Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.1990, Side 6

Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.1990, Side 6
6 LAUGARDAGUR 3. FKBRÚAR 1990. Úflönd Júgóslavía: Herinn í við- bragðsstöðu Ráöamenn í júgóslavneska hernum sögöust í gær reiðubúnir að beita hervaldi til að koma í veg fyrir borgarastyijöld með því að binda enda á þjóðemisrósturnar i Kosovo-héraði í lýðveldinu Serbíu í suðurhluta landsins. Átök í héraðinu hafa þegar orðiö um þrjátíu manns að bana. Her- inn hefur sent hermenn og skrið- dreka á vettvang en hefur hingað til neitað að taka þátt í bardög- um. í fréttum x Júgóslvavíu var sagt að borgarastyrjöld væri yfirvof- andi í Kosovo og að Janez Dmov- sek forseti heföi farið til héraðs- ins til viðræðna viö ráðamenn. Átök milli Albana, búsetta í Kosovo, sem fara fram á pólitísk- ar umbætur, og lögreglu hafa nú staðið í niu daga. Júgóslavneska þingið mun koma saman til fundar 7. þ. m. til að ræða ástandiö í Kosovo, að því er júgóslavneska fréttastofan Tanjug skýrði frá. Sjá mátti skriðdreka á götum Pristina, höf- uðborgar Kosovo, í gær og lög- regla gekk um vopnuð sjálfvirk- um skotvopnum. Ottast er að sex hafi falliö til viðbóta í átökum á fimmtudag. í fréttum Tanjug sagði að 20 hefðu látist en frétta- menn í héraðinu segja að að minnsta kosti 29 hafi látist síðan 24. janúar. V-Þýskaland: Farþega- lestir í árekstri Tvær 'vestur-þýskar farþega- lestar rákust saman á lestarstöð nærri Frankfurt í gærdag með þeim afleiðingum að ellefu létust og sjötfu slösuðust að sögn emb- ættismanna. Önnur lestanna fór út af sporinu. Um tvö þúsund farþegar voru í lestunum þegar áreksturinn átti sér stað á háannatímanum í gær. Slysið átti sér stað á Rússels- heimstöðiimi, um 25 kilómetra suðvestur af Frankfurt Harðnandi átökíBeirút Mörg hxmdruð sprengjur féllu á íbúðarhús, sjúkrahús og aörar byggingar í austurhuta Beirút- borgar í Líbanon í gær með þeim afleiöingum að böm lokuðust inni í skólabyggingum og slasaöir urðu undir rústum hruninna bygginga. Skelflngu lostnir for- eldrar hvöttu hinar stríðandi fylkingar að hlífa bömum sínum sem lokast höfðu inni í skólum. Bardagar tveggja andstæðra fylk- inga kristiima í Beirút í gær eru þeir verstu sem íbúar þessarar striðshijáðu borgar hafa orðið vitni að. Forseti landsins, Elias Hrawi, kvaðst reiöubúinn að senda her- menn á vettvang til að binda enda á átökin ef þess væri óskað. Her- menn undir stjóm Aouns hers- höfðingja eiga nú í striði viö her- menn líbanska þjóövarðliðsins. Leiðtogar þess síðamefhda hafa hvatt til þess að Aoun verði vikið frá völdum og segja fréttaskýr- endur að túlka megi yfirlýsingar þeirra sem hvatningu til Hrawi. Að minnsta kosti eitt hundrað og þijátíu hafa týnt lífi síðan bar- dagar hófust á nýjan leik í Beirút á miðvikudag þegar Aoxm skipaöi þjóðvarðliöinu aö leggja niður VOpn. Reuter F.W. de Klerk, forseti Suður-Afríku, hélt