Dagblaðið Vísir - DV - 13.07.1990, Side 26

Dagblaðið Vísir - DV - 13.07.1990, Side 26
34 FÖSTUDAGUR 13. JÚLÍ 1990. Fólk í fréttum dv Rúna Einarsdóttir Rúna Einarsdóttir hefur unniö tvo stærstu titla á síðustu tveimur árum hér á landi í hestaíþróttum. Hún sýndi Dimmu, efsta hest í B- flokki, en þær sigruðu einnig í tölt- keppni á landsmótinu. í fyrra sumar var Rúna íslandsmeistari í tölti á Dimmu. Auk þess hafa þær unnið til margra titla á undanfómum árum. Rúna er fædd 21. apríl 1965 á Blönduósi og ólst upp á Mosfelli í Svínadal í A-Húnavatnssýslu. Hún lauk búfræðiprófi í Bændaskólan- um á Hvanneyri 1984 og var vörslu- maður sauðfjárveikivarnagirðingar á Kili 1984. Hún tók á leigu tamning- arstöð Fáks 1984-1985 og var tamn- ingamaður á Einarsstöðum í Reykjadal 1985. Rúna var tamninga- maður í hestamiðstöðinni í Dal í Mosfellssveit 1985-1986 og var tam- ingamaður á Gunnarsholtsbúinu 1986-1987. Hún hefur verið tamn- ingamaður á Stóðhestastöð ríkisins á Gunnarsholti frá 1987. Rúna vann B-flokk gæðinga í stórmótinu á Hellu 1988 og varð íslandsmeistari í tölti og í öðru sæti í fjórgangi á Dimmu 1989. Hún var formaður hestamannafélags nemenda á Hvanneyri 1983-1984 og hefur verið í stjóm íþróttadeildar hestamanna- félgsins Geysis frá 1990. Samhýlis- maður Rúnu er Eiríkur Guðmunds- son, f. 3. júní 1964, forstöðumaöur Stóðhestastöðvar ríkisins. Foreldr- ar Eiríks eru: Guðmundur Gíslason, starfsmaður Kirkjugarða Reykja- víkur, og kona hans, Katrín Þórar- insdóttir. Systir Rúnu er Sólveig, f. 4. maí 1966, sambýlismaður hennar er Bjöm Sveinsson, b. á Varmalæk í Skagafirði. Foreldrar Rúnu em: Einar Hösk- uldsson, b. Mosfelli, og kona hans, Bryndís Júlíusdóttir. Föðursystkini Rúnu eru: Sveinn Skorri prófessor; Sigríður húsmóðir á Kagaðarhóli í Húnavatnssýslu; Kristjana hús- móðir á Melaleiti í Borgarfirði, og Bjami, trésmiður sem er látinn. Einar er sonur Höskuldar, b. á Vatnshomi í Skorradal, Einarsson- ar. Móðir Höskuldar var Kristjana Sigfúsdóttir, b. á Bjarnastöðum í Mývatnssveit, Jónssonar, b. og smiös á Sveinsstöðum, Jónssonar, b. á Skútustöðum, Helgasonar, b. á Skútustöðum, ættfóður Skútustaða- ættarinnar, Ásmundssonar. Móðir Sigfúsar var Marja Gísladóttir. Móðir Marju var Guðrún, systir Sólveigar, konu Jóns á Gautlöndum, og móður Kristjáns ráðherra, Pét- urs ráðherra og Steingríms, bæjar- fógeta á Akureyri. Sólveig var einn- ig amma Haraldar Guðmundssonar, ráöherra og formanns Alþýðu- flokksins, og langamma Jóns Sig- urðssonar ráðherra. Önnur systir Guðrúnar var Valgerður, móðir Halldóm, konu Tryggva Gunnars- sonar bankastjóra, og móðir Hólm- fríðar, konu