Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.1990, Qupperneq 12

Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.1990, Qupperneq 12
12 Sælkerinn LAUGARDAGUR 19. MAÍ 1990. DV Vika í sumri, sól og sælu Nú eru líklegast margir aö skipu- leggja sumarfríið og flestir líklegást búnir að ákveða hvert á að fara. Sumarið er besti árstíminn hér á ís- landi og það er virkilega vel þess virði að ferðast um okkar fagra land. En, það er nú alltaf dásamlegt að skreppa út fyrir pollinn. Það er því tilvalið að skreppa í viku vorferð út og eyða svo afganginum af fríinu hér líeima. Fyrir áhugafólk um mat og vín er tilvalið að fljúga til Lúxemborgar og leigja þar bfl og aka til Elsasshéraðs í Frakklandi, sem er aðeins 2-3 klukkustunda akstur. Frá Elsass koma hin rómuðu Els- assvín sem margir kannast við. Mætti þar nefna Riesling „Hugel" og Gewurztraminer. Eisassbúar eru miklir sælkerar og er sagt um Elsasseldhúsið að matur- inn sé franskur en skammtanir þýsk- ir. Hvergi er hægt að fá betri gæsalif- ur en í Elsass og þeir hafa mikið úrval af villibráð og vatnafiski í hér- aðinu. Elsasshérað er 8.300 ferkílómetrar að flatarmáli og þar búa rúmlega 1,5 milljónir manna. Velflestir íbúanna tala þýsku og mjög margir ensku. Höfuðborgin er Strassborg og hefur hún flesta kosti franskrar stór'oorg- ar. Þaðan er örstutt út í sveitirnar tilhinna fallegu og fornu smáþorpa. í Strassborg eru marjgir frægir veit- ingastaðir. Einn sá frægasti er Le Crocodile á 10, rue de l’Outre. Þeir sem vilja kynnast matarhefðum Els- asabúa ættu að snæða á Brasserie Restaurant de l’Ancienne Douane á bæra veitingastaö með nokkurra daga fyrirvara. Síminn er 89.71.83.23 og telefaxnúmerið er 87.12.89. Of langt mál yrði að nefna öfl þau skemmtilegu þorp sem vert er að heimsækja. Eitt fallegasta þorpið er Riquewihr. Bærinn var að mestu byggður upp úr 1200 en flest húsanna eru frá 15. og 16. öld. Riquewihr er því einn best varðveitti miðaldabær í Evrópu. í Riquewhir er eitt besta tjaldstæði í Frakklandi og franska Ferðamála- ráðið gefur því 4 stjörnur. Víða í Elsass er hægt að fá leigð herbergi í‘ Heimahúsum. Þessi her- bergi eru yfirleitt bæði rúmgóð og Umsjón Sigmar B. Hauksson hrein og allur viðurgjörningur eins og best verður á kosið. í bænum Colmar er ákaflega róm- antískt og fallegt hótel sem heitir Hostellerie „La Marcéhal" við 4-6, place des Six Montagnes Noires sími 89.41.60.32. Hóteliö er staðsett við ána sem rennur í gegnum Colmar og kallast þetta svæði „Htlu Feneyjar”. Skemmtilegast er auðvitað að aka á milli þorpana og uppgvöta skemmtileg veitingahús og hótel. Frá Lúxemborg til Elsass eru um 220 km eða um 3ja tíma akstur. Vart er hægt að hugsa sér skemmtilegra svæði til að eyða einni viku en Elsasshérað. 6, rue de la Douane. í sveitaþorpun- um eru margir frábærir og ódýrir veitingastaðir og hótel. í Elsasshér- aði er einnig einn frægasti veitinga- staður í Frakklandi. Þessi veitingastaöur heitir Auberg de I’Ill í þorpinu Illhaeusern. Þar ráða ríkjum Haeberlin bræður sém eiga og reka staðinn og einn sonanna stendur með fóður sínum í eldhús- inu. Veitingahúsiö er í ákaflega fall- egu húsi við bakka árinnar 111 og umhverfis húsið er fallegur garður þar sem einnig er hægt að borða úti. Panta verður borð á þessum frá- Elsass er eitt af fallegustu héruðum Frakklands og er varla hægt að hugsa sér skemmtilegra hérað fyrir sælkera að heimsækja. Reykjavík: Okmverð á svartfugli á veitingahúsum Verðlagning á matvælum er stundum einkennileg á reykvísk- um veitingahúsum. I hádeginu er boðiö upp á ódýra rétti en á kvöld- in hækkar verið um 200-300 pró- sent á svo að segja sömu réttunum. Nú er svartfugl í tísku á reykvíks- um veitingahúsum. í fiðrinu kostar svartfuglinn vun þaö bil 60 kr. stykkið og hamflettur kostar hann frá 80-110 kr. Þegar siðan búið er aö matreiða fuglinn og setja á disk er hann kominn upp i 1200-1500 kr. Þetta er vægast sagt hressileg álagning. Samkvæmt þessu ætti t.d. skammturinn af aliönd að kosta um það bil 5-6000 kr. Að selja skammtinn