Dagblaðið Vísir - DV - 11.09.1989, Blaðsíða 16
16
Spumingin
Hvernig líst þér á nýju
ríkisstjórnina?
Högni Ólafsson: Ekki of vel. Þaö heíöi
átt að kjósa aftur.
Inga Lára Ásgeirsdóttir nemi: Bara
Þokkalega. Verður maður ekki að
búast við hinu besta?
Bjarni Sigurðsson skrifstofumaður:
Ekki nógu vel. Hún er hvorki fugl
né fiskur
Fanney Jóhannsdóttir skrifstofu-
maður: Ég veit það ekki. Ætíi hún
sé nokkuð betri en sú fyrri. Mér sýn-
ist þetta vera sama kompaníið.
Guðjón B. Jónsson, starfar hjá lifeyr-
issjóði: Mér finnst þeir eiga afskap-
lega bágt en verður maður ekki að
vona hið besta.
Páll Pálsson bílstjóri: Alveg hræði-
lega illa. Þessi er ekkert betri en sú
sem á undan sat.
MÁNUDAGUR 11. SEPTEMBER 1989.
Lesendur dv
Akreinar SVR viö Hlemm eru ætlaðar strætisvögnunum einum, ekki einkabílum.
Saga úr umferðirmi:
Takmarkalaust
tillitsleysi
Kristján Guðmundsson skrifar:
Ég var einn morgun sem oftar að
aka eftir Snorrabrautinni í norður. Á
undan mér óku tveir bílar. Þegar við
nálguðumst umferðarljósin við
Laugaveg var nýbúiö að skipta yfir
á grænt og þvi engin fyrirstaða að
aka áfram. En þá skeður þaö að
fremsti bíllinn, af Mercedes Benz-
gerð, stansar við Ijósin. Þar er hann
kyrr nokkum tíma. Loks stígur út
maöur hægra megin og fer sér að
engu óðslega.
Þá loks er maðurinn er búinn aö
athafna sig að vild, tala við bílstjór-
ann og loka hurðinni, aUt í róleg-
heitum og eins og enginn annar bfil
sé í umferðinni, er komið rautt ljós
öm Ragnarsson skrifar:
Mikið innilega er ég sammála
„nafnlausum" sem skrifaði í DV hinn
1. sept. sl. um mismunun íþróttafor-
ystunnar - og ég hefi ýmsu viö þaö
að bæta.
1. Úr því hægt var að breyta leikdegi
Fram og Þórs hefði maður haldið
að auðveldara væri að breyta leik-
degi KA og Þórs, svo að þeir gætu
spilað á grasi, að ekki sé nú talað
um tekjumissinn. - En hinir háu
herrar í KSÍ báru viö of þéttu
leikjaprógrammi. Sú sýning var
heldur lélegt yfirklór, því að ég
á ný. - Nú, þetta er bara „einn af
þessum" sem finnast þeir vera einir
í heiminum, hugsaði ég meöan ég sat
í öðrum bíi fyrir aftan.
Síðan kemur aftur grænt ljós og
þá ekur Benz-bifreiðin af stað og aðr-
ir á eftir. Beygir nú Benzinn til hægri
inn Hverfisgötuna og aðrir bílar á
efitir. - En þegar margnefnd Benz-
bifreið kemur að Hlemmi og að
strætisvagnastæðunum ekur hún
sem leið liggur og inn í akreinina,
sem SVR er ætluð, og beygir svo til
hægri inn á Rauðarárstíg og síðan til
hægri niður Laugaveg!
Sennilega hefur ökumaður þessi
ætlað að sveima þama um til að ná
í þann er fór út við umferðarljósin á
veit ekki betur en að það hafi á
stundum liðið ailt að 10-12 dagar
á milii leikja í Hörpudeild, t.d„ um
verslunarmannahelgi og vegna
landsleikja. Og hvað er þá auð-
veldara en t.d. fyrir KA og Þór að
leika frestaöan „Debyleik“? -
Mjög einfalt, ekki satt? - KSÍ-
menn; Lærið að hugsa og farið að
beita jafnréttishugsjóninni.
