Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.1990, Page 32

Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.1990, Page 32
40 LífsstOl Sitt litið af hverju 5000 sumarhús Fyrirtækið Dancenter í Freð- riksberg gaf nýlega út sumarbækl- ing sinn og er það í 33. skiptið sem hann kemur út. í bæklingnum er að finna upplýsingar um 5000 sum- arhús í Danmörku sem standa ferðamönnum til boða. Auk þess sem í bæklingnum er hægt að fá greinargóðar upplýsingar um verð og gæði húsanna. SunnyTours ; Danska ferðaskrifstofan Sunny Tours sérhæfir sig í ódýrum sum- arleyfisferðum. Ferðalangarnir ferðast á eins ódýran hátt og unnt er til áfangastaðarins og þar gista þeír svo í tjöldum. Nýlega upplýsti forstöðumaöur ferðaskrifstofunn- . ar að hún hefði fjárfest í tjöldum fyrir 15 milijónir króna fyrir sum- arið 1990. Auk þess yrðu margir nýir og spennandi ferðamöguleikar í boði. Staðir sem nethdir voru í ; því sambandi eru Suður-Evrópa, 1 Rhodos, Costa Brava á Spáni, Ung- verjaland, Grikkland og Suöur- Frakkland. Concord til Kanada Breska flugfélagið British Air- ways hefur ákveðið að Concord vélar félagsins fljúgi til Toronto í Kanada í sumar. Flogið verður einu sinni í viku frá London og samdæg- urs til baka aftur. Farmiði fyrir manninn kostar 160 þúsund krón- ur. Það sparast 3 tímar og 10 minút- ur miðaöað við meðal flugtíma að fljúga meö Concord til Toronto. Byggja 25 hótel Ein af stærstu hótelkeöjum heims, Quality International, hefur ákveðið að byggja 25 hótel í Skand- inavíu, Pólandi og Eistrasaltslönd- unum á næstu fimm árum. Fimm hótel verða byggö í Dan- mörku, fimm í Noregi, sjö í Svíþjóð og fjögur í Finnlandi og í eftirtöld- um löndum ætlar Quality að reisa eitt hótel, Eistlandi, Lettlandi, Lit- háen og Póllandi. Veðrið í útlöndum HITASTIG IGRÁÐUM -10 •&• lagra ill O 111 - 5 1111* 611119 11 tll 16 1611120 20 tll 26 Byggt á veöurtréttum Veöurstotu Islands kl. 12 á hádegl, töstudag Þrándheimur 2' Bergen 5 Reykjavík 2' Þórshöfn 5' Heisinki 2° Stokkhólmur 6° ipmannahöfn 5° Hamborg 8 London9°(^ . Luxemborg 7° / 7 Mallorca 17' Algarve _ 17° ^/lalaga 17° Winnipeg -2' LéttskýjaÖ ÖfiÍ||go-l0 Alakýjaö Los Angeies 12° Atlanta 15' \ • Orlando Rigning V Skúrir *.* Snjókoma Þrumuveöur = Þoka LAUGARDAGUR 3. FEBRÚAR 1990. Búdapest þykir ein fegursta borg Evrópu. Búdapest París austursins í félagslegu tilliti má segja að böðin þjóni sama tilgangi í Búdapest og sundlaugarnar gera hér í Reykjavík. Ungverjar eru upp til hópa lífsglatt og vingjarnlegt fólk. Búdapest, höfuðborg Ungverja- lands, hefur oft verið kölluð París austursins, enda þykir hún líflegri og fjörlegri en nokkur önnur borg Austur-Evrópu. Það er sama hvaða árstími er valinn til að heimsækja Búdapest, allir árstímar hafa sína töfra austur þar. Borgin er staösett í hjarta Evrópu og til hennar er ekki nema steinsnar frá mörgum borgum álfunnar. Þangað er ekki nema hálfs dags akstur frá Múnchen, 2 'A tíma flug frá París og Róm og þangað er rúmlega tveggja stunda akstur frá Vín. Það er því sem best hægt að borða morgunverðinn í Vín og há- degisverðinn í Búdapest. Verðlag í Búdapest þykir um þess- ar mundir mun lægra en í mörgum borgum á meginlandi