Amljóts Ólafssonar, prests og alþingismanns. Bróðir Guðrúnar var Hallgrímur á Hólm- um, langafi Ólafs, föður Gunnars Ragnars á Akureyri. Annar bróðir Guðrúnar var Pétur, langafi Áka Jakobssonar alþingismanns. Þriðji bróðir Guðrúnar var Jón, þjóð- fundarmaður í Lundarbrekku, faðir Kristínar, langömmu Jónasar bún- aðarmálastjóra. Fiórði bróðir Guð- rúnar var Benedikt, afi Geirs Hall- grímssonar, seðlabankastjóra og fyrrv. forsætisráðherra. Guðrún var dóttir Jóns, prests í Reykjahlið, ættfóður Reykjahlíðarættarinnar, Þorsteinssonar. Móðir Kristjönu var Sigríður, systir Jóns, alþingis- manns í Múla í Aðaldal, foður Ama, alþingismanns frá Múla, fóður Jón- asar, rithöfundar og fyrrv. alþingis- manns, og Jóns Múla, tónskálds og útvarpsmanns. Annar bróðir Sig- ríðar var Stefán á Öndólfsstöðum, afi Stefáns Þengils tónlistarkenn- ara. Sigríður var dóttir Jóns, skálds á Helluvaði, bróður Olgeirs, langafa Guðmundar Bjamasonar heilbrigð- isráðherra. Olgeir var einnig langafi Olgeirs, foðurafa Lindu Pétursdótt- ur fegurðardrottningar. Jón á Helluvaði var sonur Hinriks, b. í Heiðarbót í Aðaldal, Hinrikssonar, b. áTunguhálsi, Gunnlaugssonar. Móðir Hinriks í Heiðarbót var Katr- ín Sigurðardóttir, b. í Litla-Vatns- skarði, Ólafssonar, og konu hans, Þómnnar Jónsdóttur, „Harða- bónda“ í Mörk í Laxárdal, ættfóður Haröabóndaættarinnar, Jónssonar. Móðir Sigríðar var Friðrika, systir Jóns á Skútustöðum. Systir Frið- riku var Þuríður, móðir Sigurðar, ráðherra frá Y stafelli, móðir Árna, afa Þórs Vilhjálmssonar hæstarétt- arlögmanns, og móðir Hjálmars, afa Hjálmars Ragnarssonar tónskálds. Sólveig, móðir Einars, var dóttir Bjama, b. í Vatnshorni í Skorradal, Bjamarsonar. Móðir Bjama var Sólveig Bjömsdóttir, prests á Þing- völlum, Pálssonar, prests á Þing- völlum, Þorlákssonar, hróður Jóns, skálds á Bægisá. Móðir Bjöms á Setbergi var Sigríður Stefánsdóttir, prests á Breiðabólstað í Fljótshlíð Högnasonar, „prestaföður“ prests á Breiðabólstað, Sigurðssonar. Móðir Sólveigar var Þómnn Björnsdóttir, prests í Hítarnesi, Benediktssonar. Móðir Björns var Þórunn Ólafs- dóttir, sýslumanns í ísafjarðarsýslu, Ámasonar, prests í Saurbæjarþing- Rúna Einarsdóttir. um, Jónssonar. Móðir Ólafs var Ingibjörg Magnúsdóttir, lögmanns á Ingjaldshóli, Jónssonar. Móðursystkini Rúnu era Anton, b. á Þorkelshóli og Sólveig, gjft Þórði Þórarinssyni, b. á Ríp á Hegranesi. Bryndís er dóttir Júlíusar, b. á Mos- felli, Jónssonar, bróður Kristínar, konu Sigurðar Jóhannessonar, smiðs í Rvík; Halldórs, b. í Leys- ingjastöðum og Magnúsar, b. á Brekku, fóður Hauks, b. á Brekku, Þóris, b. í Syðri-Brekku, Sigurðar, b. í