Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.1990, Blaðsíða 35
LAUGARDAGUR 19. MAÍ 1990.
47
Yflrbygging Laugavegar:
Byrjað á
fram-
kvæmdum
í sumar
- kaupmenn fjármagna sjálfir
„Þessi hugmynd mín kom í fyrst-
unni upp þegar borgarstjórn fór aö
ræöa um yfirbyggingu í Austur-
stræti. Við sáum fyrir okkur langa
biö með Laugaveginn, settumst því
niður og fórum aö spá,“ segir Jón
Sigurjónsson gullsmiður sem rekur
verslunina Jón og Óskar við Lauga-
veginn.
Jón fékk Örn Sigurðsson arkitekt
til að hanna fyrir sig yfirbyggingu.
Þegar hún lá Ijós fyrir fór Jón á fund
kaupmanna við götuna og fékk mun
betri viðtökur en hann átti von á.
„Þegar menn sáu teikninguna urðu
þeir mjög spenntir yfir að þetta gæti
oröið að raunveruleika," segir Jón.
„Þetta er hins vegar mjög dýrt og þar
sem við munum fjármagna þetta
sjálfir kom sú hugmynd upp að koma
upp smekklegum auglýsingabogum
á fjórum stöðum sem gætu greitt
yfirbygginguna.
Eftir helgina munum við leggja
þessar teikningar fyrir rétta aðila og
fá samþykki til að reisa auglýsinga-
bogana. Við höfum sýnt borgar-
skipulagi og frambjóðendum til borg-
arstjórnarkosninganna teikningar
og alls staðar fengið mjög jákvæð
Fyrst í stað verður þó gerð tilraun með að yfirbyggja einungis gangstéttirn-
ar og er reiknað með að sú framkvæmd geti hafist áður en langt um líður.
Jón Sigurjónsson gullsmiður átti hugmyndina af yfirbyggingunni eins og
hún lítir út nú. Hann byrjaði á að fá arkitekt til að teikna glerþak yfir gang-
stéttina fyrir framan verslun sina. Aðrir kaupmenn á Laugaveginum fengu
mikinn áhuga á málinu er teikningarnar lágu fyrir.
r
■\
Útboð
Suðurlandsvegur um Múlakvísl 1990
Vegagerð ríkisins óskar eftir tilboóum í ofan-
greint verk. Lengd kafla 3,8 km, fyllingar
24.000 rúmmetrar og burðarlag 4.000 rúm-
metrar.
Verki skal lokið 10. september 1990.
Útboðsgögn verða afhent hjá Vegagerð rikisins
á Selfossi og í Reykjavík (aðalgjaldkera) frá
og með 21. þ.m.
Skila skal tilboðum á sömu stöðum fyrir kl.
14.00 þriðjudaginn 5. júní 1990.
Vegamálastjóri.
J
Þannig kemur Laugavegurinn á horni Snorrabrautar til með að líta út i sumar. Auglýsingabogi sem þessi mun
koma upp á fjórum stöðum og auglýsingar sem fást á skiltið (í þessu tilviki er það OV) greiða kostnað við yfir-
byggingu Laugavegar.
viðbrögð. Við eigum því ekki von á
öðru en að úr þessu veröi. Ætlunin
er að auglýsingabogarnir rísi upp í
sumar og auk þess munum við byrja
á aö yfirbyggja gangstéttina. Fyrst
um sinn yfirbyggjum við aðeins lít-
inn hluta gangstéttarinnar en það er
gert til að sjá hver reynslan veröur.
Ef hún verður góð er ekkert því til
fyrirstöðu að byggja yfir gangstéttina
báðum megin götunnar og síðan
verður farið í að byggja yfir göt-
una,“ sagði Jón.
Gangstéttaryfirbyggingin er í raun
bogalagað glerþak. Glerið er fengið í
gegnum Sindra en það er sérstaklega
styrkt og skothelt. Fyrst um sinn
geta því vegfarendur gengið undir
þaki er þeir ganga eftir Laugavegin-
um en gatan sjálf verður opin. Ef af
yfirbyggingu götunnar verður er sú
hugmynd uppi að hafa aðra hvora
einingu opna til lofts en með því
móti er hægt aö hafa akandi umferð
um Laugaveg áfram. Ekki hefur þó
endanlega verið ákveðið hvort gatan
verði þannig eða lokuð alveg og gerð
að göngugötu.
Hver eining yfirbyggingarinnar er
átta metrar á lengd. í sumar er reikn-
að með að allt frá tveimur og upp í
átta einingar komist upp en hver
þeirra kostar fjögur hundruð þús-
und. Kaupmenn við Laugaveginn
fjármagna yfirbygginguna og að sögn
Jóns veltur allt á hve miklu auglýs-
ingabogarnir skila af sér hversu mik-
ið verður unnið í sumar. „Þetta er
framtíðin," segir Jón „og við höfum^
trú á henni."
-ELA
- Umhverfi og mengun -
Reykjavík framtíðarinnar
Guðrún
Ágústsdóttir
Stefán Thors
Auður
Sveinsdóttir
Magnús
Skúlason
Sigurbjörg
Gísladóttir
A
^^lþýöubandalagið í
gengst fyrir umræðufundi um umhverfismálin í Reykjavík
að Hverfisgötu 105 næstkomandi sunnudag kl. 15.00.
^^eykjavík
Frummælendur:
Sigurbjörg Gísladóttir efnafræðingur
sem fjallar um loftmengun. Auður
Sveinsdóttir landslagsarkitekt sem
m.a. mun segja fréttir af nýafstaðinni
umhverfisráðstefnu í Björgvin. Stefán
Thors, skipulagsstjóri ríkisins, sem
fjallar um umhverfismat og mengun.
Magnús Skúlason arkitekt sem fjallar
um umferðarmálin í Reykjavík.
Fundarstjóri
verður Guðrún Ágústsdóttir borg-
arfulltrúi. .
Kaffiveitingar
Allir velkomnir.
Alþýðubandalagið
í Reykjavík.
G-listinn.