Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.1990, Page 20

Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.1990, Page 20
29, LAUGARD^GUR 3. FEpRÚAR 1990. Ilse Steinecke. DV-myndir Hjalti Jón Sveinsson Orgelsjóður Hallgrímskirkju: Dugar von- andi fyrir lít- illi bassapípu - þýsk kona safnaði tíu þúsund mörkum Jóhanna S. Sigþórsd., DV, V-Þýskalandi'. „Vonandi dugar þetta fyrir einni lítilli bassapípu í orgelið í HaU- grímskirkju. Maðurinn minn hafði mjög fallega bassarödd og hann hafði mjög gaman af að syngja," sagði Ilse Steinecke, þegar hún hafði afhent ávísun að upphæð 10.000 þýsk mörk eða sem nemur 360 þúsundum íslenskra króna í orgelsjóð Hallgrímskirkju. Afhend- ingin fór fram í sendiráði íslands í Bonn í Þýskalandi, eins og DV hef- ur greint frá, og veitti gjöfinni við- töku Hjálmar W. Hannesson sendi- herra. Ilse Steinecke safnaöi þessum peningum í orgelsjóðinn í minn- ingu um mann sinn, Volkmar Steinecke. Hann var mikill áhuga- maður um ísland og stofnaði m.a. og var formaður fyrir íslandsvina- félagi í Dortmund. Hinsta ósk hans var sú að þeir sem vildu minnast hans keyptu ekki blóm né kransa heldur létu peningana renna til styrktar orgelsmíði í Hallgríms- kirkju. Hún er nú sem kunnugt er hafin og gert ráð fyrir að verkið kosti um 70 milljónir íslenskra króna. „Áhugi mannsins míns á íslandi vaknaði mjög snemma og þegar hann var tólf ára strengdi hann þess heit að nota fyrstu peningana sem hann ynni sér inn sjálfur til aö ferðast 'þangað,“ sagði. Ilse. „Þetta stóð hann við og dvaldi þá sex vikur á landinu." Það var svo árið 1983 sem Volk- mar Steinecke kynntist Herði íslandsvinurinn Volkmar Stein- ecke sem lést árið 1985. Áskelssyni þegar sá síðarnefndi hélt tónleika í Dusseldorf. Höröur hélt síðan hljómleika í Dortmund fyrir tilstilli Volkmars, ásamt eig- inkonu sinni Ingu Rós Ingólfsdótt- ur. Þetta varö tD þess að áhugi Volkmars á orgelsmíði í Hallgríms- kirkju vaknaði og framhaldið varð sem hér að ofan greinir. Síðasta verk Volkmars í þessu lífi var svo að efna til íslandsviku í Dortmund. Hann var þá orðinn veikur og hafði undirbúið hana gaumgæfilega, ekki síst fyrir þær sakir að hann vissi að hann myndi fara beint á sjúkrahús að henni lokinni og gangast undir aðgerö. Þetta gekk eftir og að íslandsvik- unni lokinni lagðist Volkmar Steinecke inn á spítala. Hann lést árið 1985. Hans Gerd Klais, forstjóri orgelsmiðjunnar, tekur við tiu þúsund marka ávfsuninni úr hendi Hjálmars W. Hannessonar sendiherra. Á myndinni eru einnig llse Steinecke, sem safnaði peningunum, svo og Giinter Löb. Um fimm þúsund pípur verða í Hall- grímskirkjuorgelinu - DV heimsækir Klais-orgelsmiðjuna í Þýskalandi Hans Gerd Klais, forstjóri samnefndrar orgelverksmiðju, skoðar hér pípur sem komið hafa inn til viðgerðar. Jóhaima S. Sigþórsdóttir, DV, V-Þýskalandi: Það lætur ekki mikiö yfir sér húsið sem stendur við Kölnarstræti númer 148 í Bonn í Þýskalandi. Þetta er rauðtíglótt hús sem stendur ekki einu sinni sjálfstætt heldur er hluti af ósamstæðri húsalengju sem máluð er í hinum og þessum litum. Engu aö síöur er þetta hús okkur talsvert tengt því þar liggur hið tilvonandi orgel í HaUgrímskirkju á teikniborð- inu. Eða ættum við að segja á tölvu- skerminum. Staðreyndin er nefni- lega sú að þetta tilvonandi hljóðfæri Hallgrímskirkju er að miklu leyti hannaö á tölvuskermi. Að þessu og miklu fleiru komust tíðindamenn DV þegar þeir heimsóttu þessa frægu orgelsmiðju í Bonn nú nýverið. Orgelsmiðjan er kennd við Klais því að hún var stofnuð af Jóhannesi nokkrum Klais árið 1882. Nú rekur hana Hans Gerd Klais sem er sonar- sonur Jóhannesar. Fyrirtækið hefur sumsé haldist í sömu ættinni allt fram á þennan dag, og svo mun lík- lega verða enn um sinn því að sonur Hans Gerd, sem heitir því virðulega nafni Philipp Caspar Andreas Klais, hefur ákveðið að gerast orgelsmiður og er nú við nám í þeim fræðum. En það verður ekki bara lítið hús í langri húsalengju sem hann tekur við því þegar ekið er inn á bílastæöi á bak við húsið kemur í ljós þyrping bygginga sem allar tilheyra orgel- smiðjunni. Og húsakosturinn reynd- ist svo sannarlega stærri en litið hafði út fyrir í fyrstu þegar hann var skoðaður í fylgd eigandans, Hans Klais. Tíu ára ábyrgð Aðalmerki Klais-orgelsmiðjunnar eru pipuorgelin. Þar hafa veriö fram- leidd fjölmörg orgel, bæði stór og smá, sem farið hafa til hinna ýmsu landa. Má nefna Bandaríkin, Japan og England. Þá hafa orgel verið seld aUa leið til Afríku. Og nú er ísland að bætast í