stefnuræðu sína í gær. I henni til- kynnti hann m.a. að banni við starfsemi Afríska þjóðarráðsins væri aflétt en það hefur verið í gildi í þrjátiu ár. Simamynd Reuter Banninu aflétt í yfirlýsingum forsetans í gær fólst ennfremur að fallið yrði frá banni við starfsemi Afríska þjóðarráðsins en það hefur nú verið í gildi í þijfttíu ár. Þá hefur banni við starfsemi rúm- lega þrjátíu annarra hópa, sem berj- ast gegn aðskilnaðarstefnu suður- afrískra stjómvalda, sem og Komm- únistaflokks Suður-Afríku, verið af- létt. Kommúnistaflokkurinn hefur verið bannaður í fjóra áratugi. „Tími ofbeldisverka er liðinn en tími sátta og enduruppbyggingar runninn upp,“ sagði de Klerk. Frétta- skýrendur og stjómarerindrekar segja að stefnuræöa forsetans - sú fyrsta sem hann heldur síðan hann tók við völdum fyrir ári - feli í sér viðtækustu breytingar á stefnu stjórnvalda síöan Þjóöarflokkurinn komst til valda áriö 1948. Segja þeir að ræðan hafi farið fram úr þeirra björtustu vonum. Tillögur de Klerks fela m.a. í sér að pólitískir fangar verði látnir laus- ir, að hengingar verði bannaðar tímabundið og að neyðarritskoðun verði aflétt. Þó verða sett ný lög sem takmarka hvað sýna má í sjónvarpi. Langtímalög um hömlur á starfsemi fjölmiðla verða áfram í gildi. Forset- inn sagöi langtímamarkmið sitt vera að semja nýja stjórnarskrá þar sem kveöiö yrði á um kosningarétt handa öllum íbúum Suður-Afríku, án tillits til litarháttar. „Sigur í nánd“ Háttsettur embættismaður Afríska þjóðarráðsins sagði í kjölfar ræðu forsetans að hann gætí merkt ein- hverjar „raunverulegar breytingar" en að eftírgjöf de Klerks til meiri- hluta blökkumanna fullnægði ekki þeim kröfum sem Afríska þjóðarráð- ið hefur sett fram. Walter Sisulu, fyrrum leiðtogi ráðsins, kvaöst ánægður og sagði á fundi með fréttamönnum að sigur væri í nánd. „En hann (de Klerk) hefur ekki gengið nógu langt,“ sagði hann og bætti við að ekki mætti af- létta efnahagslegum refsiaögerðum gegn stjórnvöldum í Suður-Afríku. Leiötogar Zambíu, þar sem Afríska þjóðarráðið hefur höfuðstöðvar sín- ar, og Nígeríu fógnuðu ákvörðunum de Klerks. „Ef svo heldur fram sem horfir vonast ég til að við munum fljótlega sjá að blökkumenn fái í hendur full réttindi í Suður-Afríku,“ sagði nígerískur embættismaður. Jákvæð viðbrögð Vesturlanda Vestrænir stjórnarerindrekar í Höfðaborg sögðu að de Klerk hefði lagt grunninn að bættum samskipt- um Suður-Afríku við vestrænar rík- isstjórnir og hugsanlega að einhverri eftirgjöf refsiagerða gegn suður- afrískum stjórnvöldum. Ræöaforset- ans krefst þess að Vesturlönd, sem og Afríska þjóðarráðið, bregðist við, segja þeir. Thatcher, forsætisráðherra Breta, fagnaði ákvörðun forsetans og bauð bæði honum og Mandela í heimsókn til Bretlands. „Þetta er tímamóta- skref í átt að nýrri Suður-Afríku,“ sagðiforsætisráðherrann. „Við mun- um íhuga frekari jákvæðar aðgerðir þegar Mandela hefur fengið frelsi.