Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.1990, Side 47

Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.1990, Side 47
LAUGARDAGUR 19. MAÍ 1990. 59 Afmæli Anna Guðmundsdóttir Anna Guðmundsdóttir, fyrrv. bóka- vörður Austurbrún 2, Reykjavík er sjötíu og fimm ára í dag. Anna er fædd á Patreksfirði og ólst upp í Borgarnesi. Hún fór í námsferðir til Danmerkur 1946-1947 og til Norður- landa 1956. Anna starfaði við bók- safn Hafnarfjarðar frá 1941 ásamt Magnúsi manni sínum sem var bókavörður þar. Hún var yfirbóka- vörður við Bókasafn Hafnarfjarðar 1955-1971 og kenndi við Iðnskólann í Hafnaríirði í nokkur ár. Anna var yfirbókavörður við Bókasafn Ár- nessýslu 1971-1978. Hún var í stjórn Norræna félagsins í Hafnarfirði um nokkura áræskeið og var einn af aðalhvatamönnum að stofnun Bókavarðarfélags íslands og í stjórn þess fyrstu árin og er nú heiðurs- félagi þess. Fyrri maður Önnu var Guðmundur Sigurðsson, f. 1912, bankamaður. Þau skildu. Sonur Önnu og Guðmundar er: Guðrnund- ur, f. 6. ágúst 1935, læknir í Rvík, fyrri kona hans var Hrefna Björns- dóttir, d. 1973, hjúkrunarfræðingur, börn þeirra eru: Anna, Guðrún Hulda, Þórvör Embla og Ragna Sól- veig. Seinni kona Guðmundar er: Sigríður Jónsdóttir, fóstra, börn Guðmundar og Sigríðar eru: Snorri og Guðný Ása. Seinni maður Önnu var Magnús Ásgeirsson, f. 9. nóv- ember 1901, d. 1955, skáld. Foreldrar Magnúsar voru: Ásgeir Sigurösson, b. á Reykjum í Lundarreykjadal og kona hans Ingunn Daníelsdóttir. Dóttir Önnu og Magnúsar er: Ing- unn Þóra, f. 24. nóvember 1944, kennari á Selfossi, var gift Sigurði Sveinssyni, lögfræðingi, þau skildu, börn þeirra eru: Berglind Anna, Magnús Sveinn og Sölvi Björn. Systkini Önnu eru: Ingibjörg, fyrrv. fulltrúi í Rvík; Júlíus, verkfræðing- ur í Rvík; Björn, fyrrv. forstjóri í Rvík; Þuríður Jenný, f. 13. janúar 1907,húsmóðir í Kópavogi; Karl Leó, sýsluskrifari í Borgarnesi; Jórunn, húsmóðir í Borgarnesi og Margrét, húsmóöir í Rvík. Bróðir Önnu sam- feðra, er Ingólfur Theódor, fyrrv. deildarstjóri í Rvík. Foreldrar Önnu voru Guðmundur Björnsson, sýslumaöur í Borgar- nesi, og kona hans, Þóra Júlíus- dóttir. Föðurbróður Júlíusar er Kristján, faðir Þuríðar, prófessors í KHÍ. Guðmundur var sonur Björns, b. á Svarfhóli, Asmundssonar, b. á Laxfossi, Þórðarsonar, prests í Hvammi í Norðurárdal, Þorsteins- sonar. Móðir Björns var Margrét Björnsdóttir, prests í Hítarnesþing- um, Sigurðssonar og konu hans, Valgerðar Bjarnadóttur, prests á Mælifelli, Jónssonar. Móðir Guð- mundar var Þuríður ljósmóðir, syst- ir Málfríðar ljósmóður. móður Mál- fríðar Einarsdóttur rithöfundar. Þuríður var dóttir Jóns, b. á Ás- bjarnarstöðum í Stafholtstungum, Halldórssonar, b. og fræðimanns á Ásbjarnarstöðum, Pálssonar. Móðir Jóns var Þórdís Einarsdóttir, Svein- bjarnarsonar, bróður Sveinbjarnar, afa Þórðar Sveinbjarnarsonar dóm- stjóra. Móðir Þuríðar var Helga Oddsdóttir, systir Guðrúnar, langömmu Odds, föður Jóns