Dagblaðið Vísir - DV - 18.08.1990, Side 3

Dagblaðið Vísir - DV - 18.08.1990, Side 3
LAUGARDAGUR 18. ÁGÚST 1990. 3 DV Mývatnssveit: Dimmuborgir liggja undir skemmdum Fréttir - segirFriðrikDagur Amarson landvöröur „Margir vinsælustu feröamanna- staðimir við Mývatn hafa látið mjög á sjá á síðustu árum, svo sem Dimmuborgimar, Skútustaðagíg- amir, Höfðinn og fleiri staðir. í sum- ar er búist við að hingað komi á milli 120 og 140 þúsund ferðamenn. Hins vegar er lítið sem ekkert gert til að byggja svæðið upp svo það geti tekið við öllum þessum flölda ferða- manna," segir Friðrik Dagur Arnar- sons, iandvörður við Mývatn. „Skútustaðagígamir em einn þess- ara staða. Þar vom farnir að mynd- ast djúpar brautir utan í gígunum og valda útlitslýtum á þeim. Það þurfti því að grípa til róttækra að- gerða til að spoma við þeirri þróun. Það var því sótt um styrk til Plast- pokasjóðs Landverndar og nú er búið að byggja tröppu upp á einn gíginn og búið að setja trépall til að varna því að gjallið vaðist niður. Það er hins vegar ljóst að það þarf að gera eitthvaö meira til að spoma við frek- ari eyðileggingu þarna. Það er lélegt efni í gígbörmunum sem molnar auð- veldlega niður og fer þá í dust sem fýkur í burtu. Sumir gigbarmarnir hafa af þessum sökum lækkað um 10 sm á nokkrum árum. í Dimmuborgum hafa verið af- markaðir göngustigar með köðlum og þar hefur verið komið fyrir korti sem sýnir gönguleiðir. Á því er og að finna útskýringar á því hvernig Borgirnar mynduðust og hvernig beri að umgangast landið. Það em flestir ferðamenn sem virða þær umgengnisreglur sem settar hafa verið en það eru alltaf til undantekn- ingartilvik og alltaf einhverjir sem þurfa endilega að ganga utan merktra göngubrauta. En átroðningurinn í Borgirnar hef- ur verið slíkur undanfarin ár aö það er ekki hægt að neita því að þær liggja undir skemmdum. Afmörkuðu göngustígarnir eru stöðugt að breikka sem stafar af því að ofan á þeim er ekki nema um 10 til 15 sm moldarlag. Það hvérfur svo smátt og smátt og loks er fólk farið að ganga á ósléttu hrauni. Þegar svo er komið fer fólk að ganga fyrir utan göngubrautimar og þær breikka á kostnað þess gróðurs sem þarna er. Það hefur yerið talað um að selja inn í Dimmuborgirnar og láta hvern og einn borga 50 til 100 krónur í að- gang og nota þá peninga til að byggja upp aðstöðu í Borgunum. Þær hug- myndir hafa hins vegar falliö í grýtt- an jarðveg. Stjom SVR: Síðustu ferðir verða f arnar „Við höfum ákveðið að samþykkja að fjarskiptakerfi vagnanna verði tengt við fjarskiptakerfi lögreglunn- ar,“ sagði Sveinn Andri Sveinsson, formaður stjórnar Strætisvagna Reykjavíkur, eftir stjórnarfund sem haldinn var í gær. Sveinn Andri sagði að með þessu væri ákveðið að vagnamir ækju samkvæmt áætlun í Breiðholtshverfi um helgar. Þessi ákvörðun stjórnar Strætis- vagna Reykjavíkur er gerð í kjölfar átaka strætisvagnabílstjóra og ung- menna í Breiðholti um síðustu helgi. Hér eftir verður fjarskiptakerfi strætisvagnanna tengt beint til lög- reglu. Þá verður unnið að því fá bein- an síma milli stjómstöðvar SVR og lögreglu. -sme FALLEGAR OG j STÍLHREINAR 1 BAÐINNRETTENGAR FRÁCSGÖfe rae BÆJARHRAUNI 8 SÍMI 651499 OPIÐ LAUGARD. 10-16 Eg hef verið því meðmæltur að malbika göngustíga á svæðinu en það em margir sem eru á móti því og telja það ekki fallegt en ég hef oft spurt: Er fallegra að láta landið troð- ast út? Það er ljóst aö landið þolir ekki alla þessa umferð og það verður að grípa til einhverra aögerða. Fyrir það fyrsta þyrfti að skipuleggja hvemig á að nota Mývatnssvæðið, hvar eigi að vera gönguleiðir, hvar megi aka og hvar eigi að vera alger friðlönd og svo framvegis. Svo þarf að koma upp upplýsingamiðstöð fyr- ir ferðamenn þar sem þeir geta leitað sér upplýsinga um Mývatnssvæðið. Meðan hér er engin almennileg upp- lýsingamiðstöð er langt í land með að ferðaþjónusta hér sé með ein- hverjum menningarbrag. Það er sorglegt að mönnum virðist standa allt of mikið á sama um landvernd á þessu svæði. Það eina sem menn hugsa um er að fá hingað fleiri og fleiri ferðamenn án þess að gera nokkurn skapaðan hlut til að byggja landið upp á þann hátt að það geti tekið við öllu þessu flæði fólks,“ seg- ir Friðrik Dagur. -J.Mar VINSÆLIR VINNUÞJARKAR sendibíll Verð kr. 723.000,- stgr. m/VSK Verð kr. 580.000,- stgr. án/VSK NISSAN King Cab Vél 2,4 lítra, bensín, 5 gíra - aflstýri - vönduð innrétting Verð kr. 1.386.000,- stgr. m/VSK Verð kr. 1.114.000,- stgr. án/VSK Einnig fáanlegur með 2,5 lítra dísilvél. Verð kr. 1.507.000,- stgr. m/VSK Verð kr. 1.210.000,- stgr. án/VSK Bílasýning laugardag og sunnudag kl. 14-17 - réttur bíll á réttum stað Ingvar Helgason hf. Sævarhöfða 2, sími 67-4000

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.