hópinn. Mörg þessara hljóðfæra, sem verk- stæðiö hefur framleitt, eru afar mik- il og voldug. Má nefna orgelin í dóm- kirkjunni í Munster og í Worms í Vestur-Þýskalandi. Einnig hið geysi- mikla hljóöfæri Fílharmóníunnar í Köln, og annað engu minna við Fíl- harmóníuna í Munchen. Svona mætti lengi telja. Þaö er ekki nóg með að þessi hljóöfæri séu aíbragð annarra slíkra hvað tóngæði og hljóm varðar heldur eru þau einnig hrein listaverk því mörg þeirra prýð- ir alls konar útskurður og flúr sem gert er af miklu listfengi. Og þá er komið aö einu mikilvægu atriði sem er ótrúlegt, en dagsatt. Allt það sem þarf til að fuDbúa hljóðfæri er unniö í orgelsmiðjunni, allt frá minnstu málmplötu og upp í útskorin viðar- listaverk. Við þetta vinna 60-70 manns sem voru svo önnum kafnir við vandasöm störf sin, að erfitt reyndist að fá þá til að líta upp eitt augnablik til myndatöku. Enda má ekkert fara úrskeiðis, svo sem nærri má geta, þannig að mikil ábyrgð og vandvirkni hvíUr á hveijum starfs- manni. Það er líka greinúegt að eig- andi orgelsmiöjunnar treystir sínum mönnum því á hveiju hljóðfæri er hvorki meira né minna en tíu ára ábyrgð. Ekki nóg meö það, ef eitthvað kemur fyrir greiðir smiðjan allan kostnað vegna sérfræðings sem sendur er til að líta á hljóðfærið, hvort heldur er ferðakostnaður eða vinnulaun. „Við getum leyft okkur að hafa þetta svona af því að viö vit- um að'hlutirnir eru í lagi,“ segir Gerd Klais. „Ef framleiðslan væri ekki 100 prósent örugg yrði þessi tíu ára ábyrgð fljót að setja okkur á hausinn." Pípur úr málmklumpum Það fyrsta sem fyrir augu bar, þeg- ar við gengum inn í orgelsmiðjuna, var ótölulegur íjöldi af málmvafning- um. Þetta var það efni, blanda af blýi og tini, sem notað er í pípurnar í orgelinu. En efnið, sem er 62% tin og 48% blý, þarf að ganga í gengum talsverðar breytingar áður en það kerpst í vafningana, því inn á verk- stæðið er það keypt í ólögulegum málmklumpum. Þar er það brætt og síöan flatt út í þynnur. í næsta vinnuherbergi, sem við gengum inn í, voru tveir menn önn- um kafnir við að móta og festa saman pípur úr þessu efni. Þær lengstu, sem framleiddar eru, ná tíu metra hæð svo menn geta gert sér í hugarlund það umfang sem orgel með slíkum pípum krefst. Hið nýja orgel í Hall- grímskirkju verður til dæmis með um það bil fimm þúsund pípum, stór- um og smáum. Minnstu orgelin eru með þetta 56 pípum sem allar eru auðvitað smáar í sniðum. Rétt er annars að geta þess að and- rúmsloftið í þessari „verksmiðju" er allt annað en á öðrum framleiðni- stöðum. Þama em engir stórir salir heldur er henni skipt niður í smærri verkstæöi. í hveiju þeirra fer fram einn sérstakur þáttur gerðar hljóð- færisins. Hvergi heyrðist í glymjandi útvarpi eða annar álika hávaði held- ur var hljóðlátt í allri byggingunni. Það var helst að heyrðist suð í ein- hveiju smíðatæki, svo sem raf- magnsbor eða -sög. Þegar svo hádeg- isverðarhlé skaD á, meðan viö stöldr- uðum við, neyttu menn matar síns hljóðlátlega en lögðu sig síöan á borð og bekki til að slaka á eftir einbeit- ingu morgunsins. Eigandinn bað okkur að ganga hljóðlega um og bætti við að mönnunum væri hádeg- ishvíldin ekki of góð þar sem það væri annað og meira en eitthvert dútl að búa til hljóðfæri. Vandað til viðarins Það væri að æra óstööugan, sem ekkert þekkti tíl orgelsmíði, að ætla að fara að lýsa því hér sem fyrir augu bar. Hér og hvar voru menn að vinna við ótal smáhluti sem allir áttu eftir aö enda í einhveiju orgel- inu. Fyrir augu bar alls kyns málm- þynnur, hólka, viðarstokka, strengi, skrúfur og spýtur, sem útilokað er að gera nánari skD í stuttri blaða- grein. Sumt virtist vera nýtt, en ann- að eldra. Það átti sér þá skýringu að í orgelsmiðjunni er ekki einungis unniö við að búa tíl ný hljóðfæri heldur eru eldri tekin inn og gerð upp. Er þá ekki látið staðar numiö fyrr en þau eru orðin sem ný „og helst betri“, eins og Klais orðaði það. Það er heldur betur vandaö til vals- ins á þeim viði sem notaður er í hljóð- færin. Aðeins er notaður viður úr öldnum tijám, þetta 280-300 ára gömlum. Klais gekk með okkur um viðargeymsluna, sem raunar var úti undir beru lofti, og sýndi okkur við- arstaflana. Hver stafli var unninn úr einu tré og mátti ráða af því að þau hefðu ekki verið af minni gerð- inni. „Þessi eik, sem þessi viður var unninn úr, hefur verið ævagömul," sagði hann og benti á einn staflann. „Við hættum aö telja árhringina þeg- ar komið var upp í 350 þannig að hún

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.