hrl. Móðurbróðir Önnu er Halldór sýslumaður, afi Halldórs Júlíusson- ar, forstöðumanns á Sólheimum, og Láru Valgerðar Júlíusdóttur, lög- fræðings ASÍ. Þóra var dóttir Júl- íusar, læknis á Blönduósi, Halldórs- sonar, yfirkennara í Rvík, bróður Ólínu, langömmu Snæbjarnar Jón- assonar vegamálastjóra. Halldór var sonur Friðriks, verslunarstjóra á Eyri í Skutulsfirði, Eyjólfssonar, prests á Eyri, Kolbeinssonar, prests og skálds í Miðdal, Þorsteinssonar. Móðir Halldórs var Sigríður Ólafs- dóttir, b. á Stakkanesi, bróður Hjalta Thorbergs, ættfóður Thor- bergsættarinnar, afa Bergs Thor- -bergs landshöfðingja. Ólafur var sonur Þorbergs prests á Eyri, Ein- arssonar, föður Guðrúnar, móður Marrethe Hölter, ættmóður Knudsenættarinnar. Móðir Þóru var Ingibjörg, systir Björns, afa Björns Sigfússonar há- skólabókavarðar. Ingibjörg var dóttir Magnúsar, prests og læknis á Grenjaðarstað, Jónssonar, bróður Guðnýjar, ömmu Haraldar Níels- sonar prófessors. Önnur systir Magnúsar var Margrét, amma Ólafs Friðrikssonar. Móðir Ingibjargar var Þórvör Skúladóttir, prests í Múla, Tómassonar, bróður Einars, föður Hálfdánar, langafa Helga Hálfdanarsonar þýðanda og Helga, fóður Ragnhildar alþingismanns. Móðir Þórvarar var Þórvör Sigfús- dóttir, prófasts og skálds á Höfða, Jónssonar, og konu hans, Guðrúnar Anna Guðmundsdóttir. Ketilsdóttur, prests í Húsavík, Jóns- sonar. Móðir Guðrúnar var Guðrún Magnúsdóttir, systir Skúla land- fógeta. Afmælisbarnið verður að heiman í dag Kirstín Guðríður Lárusdóttir Kirstín Guðríður Lárusdóttir, fram- kvæmdastjóri, Logalandi 6, Reykja- vík verður fimmtug á morgun. Kirstín er fædd í Reykjavík og ólst þar upp. Hún lauk landsprófi og var í 1. bekk í menntaskóla. Kirstín hóf störf á lögfræðstofu Jóns N. Sig- urðssonar hrl. og vann síðan hjá Lögreglustjóranum í Rvík. Hún vann hjá Bifreiðaeftirliti ríksins í 17 ár og einnig vann hún í Árbæjar- safni frá stofnun þess til 1968. Kirst- ín var ein af fyrstu kvenökukennur- unum og var í stjórn fræðslumið- stöðvar Ökukennarafélags íslands 1979-1989. Hún og maður hennar stofnuðu heildverslunina Hannes Wöhler og Co, árið 1981 og hefur hún unnið þar síðan. Kirstín giftist 20. júlí 1985 Hannesi Wöhler, f. 2. nóv- ember 1939, heildsala. Foreldrar Hannesar eru: Heinrich Wöhler, konfektgerðarmaður í Þýskalandi og kona hans Sigríður Árnadóttir, verslunarmaður. Heinrich var átt- ræður 15. maí og eru Kirstín og Hannes hjá honum í Þýskalandi þar sem hann býr. Börn Kirstínar og Hannesar eru: Sigríður Wöhler, f. 19. janúar 1963, kennaranemi; Lárus Árni Wöhler, f. 30. maí 1966, versl- unarmaður; Herdís Wöhler, f. 29. desember 1968, verslunarmaður og Ásdís Wöhler, f. 21. júní 1970, nemi. Systkini Kirstínar eru: Guðrún Helga, f. 29. ágúst 1933, útgerðar- kona, gift Ágústi Sigurðssyni, og eiga þau þrjár dætur; Ólafla Lára, f. 9. febrúar 1959 gift Guðmundi Axelssyni og eiga þau þrjú börn; Valgerður, f. 6. júlí 1944 hjúkrunar- fræðingur, gift