Dagblaðið Vísir - DV - 11.09.1989, Blaðsíða 44

Dagblaðið Vísir - DV - 11.09.1989, Blaðsíða 44
44 SKÓLARITVÉLAR kennslubók í vélritun fylgir ^IVC | öllum ritvélunum frá okkur. Tölvuland kynnir skólaritvélar TA GABRIELE 100 Sjálfvirk feitletrun, undirstrikun, niiðju- setning, 120 stafa leiðréttingaminni, 5,2 kg, v-þýsk, 11 slög á sek. stgr.: 17.900 afb.: 18.975 OLYMPIA CARRERA Sjálfvirk feitletrun, gleiðletur, 24 stafa minni, lóðrétt lína, tölvutengi, 12 slög st9r-: 17-900 á sek. afb.: 18.900 SILVER REED EX 20 40 stafa minni, hljóðlát, síriti, hægt að fá 5 gerðir leturhjóla. 11 slög á sek. BROTHER AX-15 Leiðréttir heila línu, heilt orð, einn staf, sjálfvirk undirstrikun, gleiðletur, miðju- stilling. 12 slög á sek. stgr.: 19.800 afb.: 20.988 stgr.: 17.500 afb.: 18.500 SENDUMí PÓSTKRÖFU TOLVULAND - VERSLUN LAUGAVEGI 116 V/HLEMM - SÍMI 621122 Skrifstofutæknir EiUlivat) fyrir þig? Innritun í námið í haust er hafin. 'Hringið í síma 687590 og við sendum bækling um hæl. TÖLVUFRÆÐSLAN Borgartúni 28. q%q! HaaMST'taa tr íFTOAcnr/A: MÁNUDAGUR 11. SEPTEMBER 1989. Merming Spor í sandi Nú stendur yfir á anddyri Nor- ræna hússins sýning á ljósmynd- um eftir Nönnu Buchert sem er dönsk kona, hálfíslensk þó. Nanna mun hafa stundaö ljósmyndun í hátt á annan áratug. Hún hefur á þeim tíma unnið fyrir blöö og tíma- rit og jafnframt starfaö að persónu- legum markmiðum í iðn sinni. Myndimar hér mimu flestar eða aUar vera teknar á íslandi; bróður- parturinn í ferð um Homstrandir síðasthðið sumar. Augljóst er af sýningunni að ljós- myndun er fyrir Nönnu skemmti- legur leikur og alvara í senn enda er ánægja að skoða þessar myndir. Nanna virðist hafa það verklag að einbeita sér um stund að ákveðnu mótífi og kanna það frá mörgum sjónarhomum svo afraksturinn verður myndröð. Hér gefur að hta fjórar slíkar myndraðir og auk þess eina mynd staka. Myndröðin „Esso blues“ fjahar um trjáhríslur í umheimi olíutanka og er tekin í Reykjavík árið 1983. Ljósmyndun Davíð Þorsteinsson Þessar myndir eru afar vel og ná- kvæmlega uppbyggðar. Þær era kópéraðar í Ijósum og léttum tón- um, eins og reyndar flest hin svart- hvítu verkin, og samsvara sér vel. Þetta era fahegar myndir, einkum nr. 3 og 8. En það er eins og hnit- miðun merkingar hafi verið látin víkja fyrir formlegri fágun því þrátt fyrir kosti sína verkuðu myndirnar á mig meir sem bragð- góður drykkur en áfengur. Serían „unglingsár" er hlýleg hugleiðing um unga stúlku og ekki átakamikil. Bestar þóttu mér myndimar af föram í sjávarsandi á Homströnd- um, margbreythegar að formi og ríkar af upplifun. „Sjálfsmyndin" er náskyld þeim og ágætlega heppnuð. Það er eina myndin þar sem Nanna gefur sér lausan taum- inn og bregður dálítið á leik með náttúranni. Litmyndaröðin er fremur dútl- kennd og veik þótt óneitanlega séu sumar myndanna í henni heldur snotrar. Flestir munu vel njóta að virða þessar myndir fyrir sér enda eru þær unnar af einlægni og vand- virkni. Andlát Stefán Geir Ólafsson lést að heimili sínu, Kambsvegi 27, 7. september. Baldur Nikulásson, Mávabraut 7, Keflavík, lést á heimili sínu 6. sept- ember. Elísabet Elíasdóttir, Langholtsvegi 165, andaðist í Borgarspítalanum að- faranótt 8. september. Óli Bjarnason, frá Sveinsstöðum í Grímsey, er látinn. Jarðarfarir Guðrún Guðmundsdóttir lést 27. ágúst sl. Hún fæddist á Úlfarsfehi í Mosfehssveit 25. mars 1894. Foreldr- ar hennar voru Sigríður Jónsdóttir og Guðmundur Sigurðsson. Hún gift- ist Bjarna Þórðarsyni, en hann lést árið 1975. Þau hjónin eignuðust þrjú börn. Útför Guðrúnar verður gerð frá Bústaðakirkju í dag kl. 13.30. Bryndís Þórarinsdóttir lést 3. sept- ember sl. Hún fæddist 14. ágúst 1958, dóttir hjónanna Öldu Andrésdóttur og Þórarins Ámasonar. Bryndís lauk námi frá Fósturskólanum og vann lengst af á Hagaborg. Útfór hennar veröur gerð frá Áskirkju í dag kl. 13.30. Gíslína Þorgeirsdóttir, Flókagötu 64, lést 23. ágúst. Jarðarförin hefur farið fram. Sigurjón Hákonarson frá Hafþórs- stöðum í Norðurárdal, Haukshólum 6, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Fossvogskapehu í dag, 11. september, kl. 13.30. Útfor Aðalsteins Halldórssonar frá Litlu-Skógum, áður th heimihs aö Bólstaðarhlíð 