Dagblaðið Vísir - DV - 13.07.1990, Blaðsíða 3
FÖSTUDAGUR 13. JÚLÍ 1990.
'3
dv Viðtalid
Nafn: Sigurbjörn Bárðar-
son
Stari: Tamningamaður
Aldur: 38 ára
Nú er nýlokiö landsmóti hesta-
manna. Margir héldu sigurreiflr
heim á leið eftir vel heppnaö
mót. Einn þeirra var Sigurbjörn
Báröarson.
„Landsmótiö tókst mjög vel og
ég er ánægöur meö útkomuna.
Ég keppti á yfir 20 hestum. Hæst
her þó sigur sonar míns, Stein-
ars, í bamaflokki," sagði Sígur-
bjöm.
Þegar hann var beðinn um að
telja upp afrek sin á landsmótinu
kom heillangur listi. Sem dæmi
má taka fyrsta sæti í EM-flór-
gangskeppni sem er alþjóðleg
keppni meistara 12 þjóða, fyrsta
sæti í 250 metra skeiði, íjórar
hryssur með fyrstu verðlaun og
svona mætti lengi telja. Auk þess
hlaut hestur, sem Sigurbjöm sat,
Svartur frá Högnastöðum i
Hálsasveit, hæstu einkunn sem
gefln hefUr verið á íslandi í A-
flokki gæöinga, 9,27.
Sigurbjörn er fæddur og uppal-
inn í Reykjavík. Hann hefur alitaf
búið á höfúðborgarsvæöinu en
býr nú rétt utan við borgina.
„Ég lauk gagnfræðaprófi og
lærði svo blikksmíði i Iðnskól-
anum. Svo hef ég öll próf og gráð-
ur innan tamningastéttarinnar á
íslandi. Til útianda hef ég íarið
til kennslu og kyimingar á ís-
lenska hestinum. Islenski hestur-
inn vekur alltaf gífurlega athygli
erlendis.
Ég er með mikiö af hestum. Það
eru einhverjir tugir í gangi i
tamningu."
Veikur fyrir bílum
Sigurbjöm á sér fleiri áhuga-
mál en hesta. „Ég hef alltaf verið
veikur fyrir bílum og hef haft í
maganum aö fara út í keppni. Það
vill svo til að ég tók þátt í fyrstu
rallkeppninni hérlendis.“
Öll fjölskyldan er á kafi í hesta-
mennsku og lítill timi er aflögu.
„Mestur tími manns fer í hest-
ana. Alltaf er verið aö tala um
hesta og jafhvel gestir, sem koma,
tala varla um annað. Yngsta dótt-
ir okkar er byrjuö í hesta-
mennsku líka eins og aörir í flöl-
skyldunni. Líflð gengur ekki út á
annað en hesta og það má segja
aö lifið sé hestur."
Sjaldnast gefst timi fyrir
sumarirí hijá hestamanni
„Við fórum helst í hestaferðalag
í þijá eða fjóra daga en skipu-
leggjum það ekki langt fýrirfram.
Eg hef mikið ferðast á hestum
innanlands og mikið á hálendinu.
Svo hefur maður farið keyrandi
hringinn í kringum landið með
námskeið og ráðgjöf."
En verður Sigurbjöm aldrei
þreyttur á hestum? „Maöur getur
orðið þreyttur en aldrei leiður.
Þá þarf maður að kúpla sig frá
hestunum og gera eitthvað ann-
að,“ sagði Sigurbjöm Bárðarson.
Sigurbjöm er giftur Fríöu Hildi
Steinarsdóttur. Böra þeirra eru
Steinar, 13 ára, Styrmir, sem er
10 ára, og Silvía en hún er 5 ára.
-hmó
Fréttir
Laxagengd á Suðumesjum:
Ólöglegar laxveiðar í sjó
- Vogalax sendir flugvélar til að fylgjast með veiðum við ströndina
Lögreglan í Keflavík gerði á
mánudag upptæk net hjá tveimur
veiðimönnum vegna gruns um að
þeir ætluðu sér að stunda ólöglegar
laxveiðar í Njarðvíkurhöfn. Höfðu
netin verið lögð á þremur stöðum
i höfninni en einn veiðimannanna
náði sínum netum upp áður en lög-
reglan kom á staðinn.
-J.Mar
Allnokkur laxagengd hefur verið
meðfram allri strönd Suðurnesja
að undanfómu og er það haíbeitar-
lax frá Vogalaxi í Vogum á Vatns-
leysuströnd sem er á leið á heima-
slóðir. Suðurnesjamenn hafa tekið
laxinum fagnandi og hefur sést til
íjölda manns við veiðar á bryggj-
unni í Keflavík, Njarðvík og í Höfn-
um. Sumir hafa jafnvel gengið svo
langt að leggja net í sjó til að fá sem
mestan lax.
„Við getum orðið fyrir mjög til-
fmnanlegu tjóni þegar menn eru
famir að beita nær öllum tiltækum
ráöum til aö veiða hafbeitarlax sem
er að ganga upp í stöðina aftur,“
sagði Vilhjálmur Guðmundsson,
framkvæmdastjóri hjá Vogalaxi.
„Með þessu eru menn að grafa
undan atvinnustarfsemi sem búið
er að leggja hundruð milfjóna
króna í. Við höfum enga hugmynd
um hversu mikið af laxi veiðist með
þessu móti. Ég hef farið fram á það
viö lögregluna í Keflavík að hún
fylgist með hvort menn séu að
veiða lax úr sjó en'þaö er bannað
samkvæmt lögum. Einnig hef ég
leigt flugvélar til að fljúga meðfram
strandlengjunni til að fylgjast með
hvort menn séu að leggja net í sjó
til að veiða lax.“