Jóni Þór Hannessyni framkvæmdastjóra og eiga þau tvo syni ogÁrni Ólafur, f. 12:desember 1946 viðskiptafræðingur, kvæntur Sólveigu Hannam, skrifstofumanni og eiga þau einn son. Foreldrar Kirstínar eru: Lárus Sigurbjörnsson, f. 22. maí 1903, d. 5. maí 1974, rithöfundur og borgar- skjalavörður og kona hans Sigríður Árnadóttir, f. 20. júlí 1911, d. 7. ágúst 1988. Lárus var sonur Sigurbjörns, prets á Elliheimilinu Grund, Gísla- sonar b. á Neðraási Sigurðssonar b. á Miðgrund Gíslasonar b. á Kálfs- stöðum Ásgrímssonar b. á Ásgeirs- brekku Þorlákssonar b. á Ásgeirs- brekku Jónssonar, ættföður Ás- geirsbrekkuættarinnar. Móðir Gísla á Neðraási var Sigríður Þorláks- dóttir, systir Þorbjargar ömmu Stef- áns Stefánssonar skólameistara, fóður Valtýs, ritstjóra. Móðir Sigur- bjarnar var Kristín Björnsdóttir b. á Syðri-Brekkum Ingimundarsonar. Móðir Björns var Sesselja Gísladótt- ir b. á Miklahóli Hannéssonar prests á Staðarbakka Þorlákssonar sýslu- manns á ísafirði Guðbrandssonar sýslumanns á Lækjarási Arngríms- sonar lærða vígslubiskups á Mel- stað Jónssonar. Móðir Lárusar Sigurbjörnssonar var Guðrún, rithöfundur og alþing- ismaður í Rvík Lárusdóttir prófasts og alþingismanns á Valþjófsstað Halldórssonar prófasts og alþingis- manns á Hofl í Vopnafirði Jónsson- ar, bróður Guðrúnar, ömmu Sveins Björnssonar forseta. Móðir Guðrún- ar var Kirstín Pétursdóttir organ- leikara og alþingismanns í Rvík Guðjohnsens og konu hans Guðrún- ar Lauritzdóttur Knudsens kaup- manns í Rvík, ættföður Knudsens- ættarinnar. r Sigríður var dóttir Árna, b. í Hlíð- arendakoti í Fljótshlíð Ólafssonar b. í Hlíðarendakoti, bróður Erlings, föður Þorsteins skálds. Ólafur var sonur Páls b. á Kvoslæk Ólafssonar b. á Kvoslæk Arnbjarnarsonarb. á Kvoslæk Eyjólfssonar, ættföður Kvoslækjarættarinnar. Móðir Sig- ríðar var Guðríður Jónsdóttir b. á Kirstín Guðríður Lárusdóttir. Hofakri í Hvammssveit Jónssonar og konu hans Sigríðar Gísladóttur. Kirstín er erlendis en tekur á móti géstum 30. maí á Logalandi 6, kl. 17-20. Gunnar Öm Ólafsson Gunnar Örn Ólafsson fulltrúi, Hlé- gerði 4, Kópavogi, verður fimmtug- ur á morgun. Gunnar Örn er fæddur í Reykjavík og lauk prófl frá Versl- unarskóla íslands 1960. Hann var í námi í The London School of For- eign Trade 1962 og starfsmanna- stjóri Jöklahf. 1962-1968. Gunnar var fulltrúi hjá Loftleiðum hf. 1968- 1970 og forstöðumaður Lífeyrissjóðs Málm- og skipasmiða 1970-1985. Hann hefur verið fulltrúi hjá ríkis- skattstjóra frá 1985. Gunnar kvænt- ist 10. desember 1965 Soffíu Péturs- dóttur, f. 13. apríl 1941, verslunar- manni. Foreldrar Soffíu eru Pétur Ólafsson, forstjóri ísafoldar, og konu hans, Þórunn Magnúsdóttur Kjaran. Börn Gunnars og Soffíu eru Þórunn, f. 25. nóvember 1963, bókari í Kópavogi, gift Jóhanni F. Helga- syni vélfræðingi; María, f. 12. nóv- ember 1967, tónlistakennari, sam- býlismaður hennar er Eiríkur Stephensen tónlistarnemi, ogPétur Örn, f. 1. október 1970, nemi. Systk- ini