30, fer fram frá Bú- staðakirkju þriðjudaginn 12. sept- ember kl. 13.30. Útför Páls Kristins Maríussonar, Skipholti 28, Reykjavík, fer fram frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 12. september kl. 10.30. Hjörtur Viðar Hjartarson, Álfatúni 18, Kópavogi, veröur jarðsunginn frá Kópavogskirkju þriðjudaginn 12. september kl. 15. Sturla Simonarson lést 5. september sl. Hann fæddist á Kaðalstöðum 14. ágúst 1920. Foreldrar hans voru hjónin Viktoría Kethsdóttir og Sím- on Sturlaugsson. Um tvítugt gerðist Sturla bílstjóri, fyrst á eigin vörubh og síðan um tuttugu ára skeið hjá Kaupfélagi Ámesinga og Mjólkurbúi Flóamanna á Selfossi. Síðustu 15 árin1 vann Sturla hjá Rafmagnsveitum ríkisins. Sturla eignaðist í sínu hjónabandi tvo syni, áður hafði hann eignast dóttur. Útför hans verður gerð frá Stokkseyrarkirkju í dag kl. 13.30. Tapað fundið Myndavél tapaðist Rauð Chinon auto gx myndavél tapaðist sl. fóstudag á leiðinni frá Landspítalan- um að Hlemmi. Finnandi vinsamlegast hringi í sima 31665. Námskeið Námskeið í skyndihjálp Kópavogsdeild RKI heldur námskeið í skyndihjálp. Það hefst 14. september kl. 20 og stendur fjögur kvöld, þrjár stundir í senn. Námskeiðið verður haldið í Digra- nesskóla. Öllum 15 ára og eldri er heimil þátttaka. Þeir sem hafa áhuga á að kom- ast á námskeiðið geta haft samband við skrifstofu Rauða kross íslands í síma 26722. Meðal þess sem kennt verður er endurlifgun, en það er einmitt hún sem skiptir máli þegar um líf eða dauða getur verið að tefla. Heimspekinámskeið fyrir börn í samvinnu við Heimspekistofnun Há- skóla íslands býður Heimspekiskólinn 10-15 ára bömum að sækja 12 vikna heimspekinámskeið nú í vetur. Þetta er þriðja starfsár skólans sem starfar í yngri og eídri deild. Unniö er út frá skáldsögum sem bandaríski heimspekingurinn Matt- hew Lipman hefur samið fyrir þennan aldurshóp. Námskeiðin verða haldin í gamla Verslunarskólanum við Grundar- stíg. í hverjum hópi verða 10-14 nemend- ur sem hittast einu sinni í viku, einn og hálfan klukkutíma í senn. Leiðbeinandi verður Hreinn Pálsson Ph. D. sem hefur sérhæft sig í heimspekikennslu bama og unglinga. Innritun stendur til 17. sept- ember og kennsla hefst daginn eftir. Framhaldsnámskeið verða í boði á vor- misseri 1990. Innritun og upplýsingar em í síma 628083. Tilkyimingar Taiji í Kramhúsinu Dagana 11.-18. september nk. fer fram í Kramhúsinu við Skólavörðustíg nám- skeið í Taiji. Leiðbeinandi verður Khin Thitsa. Hún fæddist í Rangoon árið 1952, stundaði nám í austurlenskum listum og heimspeki í London og var jafnframt um tíu ára skeið lærisveinn Gerdu Geddes, frumkvöðuls Taiji-kennslu í Evrópu. Khin Thitsa hefur kennt Taiji í rösk tíu ár. Síðan 1982 hefur hún einnig starfaö með dönsurum við London Contempor- ary Dance School. Þess má að lokum geta að áður en hijómsveitin Strax hélt upp í Kínaferðina frægu naut hópurinn leið- sagnar Khin Thitsa. Hallgrímskirkja - starf aldraðra Nk. miðvikudag, 13. september, verður farið í Viðey. Sr. Þórir Stephensen hefur helgistund í kirkjunni og leiðsögn um eyna. Kaffiveitingar. Lagt verður af stað frá Hallgrímskirkju kl. 13.30. Nánari upp- lýsingar gefur Dómhildur í síma 39965. Bækur Málvísi 1 Hjá Námsgagnastofnun er komin út Mál- vísi 1 eftir Indriða Gíslason. Málvísi 1 kom fyrst út árið 1974 og hefur tekið litl- um breytingum efnislega þangað til nú. Bókin hefur verið í endurskoðun á sama tíma og aðalnámskrá grunnskólans. Sú útgáfa af Málvísi 1, sem sem nú birtist, er það mikið breytt frá eldri gerðum bók- arinnar að réttast er að tala um nýja bók. Mestum hluta bókarinnar er varið í umfjöllun um orðaflokka og einkenni þeirra. Fjallað er um gerð setninga, mál í samskiptum manna, merkingabreyting- ar, orðtök og málshætti. Sérstakur þáttur er í bókinni um talað mál og mun það vera nýjung í námsefni fyrir grunnskóla. Málvísi 1 er einkum ætluð 7. bekk grunn- skóla en ljóst er að bókin getur einnig komið að gagni í 8. og 9. bekk. Bókin er 88 bls., prýdd fjölda ljósmynda eftir Rut Hallgrímsdóttur ljósmyndara, en Halldór Baldursson teiknaði myndir. Prentstofa G. Benediktssonar prentaði.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.