Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.1990, Síða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.1990, Síða 25
LAUGARÐAGUR 3. FEBRÚAR 1990. 33 mörg ár og það má segja að hann hafi stjórnað Sjálfstæðisflokknum á staðnum og einnig í kjördæminu. Hann hefur verið formaður uppstill- ingarnefndar í kjördæmaráði. Það er margbúið að reyna að fá hann í fram- boð og ég reikna ekki með að hann gefi kost á sér. Þegar Einar Oddur fær hugmyndir, sem honum finnast rétt- ar, hamrar hann á þeim þangað til einhver hlustar. Hann er mjög sterk- ur persónuleiki. Einar Oddur vill leysa allra manna vanda og hefur leyst vanda margra. Ef hann sér að hann getur látið gott af sér leiða ger- ir hann það. Eini vandi hans er að það hefur verið of mikið legið á hon- um. Við fundum aldrei fyrir einangrun á Flateyri í gamla daga. Þá var að vísu ekkert sjónvarp og útvarp var lélegt þannig að við fundum okkur upp ýmislegt að gera. Á sumrin dvöldu á Flateyri mörg borgarbörn og það var mjög skemmtilegt. Það þótti á þeim tíma alveg sjálfsagt að komast ekki til ísafjarðar frá því í september og fram í apríl eða mai. Það hefur oft komið fyrir að Flateyri hafi farið á kaf í snjó - það þykir ekkert nýtt á þeim slóðum. Ég veit að Einar Oddur hefur sterkar taugar til Flateyrar en mér flnnst alveg synd að hann skuh ekki fara á þing. Ég er ekki í nokkrum vafa um að hann getur gert góða hluti. Það góða við hann Einar er að hann hlustar á öll rök, hversu vitlaus sem þau eru,“ segir Gunnar Benediktsson. Góður tengdasonur Tengdamóðir Einars Odds, Bryn- hildur Pálsdóttir, er ánægð með tengdasoninn. „Ég meina það sem ég segi; hann er ágætismaður. Hann er vinnusamur og lætur ekki mikið á sér bera. Hann veit hvað hann er að gera. Ég hef alltaf vitað að Einar Oddur er skynsamur maður en þess- ir samningar sýna að hann hættir ekki við það sem hann byrjar á fyrr en því er lokið. Það hefur verið erfitt undanfama daga hjá Einari, vitandi af fjölskyldunni fyrir vestan í þeirri ófærð sem þar hefur verið. Ég veit að honum hefur liðið illa aö geta ekki verið með fjölskyldunni í þessum þrengingum. En gleðin yfir að þeir skyldu ná þessu markmiði verður til þess að allir gleyma þeim erfiðleikum sem verið hafa.“ Brynhildur segist hafa vitað það þegar dóttir hennar, borgarbarnið, fiutti vestur að hún væri ekki að gera neina vitleysu. „Hún hætti starfi sem hjúkrunarkona í bili þegar hún flutti þama á hjara veraldar. En fyrir vest- an hefur hún hjálpað gamla fólkinu og hefur gert mikið í að ferðast með það. Ég vona að þau geti verið meira heima. Einar Oddur er góður faðir. Hann hefur náttúrlega mikið að gera í fiskinum og öllu þessu stússi. Það kom mér ekki á óvart að Einar Oddur skyldi fara út í samningamál því ég hef lengi tekið eftir að það sem hann hefur áhuga á sýnir hann í verki,“ segir Brynhildur Pálsdóttir. Bjó til leikrit Jóhanna Guörún, skólastjóri Öskjuhlíðarskóla, er systir Einars Odds. Þau eru tvö, systkinin, og fædd sitt á hvoru árinu. „Ég var náttúrlega stóra systirin. Það var mjög margt í okkar uppvexti sem tengdi okkur saman. Einar var mjög skemmtilegur í leik og fann upp á ótrúlega mörgum sniðugum leikjum. Hann hafði gam- an af að leika og hafði leiklistar- hæfileika. Einar bjó oft til leikrit. Móðir okkar vann á Símstöðinni, þar sem við bjuggum, og við vorum mik- ið í innileikjum. Móðir okkar var mjög umburðarlynd gagnvart því að við værum með heilan hóp af krökk- um inni hjá okkur. Auk þess hafði Einar mikinn áhuga á lestri og er stálminnugur á það sem hann les. Hin síðari ár hefur hann verið í mjög nánu sambandi við at- Einar Oddur Kristjánsson getur nú lagt spilin á borðið og verið ánægður með að samningar eru komnir i höfn. vinnulífið eins og það er í þorpinu. Ég held aö hann hafi mjög sterka til- finningu og trú á að það sé hægt að lifa sæmilega góðu lífi í þessu landi með ákveðnum skilyrðum. Mér finnst hann samt aldrei trana sér fram og er frekar hógvær. Hann á mjög gott með að umgangast alla og á auðvelt með að sameina fólk. Einar er maður sem sýnir fólki mikiö traust en hann gerir Mka kröfur á móti. Ég veit að Einar hefur ekki óskað eftir að vera í stjómmálum en mér finnst eins og hann vilji ekki bregð- ast þeim sem sýna honum traust. Ég held að hann sé ekki að vinna fyrst og fremst fyrir atvinnurekendur - ég leyfi mér að trúa því að hann sé að hugsa um okkur öM. í mínum huga er hann ekki atvinnurekendafulltrúi. Ég hugsa að við systkinin séum mjög ólík en ég met bróður minn mikMs og finnst hann hafa verið mjög sann- ur og trúr í því sem hann hefur tekið sér fyrir hendur. í gamla daga var hann stundum svolítMl böðull og ég var stundum ergileg út í hann. Ég hafði ábyrgð heima fyrir og fannst hann fá að komast upp með ýmislegt en þá voru hlutverkaskiptin ennþá greinilegri en nú. Það kom mér nú á óvart síðar hve hann er Mðtækur heima hjá sér, bæði í sambandi við börnin og heimMið," sagði Jóhanna. „Við höfum nú ekki alltaf verið sammála, systkinin, í landsmálapóli- tík en ég verð að viðurkenna að í umræðum okkar í gegnum árin finnst mér hann rökstyðja sitt mál mjög vel. Hann grundvaMar skoðanir DV-myndir KAE sínar raunverulega á því að hann hafi kynnt sér máMn mjög vel. Einar les mikið, er minnugur og á auðvelt með að setja hlutina fram á einfaldan hátt. Hann er mjög glöggur á tölur . og hefur þótt mjög góður stærðfræð- ingur.“ -JJ/-ELA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.