2. Ég vil jafnframt vekja máls á hlut-
drægni ýmissa íþróttafrétta-
manna, bæði hvað snertir hö og
leikmenn. T.d. em vissir leikmenn
alltaf taldir upp, leik eftir leik,
Snorrabraut þótt ég viti það ekki með
vissu. Hins vegar er þetta aksturslag
ökumannsins á Benz-bifreiðinni
dæmigert tillitsleysi í umferðinni og
að aka inn í akrein SVR við Hlemm
er ennfremur sönnun þess að hann
hefur aldeilis ekki verið á þeim bux-
unum að láta aðra hefta for sína með
því að þurfa að fylgja tilskildum regl-
um. Þetta vil ég láta koma fram af
þessu gefna tilefni og hvet alla aðra
sem verða vitni að tillitsleysi í um-
ferð aö koma því á framfæri. - Annað
er einfaldlega ekki sanngjamt á tím-
um tilrauna um bætta umferðar-
menningu.
þótt þeir sjáist varla í sumum
þeirra. - „Sennilega" vita frétta-
menn ekki hvað aðrir leikmenn í
liðinu heita! Eða hvað? - Svari
hver sem vill.
3. Og að síðustu. - Ekki finnst mér
efsta lið Hörpudeildar KA fá sérs-
taklega mikla umftöllun, þó svo
að þetta séu stórkostleg tímamót
hjá félaginu. En ef Fram eða Valur
væm á toppnum væm örugglega
heilsíðufyrirsagnir í blöðum og
skreyttar annaðhvort rauðum eða
bláum lit!
Líf eða dauði
Páll Gunnlaugsson, Keflavík, skrif-
ar:
Nú í sumar varð ég fyrir því að
veikjast. Þetta fór hægt af stað og
eftir viðtöl við lækna hér á staðnum
var álitið að þetta væri e.t.v. maga-
sár. Fékk ég lyf í samræmi við það.
Þau virtust þó lítið verka. - Þegar
kom fram í júlí ágerðist þessi sjúk-
dómur snögglega og fór að lýsa sér á
annan hátt en áður.
Ég ætlaði að tala um þetta við
lækninn minn en hann var þá í sum-
arleyfi en fyrir hann var ungur lækn-
ir sem var hér í sumarafleysingum,
tfjalti Kristjánsson að nafni. Eftir aö
ég hafði lýst sjúkdómnum brá hann
skjótt við, sendi mig í blóðrannsókn
hér í Keflavík og síðan tafarlaust í
myndatöku á Landakotsspítalann.
Um leið og niðurstöður lágu fyrir
var ég þann sama dag sendur í Borg-
arspítalann þar sem ég var nokkra
síðar skorinn upp af ömggum hönd-
um Jónasar Magnússonar. - Þetta
reyndist vera krabbamein í ristli,
sem var í þann veginn að loka melt-
ingarveginum. Er skemmst frá að
segja, að aðgerðin heppnaðist og góð-
ar vonir era um fullan bata.
Það er orðið langt síðan ég hefi
þurft að liggja á sjúkrahúsi, og það
kom mér þægilega á óvart hvað allur
aðbúnaður sjúkhnga og hjúkrunar
er með miklum ágætum, og hvað
hinn mannlegi þáttur lækningarinn-
ar er mikils metinn. Þó var þetta á
sumarleyfatímanum, og mikið álag á
starfsfólki.
Dehdinni sem ég var fyrst á var
lokað og ég fluttur á aðra deUd. En
ég fann ekkert fyrir því. Mannleg
hlýja og ástúöleiki gagnvart sjúkl-
ingunum var jöfn á báðum deUdum.
Það vakti einnig athygh mína, hve
mikið er þama af ungu, áhugasömu
og prýðUega menntuðu starfsfólki.