“ Bush Bandaríkjaforseti fagnaði einnig ákvörðunum de Klerks en sagði að frekari framvinda þessarar þróunar yrði að eiga sér stað áður en hann félli frá refsiaðgerðum sem bandarísk stjórnvöld hafa samþykkt gegn Suður-Afríku. „Ég lít á þetta jákvæðum augum og tel aö öll heims- byggðin geri slíkt hið sarna," sagði Bandaríkjaforseti. Talsmenn framkvæmdastjórnar Evrópubandalagsins kváðust ánægðir með yfirlýsingar de Klerks en ekki er að sjá merki þess að aðild- arríkin hyggist endurskoða efnhags- legar aðgerðir bandalagsins gegn stjóm Suður-Afríku. „Kjötlaust bein“ Mörgum fannst forsetínn ekki hafa gengið nógu langt. Einn félaga í PAC, einum róttækasta hópi baráttunnar gegn aðskilnaðarstefnunni, sagði yfirlýsingar forsetans hjómið eitt og hét því að hópurinn myndi herða vopnaða baráttu sína fyrir jafnrétti. Winnie Mandela, eiginkona Nel- sons Mandela, sagði að íbúar Suður- Afríku væru ekki reiöubúnir að þiggja „bein með engu kjöti á“. Hún sagði að de Klerk hefði átt aö afnema neyðarlögin sem verið hafa í gildi í þrjú ár, sem og aðskilnaðarstefnuna. Winnie var í fararbroddi kröfugöngu þúsunda blökkumanna um Höföa- borg í gær þar sem aöskilnaðarstefn- unni var mótmælt. Margir ungir Suöur-Afríkubúar fógnuðu fréttunum og hópuðust hundruðum saman út á götur Jó- hannesarborgar. Þeir hrópuðu „Viva ANC“ eða „Lifi Afríska þjóðarráðið" þegar fregnir af ákvöröunum de Klerks bárust. Lögregla beitti tára- gasi og hundum tíl að tvístra hópnum en ekki er vitað um alvarleg átök. Fjöldi unglinga gekk um göturnar „Nú er runnirin upp tími samn- inga,“ sagði forseti Suður-Afríku, F.W. de Klerk, í gær er hann skýrði frá því að þekktasti pólitíski fangi Suður-Afríku, Nelson Mandela, yrði látinn laus úr fangelsi fljótlega, sem og að banni við starfsemi, rúmlega þrjátíu samtaka, sem beijast gegn aðskilnaðarstefnu suður-afrískra stjórnvalda, hefði veriö aflétt. Að mati fréttaskýrenda hafa suður- afrísk stjórnvöld með þessu auðveld- að friöarviðræður yfirvalda og leið- toga blökkumanna. Viðbrögð viö ummælum forsetans hafa verið jákvæð en einnig ein- kennst af varkárni. Mörg ríki hafa lýst yfir ánægju sinni en sumum þjóðernissinnum fannst forsetinn ekki hafa gengið nógu langt. Forseti Afríska þjóðarráðsins, Oliver Tanibo, hvatti de Klerk til að láta Mandela lausan tafarlaust. í stefnuræðu sinni við upphafþing- halds í gær sagöi de Klerk að Mand- ela, sem verið hefur á bak við lás og slá í rúman aldarfjórðung, sakaður um að reyna að steypa stjórn hvíta minnihlutans í Suður-Afríku, yrði látinn laus án nokkurra skilyrða. En hann sagði ekki hvenær það yrði heldur einvörðungu að ákvörðun þess efnis yrði tekin fljótlega. Að sögn heinúldarmanna innan suður- afrísku stjómarinnar gæti vel farið svo að Mandela verði frjáls ferða sinna innan viku. Þúsundir blökkumanna í Suður-Afriku hópuðust saman á götum borga landsins þegar fréttist að