Evrópu. Að Ferðir sögn sérfróðra er það um það bil helmingi lægra en í borgunum í ná- grenninu. íbúar borgarinnar þykja vingjarn- legir heim að sækja og þeir bjóða ferðamenn hjartanlega velkomna. Þeir eru stoltir af borginni sinni sem þeir telja þá fegurstu í Evrópu. Aldagömul borg Það búa 10,6 milljónir manna í Ungverjalandi, þar af búa um 2,2 milljónir manna í Búdapest. Saga borgarinnar teygir sig mörg hundruð ár afur í tímann. Rómverjar settust að á hægri bakka Dónar fyrir 2000 árum og byggðu þar borg sem þeir nefndu Vatnaborgina. Þar sem hún stóð er nú vestari hluti Búdapest. Rómverjarnir fundu heitar laugar sem þeir nýttu til að baðast í og má enn má sjá menjar um þær. Magyjar náðu völdum í landinu á þrettándu öld og lögðu í leiöinni Vatnaborgina í rúst en endurreistu hana skammt frá þar sem hún stóð áður. Sígaunar voru næstir til að ráðast til atlögu og enn var Vatna- bogin lögð í rúst á þrettándu öld. Hún var ekki endurbyggð fyrr en seint á fjórtándu öld. Tyrkneskböð Tyrkir voru næstir til að herja á borgina og enn einu sinni var hún rústuð. Enn þann dag í dag má sá menjar eftir Tyrkina, þeir byggðu mörg baðhús í borginni og þau eru enn ipjög vinsæl. I félagslegu tilliti má segja að böðin þjóni sama til- gangi í Búdapest og sundlaugarnar gera hér í Reykjavík. Á síðari hluta 19. aldar sameinaðist Búda endan- lega borginni Pest, hinum megin Dónar. Kaffihús og veðreiðar Á nítjándu öld fóru hlutimir fyrst að gerast fyrir alvöru í Búda. Há- skóli var settur á laggirnar, kaffihús spruttu upp, fyrsta leikhúsið sem eingöngu setti upp verk á ungversku var opnað, fyrsta verksmiðjan var byggð í útjaðri borgarinnar. Brýr voru byggöar yfir Dóná sem aðskilur Búda og Pest og að útlendum sið fóru borgarbúar að þyrpast á hestaveð- reiðar, þá var upphaf jámbrautars- amgangna í landinu. Þróunin var hafin og hún hefur haldist óslitið til dagsins í dag þó svo að borgin hafi farið illa út úr seinni heimsstyrjöld- inni. Rússar og Þjóðverjar börðust um hana samfleytt í þrjá mánuði, eða frá því í nóvember 1944 og fram í febrúar 1945 er Rússar náðu fullnað- arsigri. Þegar Evrópu var svo skipt upp í áhrifasvæði Vesturlanda og Sovétríkjanna hafnaði Ungverjaland sökum legu sinnar undir kommún- ískri stjórn og hefur verið allar götur síðan. Áhæðinni Búda varð höfuðstaður Ungverja- lands 1361. Hún stendur á hæðum vestan Dónár en hinum megin stend- ur Pest á flatlendi. í dag eru borgim- ar tengdar með átta brúm sem þykja mjög fagrar. Þama er stór og mikil höfn enda Dóná skipgeng allt að Svartahafi og það getur verið gaman að taka sér göngu niður að ánni og horfa á skip- in sigla eða hreinlega að fara í útsýn- issiglingu á ánni. Hjarta borgarinnar er innborgin í Pest. Þar skiptast á fagrir trjástígar og breiðstræti. Þar er Margrétarbrú, Elísarbetarbrú og Stefánskirkjan fræga. Corsa hverfið, sem þykir sérlega rómantískt, er á milli Elísarbetarbrúar og Keðjubrú- ar. Þar er sömuleiðis að finna marga góða matsölustaði og kaffihús. í nágrenninu eru listasöfn, fleiri veitingahús og Astoria hótelið sem margir sækja heim að lokinni leik- húsferð og dansa og fá sér hressingu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.