Ég vh hér með senda mínar bestu
kveðjur og þakkir til aUs starfsfólks
á sjúkradeUdum A 5 og A 4 á Borgar-
spítalanum. Ég vU einnig taka fram,
að þótt ég hafi hér verið að lýsa Borg-
arspítalanum af því ég þekki ekki
annað af eigin raun ghdir það trúlega
um sjúkrahúsin almennt.
Nú er þessi sjúkrasaga ekkert
merkUeg og þúsundir Islendinga
hafa eflaust svipaða reynslu. Aðalá-
stæðan fyrir því að ég læt þetta frá
mér fara er sú að nú lesa menn og
heyra stöðugt kvartanir yfir of háum
sköttum, og að þá þurfi að lækka. -
Á stofnanamáh heitir þetta víst aö
það „þurfi aö minnka samneysluna".
Nú er það svo aö á fjárlögum em
ætiaðir tU heUbrigöisþjónustu og vel-
ferðarmála um 33 miUjarðar króna,
sem er rúm 43% af fjárlögunum, eða
nærri helmingur. Eflaust er hægt að
spara eitthvað í þessari þjónustu með
hagræðingu, og þá dettur manni þá
í hug tannlæknar og lyfsalar.
Staðreyndin mun samt vera sú, að
það er mjög dýrt að halda uppi vel-
ferðarþjóðfélagi. Við íslendingar höf-
um borið gæfu tU þess byggja upp
góða heUbrigðisþjónustu þar sem all-
ir njóta sama réttar, án tiUits tU efna-
hags. - Sumar þjóðir hafa annan
háttinn á. Þar hafa fátæklingar engin
efni á því að verða veikir, þeir verða
þá bara að deyja drottni sínum. Þetta
er raunar oft spurning um líf eða
dauða. Vonandi fömm við íslending-
ar ekki að ganga götuna aftur á bak.
íþróttaforustan:
Meira um mismunun
Övissa í íslenskum stjómmálum:
Albert á erindi heim
Halldór Gíslason hringdi:
Þau straumhvörf, sem nú hafa orð-
ið hér á laridi í stjómmálum, t.d. með
inngöngu Borgaraflokks í ríítisstjóm
(ef af verður), óánægju flestra stétt-
arfélaga með gefin loforð og vanefnd-
ir stjómarinnar í kjara- og verðlags-
málum, em nú aö skapa mikla óvissu
í landsmálum almennt talað.
Það var snjaUt framtak hjá frétta-
mönnum Ríkisútvarpsins að hringja
beint til Alberts Guðmundssonar og
inna hann eftir áUti á inngöngu Borg-
araflokksins. Eins og fram kemur
svo í frétt í DV í gær (5. sept.) segir
Albert þetta nú einu sinni vera hluta
af ævi sinni og sem hafi fengið sorg-
legan endi. - Það er því ekkert undar-
legt þótt það bijótist um í mönnum
hér og í huga Alberts sjálfs aö hann
komi heim aftur til að taka til hend-
inni þar sem frá var horfið.
Auðvitað hafa margir ýjað að
þessu, ekki bara fyrrverandi borg-'
araflokksmenn heldur líka margir
aðrir sem myndu nú styðja framboð
Alberts, annaðhvort í sjálfstæðu
framboði til Alþingis eða í samfloti
með þeim armi sem klauf sig frá
Borgaraflokknum og sonur Alberts
er í forsvari fyrir. Ég held að í þeim
armi megi kannski ftnna nokkuð
frambærilega millUeið miUi þeirra
vinstri afla, sem nú em aö fara með
aUt norður og niður í atvinnulífi hér,
og þeirrar frjálshyggju sem nokkuð
margir hafa aðhyUst á seinni ámm.
Ég hef heyrt aö viss hópur manna
sé að vinna að því aö fá Álbert til að
koma aftur til starfa í íslenskum
stjómmálum og ég er þess fuUviss
að hann á fuUt erindi heim til að
hjálpa til við aö eyða þeirri óvissu
sem hér ríkir nú í stjómmálum.
Albert Guðmundsson, ambassador
íslands i Frakklandi. - Er hann tilbú-
inn að eyða óvissu í íslenskum
stjórnmálum?