Gunnars eru Jón Karl, f. 19. sept- ember 1932, hrl. í Rvík, kvæntur Ólöfu Björnsdóttur; Guðjón, f. 24. október 1936, aðalbókari í Rvík, kvæntur Áslaugu Sigurgrímsdóttur húsmæðrakennara og Ólafur Helgi, f. 20. júní 1945, viðskiptafræðingur í Rvík, kvæntur Margréti Thorlaci- us. Foreldrar Gunnars eru Ólafur Helgi Jónsson, lögfræðingur og framkvæmdastjóri Alliance hf., og kona hans, Sigþrúður Guðjónsdótt- ir. Föðursystkini Gunnars eru Unn- ur, gift Finnboga Kjartanssyni, kaupmanni í Rvík, Ásta Lára, gift Othari Ellingsen, kaupmanni í Rvík; Ágústa, gift Friðþjófi Johnson, verslunarmanni í Rvík, og Ólafía, gift Thor Hallgrímsson, verslunar- manni í Rvík. Ólafur var sonur Jóns, bankastjóra í Rvík, Ólafsson- ar, b. í Sumarliðabæ í Holium, Þórð- arsonar. Móðir Jóns var Guðlaug Þórðardóttir, b. í Sumarliðabæ, Jónssonar, og konu hans, Helgu Gunnarsdóttur, b. í Hvammi á Landi, Einarssonar. Móðir Helgu var Kristín Jónsdöttir, b. á Vindási, Bjarnasonar, b. og hreppstjóra á Víkingslæk, Halldórssonar, ætt- fóöur Víkingslækjarættarinnar. Móðir Ólafs Helga var Þóra Hall- dórsdóttir, b. á Miðhrauni í Mikla- holtshreppi, Guðmundssonar, b. í Gröf, Þórðarsonar, b. á Hjarðarfelli, Jónssonar, ættföður Hjarðarfells- ættarinnar. Móðir Þóru var Elín Bárðardóttir, b. á Flesjustööum, Sig- urðssonar. Móðurbræður Gunnars eru dr. Oddur, fyrrv. sendiherra, og Guðmundur, arkitekt. Sigþrúður var dóttir Guðjóns, múrarameistara í Rvík, bróður Guðmundar bóksala. Guðjón var sonur Gamalíels, b. í Hækingsdal í Kjós, Oddssonar, b. á Indriðastöðum, Helgasonar. Móðir Gamalíels var Vilborg, systir Sig- urðar, hreppstjóra á Bakka, föður Þórðar á Fiskilæk, föður Matthíasar Þjóðminjavarðar, og Runólfs, langafa Ragnars Arnalds alþingsim- anns. Vilborg var dóttir Þórðar, b. " oghreppstjóra á Súlunesi, Jónsson- ar, og konu hans, Sigríðar Gísladótt- ur. Móðir Sigþrúðar var María Guð- mundsdóttir, b. og næturvarðar á Bergsstöðum í Rvík, bróður ísaks, afa Sigurðar Þórðarsonar tón- skálds. Guðmundur var sonur Ingi- mundar, b. á Seli í Grímsnesi, Stur- laugssonar, og konu hans, Katrínar Guðmundsdóttur. Móðir Maríu var Guðrún Magnúsdóttir, b. á Norður- koti í Hraunsgerðishreppi, Egils- sonar, og konu hans, Ragnheiðar Jónsdóttur, b. í Núpstúni, Björns- sonar, b. í Vorsabæ, Högnasonar, lögréttumanns á Laugarvatni, Björnssonar, bróður Sigríöar, móð- Gunnar Örn Ólafsson. ur Finns Jónssonar, biskups í Skál- holti. Móðir Ragnheiöar var Guðrún Guðmundsdóttir, prests á Kálfat- jörn, Magnússonar, prests á Þing- völlum, Sæmundssonar, prests í Miklabæ, Magnússonar. Móðir Sæ- mundar var Þórdís (Snæfríður ís- landssól), Jónsdóttir, biskups á Hól- um, Vigfússonar. Gunnar dvelur nú erlendis. Studioblóm Þönglabakka 6, Mjódd, norðan við Kaupstað, simi 670760 Blómaskreytingar við öll tækifæri. Sendingarþjónusta. / Bifhjólamenn \ hafa enga heimild til að aka hraðar en aðrir!

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.