blökkumannaleiðtoginn Mandela yrði fljótlega látinn laus. Þessir menn, með kröfuspjald þar sem krafist er tafarlausrar lausnar Mandela, tóku þátt í kröfugöngu í Höfðaborg. Símamynd Reuter Mandela hefur nú verið í fangelsi i rúman aldarfjórðung. Þessi mynd var tekin 1964 en þá var hann dæmdur til ævilangrar fangelsisvist- ar, ákærður fyrir að reyna að steypa stjórn hvita minnihlutans. með kröfuspjöld þar sem krafist var tafarlausrar lausnar Mandela og aö stjórnvöld afnæmu kynþáttaaðskiln- aðarstefnuna. Reuter Peningamarkaður INNLÁNSVEXTIR (%) hæst Innlán óverðtryggð Sparisjóðsbækurób. 4-7 LB.Bb Sparireikningar 3jamán.uppsögn 5-7,5 Lb 6mán. uppsögn 5-8 Ib.Bb 12mán.uppsögn 8-9 lb 18mán. uppsögn 16 Ib Tékkareikningar, alm. 1-2 Sb Sértékkareikninqar 4-7 Lb.Bb Innlán verðtryggð Sparireikningar 3ja mán. uppsögn 1,5 Allir 6n)án. uppsögn 2,5-3,0 Lb.Bb,- Innlánmeðsérkjörum 2,5-3,25 Sp Inhlángengistryggð Bandaríkjadalir 6,75-7,25 Sb Sterlingspund 13,75-14.25 Ib.Sb Vestur-þýsk mörk 6,75-7,25 Sb Danskarkrónur 10.25-11,0 Ib ÚTLÁNSVEXTIR (%) lægst Útlán óverðtryggð Almennirvíxlar(forv.) 20-22 Sb.Sp Viðskiptavíxlar(forv.) (1) kaupgengi Almennskuldabréf 21,5-28 Ib Vióskiptaskuldabréf (1) kaupgengi. Allir . Hlaupareikningar(yfirdr.) 25-26,5 Ib.Bb Útlán verðtryggð Skuldabréf 7,5-8.25 Lb.Bb útlán til framleiðslu Isl. krónur 20,5-26,5 Ib SDR 10,75-11 Ib.Bb Bandaríkjadalir 9,75-10 Bb Sterlingspund 16,75-17 Bb Vestur-þýsk mörk 9,75-10 Bb Húsnæðislán 3,5 Lífeyrissjóðslán 5-9 Dráttarvextir 37,2 MEÐALVEXTIR óverðtr. feb. 90 37,2 Verðtr. feb. 90 7,9 VÍSITÖLUR Lánskjaravisitalajan. 2771 stig Lánskjaravísitala feb. 2806 stig Byggingavísitala feb. 527 stig Byggingavísitala feb. 164,9 stig Húsaleiguvísitala 2,5% hækkaði 1. jan. VERÐBRÉFASJÓÐIR Gengi bréfa verðbréfasjóða Einingabréf 1 4,636 Einingabréf 2 2,547 Einingabréf 3 3,050 Skammtímabréf 1,581 Lífeyrisbréf Gengisbréf 2,050 . Kjarabréf 4,590 Markbréf 2,444 Tekjubréf 1,915 Skyndibréf 1,384 Fjölþjóðabréf 1,268 Sjóðsbréf 1 2.238 Sjóðsbréf 2 1.708 Sjóðsbréf 3 1,567 Sjóðsbréf 4 1,320 Vaxtasjóðsbréf 1,5785 Valsjóðsbréf 1,4850 HLUTABREF . Söluverð að lokinni jöfnun m.v. 100 nafnv.: Sjóvá-Almennar hf. 424 kr. Eimskip 424 kr. Flugleiðir 163 kr. Hampiðjan 174 kr. Hlutabréfasjóður 168 kr. Eignfél. Iðnaðarb. 185 kr. Skagstrendingur hf. 320 kr. Islandsbanki hf. 158 kr. Eignfél. Verslunarb. 158 kr. Oliufélagið hf. 333 kr. Grandi hf. 157 kr. Tollvörugeymslan hf. 114 kr. (1) Við kaup á viðskiptavíxlum og við- skiptaskuldabréfum, útgefnum af þriðja aðila, er miðað við sérstakt kaupgengi, kge. Skammstafanir: Ab = Alþýðubankinn, Bb = Búnaðarbankinn, Ib? Iðnaðarbank- inn, Lb = Landsbankinn, Sb = Samvinnu- bankinn, Úb = Útvegsbankinn, Vb = Verslunarbankinn, Sp = Sparisjóðirnir. Nánari upplýsingar um peningamarkað- inn birtast i DV á fimmtudögum. Mandela laus innan viku?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.