Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.1990, Side 4

Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.1990, Side 4
4 ;F£B£Ú&R 1990f, Tveir 14 ára skátaforingjar meö videokvöld fyrir 12 ára skáta: Höfðu með sér Mátt myndband - eins og að fá blauta tusku framan í sig, segir deildarforinginn Tveir fjórtán ára skátaflokksfor- ingjar urðu nýlega uppvísir að því að hafa undir höndum bláa mynd- bandsspólu á svokölluðu videokvöldi í skátaheimili Ægisbúa í íþróttahúsi Hagaskóla. Flokksforingjarnir höfðu umsjón með tólf ára gömlum skátum á videokvöldinu. Skátaflokkurinn hafði, ásamt for- ingjunum tveimur, fengið leyfi hjá fullorðnum deildarforingja sínum til að sýna myndbandsspólur og var ætlunin að gista um nóttina í félags- heimilinu. Eitthvað gekk drengjun- um illa að tengja myndbandstækið og var því hringt til föður eins þeirra og hann beðinn um aðstoð. Við nán- ari athugun rak faðirinn augun í eina „bláa“ sem virtist greinilega hafa átt að vera á dagskránni hjá drengjun- um. Var þá haft samband við for- eldra annars flokksforingjans og við- urkenndu þeir þá báðir að hafa ætlað að horfa á bláu myndina þegar hinir yngri voru sofnaðir. Að sögn Braga Bjömssonar, deild- arforingja og ábyrgðarmanns skáta- flokksins, er mjög vinsælt hjá ungum skátum að fá aö gista eina nótt á skátaheimilum. „Ungir skátaforingj- ar eru sjálfir látnir bera ábyrgð og þeim er treyst fyrir videokvöldum og samkomum sem þessum," sagði Bragi í samtali við DV. „Það kom upp atvik svipað þessu fyrir nokkrum árum og var þá tekið hart á því. Síðan hefur sennilega verið slakað á kröfum hvað þetta snertir. Eg bý í húsi sem er nánast við hliðina á skátaheimilinu og pilt- arnir höfðu símanúmerið mitt. Mér var hins vegar ekki tilkynnt um þetta fyrr en síöar. En þetta var eins og að fá blauta tusku framan í sig. Ég var nýbúinn að tala um varúðarregl- ur viö drengina og nefndi einmitt svipað dæmi sem gerðist fyrir nokkr- um árum,“ sagði Bragi. „Þetta er lærdómsríkt fyrir okkur og aðra. Við þurfum aö breyta starfsháttum og það koma slys fyrir þegar skátafor- ingjar bregðast skyldum sínum. í þessu tilfelli var skaðinn ekki skeður - en það er engin afsökun," sagði Bragi. -ÓTT „Þessar geitur eru eingöngu til að skreyta búið. Arðurinn af þeim er enginn," sagði Eiríkur Kr. Eiriksson, bóndi í Sandlækjarkoti i Gaulverjabæjarhreppi. Hann er einn (órra bænda hér á landi sem á geitur og hér sést hann fóðra hafrana sína. Sá stóri heitir Bimmi og hinn er Skuggi sonur hans. DV-mynd GVA Gunnar Andersen í Hafskipsmálinu: Bað mig að falsa ársreikninginn Gunnar Andersen, sem var fram- kvæmdastjóri Cosmos, dótturfyrir- tækis Hafskips, sagði við vitnaleiðsl- ur í Sakadómi að Páll Bragi Krist- jónsson, fyrrum framkvæmdastjóri Hafskips, heföi beðiö sig að falsa nið- urstöður ársreiknings Cosmos fyrir árið 1984. Gunnar sagði aö Páll Bragi heföi sagt sér að ekki væri hægt að fara með ársreikning með svo miklu tapi í Útvegsbankann. Gunnar sagð- ist ekki hafa oröið við þessum óskum Páls Braga. Þegar hann var spuröur hvort breytingamar, sem Páll Bragi talaöi um, heföu verið gerðar á árs- reikningnum sagðist hann ekki vita til þess. Talaði við Helgarpóstinn Gunnar Andersen sagði að hann heföi fært í tal við vin sinn, Pétur Kjartansson, að hann gæti ekki þag- að yfir því sem væri að gerast hjá Hafskipi og hann vildi ekki láta draga sig inn í það. Gunnar sagði að Pétur heföi ráðlagt sér að hafa sam- band við Halldór Halldórsson, rit- stjóra Helgarpóstsins. Pétur heföi síðan talað við Halldór og Halldór Idómsálnuin Sigurjón M. Egilsson um 200 milljónir króna. Markús Sigurbjörnsson skiptaráð- andi fór til New York vegna málsins. Hann setti skiptarétt í hótelherbergi. Tveir