúövík Jó-
hann Ásgeirsson og Guðmundur
Gunnlaugsson og Dagbjört Bær-
ingsdóttir.
Það er Eðvarð Hallgrímsson,
byggingarmeistari á Skaga-
strönd, sem byggir ibúðimar.
Otur skal heita
Stokksnes
Júlia irasland, DV, Hófn i Hornafiröi'
Fjölmenni var á Hótel Höfh er
stofnfundur var haldinn nýlega
um útgerö skuttogarans Oturs
HF 16 sem Hornfirðingar keyptu
í haust. Útgeröarfélagið Sam-
staðahf. var formlega stofnað og
er tilgangur félagsins útgerð og
skyld starfsemi. Hlutafé félagsins
skal vera 90 milljónir króna.
í lok fundarins höföu rúmlega
100 manns skráð sig fyrir hluta-
bréfum og hlutaféð orðið 82 millj-
ónir króna. Stærstu hluthafar
em Kaupfélag Austur-Skaftfell-
inga með 35 milljónir, bæjarfélag-
ið Höfn með 30 milljónir, Verka-
lýðsfélagið Jckull 10 milljónir og
Skimey hf. með 3,2 milljónir.
Stjórnarformaður Samstööu er
Hermann Hansson kaupfélags-
stjóri. Karl O. Karlsson hefur
verið ráðinn framkvæmdastjórí.
Samþykkt var að hið nýja nafii
togarans skyldi verða Stokksnes
SF 89. Togarinn er væntanlegur
til Hafiiar upp úr miöjum sept-
ember en hann hefur að undan-
fórnu verið í shpp.
ÁTVR opnar
á Höfn
Júlia Imsland, DV, Höftl í Homafirði:
Útibú Áfengis- og tóbaksversl-
unar ríkisins var opnað á Höfn á
þriðjudaginn. Verslunin er til
húsa að Víkurbraut 5 og mun
fyrirtækið H.P. og synir sjá um
reksturinn. Fyrirtækiö hefur í
mörg ár annast vöruflutninga
með bílum á milli Reykjavikur
og Hafnar.
ingar með
bláar varir
Regína Thorarerisen, DV, Selfossí:
Eskfirska konur og böm hafa
undanfarna daga farið í berjamó
og tínt mikið af krækiberjum, en
minna hefur verið um bláber.
Samt er hægt að finna bláber á
einstaka stað. Mikil berjatínsla
var í fyrrasumar og á fólk tals-
vert eftir af saft- og berjabirgöum
frá því í fyrrahaust. Eskfiðringar
era yfirleitt með bláar varir eftir
að tínsla hefst á haustin. Vinn-
andi fólk fer oft í berjamó eftir
vinnutíma en um helgina var
mikið af hjónafólki og börnum
aðtínaber.
- sagði sú 98 ára
Regína Thoraiensen, DV, Eskifirði
Fyrir skömmu síöan heimsótti
ég Itið glæsilega hjúkranar- og
dvalarheimhi við Hulduhlíö á
Eskifirði sem tók til starfa ný-
lega. Húsið er stórt og fagurt og
mikil bæjarprýöi.
í fyrsta herberginu, sem ég kom
í, var Friörik Amason, 93 ára
gamall, tíu barna faðir og fyrr-
verandi hi-eppstjóri á Eskifirði.
Hann býr í eins manns herbergi
og þykir það heldur stórt.
Því næst hitti ég aldursforseta
Eskifjarðarbæjar, Guðnýju Pét-
ursdóttur, 98 ára. Hún er hress
og falleg kona sem fylgdi mér til
dyra er ég kvaddi hana. Ég fylgd-
ist með þessari öldnu konu fara
inn fyrir aftur. Þegar hún varð
vör við það sagðist hún vera farin
að rata um húsiö. „Ég ætla að
rölta um ganginn," sagði hún.
Eins manns herbergin eru 38,8
fermetrar en hjónaíbúðirnar era
59,5 fermetrar með blómaskála.
Húsgögn eldri borgaranna njóta
sín vel í þessum íbúðum. Hjón
borga 24 þúsund kr. í húsaleigu,
þvotta og aðra aðhlynningu en
fæða sig sjálf.
Hjónunum Laufeyju Sigurðar-
dóttur og Bjama Kristjánssyni
finnst það frekar ódýrt, miðað við
það sem í boði er. Einhleypa fólk-
ið borgar 22 þúsund kr. fyrir hú-
saleigu, fæði og aðra þjónustu
sem ahir njóta í Hulduhhð. Matr-
áðskonan í Hulduhlíð heitir
Benna Rósantsdóttir.
Gróska
í saltfisk-
sölunni
Regína Thorarensen, DV, Eskifiröi
Matvöruverslunin Eskikjör var
stofnuð 16. maí 1980. Eigendur
hennar era hin dugmiklú hjón,
Elias Guðnasön rafvirkjameist-
ari og kona hans, Erna Nielsen.
Eskikjör er vaxandi uppgangs-
verslun og þykir saltkjötið þar
sérstaklega gott. Koma menn við
víða af aðliggjandi fiörðum og
kaupa saltkjöt.
Ehas saltar sjálfur og vinna þau
hjónin mikið sjálf í fýrirtækinu,
auk tveggja stúlkna sem þau hafa
með sér.
Einnig hafa hjónin þar fata-
verslun, raftækjaverslun og selja
glervörur og búsáhöld, auk ann-
ars. Það sést því að vel gengur
þar sem vel er að málum staðið.