Hnjúki, Jósefs, b. í Steinnesi og Hreins, b. á Leysingjastöðum. Móðir Bryndísar vár Guðrún Sigvalda- dóttir, systir Ólínu, veitingamanns á Litla-Sandskeiði, ínu, konu Sig- urðar Péturssonar, útgerðarmanns í Rvík, og Siguijóns, b. á Urriðaá í Miöfirði, fóður Sigvalda, b. á Urr- iðaá. Afmæli Alfreð Hólm Bjömsson Alfreð Hólm Bjömsson, bóndi að Útkoti í Kjalameshreppi, verður sjötíu og fimm ára á sunnudaginn kemur. Alfreð fæddist að Skálum á Langa- nesi og ólst upp til sex ára aldurs hjá móður sinni og manni hennar, Tryggva Sigfússyni, á Þórshöfn á Langanesi. Þá fór hann til ömmu sinnar í föðurætt og föðursystkina að Strýtu við Hamarsfjörð. Hann flutti síðan með þeim suður. Alfreð vann almenn landbúnaðar- störf á uppvaxtarámnum en 1933 hóf hann jámsmíðanám í Héðni og stundaði nám við Iðnskólann í Reýkjavík. Álfreð starfaði á Nesi á Seltjamar- nesi 1938-40, var á sildveiðum og stundaði síðan keyrslu frá 1940, m.a. hjá bæjarsímanum og við flugvall- argerð. Þá vann hann með jarðýtu í Kópavoginum og víðar en Alfreð er einn af frumbyggjum Kópavogs. Hann flutti að Útkoti á Kjalamesi áriö 1950 og hóf þar búskap en stundaði jafnframt malarkeyrslu og annan akstrn- við vegagerð. Þá var Alfreð Jandpóstur í Mosfellsbæ og á Kjalamesi um skeið. Alfreð er maður listhneigður en hann hannar höggmyndir og vinnur í járn. Þá hefur hann veriö frí- stundamálari um skeið. Kona Alfreðs er Hulda Hraunfjörð Pétursdóttir, f. 24.4.1921, dóttir Pét- urs Hraunfjörð, skipstjóra og verka- manns í Reykjavík, og konu hans, Ástu Kristjánsdóttur. Sonur Alfreðs og Guðlaugar Hannesdóttur er Björn Reynir, f. 2.5.1937, en hann rekur kranafyrir- tæki, kvæntur Erlu Jónsdóttur og eiga þau þrjú börn, auk þess sem hann átti tvö börn með fyrstu konu sinni, Sigurborgu Ólafsdóttur, tvö böm með annarri konu sinni, Lauf- eyju Sigurðardóttur, og eitt bam með Sigurjónu Unni Jónsdóttur Böm Alfreðs og Huldu em Haf- steinn Pétur, f. 29.1.1941, vörubif- reiðastjóri og bóndi, kvæntur Guð- rúnu Jóhannesdóttur en hann á tvö böm með fyrstu konu sinni, Borg- hildi Flórentsdóttur og þrjú böm með annarri konu sinni, Kristínu Lárugdóttur; Óskar Már, f. 7.2.1944, búfræðingur og rekur varahluta- verslun, kvæntur Helgu Valdimars- dóttur og eiga þau þrjú börn; Sæ- mundur Unnar, f. 26.2.1945, vörubif- reiðastjóri, kvæntur Dagbjörtu Flórentsdóttur blómakaupmanni og eigaþauþijúbörn. Hálfsystkini Alfreðs sammæðra, Tryggvaböm: Guðrún, f. 22.4.1920, var gift Helga Helgasyni, bónda á Þurrstöðum og eignuðust þau þrjú böm; Sigfús, f. 28.5.1923, verkamað- ur í Kópavogi, kvæntur Guðlaugu Pétursdóttur og eiga þau fimm