menn voru kallaðir fyrir, Gunnar Andersen og Björgvin Björg- vinsson. Þeir voru viðstaddir yfir- heyrslur hvor annars og skrifuðu á skýrslumar sem vottar. Hafskipsmenn segja þetta furðu- lega ráðstöfun. Báðir vom Gunnar og Björgvin hættir störfum fyrir Hafskip talsverðu áður en fyrirtækið varð gjaldþrota. Eðlilegra heföi verið að ræða við þaö fólk sem vann hjá félaginu þegar það varð gjaldþrota. Björgvin var rekinn frá félaginu. Fréttir_________________ Júlíus Sólnes: [ Þjóðin getur þakkað Borg- araflokknum „Ég tel að hér hafi oröiö mikil tímamót í íslenskri atvinnu- og efnahagssögu. Ég fagna þessum áfanga, sem og aðrir lands- menn,“ sagði Júlíus Sólnes hag- stofuráðherra þegar hann var spurður álits á Kjarasamningun- um. „Ég vil svo minna á það að þjóð- in á Borgaraflokknum það að þakka að þessi árangur hefur náðst því að með afstöðu okkar fyrir rúmu ári lögðum við gmnd- völlinn að því að þetta tækifæri gafst Ef við heföum farið þá leið sem Sjálfstæðisflokkurinn lagði áherslu á heföu væntanlega orðið kosningar hér í mars sem leiö og ný stjóm kannski tekiö viö völd- um í maí og hér væri þá allt at- vinnulíf landsmanna í rúst og 100% verðbólga," sagði Júlíus. -SMJ Ingi Bjöm Albertsson: Líst vel á samningana „Mér líst vel á þetta og ef það stenst, sem ríkisstjórnin ætlar að gera, sem á alveg eftir að koraa í ljós, má búast við góðum árangri af þessum samningum,“ sagði Ingi Bjöm Albertsson, þing- flokksformaður Frjálslyndra hæ- gri manna, þegar hann var spurð- ur um kjarasamningana. „Þetta eru forvitnilegir samn- ingar en hvort þetta em tima- mótasaraningar - um það þori ég ekkert aö segja Eins og ég sagði áður þá á alveg eftir að koma í fjós hvort ríkisstjórnin stendur viö sitt,“ sagði Ingi Bjöm. -SMJ Hrópa ekki húrra - scgir Kristín Einarsdóttir „Þeir lægst launuöu hafa ákaf- lega litla ástæöu til að hrópa húrra,“ sagði Kristín Einarsdótt- ir, þingmaður Kvennalistans, um nýgerða samninga „Mér sýnist að það sé verið að festa í sessi þessi láu laun. Þeir sem em á taxtakaupi og hafa litla möguleika á að ná sér í auka- vinnu kóma verst út úr þessum samningum. Mér þykir það miög slæmt að ekki skuli vera gerð minnsta tilraun til að bwta hag þessa fólks nema með láglauna- bótum sem mér finnst ákaflega slæmur kostur. Konur era fjöl- mennastar í hópi lægst launaðra og þær sem em einstæöar hafa bara ein laun að lífa af. Mér er hulin ráðgáta hvernig þær eiga aðfara aðþví,“ sagðiKristín.-gse Stefán Valgeirsson: Ustvelá samningana „Mér líst mjög vel á þessa ldö. Það má auðvitað gagnrýna hve þeir lægst launuðu fá lítið roiðað við þá dýrtíð sera er í landinu," sagði Stefán Valgeirsson, þing- maður Samtaka jafhréttis og fé- lagshyggju, um samningana. „Þetta er mjög stórt skref í þá átt aö hjálpa þeim lægst launuðu ef vaxtalækkunin stendur miðað viö það sem að er stefht. Þaö sem ég óttast er það aö þær stéttír, sem hafa hærri laun, verði ekki þjálar í að gera svipaða samnínga og aö af því geti ieitt hætta á aö það mistakist. Þaö má ekki ger- ast/'sagðiStefan. -SMJ Niðurstöður ársreikningsins sýndu 370 þúsund dollara tap. Gunn- ar sagði að Páll Bragi heföi viljað láta breyta því í 180 þúsund dollara tap. Gunnar Andersen hélt því fram að hann heföi átt símtal við Björgólf Guömundsson, seint í desember 1984, þar sem Björgólfur heföi sagt sér að útkoman úr Atlantshafssiglingum Hafskips væri hrikaleg. Þessu em Hafskipsmenn ekki sammála. Þeir segja að engin leið hafi verið að vita um útkomuna á þeim tíma þar sem það stuttur tími var liðinn frá þvi aö siglingamar hófust. hringt til Gunnars sem gaf honum upplýsingar. Þegar Gunnar var spurður hvort hann heföi þegið greiðslur frá Helg- arpóstinum sagöi hann svo ekki vera. Hann