af svartfugli á 12-1500 kr. er ekkert nema okur. Við þessu er ekki nema eitt svar. Kaupiö ekki svartfugl á þessu verði. Kaupið hann í Fiskbúð Hafliða við Hlemm eða annars staðar og matreiðið hann heima. Nú er svartfugl í tísku á reyk vlskum veitingahúsum og er hann seldur á okurverði. Hugmyndaflugið virð- ist ekki vera rikjandi í vali á hrá- efni um þessar mundir, heldur frekar ákvarðanir á verðlagningu réttanna. Veðurstofa íslands Veðursjár á Miðnesheiði Tilboð óskast í byggingu veðursjár á Miðnesheiði. Um er að ræða að smíða og fullgera 45 m2 radarhús. Smíða og reisa 8 m háa stálgrind og pall fyrir veðursjá. Jafna lóð umhverf- is hús og setja upp 87 m langa girðingu með hliði. Verkinu skal vera að fullu lokið 10. ágúst 1990, þó er ekki hægt að Ijúka að fullu vinnu við girðingu fyrr en í lok september. Lagður verður vegur að byggingarsvæðinu. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu Innkaupastofnunar ríkisins, Borgartúni 7, 105 Reykjavík frá föstudegi 18. maí til og með miðvikudags 23. maí gegn 5.000,- kr. skilatryggingu. Tilboð verða opnuð á sama stað þriðjudaginn 29. maí 1990 kl. 11.30. INNKAUPASTOFNUIM RÍKISINS BORGARTUNI 7. 105 REYKJAVIK Matur og vín Það á að drekka hvítvín með fiski og rauövín með kjöti, svo einfalt er það. Allir kannast við þessa ein- fóldu reglu. Staðreyndin er hins vegar sú aö þetta er ekki nein regla. Það fer eftir smekk hvers og eins hvaða vín hann vill drekka. Gott vín gerir góða máltíð enn betri. Gott Beaujolais rauðvín er mjög gott með soðnum eða steiktum laxi. Einnig er hið ítalska Chianti vín mjög gott með laxi og nýveiddri bleikju. Það er tilvalið að heilsteikja skötusel í ofni eins og lambalæri. Skötuselurinn er kryddaður með svörtum pipar, íslensku blóðbergi eða timian og hvítlauk. Með skötu- selnum er höfð rauðvínssósa og með þessum rétti er upplagt að drekka svalt Beaujolais. Það er mjög gott aö sjóða krækling eða bláskel í rauövíni og krydda með timian og lárviöarlaufi. Spánveijar og Portúgalir drekka gjaman rauðvín með saltfiskrétt- um. Með nýjum laxi eða skötusel er ljómandi að hafa rauðvíns- smjörsósu eða „Beurre rouge“ eins og Frakkar segja. í rauðvínssmjörsósu fyrirfjóraþarf: 1 dl rauðvín 1 dl rauðvínsedik 1/2 dl fínt saxaðan skalottulauk 200 g mjúkt smjör 1 tsk sítrónusafa salt og hvítan pipar Sjóðið saman í potti rauðvínið, rauðvínsedikið og laukinn. Þegar nær allur vökvinn er horfmn er smjörið sett í pottinn, ein matskeið í einu. Þegar smjörið er bráðnað er það kryddaö með sítrónusafa, salti og pipar. Ekkert er að því að drekka hvít- vín með kjöti. Gott Moselvín á mjög vel við glóðarsteiktan eöa steiktan kjúkling. Með soðnu saltkjöti og Nýr skötuselur og glas af góðu hvitvini er tilvalin veislumáltið til að fagna vorinu. grænmeti er upplagt aö drekka hið kryddaða og góða Elsassvín Gew- urztraminer. Gewurztrarminer passar annars vel með reyktum laxi og graflaxi. Einnig er tilvaliö aö drekka þurrt sherrí með reyktum laxi. Vitaskuld passar rauðvín frábærlega vel meö kjöti og hvítvín með fiski. Gott Bordeaux rauðvín er sérlega gott rneð lambakjöti. Sacerre hvítvín er sérlega gott með nýrri smálúðu og Chablis með glóðarsteiktum hum- ar og svona má lengi telja. Enda þótt rauðvín sé gott með laxi og skötusel þá er gott hvítvin ekki síðra. Nú er humarvertíðin að heíjast og þá kemur góður skötuselur í fiskbúðirnar. Vorið er komið og því , er upplagt að taka fram grillið. Létt-glóðarsteiktur skötuselur er veislumatur. Blandið saman sítr- ónusafa og ólívuolíu, skerið skötu- selinn í 3ja cm þykkar sneiðar og látið þær liggja í þessum legi í 2-3 klukkutíma. Skötuselurinn er síð- an glóðarsteiktur. Hann er krydd- aður með góöu jurtasalti þegar búið er að glóðarsteikja hann. Með skötuselnum má hafa hrís- grjón, kryddsmjör með örlitlum hvítlauk og gott brauð. Þá er nýr gufusoðinn skötuselur eða skötu- selur léttsoðinn í fisk- eða græn- metissoði kóngafæða. Glas af Po- ully Fuisse gerir svo mátíðina full- komna.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.