börn; Helga, f. 1.6.1924, var gift Pétri Hraunfjörð en þau skildu og á hún tíu böm; Jakob, f. 11.10.1926, leigu- bifreiðastjóri í Kópavogi, var kvæntur Guðlaugu Ingvarsdóttur sem er látinn og eignuðust þau þijú böm; Ólafur, f. 19.3.1929, pípulagn- ingarmaður í Kópavogi, kvæntur Halldóm Jóhannesdóttur og eiga þau tvö böm; Sverrir, f. 25.3.1930, vélvirki í Kópavogi, kvæntur Sigríði Þorsteinsdóttur og eiga þau þijú börn; Ingólfur, f. 7.5.1934, forstjóri, en sambýliskona hans er Agústa Waage og Signý, f. 8.10.1936, verka- kona í Grindavík, gift Hauki Þórðar- syni en Signý á fjögur börn frá því áður auk þess sem Haukur á tvö böm. Foreldrar Alfreðs voru Björn Jónsson, verslunarmaður og bóndi í Stakkhamri, f. 11.9.1891, d. 15.2. 1921, og Stefanía Kristjánsdóttir, f. 16.11.1893, d. 1.11.1981, húsmóðir ogverkakona. Meðal föðursystkina Alfreðs eru Ríkarður myndhöggskeri og Finnur listmálari Jónssynir. Bjöm var sonur Jóns, b. og smiðs á Strýtu við Hamarsfjörð Þórarins- sonar, b. í Þórisdal í Lóni, bróður Maríu, móöur Hans, hreppstjóra á Sómastöðum, afa Jakobs, sóknar- prests og rithöfundar og Eysteins, fyrrv. ráöherra Jónssona. Móðir Jóns á Strýtu var Lísibet Jónsdóttir frá Núpshjáleigu á Berufjarðar- strönd. Móðir Björns var Ólöf Finnsdóttir, b. og söðlasmiðs í Tunguhóli í Fá- skrúðsfirði Guðmundssonar, bróð- Alfreð Hólm Björnsson. ur Ingibjargar, ömmu Einars, afa Eyþórs Einarssonar, formanns Náttúruverndarráðs. Móðir Ólafar var Anna Margrét Guðmundsdóttir frá Brimnesi við Fáskrúðsfjörð. Stefanía var dóttir Gunnars Kristjáns Jakobssonar, á Djúpalæk Sveinssonar. Móðir Kristjáns var Hólmfríður Guðmundsdóttir. Móðir Stefaníu var Signý Sigurlaug, dóttir Davíðs Sigmundssonar á Höfn á Strönd og Guörúnar Jónsdóttur. Uti á vegum verða flest slys + í lausamöl beygjum w við ræsi og brýr & við blindhæðir YFIRLEITT VEGNA 0F MIKILS HRAÐA! Jón Jónsson, Freyjugötu 10B, Sauðárkróki Jóhann Yngvi Guðmundsson, Fossheiði58,Selfossi Guðmundur Jónsson, Freyjugötu 15, Sauðárkróki Ólafur J. Aðalbjörnsson, Grænumýri 14, Akureyri Siguriaug Stefánsdóttir, Eíðum, bóndabæ, Eíðahreppi 70 ára 50 ára Kristján E inarsson, Gunnarsbraut8, Búöardal Ásiaug Johansen, Austurbrún6, Reykjavík Eggert Konráðsson, Kistu, Þverárhreppi. Hann veröur aðheiman. tluðrún tiuðmundsdóttir, Melgerði 31, Kópavogi Anna Björg Jónsdóttir, Hvannstóði, Borgaríjarðarhreppi Sigurður J. Þórðarson, Yrsufelli 9, Reykjavík Gíslina Vigdís Guðnadóttir, Birkigrand 35, Kópavogi Margrét Egilsdóttir, Álfaskeiði 14, Hafnarfirði Metta Dagný Gunnarsdóttir, Þinghólsbraut 31, Kópavogi

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.