heföi aldrei fengið krónu. Skiptaréttur á hótelherbergi Auk Gunnars mætti í Sakadóm í gær Björgvin Björgvinsson, en hann starfaði hjá Hafskipi USA. Báöir sögöu þéir að Sigurþór Charles Guð- mundsson, sem var aðalbókari Haf- skips, heföi sagt, þegar hann var staddur í Bandaríkjunum snemma árs 1985, að tap félagsins gæti orðið Rannsakarar og gæsalappir Þórður H. Hilmarsson, sem var deildarstjóri áætlunar- og hagdeildar Hafskips, sagði að ýmislegt sem hann heföi sagt þegar hann var í gæslu- varðhaldi væri ekki eins og hann heföi helst kosið. Hann sagðist hafa verið í mikilli andlegri pressu vegna varðhaldsins og ekki heföi bætt úr skák að rannsakararnir, innan stórra gæsalappa, eins og Þórður sagði, heföu ekki haft vit á því máli sem þeir voru að rannsaka. -sme Steingrímur Hermannsson: Ekki hægt fyrirári „Ég er ánægður með aö þessir samningar skuli vera í höfn. Þarna er reynd athyglisverð leið og rikisstjómin hefur lagt sitt af mörkum til þess að þessir samn- ingar næöust saman," sagði Steingrímur Hermannsson for- sætisráðherra þegar hann var sþurður álits á samningunum. „Það er ljóst að þama hafa at- vmnurekendur og launþegar reynt að ná saman um skyn- samlega lausn og ekki má gleyma bændum sem fórna samnings- bundnum launahækkunum. Ég tel íaránlegt að tala um efna- hagslegt valdarán í þessu sam- bandi. Efnahagslegt framkvæði hefur auðvitað ekki verið tekið af rikisstjóminni. Ég spyr þá menn sem halda því fram hvort þeir telji aö það hefði verið hægt að gera þetta fyrir ári. Aðgerðir ríkisstjórnarinnar ráða þama aö sjálfsögðumiklu. -SMJ Ólafor Ragnar Grímsson: Þáttaskil í efnahagsmálum „Þessir kjarasamningar em þáttaskil í íslenskum eihahags- málum. Þeir reka smiðshöggið á það verk sem ríkisstjórnin hefur unnið að í rúmt ár og margir áttu erfitt með að skilja. Þar höfum við með ýmsum hörðum aögerð- um, bæði skattahækkunum og ööram aðhaldsaðgerðum, skapaö skilyrði fyrir því að hér hefur orðið breyting á raungengi án þess að veröbólan ykist. Hér hef- ur dregið úr peningaþenslu, vext- ir hafa farið lækkandi og munu gera það áfram, Jafnvægi er meira á peningamarkaði en verið hefur lengi og vöruskiptahalli við útlönd er að hverfa. Aðgerðir okkar í eitt ár hafa miöað að því að ljúka okkar áfanga aö því að flytja islenska hagkerfið í sams konar jafnvægi og rikir í viðskipt- alöndum okkar,“ sagði Ólafur Ragnar Grímsson, inntur álits á nýju kjarasamningunum. Hann sagöi ennfremur að ef þessari vinnu ríkisstjómarinnar heföi ekki verið lokiö á árinu 1989 heföi ekki verið hægt aö gera svona kjarasamninga. Þá heföu menn gert gömlu verðbólgu- samningana einu sinni enn. „En vegna þess að fomnnunxú var lokið var hægt aö gera Kjara- samninga sem byggðu á traustum grunni. -S.dór Jón Baldvin Hannibalsson: Starfsum- hverfi breytt „Það er ekki ofmælt að þetta séu tímamótasamningar," sagöi Jón Baldvin Hannibalsson utan- rikisráðherra um kjarasamninga Alþýðusambandsins og vinnu- veitenda. „Með þeim er öllu starfsum- hverfi atvinnulífs á íslandi breytt Þeir gefa okkur tækifæri tíl að staðfesta stöðugleika, ná veröbólgu niður á þaö stíg sem hún er í viðskiptalöndunum og tryggja kaupmátt betur en gert heföi verið ef menn heföu áfram hjakkað í gömlu hjólförunum. Sérstaklega munu þessir samn- ingar bæta hag þeirra sem raun- verulega þurftu mest á því aö halda; þaö eru skuldug heimili og skuldug fyrirtæki. Einu vonbrigöin við þessa samninga vom þau aö aðilar vinnumarkaöarins skyldu ekki ná samstöðu innbyrðis um aö gera kröfu til ríkisvaldsins að bijóta stíflu landbúnaðarkerfisins með því að setja sameiginlega fram kröfuna um frjálsan innflutning á verksmiðjuframleiddri matvöra".

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.